Dularfull bilun

  Einn kunningi minn ók á stórum og þunglamalegum sendibíl.  Bíllinn var gamall og þreytulegur.  Það ískraði í honum og marraði þegar ekið var yfir ójöfnur eða tekin mjög kröpp beygja.  Svo brá við einn daginn að lágvært en taktfast bank heyrðist þegar bíllinn var á ferð.  Kunningi minn kippti sér ekki upp við það.  Hann var vanur hinum fjölbreyttustu hljóðum frá bílnum.

  Daginn eftir ágerðist bankið.  Varð háværra og hvellara.  Kunninginn fór að hafa áhyggjur af þessu.  Um kvöldið kom í heimsókn til hans maður sem er vanur bílaviðgerðum.  Þegar honum var sagt frá vandamálinu vildi hann ólmur fá að kíkja á bílinn og finna út hvað væri að.  

  Félagarnir gengu út og að bílnum.  Gesturinn þurfti ekki að setjast inn í bílinn né setja hann í gang til að átta sig á biluninni.  Honum nægði að koma auga á sprungið afturdekk.  Eða réttara sagt það sem eftir var af dekkinu.  Það voru bara nokkrar gúmmítæjur og felgan farin að láta verulega á sjá eftir að hafa bankað malbikið í tvo daga þvers og kruss um höfuðborgarsvæðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh...

Þetta stefndi í virkilega góða draugasögu:)

Daníel (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:44

2 identicon

Jaaa aá....thad hlaut ad vera...ef sprungid hefdi á framdekki thá hefdi madurinn áttad sig á stödunni.

Gjagg (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Hannes

Rosalega eru sumir einstaklingar stupid þegar kemur að bílum og finna út hvað er að. Þessi aðlili á að hafa vit á því að skila bílprófinu inn.

Hannes, 25.11.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

*roðn* það eru iðulega karlkyns hjólafélagar sem benda mér á ég sé alveg loftlaus á felgunni eða að það þurfi nú að fara að draga upp smurningsspreyið.  Það er bara þannig, það vantar viðgerðagenið í flest kvenfólk.  Ég kann þó að skipta um dekk á bíl, þó að ég raunar hálfdrepi mig við þá iðju:

http://www.hrannsa.blog.is/blog/hrannsa/entry/959250/

Hjóla-Hrönn, 25.11.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Jens Guð

  Daníel,  ég hafði einmitt grun um að þannig yrðu viðbrögð.  En draugar eru ekki til í alvörunni.

Jens Guð, 26.11.2009 kl. 00:44

6 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég man ekki eða veit ekki hvort bíllinn var framhjóladrifinn. En að minnsta kosti virtist bíllinn ekki verða þyngri en svo í umferðinni að vinurinn áttaði sig ekki á biluninni.

Jens Guð, 26.11.2009 kl. 00:45

7 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er ágætur bílstjóri.  Ég hef oft verið með honum í bíl.  En í þessu tilfelli var hann smá utan við sig.

Jens Guð, 26.11.2009 kl. 00:46

8 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  viðgerðargenið eða skortur á því er ekki afmarkað við konur.

Jens Guð, 26.11.2009 kl. 00:47

9 Smámynd: Hannes

Jens ef bílstjórinn væri ágætur þá hefði hann fattað þetta gamli.

Hannes, 26.11.2009 kl. 22:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  eitt er að vera ágætur bílstjóri og annað að vera næmur fyrir bilunum í bíl.  Viðkomandi bílstjóri nálgast sextugs aldur og hefur aldrei lent í árekstri.  Honum gengur vel að keyra í snjó og leggja í þröng bílastæði. 

  Til samanburðar þekki ég ungan mann sem er afskaplega næmur á bilanir í bíl og laginn að gera við.  En hann er stöðugt að lenda í umferðaróhöppum.  Hann er ekki góður bílstjóri. 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband