Hugljúf saga fyrir svefninn

navado kona

  Þessi saga er sögð vera sönn.  Hún segir frá Sallý sem var að keyra heim til sín eftir sölutúr um Norður-Arizona.  Þá kom hún auga á aldraða Navajo-indíánakonu sem gekk hægt eftir vegarkantinum.  Sallý stoppaði bílinn og bauð Navajo-konunni far.  Hún kinkaði kolli án þess að segja neitt og settist þakklát inn í bílinn.

  Sallý reyndi að hefja samræður en sú gamla var ekki ræðin.  Hún svaraði játandi með því að kinka kolli eða neitandi með því að hrista höfuðið.  Hinsvegar virti hún áhugasöm innréttingu bílsins fyrir sér hátt og lágt,  líkast til óvön að sitja í fínum bíl.  Skyndilega varð þeirri gömlu starsýnt á brúnan bréfpoka sem var skorðaður við hliðina á ökumannssætinu.  Forvitni hennar leyndi sér ekki.  Sallý benti á pokann og sagði:  "Þetta er koníaksflaska sem ég fékk fyrir kallinn minn."

  Navajo-konan varð undrandi á svipinn.  Svo kinkaði hún samþykkjandi kolli og sagði:  "Góð skipti."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

góð saga fyrir svefninn

Sigrún Óskars, 31.8.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha , takk takk

Óskar Þorkelsson, 31.8.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Hannes

Hehehe. Ég mun alltaf taka vindil og Koníak fram yfir pyntargarvélar (konur) enda ekkert nema vesen sem fylgir þeim.

Hannes, 31.8.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf gaman að zjá góðar færzlur vel endurunnar...

Steingrímur Helgason, 31.8.2009 kl. 01:48

5 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 31.8.2009 kl. 10:14

6 identicon

og hva svo?

jonsi (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 10:24

7 Smámynd: Jens Guð

  Sigrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 19:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er nefnilega svo heppilegt með vindla og koníak að þeim fylgja engin vandamál.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 19:17

10 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég fékk þessa sögu senda og þótti hún krúttleg.  Ég hef ekki heyrt söguna áður. 

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 19:20

11 Smámynd: Jens Guð

  Fríða,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 19:21

12 Smámynd: Jens Guð

  Jónsi,  síðan reyndi Navajo-konan að skipta á sínum kalli og koníaksflöskunni.  Sallý var ekki til í það.  Þetta endaði með rifrildi og Sallý henti þeirri gömlu út úr bílnum.  Svo þjösnalega að sú gamla handleggsbrotnaði.  Um leið og Sallý ók burt náði gamla konan að grýta steini í gegnum afturrúðuna í bílnum.  Það gerði hún ekki með brotnu hendinni heldur hinni.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 19:28

13 identicon

Góð saga.

laggi (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:38

14 Smámynd: Jens Guð

  Laggi,  þetta er svona notaleg saga frá útlöndum.

Jens Guð, 31.8.2009 kl. 20:06

15 Smámynd: Hannes

Þar er ég sammála þér. Eini gallin er krabbi og hjartasjúkdómar sem fylgja vindlunum en konur geta líka drepið mann.

Hannes, 31.8.2009 kl. 22:14

16 Smámynd: Halla Rut

Ha ha

Halla Rut , 2.9.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband