Jón Ísleifsson - snillingur úr Árneshreppi

  Fyrir nokkrum árum fékk ég far frá Vestfjörðum með presti sem heitir Jón Ísleifsson og var með prestkall í Árneshreppi.  Til eru margar skemmtilegar sögur af Jóni.  Það var virkilega gaman að fá far með honum til Reykjavíkur.  Það var snemma morguns sem við lögðum af stað.  Á miðri leið bað ég Jón um að stoppa því ég þurfti að pissa. 

  Ég var ekki fyrr kominn út úr bílnum en Jón spíttaði með kraftmiklu spóli í burtu á bílnum en lagði honum eftir um það bil kílómeters akstur.  Ég pissaði og skokkaði síðan að bíl Jóns.  Lafmóður og óvanur skokki spurði ég ósáttur:  "Hvað er í gangi?  Þú lætur mig hlaupa heilan kílómeter."

  Jón svaraði ofurrólega:  "Ég vildi ekki að þú pissaðir utan í bílinn minn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.11.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  Jón er sérstakur og frábær út af fyrir sig.  Hann var síðar rekinn úr Árneshreppi og það kostaði málaferli.

Jens Guð, 26.11.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 26.11.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband