Lennon og Marley eru pöddur

  Í Brasilíu er að finna allskonar skordýr.  Þar á meðal ýmsar skemmtilegar köngulær.  Ein tegundin heitir Bumba Lennoni.  Jú,  rétt.  Hún er nefnd í höfuðið á forsprakka bresku Bítlanna,  Jóni Lennon.

  

  Önnur köngulóartegund heitir Aptostichus Bonoi.  Hún gengur undir gælunafninu Joshua Tree Trapdoor köngulóin.  Heitið hefur eitthvað með írska söngvarann Bono (U2) að gera. 

  Enn ein köngulóartegundin heitir Loureedia Annulipes.  Hún er kennd við söngvaskáldið bandaríska Lou Reed.

  Það er líka til sjávarlúsartegund sem heitir Gnathia Marleyi.  Nafn hennar er sótt í höfuðið á jamaíska reggí-goðinu Bob Marley.

  Skelfiskstegund sem dó út fyrir 300 milljónum ára kallast Amaurotoma Zappa.  Bæði hún og fílapenslabakterían Vallaris Zappia eru nefnd eftir bandaríska háðfuglinum og tónlistarmanninum Frank Zappa.

  Egypskt vatnasvín þykir bera munnsvip líkan breska blúsrokksöngvaranum Mick Jagger.  Þess vegna heitir tegundin Jaggermeryx Naida.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll ljótustu og skaðlegustu skorðdýr sem finnast á Íslandi ættu að heita í höfuðið á núverandi ráðherrum og þingmönnum Framsóknarflokksins.  

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 09:24

2 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!

Jens Guð, 25.10.2014 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.