Einföld og skjótvirk leið til að losna við tóbaks- og áfengisfíkn

  Er það ekki dæmalaust með fólk;  það eyðir mörgum mörgum þúsund köllum og löngum tíma á námskeiðum til að reyna venja sig af því að reykja og drekka.  Öðrum eins upphæðum er eytt í nikotínplástra, nikotíntyggjó,  antibus og hvað þetta drasl heitir. 

  Þetta er heimska.  Það eina sem þarf til að losna við tóbaks- og áfengisfíkn er örstutt öndunaræfing.  Hún er sýnd hér á myndbandinu fyrir neðan.  Mestu máli skiptir að láta tunguna lafa afslappaða,  ranghvolfa augunum og láta hendur ekki snerta neitt.  Æfingin tekur innan við mínútu og öll tóbaks- og áfengisfíkn hverfur eins og dögg fyrir sólu. 

  Ef þetta virkar ekki í fyrstu atrennu er minnsta mál í heimi að endurtaka æfinguna daginn eftir.  Eða svo lengi sem þarf til að hún virkir.  Nokkrir dagar til eða frá skipta engu máli.  Án þess að ég sé viss hef ég grun um að þessi létta æfing virki einnig kröftuglega á dópfíkn og vondan bókmenntasmekk.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Jens, þessi virkar mun betur: http://www.youtube.com/watch?v=31TTcjYw0hQ  sérstaklega ef hún er gerð á 2-földum hraða

Ari feiti (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er líka gott að brjóta egg á höfðinu á sér og láta eggið leka niður andlitið á sér meðan maður gerir þessa æfingu

Siggi Lee Lewis, 8.11.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  ekki vantar traffíkina hérlendis á námskeið í hláturyoga.  Þar komast færri að en vilja.  Og eru tilbúnir að borga aukagjald til að komast að.  Ég man hinsvegar ekki hvar ég sá (kannski hjá Penn & Teller?) að vísindaleg rannsókn sýnir að uppgerðarhlátur skilar ekki því endorfíni og seritóni sem raunverulegur (innilegur) hlátur skilar.  En samt gaman. 

Jens Guð, 8.11.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  er það ekki illa farið með góðan mat?  Og þó.  Það má kannski með lægni skafa eggið eftir á úr andlitinu og spæla það á pönnu ásamt beikoni.

Jens Guð, 8.11.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svínvirkar með áfengið, prufaði þetta áðan og hef ekki smakkað það síðan. Það er annað með tóbakið, ég hef aldrei reykt en svei mér ef mig langar ekki í smók núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2009 kl. 23:40

6 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  þú getur prófað að byrja að reykja og sannreynt að þessi aðferð virkar ef þú vilt - einhverra hluta vegna - hætta að reykja.  Ég hef lesið auglýsingar um þessa aðferð.  Þar er góðum árangri lofað og fólk hvatt til að kaupa nokkrar yogabækur,  yogateppi,  yoga DVD og yoga skartskripi á ótrúlega góðum tilboðum í leiðinni.

Jens Guð, 8.11.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Hannes

Þetta er með því heimkulegasta sem ég hef séð á minni ævi til þessa. Ég ætla að halda áfram að reykja og drekka.

Hannes, 9.11.2009 kl. 00:06

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég get tekið undir að þetta er töluvert kjánalegt.  En það eru nikótínplástrar,  nikótíntyggjó og öll þessi reykingarnámskeið líka. 

Jens Guð, 9.11.2009 kl. 00:57

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kví ætti mar að vilja hætta zínum áunna ózóma ef manni breyzkum líkar hann ?

Steingrímur Helgason, 9.11.2009 kl. 01:19

10 identicon

Jens. Uppgerðarhláturinn verður svo kjánalegur og smitar útfrá sér að brátt fer fólk að hlæja raunverulegum innilegum hlátri af þessum kjánaskap ;)

Ari (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 02:42

11 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

sammála Hannesi.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 9.11.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.