30.10.2009 | 14:11
Spennandi bók
Ég rakst á auglýsingu um splunkunýja bók. Hún heitir Íslenskar gamansögur 3. Virðist sem sagt vera 3ja bókin í þessum bókarflokki. Á forsíðunni stendur þessi áhugaverði texti:
"Gurrí Haralds hringir í Rannsóknarlögregluna. Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, eru góðglaðir á Þingvöllum. Dávaldur fer á kostum á Norðfirði. Gvendur dúllari gefur vini sínum heilræði í brúðkaupsgjöf. Siggi á Fosshóli ekur í þoku. Össur Skarphéðinsson ætlar í kápu. Svavar Gests rekur á eftir gítarleikara. Sprengju-Tóti rífur úr sér annað augað og Jens Guð situr í hjá leigubílstjóra með athyglisbrest.
Hvað sagði Ólafur Ragnar aldrei? Vegna hvers er Lilja Mósesdóttir áþjáð? Við hvað var Arnór Hannibalsson hræddur? Og hvaða sjósóknarar dóu ekki ráðalausir í baráttu við franska skútusjómenn?"
Í auglýsingatextanum um bókina er henni lýst þannig:
"Í Íslenskum gamansögum 3 er samsafn af sprenghlægilegum gamansögum.
Þar kemur við sögu ekki ómerkara fólk en Gurrí Haralds, Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, Gunnar Finnsson, Ólafur Sigurðsson, skólameistari, Gvendur dúllari, Lúðvík Jósepsson, Sprengju-Tóti, Kristófer Reykdal, Garðar Sigurðsson, Siggi á Fosshóli, Lási kokkur, Arnór Hannibalsson, Lilja Mósesdóttir og Jens Guð. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga hér fram á sviðið.
Íslenskar gamansögur 3 ættu að vera til á hverju heimili.
Leiðbeinandi verð: 2.280-."
Þetta hljómar virkilega spennandi. Er þetta ekki jólagjöfin í ár? Eitthvað sem laðar fram góða skapið?
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Og þú svona bara dast niðrá þessa bók af einskærri heppni, hafðir bara ekki hugmynd að hún væri að fara í framleiðslu.
Ha,ha,ha góður.
S. Lúther Gestsson, 30.10.2009 kl. 15:26
Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 15:48
Höfundur Gervigrasalæknir?.
Ómar Ingi, 30.10.2009 kl. 19:27
Sigurður Lúther, ég vissi að þessi bók var að koma út. Í sumar óskaði ritstjóri hennar eftir að fá að birta í bókinni örfáar sannar sögur af blogginu mínu. Ég sagði honum að til umræðu hefði komið hjá öðru bókaforlagi að gefa út einhverskonar "Best of" eða réttara sagt "Skást of" (eða á íslensku getum við kallað það "úrval" af bloggfærslum mínum) en ég teldi það ekki tímabært fyrr en eftir 2 - 3 ár. Þá væri kannski búið að safnast í sarpinn eitthvað bitastæðara til að moða úr.
Hann taldi mér trú um að það myndi einungis styrkja þá bók að búið væri að hita upp með smá sýnishorni í Íslenskum gamansögum 3. Þar fyrir utan þykir mér gaman að segja sögur og ennþá skemmtilegra að einhverjum þyki gaman að lesa þessar sögur. Þannig að ég gaf grænt ljós.
Hinsvegar veit ég ekkert hvort í Íslenskum gamansögum 3 er ein saga frá mér eða fleiri. Ég hef ekki séð þessa bók. Kom reyndar við í Pennanum í Hallarmúla til að vita hvort bókin væri þar. Svo var ekki. Kannski er ekki byrjað að dreifa henni í búðir. Ég reikna reyndar fastlega með að fá sent eintak af henni.
Annars fór ég inn á heimasíðuna www.holabok.is til að kanna með geisladisk með upplestri úr bók um Önnu frænku á Hesteyri. Sú bók kom út í fyrra og inniheldur fjölda frásagna sem hafa birst á blogginu mínu um þá merku konu.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 21:20
Til gamans má geta að ritstjóri Íslenskar gamansögur 3 sendi fyrir mörgum árum frá sér bókina Skólaskop. Við þekkjumst ekkert. En samt er ljósmynd af mér framan á þeirri bók. Þá var ég að kenna skrautskrift og ljósmyndara þótti ég vera "kennaralegastur" af þeim sem til greina komu. Hehehe! Mér þótti og þykir það enn fyndið. Veit reyndar ekkert hvað það er að vera "kennaralegur" þó ég hafi kennt kannski 25.000 manns eða svo á næstum 30 árum.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 21:30
Ásdís, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 21:31
Ómar Ingi, ég á eftir að finna út hvernig ég er kynntur í bókinni. Þegar ég skráði mig inn á bloggið á sínum tíma vissi ég ekki hvernig ég átti að kynna mig. Þó ég sé upptekinn af pönki vildi ég ekki kalla mig pönkara því ég var aldrei pönkari með hanakamb eða í leðurjakka. Var meira eins og hippi í klæðaburði eða eitthvað annað. Þá í augnabliks fljótfærni datt mér í hug þessi kjánalegi titill, gervigrasalæknir. Hann er tvírætt bull til samræmis við bullbloggin mín. Getur bæði táknað að ég sé platlæknir eða stundi lækningar með gervigrasi.
Jens Guð, 30.10.2009 kl. 21:39
Örugglega snilldarbók. Þú þarft að henda henni í mig um jólin...
Siggi Lee Lewis, 1.11.2009 kl. 15:10
Siggi Lee, ég er viss um að í flestum jólapökkum sem þú færð í ár leynist þessi bók.
Jens Guð, 1.11.2009 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.