12.10.2009 | 23:08
Ekki kaupæði en...
Einn kunningi minn er mjög fjarri því að vera með kaupæði. Kona hans og krakkar saka hann um að vera nískan. Það er ekkert keypt nema brýn nauðsyn kalli. Undantekningin er þegar vinurinn á leið framhjá verkfæraverslunum. Ég held að hann hafi aldrei farið framhjá verkfæraverslun án þess að kaupa verkfæri.
Oftast eru þetta ódýr verkfæri: Skrúfjárn, alur, hamar eða eitthvað álíka. Það sérkennilega er að hann notar þessi verkfæri ekki. Ef eitthvað fer aflaga á heimilinu hringir hann í viðgerðarmann. Í mesta lagi neglir hann nagla til að hengja upp myndir. En fátt umfram það.
Bílskúr hans lítur út eins og lager í verslun: Bílskúrinn er troðfullur af verkfærum sem eru ennþá í umbúðum: Borvélar, stingsagir og ótal smáverkfæri.
Stundum hitti ég vininn og hann dregur þá ætíð fram eitthvað innpakkað verkfæri sem hann var að kaupa. Og lýsir fjálglega kostum verkfærisins. Mér til gamans spyr ég alltaf: "Ætlarðu að fara að nota þetta?"
Svarið er ætíð það sama: "Kannski ekki núna. En það getur verið gott að eiga þetta."
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1029
- Frá upphafi: 4111554
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 865
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ó, hve ég skil hann vel. Ég er líka svona. Ég á allan fjandann í geymslunni. Nefndu það, ég á það. Allt til að sinna venjulegu viðhaldi á húsnæði, til að gera við pípulagnir, dytta að rafmagni og til múrviðgerða. En munurinn er sá að ég nota þetta allt saman. Ég er meira að segja þekkt sem "kellingin með keðjusögina" í hverfinu.
Hjóla-Hrönn, 12.10.2009 kl. 23:34
menn (og konur) eru misskrýtnir
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2009 kl. 00:13
Einhverstaðar stendur: "Sá sem á mesta dótið þegar hann deyr vinnur"
Ekki er ég viss um að Jens okkar verði í verðlaunasæti í þeirri keppni, hann gæti meira að sega tapað fyrir konu, sem er náttúrulega smánarlegt í svona keppni.
S. Lúther Gestsson, 13.10.2009 kl. 00:23
Minn bílskúr er fullur af allskonar dóti, það hefur ekki komist bíll inn í skúrinn í 10 ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2009 kl. 00:30
Hjóla-Hrönn, hvað gerir þú með keðjusög í hverfinu?
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 13:28
Jóna, flest fólk er skrítið. Það er bara mis áberandi.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 13:30
Sigurður Lúther, ég á engin verkfæri - að frátöldum pennum. Ég á nokkuð góðan lager af pennum. Aðallega skrautskriftarpennum. Mér þykir ólíklegt að margar konur eigi jafn gott úrval af pennum.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 13:32
Jens. Pennar eru ekki dót. Færð engin stig fyrir pannasafn.
S. Lúther Gestsson, 13.10.2009 kl. 13:34
Jóna Kolbrún, það er sjaldgæft að bílar komist inn í bílskúra. Skúrarnir eru yfirleitt pakkaðir af öðru dóti. Svo nennir fólk yfirleitt ekki að opna og loka innkeyrsludyrunum.
Ég man ekki eftir neinni manneskju í mínum kunningjahópi sem notar bílskúrinn undir bíl.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 13:35
Sigurður Lúther, skilgreining á verkfæri er sú að það sé áhald sem menn nota við vinnu. Skrautskriftardótið mitt eru mín vinnuáhöld.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 15:00
Það voru bara og aðeins 40 aspir í garðinum þegar við fluttum inn. Það var niðdimmt inni um miðjan dag. Svo ég fjárfesti í keðjusög og dundaði mér við að saga þær niður einn veturinn. Kallinn var fyrst sendur upp í öspina með exi til að höggva niður greinarnar og toppinn. Svo setti ég í gang og sneið tréð niðri við jörð. Þegar kallinn var kominn niður, nota bene. Þetta olli keðjuverkun í hverfinu, það fóru allir af stað að fjarlægja aspirnar úr sínum görðum og planta minni trjám í staðinn.
Svo var einn stubbur á lóðamörkunum, 1.5 metrar í þvermál og ca 2 metrar á hæð. Inni í miðju birkilimgerði. Synir nágrannans báðu um leyfi til að fjarlægja hann og planta birki í staðinn. Sjálfsagt. Nema ég sé þá út um gluggann böðlast á trénu með handsög og vissi að þetta myndi taka þá heila viku, svo ég snaraði mér í gúmmístígvél, steðjaði út með kúluna í í loftið (komin 7 mánuði á leið) í náttkjólnum með keðjusögina. Bað strákana um að stinga framlengingarsnúru í samband og svo tók ég niður tréð á tveimur mínútum. Lét strákana að vísu sjá um að koma níðþungum stubbnum í burtu. En þegar verkinu var lokið leit ég upp og þá var kominn heill haugur af krökkum, gónandi á "klikkuðu kellinguna með keðjusögina", kasólétta, í náttkjól og gúmmístígvélum, venjulega sér maður ekki kjaft þegar maður er á ferð um hverfið, ég vissi aldrei hvaðan allir þessir krakkar dúkkuðu upp.
Hjóla-Hrönn, 13.10.2009 kl. 15:30
LOL ahhaha mjög fyndid, Hjóla-Hrönn! Mjög gódur hringur sem thú fórst á hjólinu um daginn tharna í Hvalfirdinum. Er med hálfgerda hjóladellu líka. Á tvö reidhjól med "lugged frames" annad er touring hjól (hjól til langferda fyrir töskur) hitt er létt sporthjól.
Gjagg (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:44
Hjóla-Hrönn, frábær lýsing hjá þér
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 18:47
Gjagg, ansi eruð þið dugleg að hjóla. Ég hef ekki sest á hjól í marga áratugi.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 18:49
hæ jens - ég var farin að sakna þín örlítið, mér finnst þessi verkfæra kunningi þinn vera mjög heilbrigður í hugsun. kv d
doddý, 13.10.2009 kl. 20:13
Doddý, ég var farinn að sakna þín heilmikið. Það er ekkert bull á þeim verkfæraglaða.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 20:25
Ég kannast við fólk sem kaupir ótrúlega hluti og notar þá yfirleit aldrei eða sjaldan. Ég kaupi aldrei verkfæri nema þegar ég þarf á þeim að halda og þá aðeins þau sem ég þarf og hef þau vönduð.
Ég fer nú aldrei á reiðhjól og læt 1500cc hippann duga mér þegar að hjólum kemur enda langþægilegast og ekkert mál að fara í langferð á honum.
Hannes, 13.10.2009 kl. 21:39
Hannes, það er ódýrast að fá verkfæri lánuð ef maður þarf á þeim að halda.
Jens Guð, 13.10.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.