Áhrifamestu hljómsveitirnar

  Yngvi Högnason (www.yngvii.blog.is) benti mér á skemmtilegan lista yfir 50 áhrifamestu pönkrokkhljómsveitir sögunnar.  Listinn er augljóslega tekinn saman af Bandaríkjamönnum.  Uppistaðan af hljómsveitunum á listanum eru bandarískar og sumar lítt þekktar utan Bandaríkjanna.   Fátt veit ég um aðstandendur listans og netsíðuna The Pulp Lists. 

 Svona er listinn (innan sviga er merkt við þær hljómsveitir sem eru ekki bandarískar):

1   The Sonics

  Þetta er bítlahljómsveit frá sjöunda áratugnum.  Fjarri því pönkhljómsveit nema Bítlarnir,  Kinks,  Rolling Stones,  Who og Hljómar (Thor´s Hammer) hafi verið pönk.  Rokk The Sonics var blúsað og hrátt,  féll undir stíl bílskúrsrokks (garage).  Pönkið varð til mörgum árum eftir að The Sonics hætti.  Pönkið var og er - ekki síður en rokkmúsíkstíll - tiltekið lífsviðhorf og afstaða til músíkbransans eins og hann var um miðjan áttunda áratuginn.  

  The Sonics náði ekki alvöru vinsældum og er lítt þekkt utan Bandaríkjanna.  Hljómsveitin var endurreist fyrir 2 árum eða svo.  Hún hefur lagað gamla bítlarokkið sitt að útjaðri pönksins.  Jafnframt hefur verið sett í gang vel skipulögð herferð sem gengur út á að telja fólki trú um að The Sonics hafi verið fyrsta pönkhljómsveit heims.  Og nú er hún á The Pulp Lists skilgreind áhrifamesta pönkhljómsveit sögunnar.  Ég get ekki kvittað upp á að The Sonics hafi haft nokkur áhrif á pönkið.  Síst af öllu á hún heima á lista yfir 50 áhrifamestu pönkhljómsveitirnar.  Kannski getur hún verið í sæti 500. Að öðru leyti er listinn ekki alveg út í hött.  Eða hvað finnst þér?     

2   Ramones

  Ramones var eina hljómsveitin í bandarísku pönksenunni á miðjum áttunda áratugnum sem var eins og klæðskerasaumuð að hætti breska pönksins.  Varð fyrir bragðið mun vinsælli í Evrópu en í Bandaríkjunum.

3   The Clash (ensk)

  The Clash var fyrsta og eiginlega eina pönksveitin til að verða súpergrúppa á heimsmælikvarða. Í dag er The Clash í hópi stærstu rokkbanda heims á alþjóðavettvangi.  Ég hef 5 sinnum farið til Bandaríkjanna og það er skrítið að heyra lög The Clash spiluð grimmt í hinum ýmsu útvarpsstöðvuð sem spila ekki aðeins pönk heldur líka útvarpsstöðvar sem einskorða sig við léttpopp,  fönk,  reggí,  djass...   

4   Dead Kennedys

  Sprellararnir í Dead Kenndys voru næstir á eftir Ramones til að verða fræg bandarísk pönksveit á alþjóðavettvangi.  Vinsældir Dead Kennedys voru/eru meiri utan Bandaríkjanna en innan.  Þegar við Sævar Sverrisson,  söngvari Spilafífla,  rákum pönkplötubúðina Stuð í upphafi níunda áratugarins fór Sævar í innkaupaferð til New York.  Í plötubúð þar spurði Sævar um plötur með Dead Kennedys.  Afgreiðslumaðurinn kannaðist ekki við hljómsveitina og hélt að Sævar væri að hæðast að Kennedy-fjölskyldunni.  Steitti hnefa og spurði hvað Sævar ætti við með "Dauðum Kennedyum".  Sævar þurfti að útskýra málið með tilvísun í hljómsveitina.

  1987 keypti ég plötu með Dead Kennedys í plötubúð í Florida.  Síðhærður afgreiðslumaðurinn sagði við mig með þunga:  "Mér ber skylda til að vara þig við að þessi plata inniheldur klám og óþverra orðbragð."  Ég svaraði:  "Það er gaman.  Ég þekki þessa plötu.  Hún er ansi hressileg."  Ég keypti fleiri plötur í þessari plötubúð.  Afgreiðslumaðurinn setti plötuna með DK í brúnan poka áður en hann setti hinar plöturnar í poka og sagði:  "Það er betra að börn sjái ekki þessa plötu." 

5   Sex Pistols (ensk)

  Flestir aðrir en Bandaríkjamenn myndu setja Sex Pistols í 1.  sæti yfir áhrifamestu pönksveitir.  Sex Pistols náðu aldrei almennilega inn á Bandaríkjamarkað.  Bandarískir harðlínupönkarar þekkja þó hljómsveitina og gera sér grein fyrir að Sex Pistols var stórt dæmi í pönkinu.  En í þeirra huga var The Clash aðal númerið í bresku pönkbyltingunni.

6   Minor Threat

7   The Misfits

8   Black Flag

9   Bad Religion

10 Crass (ensk)

11 Adolescent 

12 Bad Brains

13 Descentend

14 The Exploited (skosk)

15 Agnostic Front

16 7 Seconds

17 Suicidal Tendencies

18 The Stoogies

19 NOFX

20 Pennywise

21 The Damned  (ensk)

22 Operation Ivy

23 Subhumans (ensk)

24 D.R.I.

25 Fear

26 Angry Samoans

27 Social Distorion

28 Agent Orange

29 Reagan Youth

30 T.S.O.L.

31 Cirkle Jerk

32 Dag Nasty

33 D.O.A.  (kanadísk)

34 The Germs

35 D.I.

36 Stiff Little Fingers (írsk)

37 Rancid

38 Lagwagon

39 Sick of It All

40 Propagandhi (kanadísk)

41 Husker Du

42 The Dead Milkmen

43 Down by Law

44 The Big D and the Kids Table

45 The Vandals

46 Screeching Weasel

47 Face to Face 

48 S.O.D. (Storm Troopers of Death) 

49 Total Chaos

50 No Use for a Name  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BUZZCOCKS???

Pétur Hallgrímsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessi listi er mjög útí hött.

Hvar eru Stooges, MC5 og New York Dolls? Ef Sonics voru pönk, þá voru þessar hljómsveitir PÖNK með öllum stöfum stórum.

Eins skil ég ekki hvað Operation Ivy er að gera þarna, svo ekki sé talað um allar þessar litlu bandarísku harðkjarnasveitir sem eru tæpast áhrifamestu pönksveitir allra tíma...

Hvar eru Sham 69? Nú eða Adicts?

Mér þykir þessi listi talsvert útí hött.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.9.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hugsa að pönkbyltingin hafi komið hingað til lands frá Bretlandi.  Þess vegna þekkjum við mun fleiri breskar pönksveitir.  Margar af mínum uppáhalds í den (the Jam, the Undertones) eru ekki á listanum.  Þekki samt alveg slatta af þessum.

Hjóla-Hrönn, 22.9.2009 kl. 11:38

4 identicon

Ekkert Wire, Fall eða Joy Division, sem er auðvitað ekkert pönk.

Ánægjulegt að sjá Minor Threat svona ofarlega :)

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Pönk er fyrir mér hrátt rokk með politískum boðskapi. Ekki gat ég heyrt á þessu lagi að það væri politískur boðskapur né hrátt rokk um að ræða hjá þessu bandi Sonik en get viðurkennt að mér fannst þetta lag dálítið skemmtileg lumma.  En að þetta sé pönk finnst mér þetta algjör þvæla.

Það má deila um mestu áhrifavaldanna... en fyrir mér er clash mitt uppáhald af þessum hljómsveitum- sér í lagi er ég sá heimildamyndina um joy strummer á Ruv um daginn. Ég varð mjög hrifin af honum sem karakter. Ég persónulega gef ekki mikið fyir tal um eitthvað alvöru eða ekki alvöru pönk.. En joy var aftur á móti alvöru karakter fyrir mér. Hann vaknaði stundum á morgnanna og engin vissi hvert hann fór og birtist síðan löngu síðar.

Fyrir mér er tilurð pönksins með böndum eins og Sex pistols og clash. Vissulega er þetta skilgreiningaratriði og þannig séð eru mörg frægustu lög Clash ekki pönk tónlist. Auðvitað er ramoines vissulega einhvers konar pönkrokk en .... mér finnst vanta þetta Fuck the system fílingin í þá til að þeir séu alvöru pönk fyrir mér.

Dead kenedys clash og sex pistols eru því svona mesta pönkið þarna.  Einmitt út af þessu aditjúti og uppsteiti.

Brynjar Jóhannsson, 22.9.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Pétur,  Bandaríkjamenn þekkja ekki Buzzcocks.

Jens Guð, 22.9.2009 kl. 19:37

7 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  Stoogies eru í 18.  sæti.  Vissulega eiga MC5 og NYD heima á þessum lista fyrst The Sonics eru á honum.

  Ég átta mig ekki á hvar áhrif hinna ýmsu hljómsveita á listanum eiga að liggja.  Eins og Operation Ivy.  Sú hljómsveit var mest í því að reyna að hljóma eins og The Clash,  aðallega í reggí-pönki.  Reyndar var þetta meira ska hjá Operation Ivy,  eins og margar pönkaðar hljómsveitir á undan þeim.  Svo breyttist hljómsveitin í Rancid og hljómar stundum alveg eins og The Clash í poppuðustu pönklögum þeirra.  

Jens Guð, 22.9.2009 kl. 19:57

8 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  það er rétt hjá þér að pönkið barst frá Bretlandi hingað og reyndar út um allan heim.  Líka til Bandaríkjanna.  Fyrir daga bresku pönkbyltingarinnar ´76/´77 var nýlega orðin til lítil pönksena í Bandaríkjunum.  Hún samanstóð af nokkrum kunningjahljómsveitum (Patti Smith Group,  Television,  Blondie,  Talking Heads...) sem spiluðu í CBGB´s djassklúbbnum í New York.  

  Þegar bandaríska pönksenan myndaðist ´74/´75 snérist rokkmarkaðurinn um keppni í tæknilega fullkomnustum hljóðfæraleik,  röddun,  flóknum útsendingum og lögum.  Það sem afmarkaði bandarísku pönksenuna,  gerði hana að senu og gaf henni pönk nafnið (pönk = ræfill) var að senan gaf skít í samtímakröfur rokkmarkaðarins.  Pönksveitunum var alveg sama þó hljóðfærakunnáttu væri verulega áfátt eða söngur væri ekki góður fagurfræðilega. 

  Bandaríska pönkið var ekki neinn sérstakur músíkstíll.  Patti Smith þuldi ljóð yfir rólegum píanóleik;  Talking Heads voru í fönki;  Blondie í poppi...  Þetta ruglaði marga eftir að breska pönkbyltingin varð sprengja sem barst út um allan heim.  Breska pönkið var nefnilega afmarkaður músíkstíll og Ramones smellpössuðu við hann.  Og hin bandarísku nöfnin í þeirri senu urðu einnig stór án þess að spila pönkrokk samkvæmt breska módelinu. 

Jens Guð, 22.9.2009 kl. 20:42

9 Smámynd: Jens Guð

  Óskar P.,  ég tek undir þín orð.  Minor Threat mega ekki vera neðar á svona lista.  Sú hljómsveit skóp meðal annars "Beinu brautina" (Straight Edge) hugmyndafræðina sem varð áberandi fylgihnöttur harðkjarnapönksins. Beina brautin = heilbrigt líferni:  Engin vímuefni,  ekkert tóbak,  ekkert kjöt,  ekkert kynlíf fyrir hjónaband,  enga kynþáttafordóma...

  Ég held að Bandaríkjamenn þekki ekki hinar hljómsveitirnar sem þú nefnir.  Joy Division byrjaði sem pönksveit (og voru í slagtogi með til að mynda Buzzcocks) þó þeir hafi snemma markað sér mjög öðruvísi stíl. 

Jens Guð, 22.9.2009 kl. 20:57

10 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  ég gleymdi að nefna að Sham 69 voru bannaðir í Bandaríkjunum.  Fyrsta plata þeirra slapp inn á Bandaríkjamarkað og dugði til banns.  Ég man ekki alveg á hvers vegna.  Mig minnir að forsendur hafi verið þær að hljómsveitin hvetti til ofbeldis og/eða uppreisnar.  Aðrar plötur Sham 69 fengu bara stimpilinn "Bönnuð" og liðsmenn hljómsveitarinnar fengu ekki einu sinni vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.  Umsókn um vegabréfsáritun var svarað með bannstimplinum.  Kannski átti það einnig við um Adicts?  Ég veit það ekki.  Margar breskar pönksveitir voru einnig bannaðar.  Þetta var skrítið með hliðsjón af því að The Clash fékk að leika lausum hala í Bandaríkjunum og varð þar súperhljómsveit (og er enn í dag) þrátt fyrir kjaftfora texta og yfirlýsingagleði. 

  Hugsanlega spilaði inn í velvild í garð The Clash að sú hljómsveit krákaði (cover) bandarísk lög og gerði vinsæl.  Eða hvort einhverjir í bandaríska stjórnkerfinu tóku ástfóstri við The Clash,  eins og margir Kanar.  Til að mynda var fyrsta lagið sem bandaríska herstöðvarútvarpið spilaði í innrásinni í Írak  Rock the Casbah  með The Clash þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi bannað spilun fjölda hljómsveita og laga í aðdraganda innrásarinnar og á meðan hún stóð formlega yfir.  Sprengjurnar sem bandarískar flugvélar vörpuðu á Íraka í innrásinni voru jafnframt merktar  Rock the Casbah.

Jens Guð, 22.9.2009 kl. 21:20

11 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  ég get tekið undir margt hjá þér.  Það er svo gott sem óumdeilanlegt að Sex Pistols var bandið sem kveikti eldsúlurnar er leiddu til pönkbyltingarinnar.  Miklu máli skipti að The Clash kom strax til sögunnar.  Til varð tveggja turna fyrirbæri sem markaðsfræðin kennir að skiptir svo miklu máli varðandi vinsældir:  þegar spurningin:  "Hvað finnst þér um pönkið?"  verður:  "Hvor finnst þér flottari Sex Pistols eða The Clash?";  "Bítlarnir eða Stóns?",  "Duran Duran eða Wham!?";  "Blur eða Oasis?",  "Kók eða Pepsí?".

  Joe Strummer var merkilegur karakter og meingallaður í senn.  Gallarnir urðu lykill að velgengni hans sem tónlistarmanns.  Hann skipti eldsnöggt um skoðun og skorti trygglyndi þrátt fyrir að vera ástríðufullur hugsjónamaður. 

  Pöbbarokksveit hans,  101´ers,  var orðin heitasta Londonbandið,  komið með góða umfjöllun í músíkpressunni,  öflugan aðdáendahóp og sendi frá sér Ep-plötu sem átti að fylgja eftir með hljómleikum.  Vinsældir voru svo gott sem í höfn.  Þá heyrði hann í Sex Pistols,  yfirgaf í snatri félaga sína í 101´ers og stofnaði The Clash,  hljómsveit í anda Sex Pistols.  Þetta gerðist svo snöggt að liðsmenn 101´ers sátu bara eftir ringlaðir og svekktir.  The Clash sló þegar í gegn og varð ein af stærstu rokkböndum heims.  Mun stærri en Sex Pistols á heimsvísu.

  Það var ekki í eðli Strummers að The Clash yrði eftirhermuhljómsveit Sex Pistols.  Öfugt við það sem margar aðrar pönksveitir remdust við.  Sköpunargleði Strummers, uppreisnareðli og rótleysi braut The Clash strax leiðir inn á að binda sig ekki við neina uppskrift að pönki heldur leita undir eins nýrra leiða:  Fyrst að blanda reggí inn í pönkið,  síðan þungarokki og þar síðar öllu mögulegu. 

  Pönkið var vissulega pólitískt.  Þetta var uppreisn gegn hippum,  hipparokki,  ofurvaldi stóru plöturisanna og svo framvegis.  Slagorðið var "Gerðu það sjálf/ur" (Do it Yourself);  kýla á hlutina burt séð frá hæfileikum eða getu.  Gera óháð kunnáttu.  Ég man ekki hvernig Einar Örn orðaðir það svo skemmtilega í   Rokki í Reykjavík.

  Breska pönkbyltingin afrekaði það að slátra breska nasistaflokknum,  National Front.  NF fékk 130.000 atkvæði þegar pönkbyltingin hóf grimma herferð undir slagorðum á borð við "Rock Against Racism" og "Anti-Nazi League".  Með þeim árangri að NF varð hallærislegt fyrirbæri sem fáir vildu kannast við.  Þeir sem áður marseruðu undir nasistafána hentu fánanum og gerðust boltabullur. 

Jens Guð, 22.9.2009 kl. 22:03

12 identicon

Jamm, held samt að þetta "straight edge" kjaftæði sé Frankenstæn-skrímsli sem Ian McKaye sér mikið eftir að hafa (óvart) skapað.

Ég hélt alltaf að Fall væru vinsælli í USA en UK...

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:53

13 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Æ! Mikil ósköp, ég sá ekki Stooges þarna fyrir öllum smáböndunum.

Ég skil ekki heldur hvað grínsveitin Stormtroopers of Death er að gera þarna (sú sveit var hliðarverkefni meðlima úr Anthrax).

Sham 69 voru mjög byltingarsinnað band, þar gæti hundurinn legið grafinn, en Adicts eru fremur ljúfir og oft sakaðir um að vera barnalegir og of melódískir í lögum sínum, lög eins og 'Chinese Takeaway', 'Joker in the Pack' og 'Bad Boy' eru langt því frá að vera pólítísk. Einnig eru Adicts merkilegir fyrir þær sakir að vera enn starfandi eftir 31 ár og með alla upprunalega meðlimi innanborðs (auk 2gja nýrri).

(Chinese Takeaway -Þetta lag er nota bene um Kínamat, en ekki heróín, sem Chinese Takeaway er þekkt slangur fyrir)

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 13:01

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

PS: Þú gleymir að merkja við að The Damned eru líka Bretar.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 21:43

16 Smámynd: Jens Guð

  Óskar P.,  fyrir nokkrum árum var hann að minnsta kosti ósáttur við að hópar merktir Beinu brautinni voru farnir að lemja unglinga sem reyktu á almannafæri,  t.d. á rokkhljómleikum.  Annars var stórmerkilegt að Beina brautin skyldi spretta upp í harðkjarna pönksenunni af öllum músíkstílum.  Og furðulegt að þetta fyrirbæri skyldi ná út fyrir Bandaríkin.  Meira að segja til Íslands (hljómsveitin Andlát).

  The Fall hafa ítrekað náð inn á breska vinsældalistann og hafa alla tíð verið stórt nafn í Bretlandi.  Ég geri mér ekki grein fyrir stöðu The Fall í Bandaríkjunum.  Ég veit að hljómsveitin hefur af og til túrað í Bandaríkjunum og nokkrir Kanar verið í hljómsveitinni,  m.a. sú sem var um tíma eiginkona Marks E.  Smiths.  En ég verð ekki var við umfjöllum um The Fall í bandarískum rokkblöðum.   

Jens Guð, 23.9.2009 kl. 22:27

17 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  bestu þakkir fyrir að benda mér á að sjást yfir að merkja The Damned.  Ég var snöggur að laga það.´

  Í mínum huga er Adicts létt galsapönksveit.  Kannski trúðsmálningin eigi þátt í því.  Í laginu  Viva La Revolution  hvetja þeir drengir til byltingar.  Í laginu  England  gagnrýna þeir breska hernum og hernaði nokkuð kröftuglega.

Jens Guð, 23.9.2009 kl. 22:40

18 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Vissulega hvetja þeir til byltingar í 'Viva la Revolucion' en það er nú ekki alveg víst að þeim sé alvara...

'Drink the wine from the rich mans kask, pray this revolution wont be the last'...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.9.2009 kl. 00:30

19 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  ég veit ekki hvort eða hvenær á að taka Adicts alvarlega.  Ég minnist þó viðtals við söngvarann fyrir mörgum árum.  Þar sagðist hann sjá eftir að hafa samið þennan texta.  Hann væri ekki lengur á þeirri skoðun að byltingaraðferðin sem hann hvetur til í textanum sé heppileg leið til að lagfæra það sem betur má fara í þjóðfélaginu. 

Jens Guð, 24.9.2009 kl. 01:37

20 Smámynd: Gulli litli

Alltaf jafn gaman að kíkja hér inn....

Gulli litli, 24.9.2009 kl. 11:58

21 Smámynd: Jens Guð

  Gulli litli,  takk fyrir það.  Það er einnig gaman að heyra stundum í Guðmundi Rúnar Ásmundssyni vini okkar í Bandaríkjunum.

Jens Guð, 25.9.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband