Hvað heldur þú?

baconman

  Ég fékk mér að borða á veitingastað.  Sat úti í horni í góðu yfirlæti og las Uncut.  Á næsta borði sat fullorðinn maður.  Mikill bolti sem tók hraustlega til matar síns.  Ég var ekkert að fylgjast með honum en sá þó út undan mér að sósa og fleira meðlæti setti fljótlega svip á andlit kauða.  Í mestu átökunum sýndist mér sem tanngómur væri komin hálfa leið út úr manninum.

  Að nokkrum tíma liðnum hringdi maðurinn örstutt símtal.  Ég tók ekki eftir því um hvað var rætt.  Nokkrum mínútum síðar kom ung, nett og fínleg kona inn og settist gengt manninum.  Hún var af asísku bergi brotin.  Maðurinn ýtti til hennar disknum sínum.  Konan tók þegar að borða leifarnar eftir manninn.  Nagaði hvert bein snyrtilega og af samviskusemi.

  Ég veit ekki hvað var í gangi.  Þetta er eitthvað skrýtið.  Án þess að ég hafi hugmynd um þá læðist að mér grunur um að stutta símtal mannsins hafi verið við konuna.  Mér dettur í hug að konan hafi þá beðið fyrir utan.  Kannski í bíl.  Eða ég veit bara ekkert hvað ég á að halda.  Kannski þekkir þetta fólk manneskjuna sem sér um uppvaskið og vildu spara uppvask á diski og hnífapörum.  Hvað heldur þú?   

  Myndin hér að ofan er ekki af manninum á veitingastaðnum.  Sá var dálítið eldri og þykkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hrikalega dapurlegt að lesa.....ekkert annað en nútíma þrælahald.....einhver ömurlegur karlandskoti, sem á engan sjens í íslenska konu....eða nokkra almennilega konu ef því er að skipta, "kaupir" sér eina Asíska til kynlífs- og heimilisverka.....vesalings konan.....hún á miklu betra skilið en þetta.....það á auðvitað enginn svona hlutskipti skilið.....henda í hana leifunum....þvílík svívirða, ég skammast mín sem Íslendingur fyrir þetta. Er engin leið til að koma í veg fyrir svona mannlega niðurlægingu?? Jens, af hverju lamdirðu ekki karlbjálfann??!!....:-)).....

Myndin er tær snilld....Bacon Hitler......langar ekki í bacon akkúrat núna....en örugglega seinna.

Vil þakka þér Jens fyrir margar bráðskemmtileg greinarkorn í gegnum tíðina....just keep ´em coming......

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að þú sért að plata mig!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 19:08

3 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  hugsanlega er einhver flötur á þessu atviki sem við áttum okkur ekki á í fljótu bragði. 

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 19:16

4 Smámynd: Jens Guð

  Hrönn,  þetta er eins og það kom mér fyrir sjónir.  Óvíst er að allt sé eins og það sýnist.  Kannski var konan að koma pakksödd beint úr matarveislu en leifar mannsins samt verið freystandi.  Eða kannski var eitthvað annað í gangi.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 19:30

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég læt mína bara koma inn þegar á að borga.

Yngvi Högnason, 29.11.2009 kl. 22:26

6 identicon

Já Jens, það er sosum hugsanlegt......þó mér finnist það ólíklegt eins og ég les á milli línanna í frásögn þinni.

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:41

7 Smámynd: Jens Guð

  Yngvi,  góður!

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 23:43

8 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  mér þykir það einnig ólíklegt.  En eins og þetta virðist vera er um ljótt dæmi að ræða.  Ég er að vonast til að þetta sé einhvern veginn öðruvísi en virðist.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 23:45

9 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta er óneitanlega dálítið undarlegt og freistandi að túlka þetta þannig að daman sé einhverskonar ambátt og hafi verið að fá kvöldmatinn sinn.  En óneitanlega hljómar þetta dálítið lygilegt.

Mér dettur í hug atvik sem ég varð vitni að, sem er þess eðlis að ég trúi því varla sjálfur.  Ég var á krá við Portobello Road í London og stend upp til að bregða mér á snyrtinguna.  Þá sé ég mann sem situr í makindum við eitt borðið og hefur yfir sér það yfirbragð að hann sé til dæmis rithöfundur að störfum.  Hann er með kaffibolla og það eru bækur á borðinu og hann er að skrifa eitthvað í bók.  Mjög menningarlegt og huggulegt.  Ég geng framhjá manninum og verður um leið litið um öxl og sé þá hvað hann er að skrifa í bókina.  Ég sá opnuna mjög vel og hún var þéttskrifuð, en allt sem maðurinn var að skrifa var endalaus röð af áttum.  Ég veit ekki alveg hvernig á á að lýsa þessu, en þetta var svona eins og þegar maður skrifar langa röð af t.d. bókstafnum L í tengiskrift.

Maður sér stundum þetta fólk á svona stöðum, sem situr á krá, eða kaffihúsi og hefur það svo huggulegt við að gera eitthvað gagnlegt, eða eitthvað sér til dundurs.  Mokka er ágætt dæmi um stað sem svona fólk stundar.  Ég hef alltaf öfundað þessa bóhema pínulítið af þessum stíl.  Þessi var þarna í góðu yfirlæti og með þennan blæ yfir sér, en það var bara blekking.

Theódór Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 12:09

10 Smámynd: Jonni

Mín kenning; Konan var búin að senda matvandan karlræfilinn á veitingastað, og eftir mikla bið hringir hún í hann til þess að athuga hvort hann sé búinn að klára matinn sinn. Neeeeiii, segir hann og þá kemur hún með miklum þjósti og sýnir honum hvernig eigi að fara að þessu. Eflaust hefur hún svo sagt honum duglega til syndanna þegar heim var komið. Eflaust hefur hann verið rassskelltur.

Jonni, 30.11.2009 kl. 17:01

11 Smámynd: Hannes

En gaman að sjá að til séu Íslenskir karlmenn sem koma fram við konur eins og þræla eins og menn gerðu í gamla daga og gera enn í sumum löndum.

Hannes, 30.11.2009 kl. 18:50

12 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  þessi ágæta saga þín rifjar upp atvik sem vakti kátínu á sínum tíma og rataði í fréttir.  Þetta var þegar litlir ódýrir farsímar voru nýkomnir á markað hérlendis og aðeins örfáir slíkir komnir í umferð.  Á háannatíma þegar allt var fullt af fólki fyrir jól í pósthúsi sem þá var í Ármúla mætti ungur maður,  undir tvítugu eða svo. 

  Maðurinn var að tala í farsímann sinn og kom sér fyrir í langri biðröð.  Þar hélt hann áfram að tala í símann.  Þetta var áberandi því aðrir viðskiptavinir þögðu og maðurinn átti óskipta athygli.  Í miðju kafi hringdi sími hans skyndilega.

  Salurinn sprakk úr hlátri því fólk áttaði sig á að strákur hafði ekki verið að tala við neinn í símanum heldur monta sig af símanum.  Kauði skammaðist sín svo að hann yfirgaf pósthúsið í skyndi.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:10

13 Smámynd: Jens Guð

  Jonni,  ég vona að þín kenning sé rétt.  Einkum þetta með að kallinn hafi verið rassskelltur.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:12

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta var sérkennilegt.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband