20.12.2009 | 21:30
Risa kjaftshögg á X-factor
Undur og stórmerki hafa átt sér stað í Bretlandi. 17 ára gamalt bandarískt þungarokkslag, Killing in the Name með Rage Against the Machine, valtaði yfir splunkunýtt lag með nýkrýndum X-factor sigurvegara á breska vinsældalistanum. Síðarnefnda lagið seldist í 450.838 eintökum í liðinni viku. Killing in the Name seldist 51.834 eintökum betur, eða samtals í 502.672 eintökum. Þar með er Killing in the Name jólalagið 2009 í Bretlandi, það er að segja prýðir toppsæti breska vinsældalistans um jólin.
Í Bretlandi er mikið gert úr jólalagi hvers árs. Því er hossað í þarlendum fjölmiðum og spilað út í eitt í útvarpi og sjónavarpi yfir jólin. Simon Cowell, maðurinn á bak við söngvarakeppnina X-factor var búinn að lýsa því yfir að ef lagið með X-factor sigurvegaranum yrði jólalagið í ár myndi það breyta öllu til frambúðar. Nú hafa þær vonir orðið að engu. Sigur Killing in the Name yfir X-factor laginu hefur einnig afgerandi þýðingu. Hann er sigur rokkunnenda yfir verksmiðjuframleiddu skallapoppi í niðursuðudósum og atburðarás hannaðri samkvæmt uppskrift markaðsfræðinnar um hjarðhegðun; þar sem hjörðinni er stýrt í réttirnar eins og uppvakningum.´
Hundruð milljónum króna var varið í að tryggja X-factor laginu 1. sætið. Ekki ein króna var sett í að bakka Killing in the Name upp.
Í netheimum loga breskar bloggsíður í umræðu um jólalagið í ár. Sumir eru ósáttir en flestir afar ánægðir. Sigur Killing in the Name er ein aðalfréttin í breskum ljósvaka- og netmiðlum í dag og verður á forsíðum dagblaðanna á morgun. Breska ríkisútvarpið BBC er í vandræðum vegna jólalagsins í ár. Einhverra hluta vegna er bannað að segja vinalega orðið "fuck" í BBC. Í viðlagi Killing in the Name segir "Fuck you, I won´t do what you tell me". Í morgun áttaði tæknimaður BBC sig ekki nógu fljótt á hvað sagt er í texta lagsins. 4 "fuck" sluppu í loftið áður en tæknimaðurinn skrúfaði niður í laginu. BBC sendi í kjölfar frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á þessu.
Síðar í dag hafa aðrir bútar úr laginu en þeir sem innihalda "fuck" verið spilaðir í BBC og Sky. Reyndar er vandamálið varðandi þetta ekki stærra en svo að yfir 4 mínútur eru liðnar af laginu áður en kemur að "fuck-unum".
Killing in the Name var vinsælasta lagið á mörgum breskum pöbbum í kvöld. Þar sungu gestir hástöfum með í "Fuck you" kaflanum. Á fréttasíðum breskra netmiðla hefur fréttin af jólalaginu verið ein mest lesna og oftast áframsenda fréttin í dag. Margir Bretar segja að með þessum úrslitum hafi jólin í raun gengið í garð.
Jólalagið í fyrra var Hallelujah með Alexöndru Burke.
Sigur Killing in the Name hefur vakið athygli víða um heim. Ekki síst í Bandaríkjunum, Enda er Rage Against the Machine frá Los Angeles og ein vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna. Plötur hennar hafa verið í áskrift að 1. sæti bandaríska vinsældalistans.
Meira um þetta hér: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/994066/
Hér er Killing in the Name í flutningi Audioslave með Chris Cornell við hljóðnemann:
R.A.T.M. náði fyrsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt 22.12.2009 kl. 13:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 1033
- Frá upphafi: 4111558
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 869
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta eru afar góðar fréttir, enda nær RATM að auka hjartsláttinn mun meira heldur en X-factor froða.
Rebekka, 20.12.2009 kl. 22:09
Hér er vinur þinn úr X Factor :
http://www.youtube.com/watch?v=jEca0ZnzOKw
JR (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:32
Þegar þeir komu og spiluðu í Kaplakrika (1993 minnir mig) sá ég um að aka þeim um meðan þeir voru hér, þessir uppreisnarmenn reyndust vera hinir kurteisustu og þægilegustu náungar. Ekkert vesen eða stjörnustælar, bara fagmenn fram í fingurgóma.
Einar Steinsson, 20.12.2009 kl. 22:47
Burt séð frá öllu öðru þá er þetta með betri rokklögum sögunnar.
Ég man líka eftir fárinu sem varð þegar þeir komu hingað sem tiltölulega lítið þekkt hljómsveit. Söngvarinn spurði fréttakonuna sem tók viðtal við hann á Keflavíkurflugvelli, hvort þetta væri í fyrsta skipti sem erlend rokhljómsveit kæmi til Íslands.
Emil Hannes Valgeirsson, 20.12.2009 kl. 23:06
… og ekki bara rokhljómsveit heldur eiginlega öllu frekar rokkhljómsveit.
Emil Hannes Valgeirsson, 20.12.2009 kl. 23:09
Rebekka, þetta er besta frétt dagsins. Það ríkir hálfgerð gamlársstemmning í Bretlandi núna í kvöld út af þessu.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:07
JR, hvernig getur þú gert mér þetta? Ég hélt út í 15 sek áður en ég fékk blóðnasir og flogakast. Þetta er ljóti djöfulsins viðbjóðurinn. Á móti kemur að núna er ég ennþá kátari yfir að Killing in the Name valtaði yfir þetta.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:11
Mér finnst þessir X factor og þetta drasl svo lélegt allt saman að það liggur við að maður opni kampavín til að fagna að þeir náðu ekki fyrsta sætinu.
Hannes, 21.12.2009 kl. 00:14
Einar, þeir eru ekki dæmigerðar rokkstjörnur að hætti Guns N´ Roses eða Sex Pistols. Liðsmenn RATM neyta ekki vímuefna né tóbaks (ef trommarinn er undan skilinn), borða ekki dýraafurðir, hafna kynlífi utan hjónabands og eitthvað svoleiðis. Gítarleikarinn er með BA gráðu frá Harvard í, ja, ég man ekki hvort; sagnfræði eða stjórnmálafræði. Hann er höfundur skólakennslubókar um S-Ameríku.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:29
X Factor og Idol er ekki gott fyrir bransan þetta fólk sem er þar á lítið erindi á markaðinn,
Enda sést það nú klárlega að salan á þessu fólki er búin.
Ómar Ingi, 21.12.2009 kl. 00:37
Emil, RATM sló í gegn á Íslandi áður en hún náði flugi annarsstaðar. Killing in the Name fór í 1. sæti hérlendis og stóra platan varð söluhæsta platan löngu áður en lagið og stóra platan náðu inn á vinsældalista í öðrum löndum. Sú var ástæðan fyrir því að RATM hélt hljómleika á Íslandi og tók lítinn pening fyrir.
Vinsældir RATM voru gífurlegar á Íslandi um þetta leyti. Sem dæmi um vinsældirnar má rifja eftirfarandi upp. Útvarpsstöð sem kallaðist Aðalstöðin spilaði bara rólega músík fyrir eldra fólk. Dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar urðu að þrábiðja hlustendur að hætta að hringja í sig með beiðni um óskalagið Killing in the Name. Það lag passaði ekki inn í músíkstefnu Aðalstöðvarinnar og það væri einungis mikið ónæði af öllum þessu innhringingum.
Þrýstingurinn varð samt svo mikill að fyrir rest neyddist Aðalstöðin til að taka Killing in the Name í spilun fyrir gamla fólkið.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:40
Hannes, það eru fréttir af því að kampavín er víða uppselt á breskum börum í kvöld.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:41
Ómar Ingi, ég hef ekki fylgst með þessum þáttaröðum. En kemst þó ekki hjá því að verða var við nöfn sigurvegara, bæði hérlendis og erlendis. Mér virðist sem flest þau nöfn hverfi óvenju hratt í gleymskunnar dá.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 00:44
Þetta er eindæma skemmtileg lesning Jens.
takk
Dodd
Þórður Helgi Þórðarson, 21.12.2009 kl. 06:56
Doddi, tilefnið er svo skemmtilegt.
Jens Guð, 21.12.2009 kl. 07:21
Stærsta frétt ársins.
Auðjón (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 09:40
Jamm, gleðilegt mjög, en samt held ég nú að klúðrið með Susan Boyle eða hvað hún heitir, eigi sinn þátt í þessu, hefði hún unnið, ja, þá stæði málið held ég öðruvísi og andúðin á þessu X-Factor væri ekki eins mikil!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2009 kl. 09:42
Snilld, var Kaplakrikatónleikunum sællar minningar (þokukenndar þó). X Factor er náttúrulega bara sorp.
SeeingRed, 21.12.2009 kl. 10:55
Þetta er frekar fyndið og reyndar ágætt að mörgu leyti. Fíla þetta lag hjá RATM mjög vel. Hitt er annað að það er bara eitthvað lið í útlöndum sem græðir á þessum 2 lögum sem kepptu um 1. jólasætið sem fer líklega í einkaneyslu.
Það er reyndar ágætt að svona framleiðslupopp fái smá "skyr" í andlitið.
Magnús, skoska frúin keppti í Britain's Got Talent sem er allt annað...eða er það . Jú reyndar, X-F er söngvakeppni en hitt hæfileikakeppni. Annars er þetta allt saman raunveruleika-sjónvarps-vella sem er að eyðileggja allt sjónv...en já, kemur þessari umræðu ekkert við
Ignito, 21.12.2009 kl. 14:39
Þetta lag er meiðandi ógeð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.12.2009 kl. 18:13
Það gerist æ oftar að ég er sammála Sigurði Þór. Þetta er afskaplega leiðinlegt lag, "sungið" af uppskrúfuðum monthana.
Yngvi Högnason, 21.12.2009 kl. 22:22
Ég ætla að vera svo grófur segja að þetta lag sé alveg í hópi með Smoke on the Water, Shine On You Crazy Diamond og Bohemian Rhapsody. Fleimið mig ef þið viljið....
Einnar línu speki, 22.12.2009 kl. 00:17
Þetta er ultratöff lag, því verður ekki neitað, Gítarsólóið á eftir að lifa um ár og aldir..
hilmar jónsson, 22.12.2009 kl. 01:42
Auðjón, ég held það. Að minnsta kosti man ég ekki eftir að önnur frétt á árinu hafi flætti yfir poppblöð í sama mæli um leið og almennir fréttamiðlar og slúðurblöð eru undirlögð frásögn atburðar og vangaveltum þar um.
Ég man heldur ekki eftir að lag sem hefur náð 1. sæti í einu landi verði fyrir bragðið frétt í almennum dagblöðum út um allan heim. Þar fyrir utan: Þetta er ein besta frétt ársins. Einkum eftir að ég heyrði ógeðslega lagið með X-factor pungleysingjanum.
Jens Guð, 22.12.2009 kl. 21:13
Magnús Geir, ég er ekki sammála. Í fyrsta lagi var Susan þessi í einhverri annarri keppni en X-factor. Í öðru lagi nýtur hún jákvæðrar velvildar hjá almenningi. Og það er rétt hjá þér að fáir yrðu til að styðja atlögu gagnvart henni.
Eftir því sem ég best skil var það sjálfumgleði Simons Cowells, mannsins á bak við X-factor, og hroki sem olli því að andstæðingum X-factor ofbauð. Fyrir voru þeir komnir með upp í kok af því ómerkilega skallapopp jukki sem X-factor hellti yfir markaðinn og spilaði á markaðinn með óhemju fjármagni til að bakka þetta allt upp.
Jens Guð, 22.12.2009 kl. 21:25
SeeingRed, ég tek undir þetta. Nema að hljómleikarnir í Kaplakrika eru ekki í þoku í mínu tilfelli. Ég man þá glöggt. Enda virkilega skemmtilegir.
Jens Guð, 23.12.2009 kl. 13:38
Ignito, Rage Against the Machine var að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að liðsmenn hljómsveitarinnar hafi tekið sameiginlega ákvörðun um að allur peningur sem salan á þessari rösklega hálfu milljón eintaka skilaði verði látinn renna óskiptur til neyðarskýla fyrir heimilislausa í Bretlandi.
Jens Guð, 23.12.2009 kl. 16:26
Sigurður Þór, nei, það er ekki rétt. Þetta er heilsubætandi lag.
Jens Guð, 23.12.2009 kl. 16:30
Yngvi, ef þú ert að vísa til Chris Cornells þá skilst mér að hann sé allt annað en monthani. Kannski virkar hann þannig á myndbandinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að hann glímir við geðræna sjúkdóma. Annarsvegar þunglyndi og hinsvegar félagsfælni. Báðir sjúkdómarnir gera honum erfitt fyrir að starfa í hljómsveit. Samstarfsmenn hans bera honum þó vel söguna en ná ekki að tengjast honum sem félaga.
Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:18
Einnar línu speki, ég elska þetta lag. Man hvað það virkaði líka ofsalega ferskt og flott þegar ég heyrði það fyrst. Hin lögin sem þú nefnir eru líka mega. Nema ég hef aldrei "fílað" Queen. Ég er ekki eins hrifinn og margir af röddun þeirra. Mér finnst vanta botninn (einn dekkri tón) í hana.
Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:24
Hilmar, ég er þér sammála með gítarsólóið. Það var rosalega ferskt á sínum tíma, eins og fleira í gítarleika Tom(s) Morello(s). Þegar ég fór á hljómleika RATM hlakkaði ég einmitt til að sjá hvernig hann færi að því að gera sum hljóðin. Mér til undrunar voru aðferðirnar oftast ofur einfaldar. En jafn skemmtilegar fyrir því.
Jens Guð, 23.12.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.