Bestu krákur poppsögunnar

  Bandaríska poppblaðið Spin hefur birt lista yfir bestu krákur (cover songs) poppsögunnar.  Það kemur ekki fram hvernig að listanum var staðið en hann er í boði heilsudrykksins Southern Comfort.  Hvernig sem Spin-menn komust að þessari niðurstöðu ætla ég að flestir geti verið nokkuð sáttir við hann.  Eflaust ekki röðina heldur að þessar krákur séu á listanum.  Hvað heldur þú?  Er nauðsynlegt að skjóta þá?

  Svona lítur listinn út (upphaflegi flytjandinn/höfundur er innan sviga):

1.   NIRVANA:  The Man Who Sold the World (David Bowie)

2.   JIMI HENDRIX:  All Along the Watchtower (Bob Dylan)

3.   TALKING HEADS:  Take Me to the River  (Al Green)

4.   DEVO:  (Can´t Get No) Satisfaction  (The Rolling Stones)

5.   SINEAD O´CONNOR:  Nothing Compares 2 U  (Prince)

6.   GUNS N´ ROSES:  Knocking on Heaven´s Door  (Bob Dylan)

7.   THE ZOMBIES:  Summertime  (George Gerswin)

8.   ELVIS COSTELLO:  (What´so Funny ´Bout)  Peace Love and Understanding  (Nick Lowe)

9.   ELLIOTT SMITH:  13  (Big Star)

10. THE CLASH:  Police and Thieves  (Junior Murvin)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að Jensanum myndi ekki finnast ónýtt að hafa twist and shout með Bítlunum?

Ari (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:00

2 identicon

Ég hefði viljað sjá Joe Cocker - With a little help from my friends

Kristín Björg (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:38

3 identicon

Sammála Ara, að þarna ætti Twist and Shout að vera og sömuleiðis Long Tall Sally með Bítlunum. Margar snilldar krákur eru til af öðrum meistaraverkum Bob Dylan, s.s. Tamborine Man með The Byrds og Quinn The Escimo ( Mighty Quinn ) með Manfred Mann. Ein flottasta kráka sem ég man eftir er Shipbuilding eftir Elvis Costello í flutningi Robert Wyatt.

Stefán (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 16:03

4 identicon

Þetta er nú einhver magnaðasta Dylan krákan...

http://www.youtube.com/watch?v=r8GHBk_HSXg

Ólinn (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 16:35

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála stefáni.. það eru of fá bob dylan lög þarna inni..Annars ekkert fráleiddur listi.

Brynjar Jóhannsson, 26.11.2009 kl. 16:37

6 identicon

Mér finnst vanta I put a spell on you, krákuna CCR.

Daníel. (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 16:49

7 identicon

Gæti nefnt 12876 betri krákur en þetta. Læt nægja Ziggy Stardust með Bauhaus. Sem var slappt með Bowie en gott með þeim.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 19:18

8 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Hér vantar Vanilla Fudge (Eleanor Rigby, Keep me hanging on, etc.). Og I put a spell on you með the crazy world of Athur Brown.

Jakob Andreas Andersen, 26.11.2009 kl. 22:13

9 identicon

Walk on by með Stranglers á heima á listanum

sigsig (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 22:20

10 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  það er rétt hjá þér að ég kann vel að meta flutning Bítlanna á  Twist and Shout.  Hann er í 17. sæti hjá Spin.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 01:04

11 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Þar að kaupa blaðið, vantar ótrúlega mikið þarna inn

Bárður Örn Bárðarson, 27.11.2009 kl. 01:06

12 Smámynd: Jens Guð

  Kristín Björg,  hinn ágæta túlkun Joes Cockers á  With a Little Help From My Friend  er í 35.  Til gamans má rifja upp að Jimmy Page (gítarleikari Led Zeppelin) og Steve Winwood (hljómborðsleikari Traffic og Blind Faith) lögðu hönd á plóg.  Hjálpuðu vini sínum.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 01:09

13 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  Dylan-lagið  Masters of War  í flutningi The Roots er í 33. sæti. 

  Shipbuilding  kom upphaflega út í flutningi Roberts Wyatts.  Þannig var að þegar Elvis Costello samdi þetta magnaða lag hafði hann lent í hneykslismáli.  Gjörsamlega út úr heiminum af drykkju lét hann ýmislegt flakka á skemmtistað í Bandaríkjunum.  Meðal annars hraunaði hann yfir Ray Charles og uppnefndi hann blinda niggarann.  Blaðamaður náði þessu á segulband og þetta varð sprengja.  Bresku götublöðin veltu sér upp úr þessu og Costello hafði engan trúverðugleika,  hvorki þegar hann reyndi að afsaka sig eða reyndi að tala um eitthvað annað.  Fjölmiðlar höfðu ekki áhuga á neinu öðru sem Costello hafði að segja.

  Costello var afskaplega ánægður með  Shipbuilding  lagið sitt og vildi drífa það á markað.  En hann vissi að lagið myndi ekki ná í gegn í hans flutningi.  Áður en hneykslismálið kom upp hafði Costello ítrekað átt plötur og lög í 2. - 4. sæti breska vinsældalistans og 10. - 11. sæti þess bandaríska.  En þarna í árslok ´81 og fyrri hluta ´82 náðu hvorki plötur né lög inn á Topp 40 hvort sem var í Bretlandi eða Bandaríkjunum.

  Costello brá á það ráð að fá Robert Wyatt til að gera þetta lag að sínu.  Lagið var gefið út af óháða (indie) fyrirtækinu Rough Trade og seldist mest í óháðum plötubúðum.  Engu að síður fór það inn á Topp 40 (36. sæti) almenna breska vinsældalistann og sat mánuðum saman í 1. sæti óháða vinsældalistans.  Lengi vel var þetta lang söluhæsta platan í sögu Rough Trade (ég veit ekki hvort eða hvenær það met hefur verið slegið). 

  Costello söng bakraddir hjá Roberti Wyatti.  Ári síðar söng Costello lagið sjálfur og gaf út á stórri plötu.  En hann hefur aldrei gefið það út á smáskífu. 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 01:50

14 Smámynd: Jens Guð

  Ólinn,  þetta er flott hjá Pearl Jam.  Það er til svo margar magnaðar krákur af Dylan lögum að ég á erfitt með að raða þeim bestu á lista.  Reyndar fer það dálítið eftir dagsforminu hvenær ein krákan höfðar sterkar til manns en önnur. 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 01:58

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Að segja Ziggy Stardust slappt með Bowie er ófyrirgefanlegt.

Páll Geir Bjarnason, 27.11.2009 kl. 04:14

16 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég var allt í einu að muna að Elvis Costello samdi bara  Shipbuilding  textann.  Það er annar sem á lagið.  Ég man ekki hvað hann heitir.   Mig minnir að sá starfi sem upptökustjóri.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 04:29

17 Smámynd: Jens Guð

  Daníel,  ég tek undir að  I put a spell on You  með CCR er dúndur flott.  Eins og næstum öll lög sem CCR krákuðu.  Til að mynda  I Heard it through the Grapevine.  Á listanum í Spin er það lag í 20.  sæti í flutningi The Slits.

  CCR lagið  Proud Mary er í 11. sæti í flutningi Ike & Tina Turner.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 04:37

18 Smámynd: Jens Guð

  Örn,  ég er ósammála að  Ziggy Stardust  sé slappt með Bowie.  Ég hef ekki heyrt það með Bauhaus en trúi því vel að sú ágæta hljómsveit geri laginu góð skil.  Ég ætla að reyna að finna lagið með Bauhaus.  Ég man að það var vinsælt í Bretlandi á sínum tíma.  En mig grunar að blaðamenn bandaríska Spin blaðsins þekki ekki þessa hljómsveit.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 04:43

19 identicon

Mogginn skrifar í dag: 

Föstudagur, 27. nóvember 2009

Samkeppnislögmálin riðlast

Margt hefur úr lagi farið í efnahagslegum sviptingum síðasta árs. Samkeppnisstaða hefur víða skekkst og einkafyrirtæki sem reyndu að standa af sér storminn stara nú mörg veðruð framan í keppinauta í eigu ríkisbanka. Bönkunum hlýtur að líka þessi þróun illa og vissulega verður þeim ekki um kennt, að minnsta kosti ekki í fyrstu andrá. En ef þeir freistast til að hámarka andvirði þeirra eigna, sem þeir sitja uppi með, þótt það sé gert á kostnað samkeppnisrekstrar, eru þeir á hálli og hættulegri braut. Samkeppnisyfirvöld komast þá ekki hjá því að horfa til þess hver bakhjarl fyrirtækis er þegar samkeppnisstaða er vegin. Hafi banki til dæmis tekið yfir fyrirtæki sem áður hefur gengið frá gömlum banka til nýs með niðurfærðu verðmætamati og hann lítur þannig á að þar með hafi afskrift átt sér stað hjá hinu yfirtekna fyrirtæki er þrotafyrirtækið komið í yfirburðastöðu gagnvart keppinaut, sem ekki hefur fengið sambærilega „fyrirgreiðslu“. Margvísleg önnur skekkja skapast svo á degi hverjum sem bankinn heldur í fyrirtækið og dregur að koma því í gagnsæja og heiðarlega fullnustumeðferð.
Med thessi skrif í huga, er thad ekki svolítid undarlegt ad Mogginn sjái ekki meinsemdir kvótakerfisins í sama ljósi?

Gjagg (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:43

20 identicon

Hef ekki heyrt Ziggy Stardust með Bauhaus, en flutniggur Bowies á þessu frábæra lagi sínu er hreint til fyrirmyndar. Þá vil ég nefni stórgóða kráku Bowies á Lennon laginu Working Class Heroes.  Margar aðrar stórgóðar krákur eru til á laginu I Put a Spell on you s.s. með Screamin' Jay Hawkins og Animals. Þá má ekki gleyma frábæri krákui Animals á laginu House of the Rising Sun.

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:02

21 identicon

Elvis Costello samdi Shipbuilding um tilgangsleysi Fallandseyjastríðsins og hann á lagið líka, en fékk smá aðstoð frá upptökustjóranum Clive Launger.

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:24

22 identicon

Ha ha ha.

Mig langar að biðjast afsökunar á að segja að Ziggy Stardust væri slappt með Bowie.

Hið rétta er auðvitað að lagið er arfa slappt með Bowie.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:21

23 Smámynd: Jens Guð

  Jakob Andreas,  Vanilla Fudge voru ansi sprækir og framsæknir á sínum tíma.  Af því að þú nefnir Arthur Brown þá var hans Crazy World og Vanilla Fudge á glettilega líkum nótum í músíkinni - þó VF væri bandarísk en CWoAB breskl. 

  Margir hafa krákað  I Put a Spell on You  með ágætum.  Það er ekki auðvelt að pikka út bestu afgreiðsluna,  eins og kemur fram í þessari umræðu.   

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 17:20

24 Smámynd: Jens Guð

  sigsig,  The Stranglers hafa jafnan farið vel með þau fáu sem þeir hafa krákað.  Það hafa mjög margir afgreitt  Walk on by.  Flestir í léttpoppstíl (easy listening).  Stranglers rokka það smá.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 18:11

25 Smámynd: Jens Guð

  Bárður Örn,  ég held að Spin fáist hvergi lengur í lausasölu hérlendis.  En það er hægt að kaupa árs áskrift á $40.  Það eru 12 tbl. á um það bil 400 kall eintakið.  Þetta er svipað verð og kaupa Moggann eða DV í lausasölu.  Áskriftarslóðin er:  https://w1.buysub.com/pubs/SM/SPM/subscribe_foreign.jsp?cds_page_id=31278&cds_mag_code=SPM&id=1259345603867&lsid=93311212566028254&vid=2

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 18:19

26 Smámynd: Jens Guð

 Páll Geir,  jú,  eigum við ekki að fyrirgefa honum ef hann sér að sér og iðrast?

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 18:20

27 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  aðaleigandi Moggans er kvótadrottning frá Vestmannaeyjum.  Hún var svo ljónheppin að leysa út bankabréf sín daginn áður en DOddsson ríkisvæddi bankann.  Í kjölfarið réði hún DOddsson ritstjóra.  Hlutirnir eru í samhengi.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 18:22

28 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég var að hlusta á  Ziggy Stardust  með Bauhaus:  http://www.youtube.com/watch?v=6a_YQXFs7Ts.  Þetta er alveg ljómandi hjá þeim.  Og mjög Bowie-legt.  Einkum söngurinn.

  Ég var dáldið lengi að venjast flutningi Tin Machine á  Working Clash Hero.  Það hafa svo margir flutt það lag og að ég held allir - aðrir en Tin Machine - á ljúfu nótunum.  Hinsvegar vandist flutningur TM vel.

  I Put a Spell on You  er eftir Screaming Jay Hawkins.  Þann bráðskemmtilega furðufugl. 

  Ég kann ekki texta  Shipbuilding  en ef ég man rétt fjallar hann um raunverulegan atburð:  Ungur atvinnulaus maður fékk inngöngu í breska herinn til að berjast við argentíska hermenn á Falklandseyjum.  Argentíski herinn sökkti herskipinu með stráknum.  Þá fékk atvinnulaus pabbi stráksins loksins vinnu - við að smíða nýtt herskip.

  Ég á safnplötu sem heitir  Diving for Pearls.  Hún inniheldur bestu lög níunda áratugarins (að mig minnir valin af NME).  Þar á meðal er  Shipbuilding  með Robert Wyatt og  Birthday  með Sykurmolunum.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 18:39

29 Smámynd: Jens Guð

  Örn (#22),  nú er hlaupinn galsi í þig. 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 18:41

30 identicon

Já smá galsi kannske. En mér hefur alltaf þótt Bowie tilgerðarlegur, og ofboðslega ofmetinn.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 19:05

31 Smámynd: Jens Guð

  Örn,  það er þannig með Bowie að hann hefur verið kallaður kameljón.  Plötur hans eru innbyrðis ólíkar,  margar hverjar.  Ég er ekki á því að hann sé tilgerðarlegur.  En hann hefur verið að síðan um miðjan sjöunda áratuginn og flakkað á milli margra músíkstíla.  Stundum verið dáldið í dópinu.  Stundum í dans- og diskó jukki.  Stundum í leikhúslegri músík (Berthold Brecht).  Um tíma í rokkhljómsveit (Tin Machine).  Trílógían með Brian Eno (Low,  Heroes og ég man ekki nafn 3ju plötunnar) var ljómandi góð.

http://www.youtube.com/watch?v=Z220L19RPDU

  http://www.youtube.com/watch?v=y8gF8JhXFhA&feature=related

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 20:41

32 identicon

Já, fjölbreitt flóra hjá honum. En þú veist hvernig þetta er. Sumt fólk fer einfaldlega í taugarnar á manni strax og ekkert virðist geta breitt því. Fordómafullur ég? Já.

En ég get lifað ´með því. Það eru fleiri sem ég hef aldrei þolað. Leonard Cohen, Mark Knopfler, Michael Jackson og fl.

Það er gott að búa í fordómalandi, einfaldar lífið.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:08

33 Smámynd: Jens Guð

  Örn,  ég er síðasti maður til að sverja af mér fordóma í músík.  Ég er með óþol gagnvart 90-og-eitthvað % poppara.  Þar á meðal Michael Jackson.  Leonard Cohen var dáldið flottur allra fyrst á ferlinum.  Þar fyrir utan er ég mest fyrir rokk og öskursöngstíl.  Er mest á línunni pönk+Slayer+Deftones+Pantera...  Er að öllu jöfnu lítið fyrir léttpopp og róleg lög.  Hellingur af lögum með Bowie eiga ekki upp á mitt pallborð.  En hellingur af lögum með honum eru virkilega flott.

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 21:22

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dylan Early Morning Rain Gordon Lightfoot (kanadískur)

Margir tekið þetta þ.á.m. sjálfur Elvis og svo sem ekki flókið hjá Dylan, þ.e. ekki miklu bætt eða breitt o.s.frv. - en alavega svona á þetta lag að vera og höfundur og upphaflegi flytjandi og aðrir flytjendur falla alveg í skuggann.

http://www.youtube.com/watch?v=gkb6LzcJuNQ

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 23:35

35 identicon

"Gjagg,  aðaleigandi Moggans er kvótadrottning frá Vestmannaeyjum.  Hún var svo ljónheppin að leysa út bankabréf sín daginn áður en DOddsson ríkisvæddi bankann.  Í kjölfarið réði hún DOddsson ritstjóra.  Hlutirnir eru í samhengi."

AE..hvílíkur skítavidbjódur.  Er ekki vid haefi ad sauma banana á flaggid?

Gjagg (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:16

36 identicon

Þetta er hinn besti listi. Verð nú að segja að Þessi Bauhouse kráka er handónýt. Það er rétt sem kemur fram hér að ofan með Dyllan, það vantar ýmislegt af hans lögum, i því samhengi ég vill nefna I shall be released með The Band. Svo vantar sárlega Ninu Simone þarnna inn, það eru fáir lista menn sem gera covera lög jafn vel og hún.

Pall Steinarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:28

37 identicon

Svo var eitt lag sem Bowie setti aldrei á plötu ef mig minnir rétt það var All the youngs dudes en var flutt snilldarlega af Brucie Dikinsson,annars ágætt með Ian hunter og mott the Hoople,svo má ekki gleyma Judas priest með Jonny be good..

Res (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 08:34

38 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  takk fyrir þennan hlekk.  Þetta er virkilega ljúfur og notalegur flutningur hjá Gordon Lightfoot.

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:44

39 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  er ekki banani í flagginu ef vel er að gáð?

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:44

40 Smámynd: Jens Guð

  PállAll the Young Dudes  er á einhverjum plötum með Bowie.  Bæði á hljómleikaplötu og aukalag á endurútgáfum á CD (Aladdin Sane).  Einnig á "Best of" plötum.

  Hér er flottur flutningur á I Shall be Released:  http://www.youtube.com/watch?v=kHSWH4HIC3A

  Ég er þér sammála með Nínu Simone.  Hún er frábær,  bæði í krákum og frumsömdum lögum.

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:53

41 Smámynd: Jens Guð

  Res,  sorrý,  ég ruglaði "kommentum" ykkar Páls saman.  Las þau einhvernveginn í einu lagi.

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:57

42 Smámynd: Jens Guð

  Páll,  ég biðst velvirðingar á hlekknum yfir á I Shall be Released.  Í þessum skrifuðum orðum heyri ég að þessi hljómleika útgáfa stendur langt að baki hljóðversupptöku TRB á þessu lagi.  Þar næst að hlaða upp spennu í lagið og það endar sem kraftmikið rokk.

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband