Hvers vegna...?

  Að undanförnu hafa stórmarkaðir,  hver á fætur öðrum,  hækkað verð á innkaupapokum úr 15 krónum í 20.  Þetta er svekkjandi fyrir þá sem safna innkaupapokum.  Öðrum þykir myndarskapur af þessu.  Enn aðrir telja að verðið á pokunum ætti að vera 50 kall til að draga úr óþörfu bruðli á þeim.

  Morgunblaðið hefur tekið afstöðu í málinu.  Þar er slegið upp frétt þess efnis að verð á innkaupapokum í Bónus hafi hækkað um þriðjung.  Fyrirsögnin er tvíræð:  "Hærra verð á plastpokunum í Bónus".  Fyrirsögnin vísar bæði til þess að verðið á pokunum hafi hækkað í Bónus og einnig til þess að verðið í Bónus sé hærra en í Krónunni.

  Hvers vegna er verðhækkunin í Bónus gerð að frétt en ekki minnst á aðra stórmarkaði sem einnig hafa hækkað verð á innkaupapokum í 20 krónur?  Hver er eiginlega ritstjóri Morgunblaðsins? 

  Eigandi Krónunnar,  Kaupás,  er stærsti auglýsandi Morgunblaðsins.  Það er skemmtileg tilviljun.  Enda er tilveran skemmtileg.

bónus


mbl.is Hærra verð á plastpokunum í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Channel IconHahahaha  nei...madur bjóst svo sem ekki vid ad umraedan yrdi á háu plani eftir ritstjóraskiptin.  Er thetta ekki nákvaemlega thad sem vid mátti búast?

Lágkúrulegt inn í merg og bein.

Gjagg (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ofur eðlilega orðuð frétt þegar tekið er tillit til handarinnar sem heldur um stýrisvölinn. Annars hef ég bara notast við gömlu íþróttatöskuna mína , fyrir innkaupin, síðan í sumar. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 13.10.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta mun vera skýringin Jens!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.10.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Núna fer ég að nota alla taupokana sem ég hef keypt mér í gegn um árin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2009 kl. 01:25

5 Smámynd: Ómar Ingi

Er þetta þá að þínu mati ekki frétt , heldurðu kannski að Dabbi versli í Bónus , nei reyndu aftur þetta er Kolla eða Agnes

En gott væri nú að fólk myndi nýta eldri poka eins og Bónus hefur bent á.

Ómar Ingi, 14.10.2009 kl. 08:53

6 identicon

Ég sárvorkenni því fáa fólki sem enn vinnur við að búa til litla Morgunblaðið. Um 10 þúsund færri munu lesa blaðið í dag en var fyrir nokkru. Eigendur litla blaðsins lesa svo tölvupósta litla starfsfólksins ( nema líklega ekki Agnesar og Kolbrúnar vegna foryngjadýrkunar þeirra ). Blaðið er rekið með bullandi tapi, en góðu fréttirnar eru að ritstjóranir hafa einagrað sig rækilega frá starfsfólkinu, eru sagðir búa í rammgerðum apabúrum.    

Stefán (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 10:21

7 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég veit ekki hvort þetta er nýr stíll hjá blaðinu eða hvort þarna er um tilfallandi stílbrot að ræða.  En þessari stórfrétt er gert það hátt undir höfði að hún er bæði birt í prentmiðlinum og einnig slegið upp á mbl.is.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 11:24

8 Smámynd: Jens Guð

  Þráinn,  það er lagið:  Að nota íþróttatöskuna þegar innkaup eru gerð.  Annars er áberandi hvað sjaldgæft er að sjá fólk koma með eigin innkaupatösku eða -poka í stórmarkaði. 

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 11:28

9 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  er þetta bláa höndin?

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 11:29

10 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  það er kominn tími til að þú notir taupokana.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 11:31

11 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það sem gerir afgreiðsluna á þessari frétt sérkennilega er þetta:  Af öllum þeim matvöruverslunum sem hafa hækkað verð á innkaupapokum úr 15 kr. í 20 er Bónus pikkuð út og verðhækkuninni þar slegið upp sem stórfrétt. 

  Af öllum þeim matvöruverslunum sem ennþá selja innkaupapoka á 15 kr.  er Krónan pikkuð út og tekið fram að þar sé ekki verið að hækka verð. 

  Með hliðsjón af því hverjir eiga Bónus og hvað Bónus er samofið ímynd þeirra annarsvegar og hinsvegar hver auglýsir mest í Morgunblaðinu,  svo og hver er ritstjóri Moggans og löng fortíð um stríð á milli hans og Bónusfeðga,  þá lítur fréttin út fyrir að vera lituð.

  Þó um sömu eigendur sé að ræða hefði fréttin virkað allt öðruvísi ef hún hefði snúist um að innkaupapokar í Hagkaupum séu dýrari en í Nóatúni.  Svo ekki sé minnst á ef fréttin hefði snúist um verðmun í verslunum ótengdum Bónusfeðgum og Kaupási.

  Engu að síður:  Það er bara gott að Bónus fái sem mest aðhald - hvaðan sem það kemur.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 11:50

12 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það þótti stórt skref til nútímavæðingar þegar öll ritstjórn Moggans var sett á sama stall í opið rými.  Þessu fylgdi jákvæður og góður vinnuandi. 

  Því vekur undrun að horfið sé þetta langt aftur til fortíðar að ristjórarnir láti loka sig inni í fílabeinsturni.  Þetta minnir á þegar kona nokkur gerðist dómsmálaráðherra og hennar fyrsta verk var að láta innrétta í ráðuneytinu einkaklósetti með öflugri loftræstingu.  Kostnaðurinn hljóp á svo mörgum milljónum að talað var um gullklósett. 

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 12:00

13 identicon

Channel IconFinnur Bárdarson skrifar:

Mbl að geispa golunni

14.10.2009

Ekki hef ég hugmynd um hvernig á reka dagblað eða vefmiðil. En mér segir svo hugur, að ritstjóri og útgefandi. þurfi a.m.k. að hafa brennandi áhuga, kraft, dirfsku og víðsýni og ekki síst áhuga á að gefa út blað. Það kann vart góðri lukku að stýra að ráða háaldraðan, geðstirðan og umfram allt reynslulausan ritstjóra í verkið. Ekki bætir úr skák ef útgefandinn á við sama reynsluleysi að glíma. Það mætti ætla að viðkomandi hafi alls engan áhuga á að gefa út dagblað. Nægilegt virðist vera að halda úti einhverju fyrirbrigði, sem kallast Morgunblaðið, nánast sem einhverju tákni um löngu liðna tíma. Svo er hægt að hrópa á fimmta glasi: "Blað allra landsmann". En hljómurinn er holur og ótrúverðugur og fáir nenna nú orðið að taka undir.

Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)

Gjagg (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 15:51

14 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég vil bæta við að sé það rétt hjá Sveini Andra Sveinssyni,  fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,  að Mogginn hafi tapað 10.000 áskrifendum við ritstjórakipti er huggun harmi gegn að yfir 20 hafa tekið bláskrift.  Þar á meðal eru Gísli Marteinn,  borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Eyþór Arnalds,  bæjarfulltrúi Árborgar,  öllum að óvörum orðnir bláskrifendur Moggans.  Ja, hérna.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 21:51

15 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  Mogginn er þaulvanur að tapa peningum.  Fyrirtækið fékk 3000 milljónir afskrifaðar á dögunum.  DOddsson er líka vanur taprekstri.  Hann var í stjórn Almenna bókafélagsins - ásamt Birni Bjarnasyni - og keyrði það í þrot með glæsibrag.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 21:55

16 Smámynd: Jens Guð

  Því má líka halda til haga að DOddsson og Hannes Hólmsteinn tæmdu gjaldeyrisforða Seðlabankans og keyrðu hann í þrot.  Í leiðinni keyrðu þeir - ásamt Kjartani Gunnarssyni - Landsbankann í þrot.  Vanir menn.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 21:59

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ritstjóri Morgunblaðsins hugsar dæmið svona, Jensinn minn:

Jens Guð
kaupir tvo Bónuspoka á viku og fimm króna verðhækkun á einum poka þýðir fyrir hann fimmhundruð kall, einn lítinn bjór, á ári.

Jensinn kaupir þar af leiðandi ekki tvo Mogga á ári, því hann vill ekki kaupa tvo Mogga í staðinn fyrir litla bjórinn sinn.

Þriðjudagsmogginn kostaði 220 krónur í lausasölu árið 2005 og nú kostar hann 295 krónur. Hækkunin er 34%.

Bónuspokinn
kostaði 15 krónur árið 2005 og nú kostar hann 20 krónur. Hækkunin er 33%.

Og nú getum við verið alveg viss um að Mogginn hækkar ekki í verði næstu fjögur árin.


Morgunblaðið í lausasölu

Þorsteinn Briem, 14.10.2009 kl. 22:03

18 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  bestu þakkir fyrir að greina dæmið svona.  Ég skildi ekki upp né niður í þessu áður.  Hef reyndar verið meira í því að stela blaðinu og kaupa bjórinn.  En hef aldrei kunnað að reikna dæmið til enda.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.