27.8.2009 | 19:20
Busavígsla fór úr böndum
Busavígslur framhaldsskólanema eru eitthvað heimskulegasta og hallærislegasta fyrirbæri sem til er. Busavígslur kitla einungis óþroskuðustu og mestu kjána í hópi eldribekkinga. Þeir kunna ekki með það vald að fara sem þeir fá við að fá að leika lausum hala við að niðurlægja nýnema. Mörg dæmi munu þess að busavígsla hafi orðið upphaf eineltis.
Í áratugi tíðkaðist að eldri nemendur tolleruðu nýnema í upphafi skólaárs í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Fyrir röskum sextíu árum fór slík tollering úr böndum. Í hita leiksins tóku menn upp á því að henda nýnemum sem allra hæst upp í loft og reyndu að láta þá snúast í loftinu. Að því kom að einn nýneminn lenti illa á öxl eldri nema. Nefið mölbrotnaði og lagðist út á hægri kinn. Þannig gréri nefið.
Á þessum árum var óþekkt að svona lýti væru lagfærð. Maðurinn hafði mikinn ama af þessu áberandi afmyndaða nefi. Hann fór að taka í nefið og huldi iðulega nefið með vasaklút. Þóttist þá ætla að snýta sér en lét ekki af því verða heldur hélt vasaklútnum yfir nefið. Einkum brá hann á þennan leik þegar hann var að kynnast konum sem hann fékk augastað á. Einhverra hluta vegna hefur engin kona viljað elska þennan nefbrotna mann. Hann kennir nefbrotinu um.
Fyrir tæpum fjörtíu árum var maðurinn staddur í Laufskálarétt. Þar tók hann til hendi við að atast í hrossum. Í einni viðureigninni sparkaði hestur í andlit mannsins. Við það brotnaði nefið aftur. Að þessu sinni lagðist það út á vinstri kinn. Hnútar á nefinu voru að öðru leyti þeir sömu.
Mörgum var brugðið sem hittu manninn eftir þetta og vissu ekki af hrossasparkinu. Það var skrítið að hafa vanist andliti með nef út á hægri kinn en sjá það síðan vera komið út á vinstri kinn. Sumir áttuðu sig ekki á hver breytingin var. Þeir áttuðu sig ekki á að þeir voru í raun að horfa á einskonar spegilmynd.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Menntun og skóli, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 15
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1039
- Frá upphafi: 4111564
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 875
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
kallgreyið - þetta er í alvöru doldið sorgleg saga. svo eru baukar í stóra heiminum sem fóru til læknis og hættu ekki fyrr en nefið datt af þeim. líka gaman að sjá hvernig heilinn leitar að því sem hann hefur vanist að sjá. kv d
doddý, 27.8.2009 kl. 19:57
Ég minnist þess ekki að tolleringar busa í M.R. hafi farið úr böndum þótt hér sé um mjög gamla hefð að ræða. Hér veldur hver á heldur og hvernig þetta er gert.
Ég tel reyndar að M.R. hafi nokkra sérstöðu í þessum efnum af því að hefðirnar þar eru svo miklu eldri en í nokkrum öðrum skóla.
Vandamálin við busavígslurnar hafa verið þau, að í leit að einhverju nýju, æsilegu og öðruvísi en hjá öðrum hafa nemendur oft farið fram úr sjálfum sér.
Ómar Ragnarsson, 27.8.2009 kl. 20:49
Doddý, þó nefbrotið hafi verið dapurlegt fyrir manninn - og setið í honum beiskja út af því alla tíð - þá var það smá fjölbreytni fyrir hann og aðra þegar nefið færðist á milli kinna. Og pínulítið broslegt út af fyrir sig.
Eitt sinn var þessi maður í heimsókn hjá foreldrum mínum og fleiri gestir bættust í hópinn. Svo brá maðurinn sér frá, á klósett eða eitthvað. Þá varð einni konu að orði - sem ekki vissi hvað hafði gerst: "Er ég orðin klikkuð? Mér finnst nefið á Grétari allt í einu ekki passa á hann. Mér finnst endilega eins og það myndi passa betur á hann ef það væri út á hægri kinn."
Jens Guð, 27.8.2009 kl. 21:10
Ómar, ég held að busavígslur í MR búi þá ímynd að hafa farið frekar vel fram. Að minnsta kosti í samanburði við busavígslur sumra annarra skóla.
Jens Guð, 27.8.2009 kl. 21:12
Þegar ég fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976 var sett bindi yfir augu okkur nýnema og við látin borða einhvern ógeðsdrykk, skyrdæmi eitthvað og lýsi. Mjög kjánalegt. Næsta ár á eftir brugðum við út af þessu rugli og buðum nýnema velkomna með heitu súkkulaði og kökum.
Jens Guð, 27.8.2009 kl. 22:02
Það er gaman að gera aðra að fífli og þetta lífgar upp á lífið og gerið fyrstu önn núnema að helvíti á jörðu.
Hannes, 27.8.2009 kl. 22:34
Hannes, það er ekki stórmannlegt að niðurlægja aðra. Síst af öllu til að upphefja sjálfa sig. Það er meiri reisn yfir að taka vel á móti nýnemum. Gera skólaárið að því ævintýri sem það getur orðið ef rétt er að málum staðið. Enda var rosalega gaman í MHÍ. Ekki síst eftir að við eldri nemar tókum vel á móti nýnemum.
Jens Guð, 27.8.2009 kl. 22:46
Jens víst er það stórmannlegt að niðurlægja aðra ef það er gert almennilega og það fer illa með aðilann. Það er sem dæmi gott að hlekkja mann nakinn við staur í 10 stiga frosti í 30 mín þar sem fullt af bílum keyra framhjá og setja svo myndina af aðilanum á netið til að kóróna niðurlæginguna.
Maður á alltaf að taka illa á móti nýnemum.
Hannes, 27.8.2009 kl. 22:59
Hannes, hefur þú séð http://imgur.com/Q6umM.png? Þarna hakkaði sig einhver inn á Fésbók Jesú-konu og gerði hana heimsfræga. Að endemum.
Jens Guð, 27.8.2009 kl. 23:03
Hehe þetta er alvöru hrekkur. Hér kemur einn sem er að stríða símasölumanni og gefur honum allhressilegt sjokk.
Hannes, 27.8.2009 kl. 23:19
Blessaður, ég man nú ekki betur en við kæmum á einhverskonar busa dæmi hér í den á Laugarvattni þegar við náðum að bleyta í öllum nemendum Héraðsskólans og slatta af Íþróttakennaraliðinu. Já og reyndar fleirum, að vísu tók þetta u.þ.b. viku að gera þetta. Verður að hafa í huga að við vorum bara tveir við þessa aðgerð. Minnir að það hafi staðið tæpt að ein stelpan hafi ekki drukknað í látunum, þegar hún fékk asmakast í látunum.
viðar (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 09:58
Hér hefur tíðkast um hríð að nýnemar gróðursetji tré. Þessi böð og tolleringar lögðust af fyrir margt löngu. En ég held að þeir fari núna og þrífi bíla fyrir fólk upp á benzínstöð. En allt í góðu sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 10:50
Sammála.
Eflaust er þetta með misjöfnum hætti og lítið hægt að finna að sumum útfærslum.
En hugmndin sko, hugmyndin að nýnemar þurfi að ganga í gegnum einhverja raunir eða þrautir með einum eða öðrum hætti - eg er á móti henni í prinsippinu. Býður hættunni heim.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2009 kl. 10:59
Í stað orðsins busavígla mætti koma gæsun eða steggjun verðandi brúðhjóna. Oftast afar ófyndin fyrirbæri, sem ganga út á niðurlægingu og örvæntingarfullar tilrauir til að vera spes.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 13:52
Ég nefbrotnaði fyrir nokkrum vikum í frisbí leik með vinnufélgögunum. Nennti ekki upp á slysó, vissi að það væri ekkert gert strax. Maður breytist í Frankenstein og læknarnir geta ekki séð hvar nefið á að vera svona dags daglega vegna bólgunnar. Þegar ég ætlaði að fara að sofa nokkrum vodkaglösum seinna var önnur nösin alveg stífluð. Það er vonlaust að sofa með eina stíflaða nös, svo ég prófaði að taka í nefið og rykkja því til, í von um að það félli í réttar skorður. Þessu hefði ég aldrei þorað edrú, en aðfarirnar svínvirkuðu, nefið varð beint og ég sparaði mér svæfingu og nýtt nefbrot. Já, þannig eru illa brotin nef löguð til, maður er einfaldlega nefbrotinn aftur og brotunum komið snarlega í réttar skorður áður en bólgan flýgur upp.
Lagfæringin var hins vegar ívið sársaukafyllri en nefbrotið sjálft, sem aftur útskýrir svæfinguna sem maður fær hjá lýtalækninum.
Ég styð svo sem kakó og súkkulaðiköku hugmyndina, en verð að viðurkenna að ég hafði mjög gaman að busavígslunum, sem áhorfandi, þolandi og síðar gerandi. Í þá daga voru þær alltaf eins, krotað aðeins á busann, hann settur í net, hífður upp og dýft í kalt vatn. Ég fékk að vísu tvær dýfur, var með einhvern dónaskap og "böðlarnir" ákváðu að það þyrfti að kæla mig aðeins betur niður. Þetta var í Menntaskólanum á Ísafirði. Busavígslan þar fór svo úr böndunum eitt árið (ég er ekki hrifin af því, svona vígslur verða að vera innan "skynsamlegra" marka) og var breytt í kakó og köku-vígslu held ég í kjölfarið. Þeir sem kvörtuðu mest yfir breytingunni voru busarnir sjálfir...
Hjóla-Hrönn, 28.8.2009 kl. 13:57
Bíddu bara þartil Ísland verður busað af ESB...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.8.2009 kl. 16:19
Hannes, þessi er virkilega fyndinn. Hehehe! Ég á eftir að nota þessa hugmynd á einhvern símasölumanninn.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:10
Viðar, það var ekki busavígsla. Þetta var við skólalok um vor. Okkur þótti vænt um skólasystkini okkar og af umhyggju og velvilja tókum við að okkur það verkefni að skola af þeim vetrarrykið. Reyndar olli vonbrigðum hvað þetta mætti litlum skilningi, eða öllu heldur hvað þetta var misskilið. Okkur gekk bara gott til. Minnir mig.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:33
Jens endilega gerðu svona djók í símasölumönnum og enn betra væri að taka það upp á tape og birta það svo.
Hannes, 28.8.2009 kl. 20:35
Viðar, ég var eiginlega búinn að gleyma þessu. En sprakk úr hlátri við að rifja upp hvað kokkurinn tók erindinu illa þegar röðin kom að honum. Hann gjörsamlega trylltist og barðist um á hæl og hnakka. Ég man ekki hvort við urðum að hætta við að henda honum í vatnið eða hvernig það dæmi endaði. Að minnsta kosti var ótrúleg óþekkt og, ja, ég vil segja illska í honum.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:39
Ásthildur, þetta er góð þróun. Enda Vestfirðingar skynsamir.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:50
Ómar Bjarki, dæmin sýna að "böðlunum" hættir til að ganga of langt. Jafnframt sýna dæmi að sumir busar upplifa meðferðina á sér sem martröð.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:53
Hildur Helga, það er einmitt einn ljóðurinn á við þessi fyrirbæri: Þau eru hallærisleg, afar ófyndin og bera vitni um hugmyndafátækt og heimsku.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:57
...ljóðurinn á þessum fyrirbærum, átti það að vera.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 20:58
Hjóla-Hrönn, einn kunningi minn lenti í því að nefbrotna þegar hann var að handrukka. Nefið fór út á kinn. Kappinn tók ekkert eftir því en hélt á barinn. Þar var honum bent á þetta. Hann tekur alltaf inn eitthvað sem virkar eins og kæruleysislyf er hann fer í handrukkunarferð. Það lyf virkaði ennþá og kappinn vatt sér bara inn á klósett og rétti nefið með handafli. Viðstöddum þótti óhugnanlegt að heyra brakið og brestina í nefinu á meðan gaurinn var að koma því í rétt horf. En svo vel tókst til að lítið sést á nefinu síðan.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 21:14
Einar Loki, Ísland er ekki á leið inn í ESB ef þú átt við það. Ég mun sjá til þess.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 21:15
Hannes, ég þarf að kaupa mér græjur sem taka upp símtöl. Það getur orðið góð skemmtun.
Jens Guð, 28.8.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.