Allt á suðupunkti í Bretlandi - gífurleg spenna

  Fyrir viku sagði ég frá undarlegu stríði í Bretlandi.  Það snýst um jólalagið í ár.  Þá er ekki verið að tala um eiginlegt jólalag þar sem sungið er um jólin heldur hvaða lag verður í 1.  sæti breska vinsældalistans yfir jólin.  Samkvæmt áætlun aðstandenda X-factors söngvarakeppninnar á sigurvegari hennar í ár að eiga jólalagið og undirstrika þannig vinsældir og áhrifamátt þáttarins.  Þetta lagðist illa í andstæðinga X-factors.  Þeir hófu herferð fyrir því að 17 ára gamalt bandarískt þungarokkslag,  Killing in the Name  með Rage Against the Machine myndi bregða fæti fyrir X-factor lagið. 

  Ástæðan fyrir valinu á  Killing in the Name  er að í viðlagi er sungið:  Farðu til fjandans,  ég vil ekki gera eins og þú segir!  (Fuck you,  I won´t do what you tell me).  Mjög óvænt brást breskur almenningur einstaklega vel við.  600 þúsund manns skráðu sig á lista undir slagorði viðlagsins.  Fjölmiðlar hafa velt sér upp úr þessum slag,  poppstjörnur tjáð sig um hann og aðstandendur X-factors leggja allt undir til að ná sínu fram.

  Jólalagið ræðst af sölu yfir tímabilið frá aðfaranótt síðasta sunnudags til miðnættis annað kvöld.  Eins og staðan er hefur  Killing in the Name  17% forskot á X-factor lagið.  Það hefur selst í 254 þúsund eintökum en X-factor lagið í 217 þúsund eintökum.  Morgundagurinn verður hinsvegar stærsti söludagur vikunnar og allt getur gerst.  Aðstandendur X-factors voru með 500 þúsund eintök tilbúin á lager til að ekkert gæti klikkað.  Það er allt á útopnu hjá þeim í að koma laginu út.  X-factor batteríið hefur yfir miklu meiri fjármunum að spila.  Forskot  Killing in the Name  hefur komið aðstandendum X-factors úr jafnvægi.  Maðurinn á bak við X-factor,  Simon Cowell,  froðufellir af reiði í fjölmiðlum og á Fésbók.  Það verður hvergi gefið eftir.  Mikið er í húfi fyrir þáttinn.  Það yrði hrikalegt kjaftshögg að lúta í lægra hald fyrir 17 ára gömlu bandarísku þungarokkslagi.

  Úrslitin liggja fyrir á sunnudaginn.

  Hér má heyra  Killing in the Name  og lesa nánar um þennan slag:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/991842/

simon cowell

 


mbl.is Sir Paul styður Rage í jólaslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

98% bestu jólalaga sögunar koma frá Ameríku. 1,98%frá Íslandi og svo 0,2% frá Englandi, en það eru einmitt lögin Merry Xmas Everybody með Slade og Merry Christmas Everyone með Shakin Stevens. Þannig er það nú bara, hvað sem hver segir.

Siggi Lee Lewis, 18.12.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Jens Guð

  Ertu ekki að gleyma hlutdeild finnskra jólalaga?  Ég man reyndar ekki eftir neinu slíku. En mér skilst að á alþjóðavettvangi sé almennt álitið að jólasveinninn sé finnskur.  Finnskir jólasveinar hljóta að syngja finnsk jólalög.  Ég treysti finnskum jólasveinum til að syngja almennilega finnska jólasöngva.

Jens Guð, 19.12.2009 kl. 00:08

3 identicon

Mikið var gaman að sjá að RATM skildi vinna þetta.

Auðjón (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Jens Guð

  Auðjón,  það er mjög gaman.  Það eru víst partý þvers og kruss um Bretland í kvöld þar sem þessari niðurstöðu er fagnað.

Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband