Sami flytjandi á 14 af 17 söluhćstu plötum heims í síđustu viku

bítlarnir

  Ţađ er sjaldgćft ađ sami flytjandi eigi í sömu viku 2 af 20 söluhćstu plötum heims.  Ţađ hefur ţó gerst örfáu sinnum.  Ég minnist ţess ekki ađ sami flytjandi hafi átt 3 af 20 söluhćstu plötum heims samtímis.  Ţó má vera ađ ţađ hafi gerst í kjölfar dauđa Mikjáls Jacksonar.  Hitt er alveg víst ađ aldrei áđur hefur sami flytjandi átt 14 af 17 söluhćstu plötum heims samtímis.   Hljómsveitin sem afrekađi ţetta í vikunni 10. - 16.  september 2009 spilađi síđast saman fyrir fjórum áratugum.  Á stuttum ferli sló hún ótal sölumet.  Mörg standa enn.  Til ađ mynda ađ í júní 1964 átti hún 6 vinsćlustu lögin í Bandaríkjunum.  Auk ţess fleiri lög neđar á bandaríska vinsćldalistanum.  Ţetta ár,  1964,  átti hljómsveitin 60% af heildarsölu platna í Bandaríkjunum.

  Bítlaplötur hafa selst í 1,2 milljarđi eintaka.  Ţađ er fyrir utan sólóplötur liđsmanna Bítla.  Ţćr hafa flestar selst í góđu upplagi.  Nćst söluhćsti flytjandinn,  Presley (nei,  ég er ekki ađ meina söngvarann í The Troggs heldur hinn),  hefur selt tćpan milljarđ platna.  Plötuferill hans spannađi röska tvo áratugi en plötuferill Bítlanna 7 ár.  Ţriđji söluhćsti flytjandinn,  Abba,  hefur selt um 500 milljónir platna.  Ég vil sem fćst vita um ţá drepleiđinlegu hljómsveit. 

  Ástćđan fyrir mikilli sölu á plötum Bítlanna í dag er talin vera sú ađ ţćr voru nýveriđ gefnar út í hreinna "sándi" en áđur.  Um svipađ leyti var settur á markađ einhver Bítlatölvuleikur.  Viđ ţađ er eins og Bítlaćđi hafi skolliđ á heimsbyggđina.     

  Ţetta voru söluhćstu plötur liđinnar viku (innan sviga er fjöldi seldra eintaka):

1.   Jay-Z:  Blueprint 3  (489.000)

2.   Bítlarnir:  Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band  (258.000)

3.   Bítlarnir:  Abbey Road  (243.000)

4.   Bítlarnir:  Hvíta albúmiđ  (230.000)

5.   Bítlarnir:  Rubber Soul  (228.000)

6.   Bítlarnir:  Revolver  (216.000)

7.   Bítlarnir:  Help!  (196.000)

8.   Bítlarnir:  Magical Mystery Tour  (184.001)

9.   Bítlarnir:  A Hard Day´s Night  (184.000)

10. Bítlarnir:  Please,  Please Me  (178.000)

11. Bítlarnir:  With The Beatles  (172.000)

12. Bítlarnir:  Beatles For Sale  (170.000)

13. Bítlarnir:  Let It Be  (154.000)

14. Bítlarnir:  Past Masters  (153.000)

15. Whitney Houston:  I Look To You  (140.000)

16. Mai Kuraki:  All My Best  (137.000)

17. Bítlarnir:  Yellow Submarine  (121.000)

  Til gamans má geta ađ fyrra lagiđ er frá 1963 en seinna frá 1969.  Fyrra lagiđ var lokalag á hljómleikum Bítlanna ţví ţađ slátrađi alltaf raddböndum Johns Lennons.

  Seinna lagiđ var hugsanlega níđsöngur Pauls um Yoko Ono,  kćrustu Johns.  Paul hefur ţó alltaf ţrćtt fyrir ţađ.  Fullyrđir ađ ţađ hafi aldrei hvarflađ ađ sér ađ ráđast ađ henni alveg burt séđ frá ţví ađ hann hafi ekki veriđ sáttur viđ hvernig hún kom inn í feril Bítlanna.  Ţađ er ţó ekki alveg hćgt - međ vilja - ađ útiloka kenninguna ţví Paul er diplómat:  Gefur oftar í skyn fremur en segja hlutina beint út. 

  Athygli vekur ađ rythmagítarleikarinn John er ţarna sólógítarleikari.  Sólógítarleikari Bítlanna,  George Harrison,  var í fýlu út í Paul og sagđist ekki nenna ađ taka viđ fyrrskipunum hans um sólógítar í laginu.  Paul böggađist aldrei í John,  öfugt viđ út í Ringo og George.  Ringó er flottur í laginu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Jay-Z. RULES.

Ómar Ingi, 20.9.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi, ég get alveg fallist á ađ Jay-Z sé flottur - ţađ litla sem ég hef heyrt frá honum.  Sömuleiđis er ţetta meiriháttar merkilegt ađ hann selji á einni viku hálfa milljón eintaka af nýju plötunni.  Ţađ leika ekki margir eftir.  Ţar fyrir utan er kauđi búinn ađ slá út met Presleys sem sóló"artista" er á 10 plötur í 1.  sćti bandaríska vinsćldalistans.  Jay-Z er međ ţessari plötu búinn ađ landa 11 plötum í 1. sćtiđ. 

Jens Guđ, 20.9.2009 kl. 23:17

3 identicon

Ţađ er merkilegt ađ Sami skuli eiga 14 af 17 söluhćstu plötunum.  Samar hafa hingađ til ekki skorađ hátt á vinsćldalistum.  Samar hafa veriđ afskiptir á vinsćldalistum ţó ég muni eftir ađ ţeir hafi tekiđ ţátt í Júrivisjón. 

Sveinn (IP-tala skráđ) 20.9.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Theódór Norđkvist

Bendir ţetta ekki til ađ fólk hafni ţví iđnađarpoppi sem bođiđ er upp á af samtímatónlistarmönnum? Ég ţekki ekki mikiđ til ţessa Jay-Z, en leiđist afskaplega ţetta rapprusl yfirhöfuđ.

Ég hallast ađ ţví ađ tónlistin í heiminum hafi náđ hámarki í gćđum á árunum 1985-1987, ţegar hljómsveitir á borđ viđ Queen, Electric Light Orchestra, Styx og ýmsar fleiri voru og hétu. Síđan hefur leiđin legiđ niđur á viđ.

Ţegar mađur flettir ţessu gamla góđa upp á YouTube, Smokie, Queen, Loverboy, ELO, svo nokkur dćmi séu tekin, er mjög oft viđkvćđiđ hjá ţeim sem gera athugasemdir ađ ţađ sé ekki hlustandi á nútímatónlist og gamla góđa rokkiđ sé best.

Theódór Norđkvist, 21.9.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Jens Guđ

  Sveinn,  ţađ er gaman ađ ţessum orđaleik međ Sama.  Reyndar hafa nokkrir Samar náđ góđri stöđu í heimspoppi.  Ég man ekki hvađ Samar eru margir. Mig minnir jafn margir Fćreyingum,  48 ţúsund. 

  Finnski Saminn Wimme og norski Saminn Marie-Boine hafa bćđi náđ inn á heimskortiđ.  Selja nokkra tugi ţúsunda eintaka af hveri plötu.  Ég setti lag međ Wimme á vest-norrćnu safnplötuna mína  Rock from the Cold Seas  fyrir nokkrum árum.  Hún seldist í 20 ţúsundum eintaka.

Jens Guđ, 21.9.2009 kl. 01:44

6 Smámynd: Jens Guđ

  Theodór,  margt er flott í rappinu.  Rappiđ er ekki músíkstíll heldur söngstíll.  Ţađ er mikill munur á rappmúsík Rage Against the Machine og Red Hot Chili Peppers annarsvegar og G-funky Snoop Doggy Dogg hinsvegar.  Viđ getum líka flokkađ  Give Peace a Chance  međ John Lennon sem rapp ţó rapp hafi 1969 ekki veriđ til sem skilgreindur söngstíll.  Svo ekki sé minnst á  talking blues  bandarískra vísnasöngvara á borđ viđ Woody Guthrie og Bob Dylan. 

  Ég deili ekki međ ţér smekk fyrir hljómsveitum á borđ viđ ELO,  Queen,  Styx eđa Smokie.  Né heldur ađ popptónlist hafi náđ hćstum hćđum 1985-87. Ađ mínu áliti eru topparnir í rokksögunni ´56-´58 (Presley,  Chuck Berry,  Jerry Lee Lewis,  Little Richard...),  Bítlaćđiđ ´63-´65,  hipparokkiđ ´67-´68,  ţungarokkiđ ´69-´71,  pönkiđ og nýbylgjan ´77-´80.  Ţar nćst gruggiđ ´92-´93 og harđkjarninn ´98-2000.

Jens Guđ, 21.9.2009 kl. 02:02

7 Smámynd: Jens Guđ

  Ég veit ekki hverjir eru ađ kaupa Bítlaplöturnar í dag.  Enginn sem ég ţekki ef undan er skilinn einn 26 ára drengur sem var ađ uppgötva ţessa hljómsveit og keypti Hvíta albúmiđ á 2200 kall í Hagkaupum.

  Viđ gömlu Bítlaunnendur höfum ţegar keypt Bítlaplöturnar á vínyl,  kassettum,  8 rása teipum og geisladiskum.  Ţađ er ekkert veriđ ađ hlaupa upp á milli fóta ţó Bítlaplötur séu endurútgefnar í hreinna "sándi".  Mér segir svo hugur ađ kaupendur endurútgefinna Bítlaplatna séu ađ verulegu leyti ungt fólk sem er ađ kaupa Bítlaplötur í fyrsta skipti.  Í bland viđ fólk sem áđur átti Bítlaplötur einungis á vinyl. 

Jens Guđ, 21.9.2009 kl. 02:22

8 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ađ mínu mati eru ţessar hljómsveitir sem ég nefni mjög vanmetnar, nema kannski Queen, sem á sinn sess í rokksögunni. Ég er nokkuđ sammála ţér međ fyrstu fimm tímabilin, ţetta voru allt mikil tímamót í tónlistarsögunni.

Ţú mátt hinsvegar gjarnan gauka ađ mér einhverjum nöfnum til ađ fletta upp um ţađ sem ţú kallar gruggiđ og harđkjarnann. Ég ţekki ţađ ekki eins vel.

Theódór Norđkvist, 21.9.2009 kl. 02:29

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ţeir eru flottir The Beatles

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2009 kl. 10:31

10 Smámynd: Rebekka

Eg get vel truad ad thessar vinsaeldir seu nyja Bitlatolvuleiknum ad thakka.  Hann er i svipudum stil og Guitar Hero leikirnir, nema nu geta spilararnir leikid a mismunandi hljodfaeri og spilad thannig saman Bitlalogin (og fa svo stigagjof eftir tvi hversu vel er spilad).  Her er myndband sem synir adeins hvernig leikurinn er http://www.youtube.com/watch?v=bpBDOolcs9g

P.S. Afsakid skort a islenskum stofum, svissneska fartolvan min kann ekkert a tha...

Rebekka, 21.9.2009 kl. 17:08

11 Smámynd: Sigurbjörg Sigurđardóttir

Innlit.

Sigurbjörg Sigurđardóttir, 21.9.2009 kl. 19:30

12 identicon

Hef heyrt ad soundid sé mun betra núna en thad var á fyrstu geisladiskunum.....var víst mjög lélegt á fyrstu diskunum....alveg hraedilegt...sagt er ad soundid á fyrstu geisladiskunum hafi verid hörmulega lélegt...fyrir nedan allar hellur....hálfgert garnaaul...bölvad skran eiginlega.....eins og í grjótagerd....bara skrap....bölvadur óthverri....

Gjagg (IP-tala skráđ) 21.9.2009 kl. 19:54

13 Smámynd: Jens Guđ

  Theódór,  frćgustu gruggsveitirnar voru/eru Nirvana,  Pearl Jam,  Soundgarden...  Hérlendis Botnleđja,  The Noise...

  Helstu harđkjarnahljómsveitir voru/eru Mínus,  I Adapt,  Bisund,  Vígspá...

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 01:05

14 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnar Helgi,  The Beatles voru oft jafnvel flottastir.

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 01:06

15 identicon

Ţađ var mikill viđburđur ţegar Bítlaplata kom út í den. Ţetta var gatspilađ um allt, ţeir áttu bćinn. Svona gerist ekki lengur. Ţeir sem eru eh ađ kommenta útí ţetta, vita margir ekki hvađ ţeir eru ađ segja. Annars er ţetta mono hljómurinn sem er ađ gera ţetta svona skemmtilegt. Í upphafi stereósins var kannski söngur og bassi öđru megin, hitt hinu megin. Eđa öfugt. Ekkert samrćmi milli útgáfa, eđa milli platna hjá sömu útgáfu. Svo fóru menn ađ átta sig á hljóđblöndun sem ćtti ađ endurskapa ţađ sem var á stađnum. Ţá batnađi ţetta. En áttiđ ykkur gott fólk á ţví sem er ađ gerast. Mónóplöturnar eru međ besta sándiđ. Móno Rokkar.

Ólafur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 22.9.2009 kl. 01:19

16 Smámynd: Jens Guđ

  Rebekka,  takk fyrir hlekkinn.  Ţađ var gaman ađ kíkja á ţetta sýnishorn.  Ég hef aldrei spilađ tölvuleik, veit lítiđ um tölvuleiki og les aldrei neitt um tölvuleiki.  Ég hef ţó séđ útundan mér í útlendum rokkblöđum ađ Bítlatölvuleikurinn er ađ fá hćstu einkunn hjá gagnrýnendum. 

  Ég held ađ ţađ sé rétt hjá ţér ađ tölvuleikurinn eigi sinn ţátt í nýja Bítlaćđinu.  Hann er klárlega ađ kynna Bítlana fyrir ungu fólki sem kann vel ađ meta.  

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 01:21

17 Smámynd: Jens Guđ

  Sigurbjörg,  takk fyrir innlitiđ.

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 01:23

18 Smámynd: Jens Guđ

  Gjagg,  ţađ er ofmćlt ađ sándiđ á gömlu Bítlageisladiskunum hafi veriđ hrćđilegt.  En ţađ var ekki hágćđa fremur en á mörgum geisladisksútgáfum frá ţeim tíma.

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 01:29

19 Smámynd: Jens Guđ

  Ólafur,  ţađ var heilög stund ţegar ný Bítlaplata var spiluđ í fyrsta skipti.  Upplifunin var sterk og hátíđleg.  Ungt fólk í dag mun aldrei upplifa svona.

  Ég hef ekki boriđ mig eftir ađ tékka á nýju diskunum.  Mér finnst ekkert liggja á.  Ţessir diskar verđa fáanlegir í búđum nćstu áratugi.

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 01:41

20 identicon

Alveg rétt Gud....thetta átti vid alla geisladiska...ekki bara Bítladiskana.

Gjagg (IP-tala skráđ) 22.9.2009 kl. 17:48

21 Smámynd: Jens Guđ

  Gjagg,  ţegar ég fékk mér geislaspilara og fór ađ spila geisladiska á miđjum níunda áratugnum ţótti mér sándiđ hart og kuldalegt.  Ţađ vantađi mýkt og hlýju í ţađ.  Jafnframt fékk ég eyrnaţreytu ef fleiri en einn diskur voru spilađir í strikklotu.

  Svo vandist ţetta og ég hćtti ađ taka eftir ţessu.  Hinsvegar endurupplifđi ég svipađ ţegar byrjađ var ađ hala músík niđur af netinu.  Ég er dáldiđ farinn ađ venjast ţví líka.  Ţađ er eins og eyrun og heilinn lagi sig hćgt og bítandi ađ gölluđu sándi. 

Jens Guđ, 22.9.2009 kl. 19:33

22 identicon

Hvađa listi er ţetta? Á billboard eru ţeir í 15 sćti.

Hafsteinn (IP-tala skráđ) 23.9.2009 kl. 13:44

23 Smámynd: Jens Guđ

  Hafsteinn,  Billboard mćlir plötusölu bara í Bandaríkjunum.  Ţar selst hellingur af lókalplötum sem seljast lítiđ á alţjóđamarkađi.  Ţessi listi sem ég birti sýnir heildarsölu platna í heiminum.  Ţađ eru ýmsir sem mćla heimssöluna,  til ađ mynda www.mediatraffic.de

Jens Guđ, 23.9.2009 kl. 23:25

24 identicon

Theodór: "Ég hallast ađ ţví ađ tónlistin í heiminum hafi náđ hámarki í gćđum á árunum 1985-1987, ţegar hljómsveitir á borđ viđ Queen, Electric Light Orchestra, Styx og ýmsar fleiri voru og hétu. Síđan hefur leiđin legiđ niđur á viđ."

Meinarđu ekki frekar árin í kringum og eftir 1975? Ţađ var ţá sem Queen og ELO gáfu út sitt besta efni ađ mínu mati.

Annars skil ég ţig alveg Theodór. Ég sjálf hef alltaf veriđ hrikalega gamaldags og úr takt viđ alla tísku í mínum tónlistarsmekk; 9. og 10. áratugurinn fannst mér t.d. alltaf óttalega leiđinlegir áratugir tónlistarlega séđ. Ţegar flestir félagar mínir á unglingsárum mínum voru ađ hlusta á annađ hvort indie-rokk eđa Wham/Duran Duran, ţá lá ég í hljómsveitum eins og Queen, ELO, Bítlunum, Led Zeppelin, Pink Floyd og Jethro Tull. Var eiginlega alveg búin ađ gefa upp alla von um ađ nokkurn tíma kćmi einhver ný hljómsveit sem höfđađi til mín, ţegar svo loksins, ţökk sé Netinu, ađ ég fór ađ uppgötva hljómsveitir eins og Nightwish, Blind Guardian og ţá fínu fćreysku sveit Tý.

Held annars ađ ţetta sé allt spurning um smekk. Ég sjálf hef t.d. aldrei veriđ neitt rosalega mikiđ fyrir pönk, grunge og harđkjarna (nema kannski eitt og eitt lag), en ég ber samt mikla virđingu fyrir hljómsveitum í ţeim geira, og framlag ţeirra til tónlistarsögunnar er ómetanlegt. Iđnađarpopp á borđ viđ Britney Spears er hinsvegar eitur í mínum beinum.

Gaman annars ađ ungt fólk í dag sé ađ uppgötva Bítlana og annađ klassískt rokk. Held reyndar ađ krakkar séu oft ađ laumast í plötuskápa foreldra sinna til ađ finna eitthvađ skemmtilegt ađ hlusta á ţegar ţau eru orđin leiđ á síbyljunni í útvarpinu...

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráđ) 24.9.2009 kl. 18:51

25 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnhildur,  takk fyrir skemmtilega samantekt.  Ţađ er frábćrt ađ ţú skulir ekki hafa falliđ fyrir Wham!/Duran Duran viđbjóđnum.  Svo ekki sé talađ um Britney Spears.  Ennţá frábćrara er ađ ţú kunnir ađ meta Tý,  Led Zeppelin og fleira bitastćđara en létta iđnađarpoppiđ.  Strákarnir í Tý eru góđir vinir mínir og ţađ hefur veriđ gaman ađ sjá ţá koma sér bćrilega fyrir á alţjóđamarkađi.

  Ég rćddi áđan viđ 25 ára son minn sem er mest fyrir hart og ţungt rokk.  Var ţátttakandi í íslensku harđkjarnasenunni sem gítarleikari dauđapönksveitarinnar Gyllinćđ (sem má heyra í tónspilara mínum).  Ég nefndi viđ hann hvađ merkilegt vćri ađ Bítlarnir ćttu í dag 14 af 17 söluhćstu plötum heims.  Hann svarađi ţví til ađ ţetta vćri ekki svo skrítiđ.  Hann var í partýi um síđustu helgi.  Ţar voru Bítlaplöturnar á iPod.  "Ţarna eru svo margar perlur sem hafa elst vel," sagđi hann.

Jens Guđ, 24.9.2009 kl. 20:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.