28.10.2009 | 22:32
Bestu gítar"riff" rokksögunnar
Í huga okkar sem erum upptekin af rokki er gítar"riff" fyrst og fremst síendurteknir gítarhljómar sem mynda ráðandi stef í viðkomandi rokklagi. "Riff" er líka leiðandi gítarlykkja (eða spiluð á annað hljóðfæri). Í nýjasta hefti breska rokkblaðsins Kerrang! er birtur númeraður listi yfir áhrifamestu gítar"riff" rokksögunnar.
Það kemur ekki fram hvernig listinn er unninn. Ætla má að hann byggi á áliti margra þekktra rokkgítarleikara. Það ræð ég af að uppstillingin á listanum er skreytt með rökum þessara gítarleikara á því hvers vegna þeir telja þetta eða hitt "riffið" vera flottast. Þetta eru gítarleikarar hljómsveita á borð við Muse, Hatebreed, Green Day, Linkin Park, The Wildhearts, Limp Bizkit, Steel Panther...
Listinn er að uppistöðu til svipaður öðrum hliðstæðum listum sem aðrir fjölmiðlar hafa sett saman. Niðurstaðan er þessi:
1. Guns ´N´ Roses: Sweet Child O´ Mine
Liðsmenn bandarísku rokksveitarinnar Guns ´N´ Roses gáfu ekki mikið fyrir þetta lag til að byrja með. Þangað til gítarleikarinn Slash lagði til þessa grípandi lykkju. Hún átti stóran þátt í því að GNR varð "mega" rokksveit.
2. Black Sabbath: Black Sabbath
Þetta er upphafslag fyrstu plötu bresku rokksveitarinnar Black Sabbath (1970). Gagnrýnendur slátruðu plötunni. Þeim þótti Black Sabbath vera ömurleg bílskúrshljómsveit til samanburðar við Led Zeppelin og Deep Purple. Tíminn vann með BS og þessi drungalegi hljómur lagði sitt af mörkum við að móta þungarokkið til framtíðar.
3. Led Zeppelin: Whole Lotta Love
Breska blússveitin Led Zeppelin kom rosalega sterk inn á markaðinn með tveimur plötum 1969. Fyrir minn smekk er LZ besta og ein allra áhrifamesta hljómsveit rokksögunnar. Þetta er upphafslag annarrar plötu LZ. Til gamans má geta að söngvari LZ, Robert Plant, er félagi í íslenska Ásatrúarfélaginu. Að vísu ekki formlega skráður sem slíkur hjá íslensku Hagstofunni sem slíkur (vegna þess að hann er ekki íslenskur ríkisborgari). En að eigin ósk skráður félagi og hefur sótt blót hjá Ásatrúarfélaginu og hampar því að vera þar félagi. Upphafslag 3ju plötu LZ, "Immigrant Song", er óður um heimsókn LZ til Íslands 1970.
4. Nirvana: Smells Like Teen Spirit
Hér negldi bandaríska grugg-sveitin Nirvana 1991 inn eitt þekktasta gítar"riff" rokksögunnar og skóp grugg-bylgjuna, kennda við Seattle (Pearl Jam, Soundgarden...).
5. AC/DC: Back In Black
Áströlsku "riff" kóngarnir í AC/DC eru eitt stærsta nafn í þeim músíkstíl sem kallast suðurríkjarokk. Er þá vísað til ópoppaðs bandarísks blús-rokks. Blúsaðs rokks eins og það kemur hrátt og ómengað beint af kúnni.
6. Pantera: Walk
Hér er bandaríska suðurríkjarokkið hressilega þungt og eiginlega komið út á jaðar suðurríkjarokksins.
7. Rage Against the Machine: Killing In The Name
Eitt magnaðasta lag rokksögunnar. Orkurík blanda þungarokks, fönks og pönks. Kom út 1992 og sló rækilega í gegn á Íslandi áður en hljómsveitin varð áskrifandi að 1. sæti á bandarískum og evrópskum vinsældalistum. Rage Against the Machine héldu eftirminnilega hljómleika í Hafnarfirði í kjölfar vinsældanna á Íslandi. Mér er minnisstætt þegar dagskrárgerðarmaður á kántrý-útvarpsstöðinni Aðalstöðinni bað hlustendur um að hætta að biðja um þetta lag sem óskalag. Símkerfi stöðvarinnar var undir miklu álagi vegna innhringinga frá hlustendum sem vildu heyra þetta lag. Dagskrárgerðarmaðurinn benti á að lagið passaði ekki inn í músíklínu stöðvarinnar. Aðrar útvarpsstöðvar urðu fyrir sama áreiti vegna þessa lags. Það var vinsælasta lagið á Íslandi 1993.
Til gamans: Ég kynntist lítillega gítarleikara RATM, Tom Morello, um þetta leyti í kjölfar þess að ég tók viðtal við hann fyrir barna- og unglingablaðið Æskuna. Þá var hljómsveitin ekki orðin eins heimsfræg og hún síðar varð. Hann hlóð á mig óútgefnu efni með RATM og allskonar dóti merktu hljómsveitinni. Sonum mínum þótti sport í að ganga í T-bolum og öðrum fatnaði merktum RATM sem Tom sendi mér. Svo fjöruðu þau samskipti út. Aðallega vegna þess að ég rækti þau ekki. Hafði ekki rænu á að sýna viðbrögð við þessum sendingum.
8. Ramones: Blitzkrieg Bop
Hér er pönkdeildin mætt til leiks.
9. Metallica: Enter Sandman
Margt - og jafnvel flest - er flottara með dansk-bandarísku rokksveitinni Metallica en þessi ballaða. En þetta var fyrsta lagið með Metallica sem náði ofurhylli á MTV og fleiri sjónvarps- og útvarpsstöðvum.
10. Korn: Blind
Hér er eiginlega bassalínan flottari en flotti gítarleikurinn. Ég held áfram með listann í Kerrang! á morgun. Gaman væri að heyra frá ykkur "komment" um þennan lista.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 30.10.2009 kl. 01:30 | Facebook
Athugasemdir
Andskotinn! Auðvitað vantar 'Marquee Moon' með Television á þennan þroskahefta aulalista. Þess má geta að Sweet Child - með aumingjanum með asnalega pípuhattinn - er nánast stolið beint úr laginu 'Venus' (líka með Television).
Hvar grefurðu þetta upp alltaf hreint?
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:13
Kerrang hefur í gegnum tíðina verið mjög hliðhollir GN´R, sem er ekkert nema gott mál enda frábær hljómsveit þar á ferð. Þó svo að SLTS með Nirvana sé mjög svo catchy riff, finnst mér sú hljómsveit ofmetin í alla staði en á sama tíma finnst mér skemmtilegt að hlusta á þá, sbr Bítlana.
Hef af og til lesið bloggið þitt og orðið var við áhuga þinn á þeirri hljómsveit. Hefurðu haft tækifæri á að sjá gömlu útgáfuna og/eða nýju? Ef ekki, þá eru þeir að byrja túr með vetrinum og ættu að koma til Evrópu á nýja árinu.
p.s. mig minnir samt að SCOM hafi ekki verið uppáhald Slash, í raun hafi hann haft óbeit af stefinu sem hann kom með en hafi notað það sem einhverskonar fingraæfingu.
Arnar Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:14
Óskar, þessi listi er í nýjasta hefti Kerrang! Það blað er söluhæsta þungarokksblað heims (breskt en einnig gefið út á þýsku og frönsku). Ég er ekki alveg tilbúinn að kvitta undir með "Venus", eins og ég þekki það lag. Jú, það má heyra örlítinn samhljóm með einbeittum vilja.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 00:07
Arnar, allir liðsmenn GNR skilgreindu "Sweet Child..." sem grín nema Axl. Hann er enda kengruglaður. Ég var í fyrra í Stokkhólmi í Svíþjóð þegar GNR héldu þar hljómleika. Kallinn snappaði á hótelinu. Misskildi hvar partý var og réðist með barsmíðum og kýlingum á þjónustustúlku í hótelmóttökunni. Til happs varð að dyravörður kunni sitt fag og skellti honum í gólfið. Axl beit hann þá í fótinn og missti út úr sér gervigóminn (hann er tannlaus en með gervigóm. Til gamans: Hann er einnig sköllóttur en með fléttaða "dread-locks" límda á hausinn).
Eftirmálar urðu þeir að sænska löggan hélt Axl í fangelsi um nóttina en smyglaði honum síðnætur með þyrlu til Noregs þar sem GNR var með hljómleika kvöldið eftir. Samkvæmt yfirlýsingu sænsku lögreglunnar var vilji þar á bæ til að raska ekki hljómleikaferðinni gegn því að Axl borgaði hóteldömunni nokkur hundruð þúsund kall í skaðabætur.
Nú er íslenska krónan svo klikkuð að ég man ekki lengur upphæðina. Hún getur legið nærri milljón íslenskum krónum.
Það er ofmælt að ég sé meiriháttar aðdáandi Nirvana. Ég kann þó vel við margt með þeirri hljómsveit. Á allar þeirra plötur en þær eru ekki að mínum smekk allar góðar. Fjarri því. Hinsvegar hef ég mikið dálæti á flutningi Nirvana á "Where Did You Sleep Last Night?". Þegar ég heyrði það fyrst á MTV fékk ég gæsahúð. Sem hefur ekki oft gerst.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 00:29
Jens, sammála þér með Where did you sleep last night, kom það ekki annars út árið 1994 á unplugged disknum þeirra?
Ég man eftir þessu atviki með dyravörðinn en ég er nokkuð viss um að það sé lengra en í fyrra en það skiptir ekki öllu máli.
Sást þú sjálfur, með eigin augum þegar hann missti góminn út úr sér? Þetta er algjörlega ný frétt fyrir mér þó ég hafi nú sjálfur oft heyrt þetta með dreddana og að hann sé sköllóttur, meira að segja frá íslensku hljómsveitinni Quarashi sem tróðu upp á sama stað og þeir í Japan í kringum 2002. Trúi því tæplega en sem betur getur hann Axl, sköllóttur eður ei, enn samið góða músík og það sannaðist, að mínu mati, á Chinese Democracy sem kom út í fyrra.
Tek undir þetta með Venus, náði að hlusta á lagið og það er eins og þú segir, það þarf virkilega einbeittan vilja til að sjá líkinguna.
Arnar Sigurdsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:36
Arnar, Where Did You Sleep... kom út 1994. Ég er aðdáandi Leadbellys, höfundar lagsins, eins og Kurt Cobain var. Áður en Kurt drap sig var hann búinn að gefa yfirlýsingu um að hann ætlaði að verða Leadbelly tíunda áratugarins. Spila sem trúbadúr gamla bandaríska blús- og vísnasöngva eftir Leadbelly og Woody Guthrie á kassagítar. Ég á aðra plötu með Nirvana þar sem þeir kráka (cover) annað Leadbelly lag. Man í augnablikinu ekki hvaða lag.
Það má vera að 2 ár eða lengra sé síðan GNR fóru hamförum í Svíþjóð. Ég er ekki góður í ártölum. Ég var ekki vitni að atganginum. Það var uppselt á hljómleikana og ég er ekki mikill GNR aðdáandi. En ég bjó á næsta hóteli við hliðina á því hóteli sem lætin voru á. Það skipti þó engu máli því dagblöðin í Stokkhólmi lögðu 2 - 3 blaðsíður undir frásagnir. Kannski eru 3 ár síðan.
Vitaskuld hefur ekkert með margt ágætt með GNR að gera að Axl er sköllóttur og með gervigóm. En af því að þú minnist á Quarashi þá sagði einhver liðsmanna þeirrar hljómsveitar frá því er þeir þurftu að hlaupa ásamt Axl í Japan (man ekki hvers vegna) og hann hélt fyrir andlitið á sér á meðan. Er þeir spurðu hann hvers vegna þá tók hann út úr sér tanngóminn.
Gömul bandarísk "kærasta" (að ég held fræg leikkona) upplýsti jafnframt í blaðaviðtali (að mig minnir í Playboy eða Penthouse) að Axl hafi verið aumasti elskhugi sem hún hafði kynnst. Þegar þau fóru í franskan tungukoss hringlaði gervigómurinn upp í honum og datt næstum út úr honum. Hún sagði það hafa verið "turn off" aldarinnar í sínu lífi.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 02:07
Arnar, ég tek fram að þetta breytir engu um að Axl og GNR hafa afgreitt margt verulega flott í rokkinu.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 02:10
Á þennann lista vantar svo sem "Purple Haze" með Jimi Hendrix, "Johnny B. Goode" með Chuck Berry, "Crazy Train" með Ozzy Osbourne og Randy Rhoads svo fátt eitt sé nefnt.
Sævar Einarsson, 29.10.2009 kl. 03:17
Ehemm ekki hægt að senda inn myndbönd ...
Sævar Einarsson, 29.10.2009 kl. 03:18
Merkilegt að Smells Like Teens spirit sé á þessum lista því riffið úr því er stolið beint úr More than a Feeling með Boston...
Allavega mjög líkt.
En það er samt frábært lag, ekki vegna þess að það er eitthvað varið í það tónlistarlega heldur áhrifanna sem það hafði.
Jóhann G. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 05:22
Þessi listi ber þess öll merki að vera úr metal-málgagni, en á öllum öðrum listum má þó finna riff frá frummetalrokkurunum Led Zeppelin og Black Sabbath.
Stefán (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:06
Hefði viljað sjá Angel of Death með Slayer (1:38) einhvers staðar á þessum lista. Held að nánast allir sem einhv áhuga hafa á metal hafi reynt að pikka það riff upp. Public Enemy sömpluðu riffið og gerðu ódauðlegt í laginu She Watch Channel Zero.
Tjekkið á kónginum sjálfum, Kerry King sýna hvernig á að gera þetta.
Emmcee, 29.10.2009 kl. 10:55
Frank Zappa á öll flottustu gítar riffin skuldlaust!
Tjörvi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:34
Killing in the name of.. RAT..Frumlegasta sólóið að mínu mati..
hilmar jónsson, 29.10.2009 kl. 12:37
Sævarinn, Purple Haze er í 17. sæti og Crazy Train í 65. sæti. Ekkert lag með Chuck kallinum er á listanum. Kannski skilgreina menn gítarleik hans ekki sem "riff".
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 14:54
Sævarinn, ef þú ert með tilvísun í athugasemdakerfinu í myndband er best að gefa bara upp slóðina.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 14:56
Jóhann G., þetta er rétt hjá þér. Fjölmiðlar kveiktu ekki á þessu heldur var sífellt hamrað á að "riffið" væri tilbrigði við Louie Louie og Wild Thing. Kurt upplýsti þá að "riffið" væri stolið hreint og óbreytt úr umræddu lagi með Boston.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 15:00
Stefán, það virðast engir hafa meiri áhuga á "riffum" en þungarokkarar. Það er rétt hjá þér að "riff" BS og LZ tróna ætíð í efstu sætum á öllum svona listum.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 15:04
Emmcee, Angel of Death er í 42. sæti.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 15:07
Tjörvi, þó Frank Zappa hafi verið frábær gítarleikari er þetta kannski ofmælt.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 15:08
Hilmar, ásamt mörgum öðrum sólóum með Tom Morello. Bæði með RATM og Audioslave.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 15:10
Verð að koma mínum manni að, Geordie Walker (sem Jimmy Page segir að sé "besti" gítarleikari sögunnar) á nokkur klikkuð riff...eins og t.d þetta sem Kobain fékk síðar lánað að hluta fyrir Come As You Are;
http://www.youtube.com/watch?v=s1oyfG6t2ew
þetta finnst mér samt flottast af öllum hans riffum í einfaldleika sínum;
http://www.youtube.com/watch?v=UE4uJUK5qzE
Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:33
Inside, takk fyrir hlekkina. Ég kíki á þá í kvöld.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 16:45
Hvar eru þessi riff? Smoke on the water = Deep Purple. Bad to the bone= George Thorogood. Johnny B. Good=Chuck Berry. Satisfection=Rolling Stones. Lola=Kinks. Summer of 69= Brian Adams. Holy Diver=Dio.My sweet Lord = George Harrison. Barracuda= Heart. Run to the hills= Iron Maden. Aqualong = Jethro Tull. Black or white = Michael Jackson. Warrior =Wishbone Ash. Things we said today= Beatles. Pinnball Wizard= Who. Bara svo nokkur séu nefnd.
viðar (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:22
Það vantar líka þessi klassísku riff: You Reilly Got Me - The Kinks, All Right Now - Free
stefán (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:54
Viðar, Smoke on the Water er #31. Önnur lög sem þú nefnir eru ekki á listanum. Hinsvegar eru önnur lög þarna með Bítlunum og Iron Maden: Helter Skelter #15 og Hallowed Be The Name #27.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 20:00
Stefán, You Really Got Me er #11 og All Right Now #66.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 20:03
Viðar (#24), eins og þú sérð í athugasemd #27 er sömuleiðis annað lag á listanum með The Kinks.
Jens Guð, 29.10.2009 kl. 20:06
Humm er musikfíkill og er að mörgu leyti sammála frábærir gítarleikarar.Nú er ég í þeirri stöðu að þegar ég flutti til Islands kom ég með allar mínar vinilplötur sem eru um 90 en get ekki hlustað á þær því asskotans plötuspilarinn vantar teijuna til að snúa disknum.Harmleykur er búinn að leita og leita en finn ekki þennan hlut og veit ekki hvert ég á að leita.Horfi á mínar vinilplötur og get ekki notað þær,já súrt ógeðslega súrt
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 00:01
Ég er mjög hissa á að sjá Smoke on the water ekki ofar. Án efa eitt þekktasta of flottasta riff sögunnar. Einnig hefði ég haldið að Wild thing hefði nú skorað ofar en misjafn er smekkur mannana. Ekki get ég nú kvittað undir það að Kerrang!!! sé hliðholt GN'R, svo sannarlega ekki og þarf ekki annað en að minna álit GN'R meðlima á skrifum Kerrang!!! en lagið Get in the ring á UYI 2.
Auðjón (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 00:41
Svo væri ágætt að minna einn mesta RATM aðdáanda sögunnar að frumverkið kom út 1992
Auðjón (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 00:45
Sigurbjörg, það hlýtur að vera hægt að finna aðra teygju í spilarann. Það er starfræktur hérlendis klúbbur vinylplatnaeigenda. Ef þú nærð sambandi við hann er næsta víst að þér berist hjálp. Ég held að sama lið (allavega eitthvað af því) standi að Hljómplötuklúbbnum Íslensk Tónlist. Þú finnur þann klúbb á Fésbókinni.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 01:41
Auðjón, það vantar upplýsingar um hvernig staðið var að listanum. Hvort hver þátttakandi átti bara að nefna 1 "riff" eða númeraða röð yfir 3 bestu "riffin" eða 5. Ef þær upplýsingar kæmu fram væri auðveldar að átta sig á listanum.
Mér virðist af mörgu að álitsgjafarnir séu að uppistöðu til í yngri kantinum. Það er að segja 20 - 40 ára og þar með fólk sem byrjaði að pæla í músík á tíunda áratugnum eða þessari öld.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 01:52
Úps! Takk fyrir að leiðrétta ártalið. Ég var snöggur að laga það í færslunni.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 01:53
Er einnig hissa á að sjá ekki Smoke On The Water ofar, gerast varla betri riffin.
SeeingRed, 30.10.2009 kl. 02:21
Seeing Red, þeir eru margir sem hófu sitt gítargutl með því að spila Smoke on the Water "riffið". Það er spurning hvort yngri rokkurum sé þetta lag jafn hugleikið og okkur sem eldri erum. Þá er ég að vísa til þeirra sem kynntust rokkinu fyrst í gegnum Velvet Revolver, System of a Down, Muse o.þ.h.
Ég veit það ekki en mig grunar að yngri rokkarar séu almennt ekki uppteknir af Deep Purple. Bítlarnir, Hendrix, Led Zeppelin og Black Sabbath hafa náð til yngri rokkara. Það kemur iðulega fram í viðtölum. Ég man bara ekki eftir að hafa orðið var við ungan rokkara vísa til Deep Purple.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 03:33
Þarf engan að velkjast í vafa. Johnny Marr í laginu The quienn is dead með besta gítarleikara allra tíma.
Sá besti án þess að taka þessi heimskulegu sóló. Afleiðing punksins.
gretar (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 05:21
Gretar, ég er mjög hrifinn af gítarleik Johnnys Marrs. Það er spurning hvort gítarspil hans í umræddu lagi flokkist beinlínis undir "riff".
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 13:53
Svo má nefna Jan Akkerman í Focus í laginu Hokus pokus..
hilmar jónsson, 30.10.2009 kl. 18:17
Leningrad Cowboys: Knoking on heavens door..
hilmar jónsson, 30.10.2009 kl. 18:18
Og svo er það byrjun í "Londons calling" með Clash. En er það riff? Veitt það ekki...
Jakob Andreas Andersen, 30.10.2009 kl. 19:07
Hilmar, á Fésbókinn höfum við nokkrir einmitt verið að ræða um Jan Akkerman og Focus. Hann er rosalega góður gítarleikari. Til gamans má geta að bassaleikari Focus, Bert Ruiter, er Íslandsvinur. Hann hefur heimsótt Ísland 10 sinnum eða svo. Klifið flest helstu fjöll landsins. Hann spilar einnig mikið með Jan Akkerman á sólóferli hans.
Bert á allar helstu íslensku hipparokksplötur (Náttúra, Trúbrot, Mánar, Icecross, Óðmenn...). Hann kann nöfn flestra liðsmanna þessara hljómsveita og hefur sérstakt dálæti á Bjögga Gísla.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 22:00
Ég man ekki eftir Knocking on Heavens Door með Leningrad Cowboys. Þarf að tékka á hvort það er á youtube. Ég sá kvikmyndina sem gerði þá hljómsveit fræga. Og skemmti mér virkilega vel.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 22:03
Jakob, White Riot með The Clash er #23. Það er spurning hvort gítarleikurinn í London Calling er "riff". Hinsvegar er bassalínan aldeilis frábær í því lagi.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 22:07
Ég vil bæta því við hvað mér er minnisstætt þegar The Clash keyrðu í London Calling í Laugardalshöllinni snemmsumars 1980. Troðfullur salurinn fór á flug. Stemmningin varð alvöru upplifun. Pönkbyltingin á Íslandi spratt þarna út í allri sinni dýrð. Utangarðsmenn hituðu upp. Voru nýbúnir að slá í gegn en höfðu ekki áður spilað fyrir 5000 manns á einu bretti. Margir sáu þá orkubolta þarna í fyrsta skipti.
Fyrir hljómleikana var ég með nokkurra þátta syrpu um The Clash í útvarpinu, rás 1 sem þá var eina útvarpsstöðin. Mjög skiptar skoðanir voru á hvort pönkhljómsveit ætti erindi í Laugardalshöll. Sömuleiðis voru efasemdarraddir um hvort við hæfi væri að Listahátíð stæði fyrir hljómleikum með pönkhljómsveit. Þegar ákvörðun um það var tekin var pönkið ekki komið upp á yfirborð á Íslandi.
Mig skortir minni til að rifja upp hvort það var Hrafn Gunnlaugsson sem tók þessa afdrifamiklu ákvörðun. En The Clash blésu út á hafsauga allar gagnrýnisraddir. Fylltu Laugardalshöllina og stóðu betur undir væntingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Pönkbyltingin á Íslandi var stimpluð rækilega inn. Í kjölfarið opnaði ég pönkplötubúðina Stuð og næstu ár var allt að gerast. Kvikmyndin Rokk í Reykjavík er góður minnisvarði um þá einstöku tíma.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 22:26
Gaman að heyra þetta með bert. Þetta band var one of a kind..(hef þórð fyrrum gítarleikara Stuðmanna grunaðann um að vera undir miklum áhrifum frá Jan )
Jan er ennþá að ég best veit á fullu.. Enginn spilar td betur Classical gas..
Hann og Tihjs van leer ( hljómborðsleikari Focus voru fyrir 2 árum eða svo mikið að spila á klúbbunum í Amsterdam )
Hefurðu tékkað á TijsVaan leer á youtube ? Alveg magnað fyrirbæri.. Held að hann sé ennþá flautuleikari með Amsterdam sinfóníuni.. einni bestu sveit í heimi..
hilmar jónsson, 30.10.2009 kl. 22:57
Hilmar, Bert rekur fyrirtæki sem framleiðir lýsi (Omega 3), sjampó og fleira. Ég held að ég muni rétt að Focus hafi skipulagt hljómleikaferð með Þursaflokknum um Holland á sínum tíma. Ef það er rétt munað hjá mér var Focus þátttakandi í alþjóðlegum samtökum framsækinna hljómsveita (prog) sem skipulögðu hljómleika fyrir útlendar hljómsveitir í þeirra landi.
Ég man ekki hvað þessi samtök hétu. Minnir að skammstöfun hafi verið RIO (Rock in... man ekkí síðasta orðið). Sænska hljómsveitin Samla Mammas Manna fór í vel heppnaða hljómleikaferð um Ísland í samvinnu við þessi samtök.
Jan er ennþá á fullu. Ég er alltaf að rekast á nafn hans á djasshátíðum út um allan heim.
Ég hef ekki tékkað á Thijs Van Leer á youtube. En ætla að gera það á eftir. Hann var stofnandi Focus og eini fasti liðsmaður Focus. Ég veit ekki hvort Focus er hætt. Það eru ekki mörg ár (kannski 2 - 3) síðan ég sá í Hollandi hljómleika með Focus auglýsta. Ef ég man rétt er hann með margar gráður í flautleik. Hann er líka frábær hljómborðsleikari.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 23:25
Djöfull yrði gaman að sjá þá aftur.. á Comeback giggi..
hilmar jónsson, 30.10.2009 kl. 23:30
Til gamans má geta að fyrir nokkrum árum átti einn kunningi minn samskipti við Bert. Þá kom í ljós að hans raunverulega ættarnafn er stafsett Ruijter. Þessi kunningi minn fylgdi honum á skemmtistaði á Íslandi. Um leið og kvenfólk á skemmtistöðunum frétti að hann væri bassaleikari Focus tóku þessar elskur upp á því að togast á um hann. Þegar leið á kvöld gat hann valið úr framboðinu. Sem hann og gerði kvöld eftir kvöld. Uss, ekki segja konunni hans frá því.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 23:33
Þetta rifjar einnig upp þegar Christian Falk, bassaleikari Imperiet og upptökustjóri Bubba á Frelsi til sölu var að vinna hér. Um leið og blessað kvenfólkið á skemmtistöðum fékk að vita hver maðurinn var varð framboð meira en eftirspurn. Það var með ólíkindum að fylgjast með hvað ásókn í að sænga með honum var atgangshörð.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 23:38
Merkilegt þetta kvennfólk.. allt fyrir frægðina..
hilmar jónsson, 31.10.2009 kl. 00:03
þ.e..undir frægðina..
hilmar jónsson, 31.10.2009 kl. 00:19
Hilmar, við eigum kannski erfitt með að skilja þetta með frægðina og konur. En gen kvenna láta ekki að sér hæða. Þetta hefur eitthvað að gera með ásókn í fjarskylda blóðblöndun og að kallinn geti séð sér og sínum farborða.
Mér er minnisstætt þegar náfrændi minn, þýskukennari í VR, hitti nokkra Þjóðverja í Þórskaffi. Hann ræddi við þá á þýsku og Þjóðverjarnir voru kátir yfir að geta talað þýsku. Þeir kunnu ekki ensku.
Frændi minn upplifði óvænt að hann var aldrei þessu vant orðinn kvennagull. Konur á staðnum toguðust á um hann af áfergju. Af kuteisi við Þjóðverjana hélt hann sig við þýskuna svo Þjóðverjarnir væru með á nótum.
Er leið á kvöld var frændi svo ásóttur af konum að fór með einni heim. Eftir kynmök hrósaði hún honum fyrir hvað hann, Þjóðverjinn, talaði góða íslensku. Hann upplýsti þá að hann væri Íslendingur. Konan brást hin versta við. Rauk burt með formælingum og hann hefur aldrei hitt hana síðar.
Jens Guð, 31.10.2009 kl. 00:54
Án þess að ég nefni nöfn varð konan síðar þekkt sem "athafnakona".
Jens Guð, 31.10.2009 kl. 00:58
djöh nú er ég forvitinn..
hilmar jónsson, 31.10.2009 kl. 01:29
Hilmar, hvað vekur svona þína forvitni?
Jens Guð, 31.10.2009 kl. 01:42
Bara...Hvar endar himingeimurinn ?..Hver er þessi athafnakona..?
hilmar jónsson, 31.10.2009 kl. 11:22
Hilmar, himingeimurinn endar ekki fremur en tíminn. Ég set nafn konunnar ekki hér inn. Ég þekki hana og veit að hún myndi ekki taka því vel. En höfum í huga þetta gerðist fyrir 35 árum. Á þeim tíma höfðu fáir Íslendingar farið til útlanda og útlendingar - aðrir en Kanar af Vellinum - voru sjaldséðir. Það þótti neikvætt að konur svæfu hjá Könum en mikill ævintýraljómi var yfir samneyti við aðra útlendinga.
Jens Guð, 31.10.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.