Verðsamanburður á jólahlaðborðum - og verðbreytingar frá í fyrra

jólamatur

  Ég er búinn að fara daglega á jólahlaðborð núna í þrjár vikur.  Verðið gefur vísbendingu um úrvalið á hlaðborðinu en segir þó ekki alla söguna.  Hvort á hlaðborðinu eru 20 tegundir af réttum og meðlæti eða 100 segir heldur ekki alla sögu.  Það skiptir meira máli að laufabrauð,  Waldorf-salat og ris a la mande sé í boði en kjúklingur, kokteilsósa og tómatsósa.

  Ég læt slóðina yfir á jólahlaðsborðsmatseðla veitingastaðanna fylgja þar sem þeir eru í boði.  Þá er nefnilega hægt að gera samanburð og átta sig betur á pakkanum.

  Athygli vekur hvað mörg veitingahús hafa lækkað verð frá því í fyrra.  Þar munar mestu um 19% verðlækkun Lækjarbrekku.  Verri er 50% verðhækkun hjá Hótel Loftleiðum.  Skamm,  skamm!

  Vonandi hafið þið gagn af þessum lista.  Ég er búinn að eyða miklu lengri tíma í að setja hann saman en ætlun var.

Húsasmiðjan Skútuvogi:  990  kr.  Sjá:  http://www.husa.is/index.aspx?GroupId=957

Vox:  2850  kr. í hádegi (7500 kr. á kvöldin.  Um helgar eru skemmtiatriði með í pakkanum (Sigga Beinteins og Daddi diskó)).  100 kr. verðlækkun frá í fyrra í hádegi!  Óbreytt verð á kvöldin.  Gott mál.  Sjá:  http://www.vox.is/JOLAVOX/VOXihadeginu/
.
Strikið:  2980  kr. í hádegi (4980 kr. á kvöldin).  Sjá:  http://www.strikid.is/static/images/strikid_jol.jpg
Friðrik V:  2980  kr. í hádegi (6900 kr. á kvöldin).  Sjá:  http://www.fridrikv.is/is/page/jolin_2009
.
Silfur:  3500  kr. í hádegi (5900 - 6900 kr. á kvöldin eftir dögum)  1100 kr. verðlækkun frá í fyrra í hádegi.  300 kr. verðlækkun á kvöldin.  Gott mál.  Sjá:  http://www.silfur.is/index.phpop?tion=com_content&task=view&id=79&Itemid=58
Skrúður,  Hótel Sögu:  3900  kr. í hádegi.  5900 kr. á kvöldin.
.
Brauðbær,  Hótel Óðinsvé:  3900  kr. mánud. - miðvikud. (6900 kr. aðra daga).  700 kr. verðlækkun frá í fyrra á lægra verði en 400 kr. hækkun á hærra verði.  Í fyrra var reyndar verðmunurinn á milli hádegis og kvölds.  Sjá:  http://www.braudbaer.is/Forsida/UmBraudbae/
Lækjarbrekka:  3900  kr. í hádegi (6900 kr. á kvöldin).  900 kr. verðlækkun frá í fyrra í hádegi.  Kvöldverðið var mismunandi eftir dögum.  Sjá:  http://www.laekjarbrekka.is/index.php?option=content&task=view&id=22&Itemid=55
Gallerý,  Hótel Holt:  3900  kr. í hádegi (7900 kr. á kvöldin).  100 kr. verðhækkun frá í fyrra í hádegi.  Óbreytt kvöldverð.  Sjá:  http://www.hotelholt.is/index.php?/Gallery-Restaurant/Hadegismatsedill.html 
 
Hótel Loftleiðir:  3950 kr. í hádegi.  6500 á kvöldin.  Óbreytt verð.
 
 Kjöt & Kúnst:  3990  kr.
.
Kaffi Reykjavík:  4900  kr.  1000 kr. verðlækkun frá í fyrra.  Sjá:  http://www.restaurantreykjavik.is/index.php?option=content&task=view&id=30&Itemid=53
.
.
Tapas Bar:  4990  kr. með fordrykk700 kr. verðhækkun frá í fyrraSjá:  http://www.tapas.is/
.
Brassería, Grand Hótel:  5100  kr. í hádegi (7500 kr. - 8500 kr. með söng,  skemmtiatriðum og dansleik).  550 kr. verðhækkun  frá í fyrra í hádegi.  1100 - 1900 kr. verðhækkun á kvöldin.
.
Hótel Stykkishólmur:  5500  kr.  Sjá:  http://hringhotels.is//jolahladbord/Default.aspx
Gistihúsið Egilsstöðum:  5900  kr.. 
Hótel Laki:  5900  kr.
Hótel Varmahlíð:  5900  kr. 
Hótel Örk:  5900  kr. föstudaga (6900 laugardaga).  1000 kr. verðlækkun frá í fyrra á föstudegi.  Óbreytt verð á laugardegi.
.
Ráin:  5950  kr. með lifandi músík (Ari Jóns & Finnbogi Kjartans).  Sjá:  www.rain.is
.
Café Nielsen:  6100  kr.
.
Rub23:  6400  kr.  Sjá:  http://www.rub.is/Default.asp?Page=255
.
Lava,  Bláa lónið:  6500  kr. með fordrykk og boðsmiða í lónið. Sjá:  http://www.bluelagoon.is/resources/Files/Bath/Jolahladbord-LAVA-2009-[Compatibility-Mode].pdf
Hótel Selfoss:  6500  kr.
Rauða húsið:  6500  kr.  Sjá:  http://www.raudahusid.is/Frettir/762/  Smella þarf á innrammaða flötinn sem er merktur Jólahlaðborð 2009..
.
Fjörukráin:  6800  kr. með jólaglöggi og lifandi músík (Rúnar Þór og Gylfi Ægisson).  Dansleikur á eftir (Dans á Rósum).  400 kr. verðhækkun frá í fyrra.  Sjá:  http://www.fjorukrain.is/fjorukrain/is/a_dofinni/?cat_id=23805&ew_0_a_id=351816
.
Perlan:  6890  kr. mán. - miðvikud. (7980 aðra daga).  640 kr. verðhækkun frá í fyrra í hádegi.  Þá var lægra verðið reyndar á virkum dögum en 7250 kr. um helgar.  Sjá:  http://www.perlan.is/index.php/is/dni-veitingastadur-133/146-jolahladbord-perlunnar
.
Gamla Kaupfélagið:  6900  kr. með lifandi músík undir borðhaldi (André Backman og félagar) og dansleikur á eftir.  Sjá:  http://www.gamlakaupfelagid.is/  Ath:  Það þarf stækkunargler til að lesa matseðilinn.
Vodafone-höllin:  6900  kr. með skemmtidagskrá og balli (Á móti sól).  Sjá:  http://www.veislurettir.is/index.php?option=content&task=view&id=270&Itemid=151
Fjalakötturinn:  6900  kr.  Sjá:  http://www.fjalakotturinn.is/Matsedill/Jolasedill-2009/
Rauðará:  6900  kr.  Óbreytt verð frá í fyrra.  Sjá:  http://www.raudara.is/index.php?option=content&task=view&id=15&Itemid=38
.
Argentína:  7300  kr. sunnud. - miðvikud. (8300 kr. aðra daga).  Þetta er dálítið kanadískt jólahlaðborð. 2042 kr. verðhækkun frá í fyrra á lægra verði.  2050 kr. verðhækkun á hærra verði.  Sjá:  http://www.argentina.is/?c=webpage&id=55
.
Broadway:  7900- 8400 kr. (með hryllingsmúsík og sýningu á Mikjáli Jackson dönsum + balli (Bermúda) 
Grillið:  7900  kr. (9900 kr. ef valið er af sérmatseðli).  Sjá:  http://www.grillid.is/Grillid/Frett/58
.
Hótel Rangá:  8000  kr. föstudaga (8900 kr. laugardaga)
.
Fiskmarkaðurinn:  8900  kr. 1500 kr. verðhækkun frá í fyrra.  Þá kostaði 7400 kr. sunnud. - miðvikud og 8400 aðra dagaSjá:  http://fiskmarkadurinn.is/.  Það þarf að smell á "Seðill" og síðan "Jólaborðs matseðill".
Súlnasalur,  Hótel Sögu:  8900  kr.  (með skemmtiatriðum og balli).  Óbreytt verð frá í fyrra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Slappaðu af í þessum hlöddurum , annars endarðu í Hveragerði

Ómar Ingi, 30.11.2009 kl. 22:53

2 identicon

Ánægður með þig. Ekki er það nú ókeypis sýnist mér að snæða á hverjum degi á svona hlaðborði, í þetta langan tíma ;)

tommi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  jólahlaðborðin standa til boða aðeins einu sinni á ári. 

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Jens Guð

  Tommi,  trixið er að snæða oftar á ódýrari stöðunum en þeim dýrari.  Jafnframt að fara í hádegi þar sem dýrara er á kvöldin.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:01

5 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það skemmtilega við þetta er að Húsasmiðjuhlaðborðið er á "dýra tímanum".  Allt það helsta, kjúklingar með kokteilsósu o.fl. 

Hilmar Einarsson, 1.12.2009 kl. 01:47

6 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  þetta er virkilega gott verð á ágætu hlaðborði hjá Húsasmiðjunni.  Ég sakna samt hangikjöts hjá þeim.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 02:42

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Verst að maður etur svo mikið til að fá peninganna virði, ég verð orðin hnöttótt þegar janúar rennur upp.  Það er nú líka af því ég fæ mér alltaf konfekt og bók í byrjun desember.  Hagstæðast að kaupa konfektið í kílóavís.  Í fyrra var ég eitthvað sein að velja bók og var búin með konfektið áður en ég keypti bókina.  Svo ég neyddist til að kaupa annan kassa.  Og svo var bókin svo átakanleg að ég grenjaði úr mér augun, og þurfti náttúrulega að kaupa meira konfekt til að hugga mig....

Hjóla-Hrönn, 1.12.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Heyrðu fitubollan þín, það eru 12 mánuðir í árinu og þú ert í 1 mánuð eingöngu á jólahlaðborðum, 1 mánuð að rannsaka þorrahlaðborð,  mér reiknast svo lauslega að þú þurfir að skola þessu niður með bjór og lauslega reiknað drekkur þú þá ca 1460 bjóra á ári.

Jens minn: Þetta getur endað með að Jónina Ben fer með höndina á kaf í afturendanum á þér, ekki viltu það?

S. Lúther Gestsson, 1.12.2009 kl. 15:44

9 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  ég er undir sama hatt settur og þú hvað varðar bóklestur í desember.  Það er fastur liður að lesa nokkrar bækur á þessum árstíma.  Hinsvegar þykir mér betra að sötra bjór yfir lestrinum en maula á konfekti.  Kannski af því að ég vann sem unglingur eitt sumar við konfektgerð og sóðaskapurinn þar gekk fram af mér. 

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 16:58

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  það líður næstum heill mánuður á milli jólahlaðborða og þorrahlaðborða.  Og þorrahlaðborðin standa aðeins yfir í mánuð.  Þannig að þetta er ekkert vandamál.

  Miðað við dósir og gler sem ég skila samviskusamlega í endurvinnslu telst mér til að bjórarnir séu nær 5000 á ári.  Líkaminn þarf mikinn vökva til að virka sem best.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 17:06

11 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Skil nú bara ekkert í mér að giska á þessa fáránlega tölu 1460 stk.

S. Lúther Gestsson, 1.12.2009 kl. 17:20

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ertu búinn að fara á Broadway,,,held ekki.....Maður á að fagna þeim stöðum sem eru með lifandi músik........PUNKTUR

Einar Bragi Bragason., 1.12.2009 kl. 18:19

13 identicon

Vil benda á að það er lægra verð í hádeginu á Hótel Loftleiðum - 3.950,- 

Einnig er Nordica hótel (heitir reyndar orðið Hilton Reykjavík Nordica) og VOX sama jólahlaðborðið.

starfsmaður á Hótel Loftleiðum (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:37

14 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ég skil hana alveg.  Þú varst að miða við ársfjórðung,  eins og algengt er úti á landi.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 23:07

15 Smámynd: Jens Guð

  Einar Bragi,  ég er ekki búinn að fara á Broadway og ætla að halda mig fjarri þeim annars ágæta stað næstu vikur.  Vissulega skal ég samt fagna því að boðið sé upp á lifandi músík á jólahlaðborðum.  Þess vegna einmitt læt ég þess getið þar sem um slíkt ræðir.  Hinsvegar hef ég rosalegt óþol gagnvart Mikjáli Jackson;  músík og dönsum.  Kýs fremur að vera klipinn með logandi töngum en upplifa pyntingar frá hans músík.  Með eða án punkts.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 23:13

16 Smámynd: Jens Guð

  Starfsmaður á Hótel Loftleiðum,  bestu þakkir fyrir að leiðrétta þetta með Hótel Loftleiðir.  Ég er einmitt á leið á jólahlaðborð ykkar eins og undanfarin jól.  Er afskaplega hrifinn af því og skrifaði ítarlega bloggfærslu um það fyrir ári.

  Hinsvegar vantar upplýsingar um jólahlaðborðið í ár á netinu.  Ég tékkaði á því.  Þær upplýsingar sem ég gaf hér eru teknar úr Fréttablaðinu.  En ég skal glaður breyta textanum í bloggfærslu minni til samræmis við upplýsingarnar frá þér.  Svo læt ég bara reyna á þetta á laugardaginn.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband