Það er auðvelt að slá í gegn á dansgólfinu

  Hér kennir finnskur danskennari á einfaldan og auðlærðan hátt hversu auðvelt er að slá John Travolta út á dansgólfinu.  Þetta eru bara örfá trix sem lærast léttilega á örfáum sekúndum.  Kíkið á þetta og stelið senunni á dansgólfinu um helgina.  Jafnvel Sigurjón Þ.  Árnason gæti kallað þetta "tæra snilld",  rétt eins og Icesave.  Það hjálpar að vera í útvíðum buxum.  það er að segja á dansgólfinu en ekki varðandi neitt sem viðkemur Icesave.  Þar virkar best að borða gullflögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kaikki tanssimaan,

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.10.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  þetta var einmitt það sama og ég sagði þegar ég sá myndbandið.

Jens Guð, 9.10.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn dansaði ég svona við stelpu í Sjallanum á Akureyri, talaði við hana ensku allan tímann og sagðist heita

Sjá mynd í fullri stærð

Engelbert Humperdinck





Fór með henni heim um nóttina og af okkur er nú stór ættbogi á Akureyri, Humperdinck-ættin.

Þorsteinn Briem, 10.10.2009 kl. 02:45

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ég sem hélt að Finnar kynnu bara að dansa JENKA.   Það er nú bara tær snilld hvað þessi þjóð er fótafim...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.10.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Hildur, þú mátt ekki gleyma að Finnar eru snillingar í finnskum Tangó. Mér skilst að hann þyki hallærislegur í Argentínu.

Marinó Óskar Gíslason, 10.10.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.10.2009 kl. 16:21

7 identicon

Það sem þú dregur upp, Jens!

Kveðja,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 17:38

8 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég hef áreiðanlega heyrt eitthvað um þennan ættboga.  Humperdink-ættin hljómar kunnuglegt nafn.

Jens Guð, 10.10.2009 kl. 17:50

9 Smámynd: Jens Guð

  Hildur Helga,  mér skilst að þetta kennslumyndband hafi framkallað diskó-dansæði hjá finnsku þjóðinni.  Fátt þykir Finnum flottara á dansgólfinu en útfærslan þar sem fólk sópar aftur fyrir sig með fótunum.  Þeir úthaldsbestu geta sópað svona aftur fyrir sig klukkutímunum saman á diskótekunum - og blása vart úr nös.

Jens Guð, 10.10.2009 kl. 18:01

10 Smámynd: Jens Guð

  Marino,  eftir því sem ég kemst næst þykja danstilburðir Finna hallærislegir allsstaðar utan Finnlands.

Jens Guð, 10.10.2009 kl. 18:03

11 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég get fallist á það.  Hehehe!

Jens Guð, 10.10.2009 kl. 18:28

12 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  þinn tími er kominn.  Það er sama hvar borið er niður:  Allsstaðar eru fréttir af því að þú sért verðlaunaður í bak og fyrir og leikritið þitt er hlaðið lofi og stjörnum.  Til hamingju með glæsilegan árangur!

Jens Guð, 10.10.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband