Er ekki eitthvað skrítið við þetta?

bacon með jarðarberjabragði

  Samkvæmt merkingu á umbúðum er þarna boðið upp á "kvoðukenndar beikonsneiðar".  Þær blasa við ansi girnilegar í glugganum.  Innan í stjörnunni er slegið upp að þær séu með jarðarberjabragði!  Ja...

dýramynd10

Ég sé þetta ekki glöggt en mér sýnist sem kvikindið næst lengst til hægri sé boðflenna.

nauðgari

Sjónvarpsréttamaðurinn les frétt um eftirlýstan nauðgara.  Í bakgrunni slær tæknideildin upp mynd af þeim eftirlýsta.  Ekki verður annað séð en myndin sé af fréttamanninum.

merking í s-afríku6

  Þarna á sennilega að standa "Take Away" (taka með sér).

furðumynd-íslensk

  Þessi mynd sýnir íslenska presta marsera til kirkju.  Restina rekur einhver furðufígúra.  Gott ef það er ekki Svarthöfði úr Stjörnustríði (Star Wars).  Þessi ljósmynd hefur farið eins og eldur um senu um heimsbyggðina.  Ég fékk hana senda frá kunningjafólki í Kanada sem hafði ekki hugmynd um að myndin væri frá Íslandi.

augl1

  Hér er spurt:  "Þreytt/ur á að sulla bjór niður á meðan þú keyrir?".  Þarna er verið að auglýsa ferðaútgáfu af mexíkanska bjórnum Corona.  Flaskan passar í staðlað bollastæði í bílum og tappinn er eins og á orkudrykkjum fyrir íþróttamenn;  hannaður þannig að litlar líkur eru á að sullist úr flöskunni.

  Í sumum ríkjum Bandaríkjanna liggur sekt við því að vera með opna bjórflösku í bíl.  Þar kemur sér vel að vera með svona tappa á bjórflöskunni.  Reyndar held ég að bjórdrykkja og akstur séu víðast illa liðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

1) Svarthöfði er úr Star Wars, ekki StarTrek.

2) Það stendur ekki yummy bacon heldur Gummy bacon...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.10.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  bestu þakkir fyrir ábendingarnar.  Ég lagfæri þetta með það sama í færslunni.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hverjum er ekki sama um umbúðir kellingabjórsins Corona? ;)

Brjánn Guðjónsson, 14.10.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Jens Guð

  Brjánn,  ég veit það ekki.  Þekki þennan bjór ekki nema af afspurn.  Ég hef heyrt að hann sé góður með sítrónusneið.  En hef sjálfur aldrei drukkið bjór með sítrónusneið.

Jens Guð, 14.10.2009 kl. 22:32

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sítrónusneið er sett í bjórflöskur í þeim tilgangi að fæla skordýr frá bjórnum - sbr það þegar geitungar leggjast í bjór Íslendinga. Í Mexíkó er fjölskrúðugt skordýralíf og því eðlilegt að slíkur ávani sem þessi komi þaðan, enda sítrónu/limesneiðar aðallega settar í Michelob, Corona og aðra 'Cerveza'...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 15.10.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  þú ert kominn langt fram úr mér í umgengni við bjór í útlöndum. Ég þekki ekki einu sinni þessar bjórtegundir.  Drekk bara það sem hendi er næst.  Þegar ég hef verið í Bandaríkjunum hefur mér bara verið kennt að halda hönd yfir opinni bjórdós.  Man ekki hvaða flugur annars sækja í bjórdósina.  Þetta hefur alltaf gengið vel.

Jens Guð, 15.10.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.