Kvikmyndarumsögn

RWWM

 - Titill:  Reykjavík whale watching massacre

 - Leikarar:  Helgi Björnsson,  Guðrún Gísladóttir,  fjöldi útlendinga og fleiri

 - Handrit:  Sjón

 - Leikstjóri:  Júlíus Kemp

 - Tónlist:  Hilmar Örn Hilmarsson

 - Einkunn: ** (af 5)

  Ég er rosalega jákvæður þegar ég horfi á nýja íslenska kvikmynd.  Þá sest ég glaður niður,  leiði að mestu hjá mér það sem miður fer en fagna þeim mun meira því sem betur heppnast.  Þegar leið á Reykjavík whale watching massacre fjaraði jákvæðnin út.  Við tóku geispar og andvörp.

  Það hljómar ekki vel að segja þetta.  Og myndin er ekki alvond.  Handritið er klárlega miklu betra en myndin.  Söguþráðurinn er fínn og samtöl vel skrifuð.  Barnalegar ranghugmyndir sumra hvalavina og rasismi eru teygð sundur og saman í háði.  Tónlistin er frábær.  Leikarar standa sig með prýði.  Stjörnurnar eru Guðrún Gísladóttir og Helgi Björnsson.

  Með úrvals leikara,  handrit eftir Sjón og tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson hefði útkoman átt að verða snilld.  En leikstjóranum,  Júlíusi Kemp,  tekst að klúðra þessu góða hráefni sem hann er með í höndunum.  Júlíus hefur áður afrekað það að leikstýra lélegustu kvikmynd Íslandssögunnar,  Blossa.  Það má nota um Reykjavík whale watching massacre orðatiltækið að góður biti fari í hundskjaft (æ,  þetta hljómar voða ruddalega). 

  Nafnið Reykjavík whale whatching massacre segir um hvað myndin fjallar:  Hvalskoðunarhóp sem lendir í höndum á morðóðri fjölskyldu. 

  Myndin er kynnt sem spennuhrollvekja.  Hún stendur ekki undir þeirri lýsingu.  Margar senur bjóða reyndar upp á spennu og hroll.  En leikstjórinn nær ekki að koma spennunni og hryllingnum til skila.  Áhorfandinn finnur ekki til samúðar með fórnarlömbum ofbeldisins og er sama um örlög þeirra.  Þar fyrir utan eru persónurnar myrtar svo snöggt og fumlaust að morðin verða eins og hálfgerð aukaatriði.  Persónurnar eru kannski á spjalli.  Svo flýgur haus af.  Blóð spýtist í nokkrar sekúndur.  Síðan er klippt yfir í næstu senu.  Þetta er allt eitthvað svo hrátt og nakið.  Það er ekkert skilið eftir fyrir ímyndunaraflið.  Það er engum lúmskum vísbendingum plantað í undirmeðvitund áhorfandans til að framkalla óþægindatilfinningu og vekja upp ugg varðandi það sem mun gerast.

  Þó mikið sé um blóð í myndinni og fjöldi manns meiddur eða drepinn þá er hún grínmynd fremur en annað.  Samt er hún eiginlega ekki nógu fyndin til að vera flokkuð sem grínmynd.    

  Í bíóhléinu var ég alvarlega að íhuga að sleppa því að horfa á seinni hlutann.  Mér leiddist undir myndinni.  Ég harkaði þó af mér og horfði á myndina til enda.  Ég hefði alveg mátt sleppa því.  Í seinni hlutanum leystist myndin einhvernveginn upp.  Eftir hraðann um miðbik myndarinnar hægði klaufalega á og fátt bar til tíðinda.  Enda flestar persónurnar dauðar.

  Mér þykir mjög miður að geta ekki mælt með Reykjavík whale watching massacre sem góðri kvöldskemmtun.           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Var ekki nógu mikið Pönk í henni fyrir þig ?

Ómar Ingi, 5.9.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er reyndar þarna dáldið pönk.  Dr. Spock er á sviði í byrjun myndarinnar.  Einnig endar myndin undir pönk-kráku á gömlu djasslagi.  Ég var verulega ánægður með músíkina í myndinni.  Ef músíkin kemur út á plötu kaupi ég hana. 

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt stjörnum prýdd mynd í litum og Panavision.

Fyrir hvað gefurðu myndinni þessar tvær stjörnur, Jensinn minn?

Þorsteinn Briem, 6.9.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  myndin er í lit (technicolour) og cinemascope.  Stjörnurnar 2 fær myndin fyrir gott handrit,  frábæra músík og góðan leik.

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 00:23

5 identicon

Ég hef ekki haft gaman af einni einustu íslenskri kvikmynd.   Yfirleitt er thad ad eitthvad af eftirfarandi er ábótavant: Umfjöllunarefnid er alls ekki áhugavert og barnalegt, lélegir leikarar, kvikmyndataka slöpp, leikstjórn á lágu plani, handritid kjánalegt eda "svidsmynd" óspennandi.  Oftast klikkar thetta allt saman í einni og sömu kvikmyndinni.

Svo reyna menn ad vera listraenir og halda ad thad sé thá ómissandi ad í kvikmyndinni sé ad minnsta kosti ein persóna sem thjáist af gedraenum sjúkdómi. 

Nei...thad er bókstaflega pína ad góna thessa undirmáls framleidslu.  Nokkud sem mun aldrei borga fyrir óneyddur.

Annars er ég kannski ekki gódur til thess ad daema thetta og meta thví mér finnst ad tími leikinna kvikmynda sé lidinn.  Heimildarmyndir eru miklu áhugaverdari en leiknar kvikmyndir.  

Nei...ég held ad íslendingar aettu ad haetta thessu rugli sínu í thessari grein og vidurkenna ad their eru algerlega haefileikalausir á thessu svidi.

Thetta er allt svo helvíti vandraedalegt og pínlegt.....ögh...madur getur gubbad af vidbjódinum.

Gjagg (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 01:06

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Leitt að heyra.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.9.2009 kl. 01:15

7 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  það hafa verið gerðar margar ágætar íslenskar myndir.  Í fljótu bragði man ég eftir eftirtöldum:  Mýrin,  Sódóma Reykjavík,  Veðramót,  Börn náttúrunnar...  Ég man eftir fleirum þó ég muni ekki í augnablikinu nafn þeirra.

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 01:29

8 Smámynd: Jens Guð

  Hildur Helga,  mér þykir dapurlegt að Reykjavík whale whatching massacre sé svona misheppnuð.  Ég hélt að Júlíus Kemp hefði lært eitthvað af hinni hörmulega misheppnuðu mynd Blossa.  Það er afrek út af fyrir sig að klúðra þessu fína handriti Sjón(s).  En Júlíus hefur ekkert lært af fyrri mistökum.  Er bara pikkfastur í þeim.

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 01:39

9 identicon

þá þarf maður ekki að skoða það nánar, nógu dýrt er í bíó. nær þetta kannski ekki að vera splatter? kv d

doddy (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 13:54

10 Smámynd: Jens Guð

  Doddy,  myndin nær eiginlega ekki að vera "splatter".  Þó blóð gusist þá hreyfir það ekki við áhorfandanum.  Það tekur svo snöggt af.  Það eru engar pyntingar eða annar áhrifaríkur óhugnaður.  Bara einn og einn haus sem flýgur eldsnöggt af.  Þá er það frá og næsta atriði tekur við. 

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 15:24

11 identicon

Jens. ertu ekki bara orðinn dofinn eftir myndir eins og Hostel og Saw??

Hvernig væri myndin ef þú hefðir séð hana 1982??

LS.

LS (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:25

12 Smámynd: Jens Guð

  LS,  ég hef ekki séð Saw en ég sá fyrri Hostel myndina.  Hinsvegar breytast almenn viðhorf til kvikmynda í áranna rás.  Sumar myndir sem þóttu fyndnar og skemmtilegar fyrir áratugum þykja hallærislegar í dag.  Aðrar myndir sem þóttu furðulegar og illskiljanlegar fyrir áratugum þykja flottar í dag.

  Ein birtingarmynd á breyttum viðhorfum til kvikmynda er að af og til er verið að aflétta banni af myndum sem hafa verið bannaðar í áratugi.  Einnig er verið að leyfa til sýningar óstyttar myndir sem áður mátti einungis sýna eftir að búið var að klippa úr þeim tiltekin atriði.

  Sömuleiðis er jafnt og þétt verið að lækka aldursmörk þeirra sem mega sjá þessa eða hina myndina sem er ekki leyfð fyrir alla aldurshópa.

  Nú eru sýndar í sjónvarpi ótal kvikmyndir sem innihalda gróft ofbeldi og kynlífssenur sem ekki þótti við hæfi að sýna í sjónvarpi fyrir nokkrum áratugum.

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 21:19

13 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þessari umsögn þinni. Ég var með miklar væntingar, en þetta var bara hreint út sagt hundleiðinleg mynd.

tommi (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:21

14 Smámynd: Jens Guð

  Tommi,  þú ert með orðið sem lýsir best vandamáli myndarinnar.  Hún er hundleiðinleg.

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 23:38

15 Smámynd: Hannes

Ekki er ég hissa á að þessi mynd sé léleg eins og allar aðrar Íslenskar 3 flokks drasl myndir sem eru best geymdar á ruslahaugunum ásamt Færeyska bjórnum.

Hannes, 7.9.2009 kl. 00:14

16 identicon

Jens nefnir nokkrar góðar íslenskar kvikmyndir og það má bætra nokkrum við sem vel er horfandi á s.s. 79 af stöðinni, Óðal feðranna, Með allt á hreinu, Stella í orlofi, Kristnihald undir jökli, Tár úr steini, Ungfrúin góða og húsið, Djöflaeyjan, Englar alheimsins, Hafið, Kaldaljós, Brúðguminn. Margar íslenskar myndir eru líka misheppnaðar og eldast illa - allt of margar.

Stefán (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:21

17 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er ekki sanngjarnt að setja allar íslenskar kvikmyndir undir einn hatt. Vissulega eru þær margar vondar og kannski meirihlutinn.  En það eru fínar myndir inn á milli.

Jens Guð, 7.9.2009 kl. 15:55

18 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það má hafa gaman að mörgum íslenskum myndum.  Þær þurfa ekki endilega að vera "góðar" þannig lagað.  Til að mynda þykir mér  Rokk í Reykjavík  mjög skemmtileg - án þess að hún sé góð.

Jens Guð, 7.9.2009 kl. 15:57

19 Smámynd: Hannes

Jens ég búinn að horfa á nokkrar af þessum drasl myndum og þær hafa verið hver annari verri. Ég hef horft á þær af því að aðrir eru alltaf að segja að þær séu góðar en svo er þetta all sama helvítis draslið.

Hannes, 7.9.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband