8.8.2009 | 18:09
Hlegið að Haraldri
Nokkrir Færeyingar sem ég hitti um helgina voru sammála um að fyndnasta karlmannsnafn sem þeir heyra á Íslandi sé Haraldur. Færeyingarnir eiga erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum þegar Íslendingur er kynntur fyrir þeim sem Haraldur. Ástæðan er sú að í Færeyjum er nafnið Haraldur einungis notað á hesta. Fyrir Færeyingum hljómar nafnið eins og ef fyrir okkur væru kynntir menn undir nöfnum á borð við Sörli eða Snati.
Jafn fyndið þykir Færeyingum þegar Íslendingur kynnir sig sem Örlyg. Þegar Íslendingur heilsar Færeyingi þannig: "Sæll, ég er Örlygur" heyrir Færeyingurinn hann aðeins segja: "Sæll, ég er fáviti." Orðið örlygur þýðir nefnilega fáviti á færeysku.
Myndin er af færeyska hestinum Haraldri. Til gamans má geta að það eru aðeins 50 hestar í Færeyjum.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega hugmynd að nafni á fangavistina ef ég verð svo óhepinn að eignast barn. Skýri strák Örlyg og flyt svo til Færeyja og tek hann með mér. Hlýtur að vera gaman að heita fáviti.
Veistu um eitthvað gott stelpunafn?
Hannes, 8.8.2009 kl. 20:50
Örlygur Haraldsson.
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:12
Hm, hvað ætli þeir þá segi um Norðmennina, miklu fleiri þeirra heita þessu nafni og þaðan er það nú hingað komið',Haraldur heitir líka kóngurinn þeirra núna ef ég man rétt!?
Magnús Geir Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 21:41
Já sæll...
Var soldið hissa, þegar ég byrjaði að lesa bloggið. Reyndar eru færeyingar miklir prakkarir, þannig að maður verður að passa sig á þeim. Enda þekktir fyrir að sannfæra fólk um að kroppatemjari er fimleikakennari og margt fleira...
Haraldur er ekki algengt nafn í Færeyjum, en samkvæmt nummar.fo eru allavega 7, sem eru skírðir þessu nafni...
Sverrir J. Dalsgaard (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 01:54
Það er alltaf gaman að Neggvunum.
Sigurður Þórðarson, 9.8.2009 kl. 03:02
Jens Guð, tú ert eisinni örlygari.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.8.2009 kl. 09:20
Jjens Sörli er gott og gilt íslenskt mannsnafn nafn og öldungis ekkert fyndið, - ekki frekar en Jens !
Eiður (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:25
Skemmtileg athugasemd....ég ætla ALDREI til Færeyja !
Haraldur Baldursson, 9.8.2009 kl. 16:49
hehe alltaf gaman að taka sjússa af viskubrunni þínum minn kæri
Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2009 kl. 17:28
Hversu frábrugðinn er færeyski hesturinn þeim íslenska, veit einhver það? Hmmmm... googlaði reyndar smá, hér er síða á illa stafsettri ensku sem gefur ágætis upplýsingar http://hestar.teletech.fo/english.html
reyndar held ég að þessi færsla um nöfnin sé uppspuni að megninu til. Það má senda Jens í Ríðiskúlin hjá Hera http://www.ridiskulin.com
Ari (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:25
Svo ef Íslendingur segist heita Davíð Oddsson þá er alltaf hlegið, sama hvaða tungumál menn tala.
Guðmundur A. (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 08:59
Hannes, ég veit ekki fallegri færeysk kvenmannsnöfn en Eivör og Angelika.
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:41
Andrés Ingi, þessi var góður!
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:42
Magnús Geir, Færeyingar kannast við Haraldsnafnið frá Noregi. Þeir standa hinsvegar í þeirri trú að Norðmenn séu fyrir löngu síðan hættir að skýra hvern annan hrossanöfnum.
Ég þekki ekkert til færeyska kóngafólksins. Gott ef það er ekki bara drottning sem trónir þar yfir.
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:46
Sverrir, það er kroppavenjari sem þýðir leikfimikennari. Þessir Haraldrar sem þú finnur í færeysku símaskránni eru allir íslenskir eða af íslenskum ættum.
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:48
Sigurður, Færeyingar eru snillingar!
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:49
Vilhjálmur, það stemmir (gítarstillir heitir á færeysku stemmari).
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:51
Takk fyrir góða hugmynd en ég vil skýra börnin mín nafni sem lætur þau líða illa svo að þau vilja aldrei hitta mig og láta þau hata mig.
Hannes, 11.8.2009 kl. 22:52
Eiður, rétt mun vera að 2 menn gegndu á síðustu öld nafninu Sörli og deildu því með hátt í 1000 hestum.
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:53
Arnþór, ég veit það ekki né heldur hvers vegna Færeyingar eru í vaxandi mæli farnir að kalla syni sína Barald. Þeim þykir ólíkt meiri reisn yfir því en Haraldsnafninu.
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:55
Haraldur, ég vona að þú eigir eftir að kíkja til Færeyja. Það er rosalega gaman þar. Þetta er ennþá minna vandamál en fyrir þá sem heita Siggi og fara til Svíþjóðar. Þar er Siggi kvenmannsnafn.
Jens Guð, 11.8.2009 kl. 22:57
Jóna mín kæra Ágústa, takk fyrir það. Samt er miklu skemmtilegra að lesa www.jonaa.blog.is.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 20:19
Ari, íslenski og færeyski hesturinn eru áreiðanlega sami stofn. Útlit þessara hesta, stærð og annað er hið sama. Í samanburði við hesta í öðrum löndum eru þetta litlir og samanreknir hestar, hálfgerðir dverghestar, sterklegir og kubbslegir.
Ég er fæddur og uppalinn á hestbaki í útjaðri Hóla í Hjaltadal. Hef samt takmarkaðan áhuga á hestum. Annars væri ég fyrir löngu orðinn gildur limur í Ríðingarfélagi Klaksvíkur.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 20:28
Guðmundur, þessi brandari virðist sækja í sig veðrið með hverjum degi hvar sem maður rekst á útlendinga. Það dugir að segja nafn Davíðs Oddssonar og liðið liggur grenjandi úr hlátri. Ég veit samt ekki alveg hvers vegna.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 20:31
Hannes, Johnny Cash söng vinsælt lag í orðastað manns sem fékk kvenmannsnafnið Sue (Boy Named Sue). Faðir drengsins vissi að strák yrði strítt á nafninu og taldi það myndi herða hann. Strákur hataði pabba sinn fyrir uppátækið.
Ef þú eignast strák er kannski ráð að gefa honum nafnið Stína. Ef það verður stelpa þá virkar kannski nafnið Ljótur Bolli.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 20:42
Takk fyrir góðar hugmyndir Jens.
Ljótur Bolli er fínt kvennmannsnafn sem fær stelpuna til að hata foreldra sína og stína sem karlmannsnafn. hehehe
Hannes, 12.8.2009 kl. 21:39
Hannes, þetta með Ljótan Bolla er sótt í atvik sem átti sér stað þegar fyrstu Víetnamar komu til Íslands. Þeim var gert að taka upp íslensk nöfn. Þeir leituðu að íslenskum nöfnum sem líktust víetnömskum nöfnum þeirra. Einn fann nafnið Ljótur Bolli. Börn hans áttuðu sig hinsvegar á að þetta nafn hljómaði ekki nógu vel. Hann fann þess vegna einhver önnur nöfn sem ég man ekki hver voru.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.