26.9.2009 | 23:18
Klúður
Kunningi minn hélt tvö heimili. Eitt í Reykjavík og annað í þorpi í töluverðri fjarlægð frá Reykjavík. Hann vann og vinnur í Reykjavík en kona hans og börn bjuggu í þorpinu. Þar eyddi kunninginn helgum í faðmi fjölskyldunnar. Svo brá við eina aðfaranótt fimmtudags að hann þurfti að sækja eitthvað á heimili sitt í þorpinu. Hann var að vinna til miðnættis í bænum. Allir voru sofandi í þorpinu og hann læddist inn til sín og gætti þess að vekja enga. Er hann opnaði dyr svefnherbergisins sá hann konu sína sofa þar værum svefni ásamt manni sem hann kannaðist við.
Kunninginn læddist aftur út og brunaði til Reykjavíkur. Daginn eftir hringdi hann í konuna og spurði: "Hvernig getur þú gert mér þetta; að draga upp í hjónarúm okkar annan mann?" Konan svaraði: "Þér kemur það ekki við." Svo skellti hún á og svaraði ekki fleiri símtölum frá kunningjanum.
Kunninginn var niðurbrotinn og miður sín. Hann sá í hendi sér að hjónabandið var búið. Hann ákvað að skella sér til Keflavíkur og sletta ærlega úr klaufunum á laugardagskvöldinu. Pantaði sér hótelherbergi og var mættur í það síðdegis á laugardeginum. Hann var þreyttur eftir kvöldvakt í vinnu á föstudeginum og lagði sig á hótelherberginu. Hann vaknaði sprækur um klukkan 9, skellti í sig nokkrum koníaksskotum, fór í sturtu, rakaði sig og klæddi í sparifötin. Fór síðan niður í borðsal og pantaði veglegan kvöldmat. Þjónninn svaraði að einungis morgunmatur stæði til boða. Kunningjanum þótti það einkennilegt og gerði athugasemd. Eftir smá spjall um morgunverð sagði þjóninn: "Kíktu hér út um glugga. Hér er ekkert um að vera. Allt steindautt á sunnudagsmorgni í Keflavík."
Kunninginn hafði sofið af sér laugardagskvöldið og það var kominn sunnudagsmorgunn. Kunninginn var orðinn það hreifur af koníakinu að ekki var um annað að ræða en drekkja sorgum sínum áfram á hótelinu og bölva fram að næstu nótt. Helgin ónýt. Eins og hjónabandið.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Spaugilegt | Breytt 27.9.2009 kl. 22:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 15
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1039
- Frá upphafi: 4111564
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 875
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Er einhver sérstakur lærdómur Jens minn sem við megum taka úr þessari kvöldsögu þinni?
S. Lúther Gestsson, 27.9.2009 kl. 00:29
Já ég sé það núna:
Ekki fara heim fyrst, farðu beint til Keflavíkur.
S. Lúther Gestsson, 27.9.2009 kl. 00:31
Sigurður Lúther, það er enginn meðvitaður boðskapur með þessari frásögn. Svona var þetta bara. Kunninginn er ennþá að vinna úr vandamálinu. Ekki Keflavíkurferðinni heldur skilnaðinum við konuna sem vill ekki tala við hann. Ég tek fram að ég þekki bara hans hlið á dæminu. Skilnaðurinn er allur á illu nótunum.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 01:04
Hressandi lestur já og fræðandi
Ómar Ingi, 27.9.2009 kl. 02:07
Karlinum var nær að stunda ekki vinnu í sinni heimabyggð.
Hann á örugglega ekkert í krökkunum, þannig að þetta hefur í rauninni ekki verið hans fjölskylda.
Þessi fáráðlingur hefði því ekki átt að þvælast út á land og æða þar inn í annarra manna svefnherbergi um miðja nótt.
Þorsteinn Briem, 27.9.2009 kl. 08:07
Kunninginn, sem vann fjarri heimili sínu, er útrásarvíkingur sem áttar sig á því þegar hann kemur óvænt heim, að þjóðin hefur snúið við honum baki og að heimili hans er honum horfið.
Eiginkonan táknar þjóðina, sem hefur nú fundið sér ný viðmið og nýtt siðferði til að leggjast með og vill ekkert með útrásarvíkinginn gera. Þegar hann svo vaknar í Keflavík áttar hann sig á því, að hann hafði sofið á verðinum og að veislan er búin.
Sú staðreynd að það er sunnudagur, sem er fyrsti dagur vikunnar, undirstrikar svo að allir standa frammi fyrir nýjum tímum; nýrri sköpun og nýjum viðmiðum. : )
Grútur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 09:01
Áfram strákar !
Þið standið ykkur vel í fantasíunni gætuð vel verið 4 kellingar samankomnar í eldhúskrók eins hússins í þorpinu !
Kannski vinnur ein af þeim fjórum með þessari ,,eiginkonu-nefnu"
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.9.2009 kl. 12:09
Týpísk kona ekki hægt að búa með þeim eða treysta þeim. Ég myndi frekar vilja búa með 6m King Corpa sem er enn með eiturkirtlana en konu enda ekkert nema leiðindi og vesen sem fylgir þeim. Ég gæti vel trúað að hún hafi smitað hann af HIV.
Hannes, 27.9.2009 kl. 13:38
Alveg rólegur Hannes ... ég er nokkuð viss um að þú þarft ekki að óttast ágang kvenþjóðarinnar.
Skal ekkert segja um slöngurnar aftur á móti :) :)
Elfa Jóns (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:59
Þú gleymdir að bæta því við að daginn áður hafði hann sent frænda sínum í Kanada bréf og beðið hann um að senda sér krepsokka með kengúrumynd.
Í millitíðinni hafði kviknað í fiskibát á Vopnafirði og þegar hann svo kom út um morguninn, mundi hann ekkert hvar hann hafði lagt bílnum, enda enda hafði verið talsvert um aurskriður í eyjafjarðarsveit og bændur í Xuchiang héraði í kína mótmælt hástöfum gervitunglaáætlun Pólinesíoumanna. Það var því ekki hátt upplitið á mínum manni, þegar morgunblaðið kom mánudeginum á eftir.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 16:59
Átakanleg, en jafnframt skemmtileg saga hjá þér Jens. Hafðu þökk fyrir það!
Sigurjón, 27.9.2009 kl. 20:05
Ómar, eflaust má eitthvað læra af þessu. Til dæmis að nota vekjaraklukku á hótelum. Reyndar lenti Ketill Larsen í svipuðu úti í Hollandi fyrir nokkrum árum. Þar sótti hann trúðaráðstefnu. Hann var úrvinda af þreytu og fór í háttinn klukkan 6. Stillti vekjaraklukkuna á 7 því þá ætlaði hann að vakna um morguninn.
Klukkan vakti hann stundu eftir að hann sofnaði. Hann hélt að væri kominn morgunn. Fór í sturtu og það allt. Síðan niður í borðsal. Þar pantaði hann sér morgunverð. Ég man ekki hvert framhald varð á. Hvort hann fékk morgunverð afgreiddan eða hvenær hann uppgötvaði að það var kvöld.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:20
Steini, það hefur reyndar komið í ljós að kunninginn er ekki faðir eins barnsins.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:21
Grútur, þessi frásögn er ekki skálduð saga. Flestir fastagestir Wall Street barsins og síðar Classic í Ármúla þekkja kunningjann og þessa atburðarrás.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:24
Alma Jenny, ertu að reyna að lauma inn neikvæðri mynd af þorpskellingum sem safnast saman í eldhúskrókum? Ég spyr af því að ég þekki ekki þorpslíf en minnir að þú komir úr þorpi.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:31
Hannes, ég hef ekki heyrt að neinn sem kom við sögu hafi fengið HIV. Má þó vera án þess að fólk auglýsi það.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:33
Elfa, slöngur eru skemmtileg dýr. Þegar ég var í Myndlista- og handíðaskóla Íslands átti einn skólabróðir minn slöngu. Ég veit ekki hver tegundin var. Hún var um meter að lengd. Ljúf skepna sem gaman var að halda á.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:36
Jón Steinar, ég man ekki eftir þessari atburðarrás. En það passar að upplitið var ekki hátt á kunningjanum á mánudeginum.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:38
Sigurjón, takk fyrir það. Þetta var dapurleg atburðarrás og kunninginn var lengi að ná sér. Skilnaðurinn varð ansi illvígur og ljótur.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 22:40
Jens. Hiv var það eina sem mér datt í hug að hún hefði getað gefið honum til að trompa þetta. Ég er feginn að hann fékk ekki HIV.
Elfa. Ég er sem betur fer laus við ágang kvenþjóðarinnar enda búinn að fá nóg af þeim.
Slöngur eru góðar en eiga það til að bíta og kála eigendum sínum.
Hannes, 27.9.2009 kl. 23:27
Hannes, ég er líka feginn að hann fékk ekki HIV. Það er víst óskemmtilegur skratti. Hinsvegar fékk ég eitt sinn flatlús. Vinaleg kvikindi en klípa þannig að maður fór að hegða sér eins og Mikjáll Jackson: Kippast til og grípa eldsnöggt um klofið.
Jens Guð, 28.9.2009 kl. 00:17
Jens. Hiv er andstyggilegt enda fékk maðurinn það upphaflega með því að éta Apaheila að talið er. Má bjóða þér apaheila að borða? Flatlúsir eru leiðinlegar enda komnar frá ******
Hannes, 28.9.2009 kl. 00:39
Hannes, víða í Asíu er át á apaheila veislumatur: http://www.youtube.com/watch?v=nRYZxk0lLA8. Ég ólst upp við að borða heilastöppu úr kindahausum. Virkilega góður léttsteiktur matur með smá lauk. Því miður er kindaheili ekki lengur seldur. Honum er hent. Man ekki hvers vegna. Eitthvað varðandi kúariðu held ég. Ferskur apaheili úr lifandi apa er að sögn ennþá bragðbetri.
Jens Guð, 28.9.2009 kl. 01:56
Heilar kindanna eru ekki seldir vegna kindariðu. Kúariða leggst á kýr...
Sigurjón, 28.9.2009 kl. 02:16
Sigurjón, takk fyrir þessar upplýsingar. Kannski ekki beinlínis til gamans - þannig lagað - þá vann ég sem krakki á sláturhúsi hjá pabba á Sauðárkróki. Einn starfsmaður dó af sjúkdómi sem lýsti sér eins og kindariðu.
Jens Guð, 28.9.2009 kl. 02:27
Jens ég veit að Apa heilar eru veislumatur í Asíu og Afríku. Skemmtilegt myndband hjá þér gamli. Ég væri alveg til í að drepa Apa til að geta borðað ferskan apaheila.
Ég væri alveg til í að borða kindaheila. Hlýtur að vera hægt að nálgast hann einhversstaðar.
Hannes, 28.9.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.