Bráðnauðsynlegt að leiðrétta

  chopinjohnlennon-logo

  Í Fréttablaðinu í dag er skemmtileg og fróðleg grein eftir Þorvald Gylfason,  prófessor.  Þar er margan fróðleik að finna um Brasilíu og þarlenda músík.  Það er vel.  Brasilísk músík hefur verið hornreka í íslenskum fjölmiðlum - þó þungarokkssveitirnar Sepultura og Soulfly njóti hér töluverðra vinsælda.

  Grein Þorvaldar hefst á þessum orðum:  "Brasilía er mér vitanlega eina land heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi. Flugvöllurinn í Ríó de Janeiro er kenndur við bossanóvakónginn Tom Jobim."

  Þetta er ekki rétt.  Alþjóðaflugvöllurinn í Varsjá í Póllandi heitir Fryderyk Chopin í höfuðið á samnefndum píanóleikara og einu höfuðtónskálda klassísku rómantísku músíkurinnar.  Í Varsjá er Chopin í hávegum og margt annað þar ber hans nafn.  Það minnir mig á að ég á eftir að láta Stefán bróðir fá staup merkt Chopin síðan ég skrapp til Póllands fyrr á árinu.

  Alþjóðaflugvöllurinn á Englandi heitir Liverpool John Lennon Airport í höfuðið á samnefndum söngvara og tónskáldi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þetta er huglæg "villa". Hann sagði sér vitanlega væri þetta sú eina. Sem að er rétt að hann viti ekki betur en svo

Daníel (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jens Guð

  Daníel,  vissulega má segja að þær forsendur sem Þorvaldur gefur sér - að hann viti ekki betur - séu réttar.  Eftir stendur að upplýsingar hans eru rangar.  Þó hann viti ekki betur.  Þær upplýsingar er ég að leiðrétta fremur en skoðun hans/vitneskju.

  Til gamans má geta að á unglingsárum mínum varð ágreiningur vegna svars nemanda í gagnfræðiskóla í Varmahlíð.  Spurt var á prófi:  "Getur þú nefnt...?"  Ég man ekki um hvað var spurt en nemandinn svaraði:  "Nei,  ég get það ekki."  Þessi spurning réði úrslitum í hvort viðkomandi náði prófinu.  Hann hélt því fram að svarið væri rétt miðað við hvernig spurningin var orðuð.  Ég man ekki hvort nemandinn leitaði réttar síns hjá skólanefnd eða til menntamálaráðuneytis.  Niðurstaðan varð þó nemandanum í vil.

Jens Guð, 30.7.2009 kl. 22:45

3 identicon

John Lennon International Airport

Doddi D (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:43

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Chopin flottur

Brjánn Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 03:02

5 Smámynd: Jens Guð

  Doddi,  takk fyrir að benda á Lennon flugvöllinn í Liverpool.  Ég bæti þeim upplýsingum í snatri inn í færsluna.

Jens Guð, 31.7.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Jens Guð

  Brjánn,  Chopin er alltaf mega svalur.

Jens Guð, 31.7.2009 kl. 12:41

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hérna Jens.. þú getur stautað þig fram hér.. að ég held allir skráðir flugvellir í heiminum eru þarna á listanum :)

http://www.azworldairports.com/indexes/p-apnm.cfm

góða skemmtun

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 12:58

8 identicon

Las greinina í gær og huxaði strax um J.Lennon flugvöllin. Eftirþanki kom þó um að hvort hann teldost til "tónskálds" (orð sem er fyrst og fremst notað í klassískri tónlist)

Ari (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:12

9 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  takk fyrir listann.  Ég verð búinn að stauta mig í gegnum hann fyrir miðjan ágúst - ef ég tek frí í vinnunni!

Jens Guð, 31.7.2009 kl. 13:45

10 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  rétt er það að orðið tónskáld hefur frekar verið notað yfir höfunda klassískrar tónlistar en höfunda popplaga.  Hinir síðarnefndu eru jafnan kallaðir lagahöfundar.  Þó er engin skráð regla til um þetta.  Tom Jobim sá sem Þorvaldur skrifar um var poppari.  Slagarar hans hafa verið vinsælir í flutningi Franks Sinatra,  Tony Benetts og fleiri slíkra raulara (crooners).

Jens Guð, 31.7.2009 kl. 13:57

11 identicon

Uss, þetta er skítaskrá um flugvelli.  Amk. vantar þarna Alexandersflugvöll á Króknum!

Tobbi (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:53

12 identicon

Mér varð á í messunni. Ég steingleymdi flugvellinum í Liverpool, hefði átt að nefna hann innan sviga. Þakka leiðréttinguna og mun halda henni til haga.

Þorvaldur Gylfason.

Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:01

13 identicon

Maður lifandi. Tvístrikuð villa: klikkaði einnig á Varsjá, aldrei komið þangað, bið forláts.

Þorvaldur Gylfason.

Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:05

14 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  það er spurning hvort flugvöllurinn á Sauðárkróki er nefndur í höfuð á Alexander söngvara Soundspell?

Jens Guð, 4.8.2009 kl. 23:11

15 Smámynd: Jens Guð

  Þorvaldur,  mestu skiptir að í næstu ágætri blaðagrein þinni (þær eru alltaf einstaklega skemmtilegar) verða flugvellir Chopin og Johns Lennons með í pakkanum.

Jens Guð, 4.8.2009 kl. 23:13

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvert ertu kominn í listanum Jens ?

Óskar Þorkelsson, 4.8.2009 kl. 23:40

17 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  hvaða lista áttu við?

Jens Guð, 4.8.2009 kl. 23:42

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flugvallalistanum.. að ofan :)

Óskar Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 00:02

19 Smámynd: Jens Guð

   Óskar,  listinn er kominn þannig:

Tom Jobim

John Lennon

Chopin

Jens Guð, 5.8.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.