6.10.2009 | 22:39
Undarlegt svar
Ég var staddur fyrir utan Nóatún. Út úr versluninni rogaðist yngri kona með tvo troðfulla innkaupapoka. Á eftir konunni burðuðust tvö lítil börn með þriðja troðfulla pokann sem þau hálf drógu á eftir sér. Krakkarnir kvörtuðu undan þyngd pokans. Þá kallaði konan reiðilega og pirruð til þeirra: "Já, þetta er alveg ferlegt. Ég ætlaði bara að kaupa eina mjólkurfernu!"
Athugið: Myndin er ekki af umræddri konu. Held ég.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt 7.10.2009 kl. 03:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.6%
With The Beatles 3.9%
A Hard Days Night 3.7%
Beatles For Sale 3.9%
Help! 6.5%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 15.0%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.3%
Magical Mystery Tour 2.5%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.1%
Yellow Submarine 2.1%
434 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 26
- Sl. sólarhring: 588
- Sl. viku: 1184
- Frá upphafi: 4121566
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1006
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Er þetta satt eða logið.?Eða bara grín.?
Númi (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:46
Númi, sagan er sönn. Myndirnar eru hinsvegar ekki af vettvangi.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 23:11
Fyndið að heyra þetta og sýnir það vel að maður á aldrei að taka kort með sér í búðir.
Hannes, 7.10.2009 kl. 00:15
Hannes, mér þótti þetta töluvert fyndið. Hinsvegar er staðreyndin sú að í stórmarkaðskeðjunum er beitt ótal sálfræðitrixum. Til að mynda eru nauðsynjavörur sem fjölskyldufólk kaupir reglulega hafðar innst í búðinni. Manneskja sem ætlar einungis að kaupa mjólkurfernu þarf að rölta innan um margar búðarhillur áður en hún kemur að mjólkurkælinum. Þetta þarf hún einnig að gera á leið að afgreiðslukassa.
Á þessu langa rölti glenna sig framan í manneskjuna allskonar freistandi tilboð og girnilegar vörur. Aðrar nauðsynjavörur sem fjölskyldufólk kaupir reglulega, svo sem brauð, er haft langt í burtu frá mjólkinni. Þannig þarf manneskjan að fara ýmsar krókaleiðir innan um búðarhillur.
Sumar verslanir úða lyktarefni sem framkalla svengdartilfinningu. Bökunarlykt er algengasta trixið. Búðirnar eru jafnvel með bökunarofn til að hita brauð svo fólki langi til að narta í eitthvað.
Afgreiðslukassarnir eru hlaðnir smádóti sem auðvelt er að bæta við í körfuna á meðan staðið er í biðröð. Þetta geta verið tyggja, ópal, sleikjó og þess háttar sem höfðar líka sterkt til barna.
Við kassann er tímaritum og dagblöðum stillt upp. Fólk fer að lesa forsíður þeirra og / eða fletta þeim. Svo er röðin allt í einu komin að þér. Þú með blaðið í höndunum, byrjaður að lesa áhugaverða grein. Þá er blaðinu kippt með í leiðinni.
Rannsóknir erlendis hafa sýnt að fólk kaupir að meðaltali töluvert fleiri hluti í stórmörkuðum en stóð til. Ég man ekki töluna en það munar tugum prósenta.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 02:59
Eru þetta ekki grillkartöflur sem frúin er með? Helgi framundan og allt klárt? Kannski verður manni boðið í mat
Sigurður Sveinsson, 7.10.2009 kl. 03:20
Akkurat,Jens, "agn í músargildru".Var rétt í þessu að hugsa um fleirtölumyndina af n.o. agn, hætti við að skrifa "ögn".fyrir mér breytir það um merkingu,en langaði að segja,á leið að mjólkinni eru fullt af svellandi gúmmilaði sem mænir á mann,lítur út eins og það kosti minna,vegna einnar krónu sem vantar upp á þúsundið.Dæmi:2.999-er auðvitað bara 3000. Tyggjó,ópal, sleikjó,þarft að eiga það í veskinu. Þar fara hagsmunir saman,gott að minna á það,því annas kaupirðu það mun dýrara í söluturnum. Mjög líklegt að unga konan,sem kom úr Nóatúni,hafi munað hvað hana vantaði,þegar hún hugðist kaupa 1 mjólkurfernu,kanski minntu börnin hana á. Það aftur á móti minnir mig á skilti í búðum Bretana,löngu áður en Brown fæddist: "Cry baby cry,make mother buy", ástæða mikilla pælinga minna á þeim tíma.
Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2009 kl. 05:23
Þess eru líka ýmis dæmi að menn hafi kynnst stelpum á balli og farið með þeim heim um nóttina, án þess að hafa ætlað sér það í upphafi.
Þær hafa líka stundað það að glenna sig framan í strákana á dansiböllum og úða yfir sig alls kyns ilmsöltum og lofnarangan til að sýnast girnilegri á leið manna að mjólkurkælinum.
Þessi ósvinna hefur reynst mörgum grandalausum dýrkeypt og því gott að þekkja þessi trix.
Þorsteinn Briem, 7.10.2009 kl. 06:09
Thessi mynd af vöruhillunum med thessari faerslu minnir mig á erindi sem ég sá í sjónvarpinu nýlega.
Thar kom fram ad thad er algerlega afgerandi sölulega séd hvar í hillu vöru er sillt upp. Skiptir thá haed sú sem vöru er stillt upp í og stadsetning í hillurekkanum mjög miklu máli.
Haegt er ad auka sölu á ákvedinni vöru um 600% bara med thví ad stilla henni upp á gódum stad í rekkanum.
Ég vissi reyndar af thessu (ad stadsetningin skipti máli) en ad munurinn vaeri svona rosalega mikill sölulega séd kom mér á óvart.
Thannig ad ég get gefid thér gód rád í sambandi vid vöruppstillingu ef thú faerd einhverju um thad rádid í sambandi vid thaer vörur sem thú ert ad selja.
Gjagg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 08:30
Sigurður, mér sýnist þetta einmitt vera kona sem vill græða á daginn og grilla á kvöldin.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 08:55
Helga, á sínum tíma þegar ég var í auglýsingabransanum vann ég auglýsingar fyrir meðal annars nokkur tímarit og bílaumboð. Þetta var á þeim árum er tímarit kostuðu undir 100 kalli og venjulegir fólksbílar undir milljón.
Það var verðbólga og meiri en nú. Þegar útgefendur neyddust til að hækka verð á sínum tímaritum þannig það fór í eða yfir 100 kallinn þá hrundi um leið salan á tímaritunum í langan tíma á eftir. Sama gerðist þegar bílverð fór í milljón eða yfir.
Heilinn gerir svo mikið úr fremsta tölustafnum. Hann merkir ekki mun á 90 kalli og 99 kalli en meðtekur hrópandi mun á 99 kalli og 100 kalli.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 09:03
Steini, ójá, ætli maður kannist ekki við þetta.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 09:05
Gjagg, heildsalar togast einmitt á um staðsetningu vara í hillum. Annað og ennþá merkilegra: Fyrirtækið Muzak getur örvað sölu í matvöruverslunum um 25% með því einu að spila rétta músík í búðinni. Það skiptir máli hver taktur í músík er og blær eftir því hvenær dags fólk er í búðinni. Eitt af hlutverkum músíkurinnar er að framkalla vellíðunartilfinningu og brengla tímaskynið á þann hátt að fólki finnst tíminn líða hægar og finnst það ekki þurfa að flýta sér.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 09:12
Ég get svo svarið það að ég hef sagt þessa setningu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Skýst inn í búð að kaupa mjólkurpott og kem út 10 þúsund kalli fátækari. Og ekki með neina fokking þrjá poka, bara einn og hann rétt hálfur. *rýkur úr eyrum* Þetta var samt ekki ég, held ég.
Hjóla-Hrönn, 7.10.2009 kl. 12:16
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 12:55
Hjóla-Hrönn, ég hef grun um að margar konur kannist við einhver svona dæmi. Fyrir nokkrum árum skruppu kunningjahjón mín í fatainnkaupaferð til Írlands. Á þeim árum var fatnaður miklu ódýrari þar en hér. Hjónin gölluð sig og börnin rækilega upp fyrir næstu ár.
Nokkrum vikum síðar segist konan ætla að skreppa á fataútsölu í Reykjavík. Maðurinn undraðist það. Þau nýbúin að kaupa allan fatnað fyrir næstu misseri. Konan sagðist ekki ætla að kaupa neitt. Bara skoða fatnaðinn.
Engu að síður kom hún aftur heim af útsölunni hlaðin fatnaði. Um leið og hún bar útsölufötin inn í stofu spurði hún kallinn: "Veistu hvað ég græddi mikið?" Svo sýndi hún verðmiðana og benti á muninn á fullu verði og útsöluverðinu. Ég held að hjónin séu ekki ennþá byrjuð að slíta út sum fötin frá þessum árum.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 13:12
Ásdís, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 13:13
Mikid rétt, mikid rétt! Tónlist getur einnig komid ad gódum notum til thess ad róa fólk nidur. Skurdlaeknar nota tónlist vid vinnu sína. Rétt tónlist gerir uppskurdarreynslu sjúklinganna mun tholanlegri og er thá taktur sem er u.th.b. 60 slög á mínútu heppilegastur (hjartsláttur í hvíldarástandi)
Thótt minn hafi nú maelst allt nidur í 35 slög á mínútu....EN...thad er náttúrulega ekki haegt ad mida vid mig thar sem ég er yfirleitt í súperformi og kem ekki nálaegt tóbaki og áfengi eda óheilsusamlegu faedi.
Thad er alltaf gaman ad ganga fram af fólki med virkilega grófu grobbi!! LOL
En svo vid haettum thessum grobbútúrdúr og förum aftur ad verslunarsálfraedinni thá skipta litir á vöruumbúdum mjög miklu máli líka.....en ég nenni ekki ad fara nánar út í thad en ég hef svolitla menntun á thví svidi...ekki mikla en..saaaammt.
Gjagg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 15:00
Mitt mottó er að fara aldrei svöng inn í matvöruverslun því ef þú gerir það kemur þú út með marga poka af óþarfa gumsi plús helling af nammi sem lýsa langar leiðir þegar þú kemur að kassanum og öskra á magann, kauptu mig, kauptu mig!
Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2009 kl. 15:22
Gott mottó fyrir thá sem hafa mjög lélegan sjálfsaga...nei nei...bara ad grínast. Thad er mjög skynsamlegt ad versla ekki á fastandi maga...a.m.k. ekki í matvöruverslun.
Annars langar mig ekki í saett thegar ég er svangur. Ég fae bara hausverk ef ég borda saetindi thegar ég er svangur. En eftir góda máltíd thá langar mig í eitthvad saett til thess ad kóróna verkid med glans!
Gjagg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 15:54
Gjagg, músík hefur mikil andleg og líkamleg áhrif á fólk. Líkaminn leitast við að laga sig að takti múskurinnar. Fólk leitar sömuleiðis í músík sem harmónerar við líkamsstarfssemi þess.
Þegar testasteron framleiðsla ungra manna er í hámarki sækja þeir í árásargjarna músík: Þungt og hart rokk eða kjaftfort rapp eða annað í þá veru.
Þegar östrógen framleiðsla ungra kvenna stendur í blóma sækja þær í væmna músík með ástarvellutextum.
Músík getur auðveldað fólki nám. Barokkmúsík er yfir heilu línuna heppilegust því hún virkjar bæði heilahvelin. Hvaða músík sem er hjálpar líka ef það er músík sem nemandinn þekkir vel og veitir honum ánægju.
Litur skiptir einnig mjög miklu máli á öllu sem snýr að verslun og viðskiptum. Í gamla daga þegar vinylplötur voru í 16" stærð hafði ráðandi litur á umslagi töluverð áhrif á hvernig fólk upplifði fyrstu plötu nýs flytjanda. (Ljós) blár litur setti hlustandann í jákvæðastar stellingar. Fyrstu plötur Bítlanna, Bubba, Stuðmanna og ótal annarra sem slógu í gegn með frumburði sínum eru með bláleita framhlið.
Margir aðrir flytjendur slógu fyrst rækilega í gegn með plötu í bláleitu umslagi. Til að mynda Nirvana, Simon & Garfunkel...
Ég ætla að umbúðir geisladisks hafi miklu minna vægi. Stærð geisladiskumslags er aðeins 1/4 af stærð gömlu vinylplötunnar.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 18:38
Ia, ég veit ekki hvort ég er með rétta heildarmynd en mér virðist sem svona innkaupamáti sé bundinn við konur. Á meðan ég hélt heimili og gerði innkaup þá lenti ég ítrekað í því að gleyma að kaupa helminginn af því sem ég ætlaði að kaupa. Sem betur fer var matvörubúðin í þarnæsta húsi.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 19:19
Það er vel úthugsað hvernig matvörum er raðað upp svo fólk fari um allt og kaupi sem mest. Ég fer aldrei með lista kaupi bara það sem mig langar í og er ódýrt og versla aldrei svangur því að þá kaupi ég mun meira.
Skyndibitastaðir og veitingastaðir eru margir með þannig tónlist og þannig settir upp að fólk borðar hraðar og meira.
Hannes, 7.10.2009 kl. 19:47
Fer alltaf med lista. Kaupi helling af thví sem er á tilbodi en bara ef ég veit ad ég mun nota allt saman. Hef gódan frysti. Versla mjög sjaldan thví ég kaupi mjög mikid í einu. Bara einu sinni eda tvisvar á mánudi. Thar ad auki versla ég bara í verslunum sem bjóda stödugt lágt verd á öllum sínum vörum.
Gjagg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:05
Hannes, það er vitað að sumar skyndibitakeðjur brúka ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir hangi inni í búllunum í rólegheitum yfir matnum og eftir að máltíð er lokið. Þetta er gert með músík; einnig með stólum sem óþægilegt er að sitja lengi á, lýsingu, hljómburði o.s.frv.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 20:39
Gjagg, þetta með innkaupalista getur veitt aðhald. Ég undrast stundum að sjá fólk gera stór helgarinnkaup í dýrum matvöruverslunum. Það fólk er kannski að borga 20.000 kall fyrir ein innkaup sem hægt er að gera fyrir 7000 krónu lægri upphæð í lágvöruverðsverslunum.
Mér er minnisstætt þegar kona ein var í heimsókn á mínum vinnustað. Þetta var áður en dýru búðirnar höfðu opið lengur en til klukkan 6. Þegar klukkan nálgaðist 6 sagðist konan verða að drífa sig til að gera helgarinnkaup. Henni var bent á að Bónus rétt hjá væri opinn til klukkan 7. Konan svaraði: "Ég ætti nú ekki annað eftir en láta sjá mig í fátæklingabúð. Hanga í biðröð með verkafólki og öryrkjum. Nei, takk. Guði sé lof fyrir að maður hefur efni á að bera sig betur en það."
Og vissulega hafði konan efni á því eftir að hún tók saman við þekktan vel stæðan mann. En hafði fram að því þurft að gæta aðhalds í fjármálum.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 20:51
Ég tharf svo sem ekkert adhald...innkaupalistinn minnir mig á allt thad sem ég hef ákvedid ad kaupa ádur en ég legg í'ann...annars er haetta á ad ég gleymi einhverju og ég vil gera allt í einni ferd.
Gjagg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 21:59
Gjagg, ég átta mig alveg á gildi innkaupalista. Hann veitir aðhald. Sjálfur hef ég hinsvegar aldrei notað innkaupalista. Þess vegna hef ég jafnan gleymt að kaupa sitthvað sem ég ætlaði að kaupa. Á móti kemur að ég hef aldrei keypt fleira en ég ætlaði.
Jens Guð, 7.10.2009 kl. 22:56
Audvitad vilt thú ekkert adhald....thú ert jú í Frjálslyndaflokknum. Thú vilt einfaldlega frelsi til thess ad kaupa minna. Ég átta mig fullkomlega á thví.
Gjagg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:17
Gjagg, ég er ekki táknmynd eða fulltrúi Frjálslynda flokksins. Ég hef verið og er virkur í þeim flokki vegna andúðar á kvótakerfinu og andsstöðu við ESB. Jafnframt vegna þess að ég er ósáttur við samtryggingakerfi fjórflokksins á flestum sviðum. Eftir að FF féll af þingi batt ég vonir við Borgarahreyfinguna en er hugsi yfir þeirri stöðu sem hún er komin í.
Hinsvegar er ég naumhyggjumaður í innkaupum. Elda mér ekki mat heldur borða á veitingastöðum og kaupi mér ekki föt fyrr en brýn þörf krefur. Á fátt utan platna og lélegra hljómflutningstækja og tölvu. Enda hef ég aðeins 30% heyrn og greini ekki mikinn mun á góðum eða lélegum hljómgæðum. Þar fyrir utan er ég pönkari og vanur að hlusta á það sem kallast bíslskúrssánd. Ég hlusta ekki á músík út frá hljómgæðum heldur spilagleði flytjenda og sköpunarkrafti. Svona músík þykir mér rosalega skemmtileg: http://www.youtube.com/watch?v=sI18AzFaM8E&feature=related
Á árum áður þegar íslenska krónan var sterkari keypti ég mikið af plötum á ferðalögum erlendis. Ég lenti samt alltaf í því að heim kominn sá ég eftir að hafa ekki keypt ýmsar plötur sem mig langaði í. Ég var alltaf með ómeðvitaðan niðurskurðarhníf í gangi. Nennti ekki að rölta um með of þungan plötupakka.
Jens Guð, 8.10.2009 kl. 00:02
"vegna andúðar á kvótakerfinu og andsstöðu við ESB" Hef nákvaemlega sömu skodun og thú vardandi thetta.
Gjagg (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:34
Gjagg, þess vegna var hábölvað að missa FF út af þingi.
Jens Guð, 8.10.2009 kl. 13:05
Thad var mjög slaemt.
Gjagg (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.