Plötuumsögn

 - Titill:  At The Heart Of A Selkie

 - Flytjandi:  Eivör ásamt Stórsveit Danska ríkisútvarpsins og kór

 - Einkunn: ***** (af 5)

  Eivör er ađ sumu leyti fćreysk Björk.  Hún hefur boriđ hróđur Fćreyja og fćreyskrar tónlistar víđa um heim.  Er besti sendiherra Fćreyja.

  Ţetta ţekkjum viđ Íslendingar flestum betur.  Eivör hefur átt fjölda laga og platna í efstu sćtum íslenskra vinsćldalista. Hún hefur átt lög og plötur í 1. sćti norska og danska vinsćldalistans.  Hún hefur veriđ nefnd til margra tónlistarverđlauna á Íslandi,  í Danmörku og Fćreyjum og landađ ţeim mörgum. Hún er vinsćlasta og dáđasta erlenda poppstjarnan á Íslandi.  Fyllir jafnan alla sali.  Hvort sem er sunnan lands eđa norđan ţegar hún kemur fram á hljómleikum.

  Vinsćldir Eivarar utan Fćreyja hafa opnađ dyr inn á alţjóđamarkađ fyrir ađra fćreyska tónlistarmenn. Líkt og vinsćldir Bjarkar hafa gert fyrir íslenska tónlist. 

  2005 útsetti Stórsveit Danska ríkisútvarpsins vinsćlustu lög Eivarar og gaf út á plötunni "Tröllabundin".  Á vinnslustigi ţróuđust mál í ţá átt ađ Eivör syngur í mörgum lögum plötunnar sem allt ađ ţví gestasöngvari.  Eđa ţannig.  Ţetta er plata Stórsveitarinnar ađ túlka lög Eivarar.  Fín og djössuđ Stórsveitarplata.

  Nú er komin út ný plata međ Eivöru og Stórsveit Danska ríkisútvarpsins.  Forsendur eru ađrar.  Ţetta er heilstćtt nýtt verk Eivarar um selkonu.  Byggt á ţjóđsögu um selkonu. Mađur ástfanginn af selkonunni felur ham hennar og heldur henni fanginni á landi.  Eignast međ henni börn.  Áđur en yfir lýkur sleppur konan í haminn og sameinast börnum sínum á hafi úti.

  Ţrátt fyrir enskan titil plötunnar eru söngtextar á fćreysku.  Höfundur ţeirra er Marjun Syderbö Kjelnesk. Ţekkt fćreyskt ljóđskáld.  Flest lögin eru Eivarar.  Útsetjarinn Peter Jensen kemur viđ sögu í fjórum af 11 lögum.

  25 manna Stórsveit Danska ríkisútvarpsins er ađdáunarlega hógvćr í undirleik.  Meira ber á tuttugu manna kór sem setur sterkan svip á plötuna.  

  Ţetta er stórbrotnasta og íburđarmesta plata Eivarar til ţessa.  Hún er frekar seintekin.  Ţađ ţarf ađ spila hana nokkrum sinnum áđur en fegurđ tónlistarinnar nýtur sín til fulls. Til hjálpar eru nokkur grípandi og auđmelt lög í bland.  

  Verkiđ nýtur sín best ţegar ţađ er spilađ í heild.  Lögin rađast ţannig ađ ţau styđja hvert annađ.  

  Um frábćran söng Eivarar ţarf ekki ađ fjölyrđa.  

  Til gamans má geta ţess ađ í gćr var tilkynnt ađ fćreysk yfirvöld heiđri Eivöru međ listamannalaunum til ţriggja ára.

at the heart of a selkie     

  

  

    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Frábćr tónlistarmađur, eiginlega snillingur satt ađ segja. -

Ţessi nýja plata hennar er međ ţeim bestu upptökum og "soundi" sem ég hef heyrt lengi. -

Viđ megum vera hreykin yfir ţvi ađ hún hafi meira og minna valiđ Ísland sem land númer 2, en norđurlöndin öll telja sig örugglega eiga hana líka, hugsa ég.

Már Elíson, 21.2.2016 kl. 23:15

2 identicon

Eivör er betri en fćreyski vélstjórinn.

Stefán (IP-tala skráđ) 22.2.2016 kl. 12:28

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Er hún eitthvađ tengd Kirkjubć??

Sigurđur I B Guđmundsson, 23.2.2016 kl. 22:28

4 Smámynd: Jens Guđ

Már,  í dönskum fjölmiđlum er hún jafnan kölluđ dönsk.  Den danske sanger og musiker Eivřr.

Jens Guđ, 24.2.2016 kl. 17:12

5 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  og ekki eins hćttuleg.

Jens Guđ, 24.2.2016 kl. 17:13

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  nei,  hún er Götustelpa alveg aftur í ćttir (frá heimaţorpi Ţrándar í Götu).  Foreldrar hennar og afar og ömmur eru Austureyjarfólk.

  Ég veit ađ ţú átt ćttingja í Kirkjubć á Straumey.   

Jens Guđ, 24.2.2016 kl. 17:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.