Angurvær og hátíðlegur jólasálmur

  Nú þegar liðið er á jólasteikina hellist andagiftin yfir.  Áður en ég vissi af var skáldagyðjan búin að færa mér upp í hendur án fyrirhafnar þennan hátíðlega jólasálm.  Hann verður tekinn upp í kirkjum landsins þegar Gunnar Þórðarson og Atli Heimir verða búnir að semja lag við hann.  Í allra síðustu línunni er bein tilvísun í kveðju jólasveinsins.

  Heims um ból halda menn jól;

heiðingjar,  kristnir og Tjallar.

  Uppi á stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar:

  Tra-la-la-la-la,

tra-la-la-la-ló.

  Tra-la-la-la-la,

tra-la-la-hó-hó!

jólasveinn


mbl.is Steikinni brennt í ræktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert stórskáld Jens minn, það hef ég lengi vitað!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  ef þetta væri nú eitthvað vitrænt hjá mér...  En einhverra hluta vegna fer kveðskapurinn hjá mér alltaf út í algjört bull.

Jens Guð, 28.12.2009 kl. 12:28

3 identicon

Það var ekki Chris Spedding sem spilaði á bassann á Never Mind the Bollocks, heldur Steve Jones gítarleikari.  Þetta hefur margsinnis verið leiðrétt. 

Jones kunni ekki hinar melódísku bassalínur sem forveri Sid Vicious, Glen Matlock, hafði samið.  Hann spilaði því bara rótartóna gítarhljómanna með stöðugum áttundapartsnótum.  Þessi einfaldi bassastill átti etv ekki sístan part í að skapa hið klassíska pönksánd sem margir urðu til að stæla og stæla enn þó það sé sjaldnast kallað pönk lengur.

Helgi Briem (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband