Furðulegur brandari

  Eftirfarandi brandara fékk ég sendan.  Ég sprakk úr hlátri við lestur hans.  Ég hef samt ekki hugmynd um hvers vegna.  Ég skil þennan brandara nefnilega ekki.  Skil bara hvorki upp né niður í honum.  Enda er hann verulega furðulegur.  Fattar þú hvað er svona fyndið við hann?

  Tvær konur sátu saman við borð,  þögular...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta brandarinn? Ja, ég man ekki eftir því að hafa setið við borð með annari konu án þess að segja neitt........

Ína (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Kemur ekki fram hvort þær hafi verið á lífi?

Róbert Tómasson, 16.8.2009 kl. 15:20

3 identicon

Þetta er hryllilega fyndinn brandari - en algerlega óútskýranlegur

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Hannes

Það er mjög auðvelt að skýra þetta. Fyrrverandi eiginmaður þeirrar yngri tók tunguna og talfærin úr henni því að hann þoldi ekki nöldrið og hin var heyrnarlaus. Svo gæti sú númer 2 verið uppstoppað lík.

Hannes, 16.8.2009 kl. 15:38

5 identicon

Ég man að fyrir nokkrum árum voru auglýstir kyrrðardagar um helgi  fyrir konur á Skáholti   ,konur   samankomnar  í þögn í helgarleyfi  hljómaði svona .... .Fyrir um 40 árum  kom auglýsing í Vísi "þrír reglusamir togarasjómenn auglýsa eftir íbúð "Fannst einhverjum það fyndið ? Kannski er maður að koma upp um eigin fordóma.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta minnir mig á atvik sem mér þótti óstjórnlega fyndið á sínum tíma:

Fimm frekar flottar vinkonur um tvítugt sitja saman við borð í Óðali

(-langt frá því þöglar).

Til þeirra slangrar mun eldri maður, heldur illa til reika með sósubletti í slifsinu osfrv. Lítur yfir hópinn og segir svo -í djúpum samúðartón:

"Æ, sitjið þið hérna stelpur mínar ? ALEINAR !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 18:30

8 identicon

Skýringin á því að brandarinn er ekki lengri fellst væntanlega einmitt í því að konurnar voru þögular.

Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:04

9 identicon

Ég var ad skoda brandarasídu um daginn á netinu og rakst thar á brandara sem ég botnadi ekkert í en hló samt rosalega thegar ég las hann. 

Ég fatta ekki hvad er svona fyndid vid thennan "brandara"...en eins og ég sagdi...ég skellihló:

Their eyddu peningum eins og drukknir sjómenn, gydingarnir...

Gjagg (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:04

10 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 16.8.2009 kl. 19:25

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fyndinn! Við konur erum ekki þekktar fyrir að þegja. Ef við höfum ekkert að tala um búum við bara eitthvað til . Gróa á Leiti td. Aldrei heyrt að til sé Grói á Leiti. Takk fyrir að gefa mér tilefni til að hlægja .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2009 kl. 19:28

12 identicon

VÁ....Bolt ....9,58!!

Gjagg (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:47

13 identicon

Fékk einu sinni svona brandara sem ég sprakk úr hlátri við af því að hann var nákvæmlega ekkert fyndinn.

Why did the chicken cross the road

I dunno :/

Ari feiti (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:44

14 identicon

Intelligent

woman

Gjagg (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:54

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2009 kl. 00:32

16 Smámynd: doddý

svona brandari er alltaf fyndin.

ég kann annan - 

einn spyr annan: leiðist þér?

hinn svarar: nei ég er að drepa tímann

doddý, 17.8.2009 kl. 00:42

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Einfaldlega frábær

Haraldur Rafn Ingvason, 17.8.2009 kl. 00:46

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frænka mín var einu sinni nýkomin frá útlöndum og var í óðaönn að segja frá því hversu mikið sólskin hún hefði fengið í fríinu. Hún var þá umsvifalaust spurð að því hvort hún hefði sólbrunnið á tungunni?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2009 kl. 09:53

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sátu við borð? Já þá skil ég.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2009 kl. 12:55

20 Smámynd: Ár & síð

Það er líka til svona Skotabrandari:
Það var einu sinni betlari í Aberdeen.

Matthías

Ár & síð, 17.8.2009 kl. 23:04

21 Smámynd: Jens Guð

  Ína,  brandarinn er ekkert lengri en þetta.  Samt er hann fyndinn.  En líka furðulegur.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:04

22 Smámynd: Jens Guð

  Róbert,  það kemur ekkert fleira fram.  Kannski er það einmitt svo fyndið.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:07

23 Smámynd: Jens Guð

  Valdís,  ég held að það hafi verið Gísli Rúnar leikari sem sagði að góður brandari væri eins og spriklandi froskur:  Ef hann er krufinn þá drepst hann.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:09

24 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er einn möguleikinn á atburðarrásinni.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:10

25 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  broslega hliðin á viðbrögðum við svona bröndurum byggir á fordómum gagnvart umræðuefninu.  Eigin fordómum eða í besta falli umburðarlyndi (og samþykki) á fordómum annarra.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:13

26 Smámynd: Jens Guð

  Hildur Helga,  mér varð á að skella upp úr

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:15

27 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:25

28 Smámynd: Jens Guð

  Ásgeir,  nákvæmlega.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:31

29 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  mér varð á að hlæja.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:32

30 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:33

31 Smámynd: Hannes

Jens þetta er ein af fáum mögulegum ástæðum gamli.

Hannes, 17.8.2009 kl. 23:37

32 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  við skulum ekki hvítþvo karlana.  Að vísu hef ég lesið um rannsóknir sem benda til að konur noti lúmskari aðferðir en karlar í valdabaráttu.  Það er að segja bregði frekar fyrir sig undirróðri,  gefi eitthvað í skyn og annað í þá veru.  Karlar séu opinskárri í valdabaráttunni.  Ég veit það ekki.  Kannski er einhver munur á þessu á milli landa/þjóðfélaga.  Ég hef unnið með mörgum frábærum konum og aldrei orðið var við neina Gróu á Leiti í þeirra samskiptum.  Kannski hef ég ekki tekið eftir því ef eitthvað slíkt hefur verið í gangi.  Enda fattlaus með afbrigðum.  Eða þá að ég hef verið einstaklega heppinn með kvenkyns vinnufélaga.  Og reyndar hef ég verið það hvort sem er.  Hef einungis unnið með meiriháttar frábærum konum.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:45

33 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  já,  hann er ótrúlegur þessi Bolt.  En Jamaíkatöffararnir eru ótrúlegir á mörgum öðrum sviðum.  Hugsa sér að þeirra sérkennilegi taktur,  reggí,  skuli vera í dag stóra dæmið í dægurmúsík heimsins.  Eini 3ji heims takturinn sem hefur náð inn á plötur Bítla,  Stóns,  Dylans,  Hjálma,  Utangarðsmanna,  Fræbbbla...

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:51

34 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  ég er svo fattlaus að ég næ ekki þessum.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:53

35 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:54

36 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  þessi er nokkuð góður.  Og pönkaður.

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:56

37 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur Rafn,  ég hallast að því.

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 00:01

38 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  þessi er eitraður

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 00:02

39 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  já,  það skiptir öllu.

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 00:06

40 Smámynd: Jens Guð

  Matthías,  ég næ þessum með Aberdeen  

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 00:07

41 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  eigum við að fara að kíkja í bjór og spjalla um Bob Marley?  Lappirnar á mér eru að hrökkva í lag.

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 00:09

42 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þessi er gamall en ég hló ógurlega þegar ég heyrði hann fyrst;

Hvað er líkt með fíl ?

.....

.........

..........

............

Hann hvorki hjólar.

Anna Einarsdóttir, 18.8.2009 kl. 22:15

43 Smámynd: Jens Guð

  Andri,  og hvað var það?

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 23:25

44 Smámynd: Jens Guð

  Anna,  hann er skemmtilega súrrealískur.

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 23:26

45 Smámynd: Hannes

Mér líst bara vel á það að drekka bjór og spjalla um Bob Marley við tækifæri kannski um helgina eða næstu?

Hannes, 18.8.2009 kl. 23:31

46 Smámynd: Halla Rut

ótrúleg saga ...ég bara trúi þessu ekki.

Mjög fyndið.

Halla Rut , 18.8.2009 kl. 23:47

47 identicon

Tveir aldraðir kunningjar mættust á götu og annar þeirra var í sínu fínasta pússi   Þá sagði sá við þann fína:

"Þú ert glerfínn.  Ertu að fara í jarðarför?

Nei . Ég er skal ég segja þér að  fara í jarðarför.

Nú jæja .  Ég sem hélt að þú værir að fara í jarðarför

Nei nei.  Ég er að fara í jarðarför "

jonas (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:31

48 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  stefnum á þarnæstu helgi.  Ég held að sænsku rokkararnir í Entomed séu með hljómleika núna á föstudaginn og Fræbbblarnir eru á Grand Rokk á laugardaginn.

Jens Guð, 19.8.2009 kl. 13:23

49 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  frásögnin er rétt og sönn.  Fólki dettur margt skrítið í hug þegar það ætlar að bjarga sér.

Jens Guð, 19.8.2009 kl. 13:24

50 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  þessi er klassískur og góður!

Jens Guð, 19.8.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband