Hvor lýgur?

  Komin er upp sérkennileg deila þar sem Hreinn Loftsson og Bjarni Benediktsson kalla hvorn annan lygara.  Hreinn kallar Bjarna að auki símadóna og ómerking.  Hreinn er skráður eigandi Birtings,  útgáfufélags DV.  Bjarni er tímabundið formaður Sjálfstæðisflokksins.  Hreinn segir Bjarna hafa hringt í sig og krafist þess að DV hætti að segja frá misheppnaðri fjárfestingu sinni í lúxusturni í Makaó.  Bjarni kemur af fjöllum,  kannast ekki við neitt,  þvertekur fyrir allt og segir Hrein hreinlega fara með hreinar lygar.  Þó viðurkennir Bjarni að hafa hringt í Hrein en það hafi verið út af öðru.  Enda hringdi hann nánast í vitlaust númer.

  Hreinn var að senda frá sér yfirlýsingu þar sem segir meðal annars:

 „Bjarni Benediktsson er ómerkingur og ætti ekki að koma nálægt stjórnmálum. Hann lýgur því að Pressunni að ég hafi ekki borið upp þá spurningu við hann, hvers hann ætlaðist til af mér í framhaldi af athugasemdum hans við fréttaflutning DV í símtali fyrr í dag. Þessa spurningu bar ég fram og hann svaraði því til að ég ætti að stöðva þennan fréttaflutning. Þetta var ekki langt samtal, það er rétt hjá Bjarna, því ég sagðist ekki lúta boðvaldi hans og hann skyldi gera athugasemdir við ritstjórn DV, ef hann teldi ekki rétt með farið varðandi þessar fréttir. Þá er það einnig rétt hjá Bjarna, að ég skellti á hann, enda er ég ekki vanur að eiga löng samtöl við símadóna af þessu tagi.“

  Hvor lýgur?  Annar hvor er lygari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við það sem Hreinn hefur verið viðloðandi gegnum árin og hans vinnuveitendur, þá giska ég á að Hreinn ljúgi.

Fullyrði reyndar að Hreinn fer létt með að ljúga. Veit ekki emð hinn.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 19:49

2 identicon

Hefur Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins ekki atvinnu af því að ljúga að fólki ?

JR (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi að þetta samtala hafi átt sér stað. Það hefur kanski ekki verið eins og Hreinn segir...þeir eru báðir með lygasögur fyrir atvinnu, eða alla vega mjög sérstaka útgáfu af sannleikanum...

Óskar Arnórsson, 13.12.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hreinn er nú einn mesti lygari íslandssögunnar - " if you ask a silly question - you get a silly answer ""

Sigurður Sigurðsson, 13.12.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Liggur það ekki í augum úti Jens ?

Báðir eru Sjálfstæðismann, þannig að báðir hljóta að vera að ljúga........

hilmar jónsson, 13.12.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Ómar Ingi

Já Hilmar og pakkið sem þú kýst forsetinn þinn og béðurinn steini og lessan ljúga aldrei ?.

Hreinn og Bjarni eru án efa með óhreint mjölið en það eru fleiri og hefur ekkert með stjórnmál að gera þrátt fyrir að þú huilmar og aðrir þínir líkir vilji meina svo enda með JÁ með ykkur í liði og þykist vera á móti honum sorglegt.

Ómar Ingi, 14.12.2009 kl. 00:07

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ómar. Halltu þig bara við youtube það fer þér einhvernvegin betur..

Fólk sem skrifar með þínum hætti, td með því að persónugera kynhneigð annara, dæma sig alveg um leið...

hilmar jónsson, 14.12.2009 kl. 00:21

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það vita allir hvað gerðist, Hreinn var staddur í herbergi með fleiri mönnum þegar hann tekur upp símann og þegar hann heyrir að þetta sé Bjarni þá fer hann í einhvern stórleik sem verður að ofleik. Segir svo við þá sem sitja með honum að þetta hafi verið Bjarni og fer svo að hreykja sér af hvernig hann taki á þessum mönnum sem vilja ritstíra blaðinu.

LÉLEGT.

Við vitum sem er að Bjarni hagar sér ekki svona.

S. Lúther Gestsson, 14.12.2009 kl. 01:03

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ,, Athugið að öll símtöl til símans eru tekin upp.,, Þetta fæ ég að vita ef ég á erindi við símann. Þurfa málsmetandi menn ekki að koma sér upp svona búnaði,þarf kanski að fá leyfi? Óneitanlega væru þar sönnunargögn. Munm samtal Árna Matt við Darling.

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2009 kl. 01:40

10 identicon

Gjagg (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 08:52

11 identicon

 Liggur thad ekki í augum úti?  Thetta "söng" einhver á sínum tíma.  Rétt er ad segja:  Liggur thad ekki í augum uppi?

Gjagg (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 08:56

12 identicon

Að öllum líkindum báðir enda annar lögfræðingur og hinn pólitíkus (og lögfræðingur) og þessum stéttum er fyrirmunað að segja satt. Báðir hlutu líka menntun í að ljúga og bulla í Háskólanum þannig að það er ekki von á góðu.

M.Dog (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 09:38

13 identicon

Er þetta ekki sá Hreinn Loftsson sem tjáði Davíð Oddsyni í London hér um árið að Jóni Ásgeiri hefði dottið í hug að bera litlar 300.000.000 kr á þáverandi forsætisráðherra. Er þetta ekki sá Hreinn Loftsson sem hefur verið í gegnum sinn starfsferill hægri, vinstri hönd Jóns þegar kemur að einhverjum soramálum. Hef ekki trú á því að svona lítill kall sé að segja sannleikann. Trúi því hinsvegar að Jón hafi setið á hægri öxl vinar síns og hvíslað að honum hvað hann ætti að segja. Síðan hafi þeir stært sig af því, " Þarna létum við hann heyra það." 

En hvað um það þetta er ritstjóri dagblaðs sem hann vill að sé trúverðugt. Þar er ekkert talað um þjóþrifamál síðan Davíð var tuktaður úr Seðlabankanum. Mætti ekki hugsa sér að málflutningur blaðsins sé eigandanum þókanlegur. Þegar kemur að trúverðugleika eru það hvorki Fréttablaðið né DV sem bera þér sannleikann í fötum heim að dyrum.

Lesið erlenda fjölmiðla og þið komist að miklu meiru um íslenk þjóðþrifamál. Danir voru t.d. búnir að vara við öllu sem gerðist hér löngu áður en það gerðist, en íslendingar vissu allt miklu betur og kunnu mikið meira á fjármálheim jarðarkringlunnar en aðrir. Ofmetnaðurinn skein úr hverju rassgatinu á fætur öðru og hefði verið hægt að virkja hann væri það alveg orka fyrir heilt álver.
Takið ekki öllu sem sagt er í DV eða Fréttblaðinu, já eða Mogganum sem einhverjum heilögum sannleik. En skoðið hverjir eiga inni á hverjum miðli fyrir sig og dæmið síðan. 

Ég hef reyndar ekki keypt DV eða Fréttablaðið eða lesið þá miðla.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:15

14 identicon

Já held að Bjarni sé menntaður atvinnulygari, þannig að það er ólíklegt að hann sé að segja satt. Það er líka frekar ólíklegt að Hreinn sé að segja satt.

Ég held að þeir ljúgi báðir, bara mismikið. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:34

15 Smámynd: Birna Jensdóttir

Alveg klárt má að Hreinn loftsson lýgur eins og hann er langur til,ég mun aldrei trúa orði sem útur honum kemur,kannski lýgur hinn líka hver veit.

Birna Jensdóttir, 14.12.2009 kl. 14:19

16 Smámynd: Jens Guð

  Örn,  er það tilfellið að maðurinn eigi til að segja ósatt?

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 16:06

17 Smámynd: Jens Guð

  JR,  nei,  ég held að svo sé ekki.  En það er spurning hvort hann geti í einhverju tilfelli sagt eins og Árni Johnsen þegar sá ágæti maður varð uppvís að ósannindum varðandi hvar kantsteinar væru niður komnir.  Árni tók þannig til orða:  "Ég sagði ekki beinlínis ósatt en sagði ekki allan sannleikann."

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 16:11

18 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  hugsanlega hafa báðir eitthvað til síns máls en upplifðu samskiptin á sitthvorn hátt.

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 16:13

19 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Sigurðsson,  hefur þú eitthvað fyrir þér sem styður fullyrðinguna?

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 16:14

20 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  er hægt að alhæfa svona um þúsundir fólks?  Sjálfur þekki ég sjálfstæðisflokksmann,  eða reyndar konu,  sem er sannsögul.

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 16:29

21 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já Jens, það var vitni að 300 milljóna króna tilboði mannsins til Davíðs Oddssonar á sínum tíma.  Hann heitir Illugi Gunnarsson og var aðstoðarmaður Davíðs.  Hann staðfesti reyndar frásögn Davíðs á sínum tíma.

Þarftu frekari sannanir ???

Sigurður Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 19:40

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jens Guð! bara svona okkar á milli án þess að ég vilji að það fari lengra...lýgur fólk almennt? Ég lýg nefnilega, bara veit ekki um aðra..er það normalt?

Óskar Arnórsson, 14.12.2009 kl. 20:15

23 Smámynd: Hannes

Stjórnmálamenn eru lygarar og fréttamenn túla atriðin eins og þeim hentar þannig að ég tel að báðir ljúgi og séu með sína eigin útfærslu af samtalinu.

Hannes, 14.12.2009 kl. 20:20

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú ertu að grínast Jens. Hvað heitir hún ?

hilmar jónsson, 14.12.2009 kl. 21:15

25 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  má segja svona um fólk?  Ég á við vegna þess sem segir í skilmálum bloggsins um að ekki megi miðla háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar.  

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 21:31

26 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ef þetta var það sem gerðist þá er rangt að allir viti það.  Ég hef grun um að bara örfáir viti það.

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 21:56

27 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þetta er góður punktur hjá þér.  Lögum samkvæmt má ekki hljóðrita símtal án vitneskju viðmælandans.  En það er minnsta mál í heimi að taka fram að símtalið sé hljóðritað.  Menn i stöðu Hreins og Bjarna ættu að hafa fyrir reglu að hljóðrita símtöl og geyma til sönnunar ef síðar rís ágreiningur um símtalið. 

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 21:58

28 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nú bara fyndið allt saman. Aðalmennirnir farnir að klóra augun hver úr öðrum.

Halla Rut , 15.12.2009 kl. 00:29

29 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  takk fyrir þessa skemmtilegu klippu.

Jens Guð, 15.12.2009 kl. 01:05

30 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  þú ert að vitna til skemmtilegs lags með Purrki Pillnikk.  Söngvarinn,  Einar Örn, var viljandi að snúa út úr gömlu orðatiltæki.  Hann vissi alveg hvað hann var að syngja.  Er ágætur íslenskumaður en hefur gaman af að sprella.

Jens Guð, 15.12.2009 kl. 01:08

31 Smámynd: Jens Guð

  M.Dog,  er ekki full langt gengið að saka mennina um að hafa numið lærdóm í að ljúga í HÍ?  Ég dreg í efa að kennsla þar gangi út á það.  Til eru löglærðir úr þeim skóla sem mega ekki vamm sitt vita.

Jens Guð, 15.12.2009 kl. 01:11

32 Smámynd: Jens Guð

  Baldvin,  jú,  mér skilst að þetta sé sami Hreinn og slafraði í sig með DOddsyni gerjuð vínber á kínverskum veitingastað í London um árið.  DO segir Hrein hafa reynt að bera á sig 300 milljónir gegn því að láta Baug í friði.  Þetta fékk svo á DO að hann náði ekki svefni alla nóttina heldur velti sér í köldu svitakófi.  Í kjölfarið var Baugur ekki látinn í friði.

  Ég hef ekki frekar en þú keypti Fréttablaðið. 

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 00:50

33 Smámynd: Jens Guð

  Bjöggi,  ef það er tilfellið að báðir séu ósannindamenn er erfitt að meta hver skrökvar þegar þeim greinir á.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 00:52

34 Smámynd: Jens Guð

  Birna,  ég held að Hreinn sé frekar langur.  Þannig að þetta eru stór orð hjá þér.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 00:53

35 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  getur þú vísað í staðfestingu Illuga?  Lengi vel vildi hann ekki tjá sig um þetta tveggja manna tal sem fór fram undir fjögur augu.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 00:56

36 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  allir ljúga einhvertímann.  Sumir ljúga með þögninni.  Eitt er að ljúga í glettni í góðra vina hópi.  Annað er að skrökva á opinberum vettvangi.  Flestir gera skarpan greinarmun þar á.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 00:59

37 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  enn einn möguleikinn er að þeir hafi upplifað samskipti sín á sitthvorn hátt.  Það er alþekkt í sakamálum að heiðarlegustu vitnum ber ekki saman.  Hljóðminni svíkur besta fólk.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 01:02

38 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  hún er kölluð Didda og býr í Keflavík.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 01:03

39 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut, þetta er dálítið fyndið.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 01:04

40 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Er ekki óeðliegt að hringja í eiganda blaðs vegna umfjöllun um sig ? Væri ekki nær að tala við ritsjórn og sjá hvað þeir segja ? þú ert nú gamal blaðamaður Jens. Þætti þér ekki betra að ég færi beint til þín eða ritstjóra þíns ef mér þætti þú fjalla um mig með óeðlilegum hætti-  þar að segja ef þú værir enn blaðamaður og sú staða kæmi upp.

Sú litla reynsla sem ég hef af blaðamönnum er að þrátt fyrir allt þá vilja þeir í flestum tilfellum að flest sjónarmið heyrist og að fólk sem er haft undir sök að það fái rétt á að svara fyrir sig. 

Ég tel ljóst Að Bjarni Benidiktsson sé hér að gera virklega mikla politíska skyssu og er sannfærður um að hann sé komin á mjög hálan ís.  Það kæmi mér ekkert á óvart að það kæmi eitthvða athyglisvert úr þessu máli sem hann er viðloðin. 

Brynjar Jóhannsson, 16.12.2009 kl. 01:32

41 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  það eru mjög óeðlileg vinnubrögð af hverjum sem er að hringja í útgefanda til að fá umfjöllun um eitthvað stöðvaða.  Það lýsir skilningsleysi á sjálfstæði ritstjórnar,  sem á að vera skilyrðislaust gagnvart útgefanda.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 01:50

42 identicon

Mér finnst merkilegt hvað fólk er sannfærð um lygafærni Bjarna Ben. Á hann sér sögu af lygum í gegnum tíðina? Þá hlýt ég að hafa misst af þeim.

Fannar (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 18:57

43 Smámynd: Jens Guð

  Fannar,  ég veit það ekki.  Hann er svo nýr á sjónarsviðinu.  Í DV í dag er birt orðrétt eldra samtal hans við blaðamann DV skráð eftir segulbandsupptöku.  Í yfirlýsingu sem B.Ben sendi frá sér vitnar hann rangt í þetta samtal.  Nema samtalið samkvæmt segulbandsupptökunni sé falsað.  Ef um það er að ræða kærir B.Ben umsvifalaust DV. 

  Það er spurning hvort Hreinn eða B.Ben eigi segulbandsupptöku af þeirra símtali.  

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.