Músíksmekkur og gáfnafar (námshæfileikar)

músíkog einkunnir

  Það er ansi gaman að skoða þennan lista yfir músíksmekk og námsárangur bandarískra nemenda.  Listinn var unninn þannig:  Skoðað var hvað rösklega 1300 bandarísk ungmenni gáfu upp á Fésbók um músíksmekk sinn.  Síðan var kannað hvaða einkunn viðkomandi fékk út úr samræmdu prófunum.

  Niðurstaðan kemur ekki á óvart.

  Skoðum þetta betur:

  Af þeim sem hlusta á rapp og hipp-hopp þá hlusta þeir klárustu á Outkast (1),  Kanye West (2),  Eminem (3) og Nas (4).  Þeir lang heimskustu hlusta á Lil Wayne.  Þeir sem hlusta á Lil Wayne eru jafnframt heimskastir allra á listanum.  Meðaleinkunn þeirra er 876 til samanburðar við þá sem hlusta á Beethoven,  1400.

  Þeir sem hlusta á r&b eru vitaskuld einnig í heimskari kantinum.  Heimskastir eru þeir sem hlusta á Beyonce.
  Unnendur gospel eru á sama stað og þeir sem aðhyllast Beyonce.
  Djassinn er ekki að skora hátt.  Reyndar er þar eitthvað málum blandið.  Frank Sinatra (þokkalegt skor) og Norah Jones (gott skor) eru skilgreind sem fulltrúar djassins.
.
  Léttpoppið skorar heldur ekki hátt.  Heimskustu unnendur léttpoppsins hlusta á Justin Timberlake.  Það kemur ekki á óvart.
  Af þeim sem hlusta á framsækið rokk eru unnendur Radiohead með þeim klárust yfir alla flokka talið.  Beck kemur þar næstur.  Þeir heimskustu hlusta á Afi.
  Samheitið rokk rúmar allt frá þeim klárustu,  sem hlusta á Counting Crows (1) og U2 (2),  til þeirra heimskustu sem hlusta á Aerosmith,  Nickelback,  The All-American Rejects og Bon Jovi. 
  Kántrýboltarnir eru í heimskari kantinum.  Þeir gáfuðustu hlusta á Pat Green og Johnny Cash (einkunn rúmlega 1000) en kjánarnir á Carrie Underwood.  Kenny Chesney og Garth Brooks.
.
  Af þungarokkurum hlusta þeir gáfuðustu á System of a Down og Tool en þeir þynnstu á Disturbed.
  Í klassíska rokkinu skora unnendur Bobs Dylans lang hæst.  Næstir koma Led Zeppelin,  Billy Joel og Bítlarnir.
  Með lægstu einkunnir eru unnendur The Doors og Queen (rúmlega 1000 í meðaleinkunn).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hlýt þá að vera alveg ferlega misgáfaður.. því ég hlusta á þetta allt saman...

Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Hannes

áhugavert.

Hannes, 19.8.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Róbert Tómasson

það er semsagt hægt að syngja sig inní himnaríki, en ekki í háskóla

Róbert Tómasson, 20.8.2009 kl. 11:04

4 identicon

Já...ég sé ad ofurgreind mín sprengir skalann.  Ég hlusta nefninlega einvördungu á J.S. Bach og Atla Heimi Sveinsson. 

..........popplag í Bjédúr.......

Gjagg (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Gott ef ég var ekki með Nickelback í eyrunum þegar ég rakst á þessa könnun

Hjóla-Hrönn, 20.8.2009 kl. 19:09

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég fatta ekki þetta línurit! Hvar er maður ef maður hlustar á contry og blues og hatar bíthóven?

Siggi Lee Lewis, 20.8.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég neita að trúa því að þú setjir Lil Wayne og Beyonce á Fésbók þína yfir uppáhaldsmúsíkina.

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:06

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er fyrst og fremst léttur samkvæmisleikur.  Það má ekki taka þetta of hátíðlega þó sterk vísbending liggi í útkomunni.

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:08

9 Smámynd: Hannes

Jens það á að taka þetta alverlega gamli. Samkvæmt þessu er ég tiltulega heimskur enda hlusta ég mikið á Reggí musík.

Hannes, 20.8.2009 kl. 23:09

10 Smámynd: Jens Guð

  Robbi,  það er spurning hvað sé orsök og hvað afleiðing.  Samkvæmt fræðum sem kallast ofurminni auðveldar sum músík fólki að muna.  Til að mynda barrokkmúsík. 

  Ég ætla að músík Lils Waynes,  Beyonce og Justins Timberlakes slævi heilastarfsemi hlustandans,  geri hann heimskari og óhæfari til náms.

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:13

11 Smámynd: Jens Guð

  Eyjó,  það vantar alveg blús á þennan lista (og reyndar sitthvað fleira).  Þar fyrir utan eru margir flytjendur á listanum flokkaðir í rangan músíkstíl. 

  Hound Dog Taylor er bara snilld!

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:21

12 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  þú ert heldur fljótur á þér.  Þó Beethoven skori hæst þá er klassísk músík í heild ekki að skora verulega hátt,  einhversstaðar um 1000.

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:23

13 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  þú heppin!

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:24

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég set Rammstein eða prodigy í spilarann og horfi á myndband með Beyonce á meðan ;)

Óskar Þorkelsson, 20.8.2009 kl. 23:27

15 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  því miður vantar blúsinn alveg inn í þetta - ef Led Zeppelin eru frátaldir.  Þeir skora hátt.  En ég veit að þú ert að hlusta á gamla delta-blúsinn. 

  Klárustu kántrý-boltarnir hlusta á Pat Green og Johnny Cash.  Hratið hlustar á Carrie Underwood,  Kenny Chesney og Garth Brooks.

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:30

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  stakir músíkstílar skora yfirleitt lægra en nafngreindir flytjendur.  Reggae er þarna með hærra skor en gospel,  hipp-hopp, djass,  léttpopp,  gamalt popp o.fl.  Bob Marley er síðan með fínt skor,  um 1115. 

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:35

17 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég hafði sterkan grun um að þetta væri einhvernveginn þannig hjá þér

Jens Guð, 20.8.2009 kl. 23:37

18 Smámynd: Hannes

Okei ég þá ekki jafn hemskur og hélt samkvæmt þessu. Ég er hræddur um að það sé erfitt að reikna mitt gafnafar útfrá þessu enda með fádæma breiðan músíksmekk.

Hannes, 20.8.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband