Hljómsveitin Týr orđin fjölţjóđleg

  Voriđ 2002 hljómađi fćreyskt lag á Rás 2.  Nokkuđ óvćnt.  Fćreysk tónlist hafđi ekki heyrst í íslensku útvarpi til margra áratuga.  Lagiđ var "Ormurin langi" međ hljómsveitinni Tý.  Viđbrögđ hlustenda voru kröftug.  Allt ćtlađi um koll ađ keyra.  Símkerfi Útvarpsins logađi.  Hlustendur vildu heyra ţetta "norska lag" aftur.  Já, einhverra hluta vegna héldu ţeir ađ ţetta vćri norskt lag.  Fćreyjar voru ekki inn í myndinni.

  Lagiđ var aftur spilađ daginn eftir.  Enn logađi símkerfiđ.  Ţetta varđ vinsćlasta lag ársins á Íslandi.  Platan međ laginu,  "How Far to Aasgard?",  sat vikum saman í toppsćti sölulistans.  Seldist í 4000 eintökum hérlendis.  Kiddi "kanína" (einnig ţekktur sem Kiddi í Hljómalind) var eldsnöggur sem fyrr ađ skynja ađ nú vćri lag.  Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland.  Hvarvetna var fullt út úr dyrum.  Víđa komust fćrri ađ en vildu.  Til ađ mynda í Ölfusi.  Ţar voru fleiri utan húss en komust inn. 

  Á skall alvöru Týs-ćđi.  Hljómsveitin mćtti í Smáralind til ađ gefa eiginhandaráritun.  Ţar myndađist biđröđ sem náđi gafla á milli.  Auglýstur klukkutími teygđist yfir ađ ţriđja tíma. 

  Í miđju fárinu uppgötvađi Kiddi ađ Fćreyingar sátu á gullnámu: Ţar blómstađi öflugt og spennandi tónlistarlíf međ ótrúlega hćfileikaríku fólki:  Eivör,  Hanus G.,  Kári Sverris,  hljómsveitir á borđ viđ 200,  Clickhaze,  Makrel,  Arts,  Yggdrasil,  Lena Anderson og ég er ađ gleyma 100 til viđbótar.  Kiddi kynnti ţetta fólk til sögunnar.  Talađ var um fćreysku bylgjuna.  Eivör varđ súperstjarna.  Einstakar plötur hennar hafa selst í 10 ţúsund eintökum hérlendis.  Hún fyllir alla hljómleikasali.  Í dag er hún stórt nafn víđa um heim.  Hefur fengiđ mörg tónlistarverđlaun.  Hún hefur átt plötur í 1. sćti norska vinsćldalistans og lag í 1. sćti danska vinsćldalistans.  Fyrsta sólóplata Eivarar kom út 1999.  Ţar heiđrađi hún nokkur gömul fćreysk kvćđalög.  Ţau urđu Tý kveikja ađ ţví ađ gera slíkt hiđ sama.  Fyrir ţann tíma ţóttu gömlu kvćđalögin hallćrisleg.      

  Ofurvinsćldir Týs - og Eivarar - á Íslandi urđu ţeim hvatning til ađ leita fyrir sér enn frekar utan landsteinanna.  Međ góđum árangri.  Týr er í dag stórt nafn í senu sem kallast víkingametall.  Hljómsveitin er vel bókuđ á helstu ţungarokkshátíđir heims.  Ađ auki túrar hún ótt og títt um Ameríku og Evrópu.  Fyrir nokkrum árum náđi hún toppsćti ameríska CMJ vinsćldalistans.  Hann mćlir spilun framhaldsskólaútvarpsstöđva í Bandaríkjunum og Kanada (iđulega hérlendis kallađar bandarískar háskólaútvarpsstöđvar - sem er villandi ónákvćmni).

  Hljómsveitin er ţétt bókuđ út ţetta ár.  Ţar á međal á ţungarokkshátíđir í Ameríku, Evrópu og Asíu.  Meira ađ segja í Kóreu og Japan.  

  Vegna bakveiki hefur trommarinn Kári Streymoy af og til helst úr lestinni síđustu ár.  Frá 2016 hefur Ungverjinn Tadeusz Rieckmann veriđ fastur trommari Týs.  Fćreyski gítarleikarinn Terji Skibenćs hefur í gegnum tíđina veriđ úr og í hljómsveitinni.  Húđflúr á hug hans og hjarta.  Nú hefur Ţjóđverjinn Attila Vörös veriđ fastráđinn í hans stađ.

  Söngvahöfundurinn, söngvarinn og gítarsnillingurinn Heri Joensen segir ţetta ekki vera vandamál;  ađ liđsmenn búi í mörgum löndum.  Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuđ í Danmörku.  Allar götur síđan hafa liđsmenn hennar búiđ í ýmsum löndum.  Vinnusvćđiđ er hljómleikaferđir ţvers og kruss um heiminn.  Ţá skiptir ekki máli hvar liđsmenn eru skrásettir til heimilis. 

týr 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Til ađ auka fjölţjóđafílinginn, mćli ég međ ţví ađ TÝR ráđi Jens Guđ sem Gógó dansara og hársveiflara.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2019 kl. 06:19

2 Smámynd: Jens Guđ

Vilhjálmuyr Örn,  góđ uppástunga!  Ég á flestar plötur Týs og hef sótt yfir tug hljómleika međ ţeim,  bćđi hérlendis og í Fćreyjum.  Gćti ţví léttilega dansađ og sveiflađ hári í takt viđ tónlistina.

Jens Guđ, 20.1.2019 kl. 18:30

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Ţeir voru flottir í Götu, minnir ađ áriđ hafiđ veriđ 2009. Ţađ skemmtilega viđ ţađ var ađ ţeir sem sóttu samkomuna (létt alhćfing) höfđu aldrei heyrt í ţeim. Ég í ţađ minnsta glotti ađ svipnum á virđulegum opinberum starfsmönnum Norđurlandanna ţegar ţeir byrjuđu ađ spila og hringdansinn var tekinn undir ţessu lagi og fleirum.

Ég brosi reyndar enn í minningunni. Flott hljómsveit.

Sindri Karl Sigurđsson, 20.1.2019 kl. 21:12

4 Smámynd: Jens Guđ

 Sindri Karl,  ég var áreiđanlega á sömu hljómleikum.  Myndin í hausnum á ţessri bloggsíđu er frá ţeim hljómleikum. 

Jens Guđ, 21.1.2019 kl. 16:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband