Ódýr matur

  Matarverđ í Toronto í Kanada er töluvert lćgra en á Íslandi.  Eins og flest annađ.  Ţar ađ auki er skammturinn vel útilátinn.  Í stađ ţess ađ leifa helmingnum komst ég upp á lag međ ađ kaupa matinn "take away".  Ţannig dugđi hann í tvćr máltíđir.  Matarsóun er til skammar.   Á veitingastađ sem heitir Caribbean Taste er - á milli klukkan 11.00 - 15.00 - seldur kjúklingur (BBQ eđa karrý) á 610 ísl. kr.  Hann er borinn fram međ góđri hrúgu af fersku salati og hrísgrjónum međ nýrabaunum. 

  Á Caribbean Taste er maturinn afgreiddur í pappabakka međ loki.  Ég gat ţví snćtt inni á stađnum og tekiđ afganginn međ mér.  Ţađ var ljúft ađ flýta sér hćgt á stađnum.  Notaleg ópoppuđ reggí-músík hljómađi á góđum styrk.  Á vegg blasti viđ stór mynd af Bob Marley.

  Grillađur lax er á 728 kr.  Eftir klukkan 15.00 hćkkar verđiđ um 40% eđa meir.  Kjúklingurinn er ţá kominn í 855 kr. og laxinn í 1080 kall.

  Á nálćgum morgunverđarstađ fékk ég rétt sem heitir "Simple 2 eggs".  Spćld egg, beikon,  ristađar brauđsneiđar (önnur međ hnetusmjöri, hin međ jarđaberjamauki) og stór plastskál međ blönduđum ávaxtabitum.  M.a. ananas, jarđaberjum, appelsínum og bláberjum.  Ávextirnir voru heil máltíđ út af fyrir sig.   Rétturinn kostađi 837 kr.

  Dýrasta máltíđin sem ég keypti var á Eggspectation. 1360 kr. Hún samanstóđ af tveimur lummum (amerískum pönnukökum).  Ofan á ţeim var sitthvor stóra og ţykka pönnusteikta skinkusneiđin.  Ţar ofan á voru spćld egg.  Yfir var heit hollandaise sósa.  Međlćti voru djúpsteiktar ţunnt skornar kartöflusneiđar,  stór melónusneiđ og tvćr ţykkt ţverskornar appelsínusneiđar (önnur blóđappelsína). 

  Nćst dýrasta máltíđin sem ég keypti kostađi 1256 kr.  Hún var á Maja Indian Cuisine, indverskum veitingastađ.  Ţar fćr viđskiptavinurinn ađ velja sér 3 rétti af mörgum úr tveimur hitaborđum.  Međlćti er ferskt salat, hrísgrjón og hlussustórt bragđgott nanbrauđ.  Ég valdi lamb í karrý, kjúkling í karrý og framandi rétt sem leit girnilega út en var eiginlega eins og ágćt hnausţykk súpa.  Indverski pakkinn dugđi mér í 3 máltíđir.      

  Ég fann matvöruverslun sem selur heitan mat úr hitaborđi.  Hćgt er ađ velja úr ţremur-fjórum réttum sem "rútinerast" dag frá degi.  Stundum lax.  Stundum kjúklingabitar.  Borgađ er fyrir réttinn en ekki er rukkađ fyrir međlćti á borđ viđ grćnmeti og steikta kartöflubáta.  Verđiđ er 800 - 900 kr.  

  Algengt verđ á hálfslítra bjórdós er 184 kr. 

caribean tastesimply 2 eggsávaxtaskáleggspectationindverskur matur    

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi ţađ aftur og enn: Ţađ er eitthvađ ómótstćđilega seyđandi viđ matarpistlana ţína. Allt er svo einfalt, seđjandi og gott.tongue-out

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 28.1.2019 kl. 07:58

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Viđ borgum miklu meira fyrir mat en flestir ađrir vegna ţess ađ viđ vitum "hvađan maturinn kemur"!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 28.1.2019 kl. 17:02

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Bjarklind,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 3.2.2019 kl. 16:41

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B, góđur punktur.

Jens Guđ, 3.2.2019 kl. 16:42

5 identicon

En svo vaknar spurningin: Brúka ţeir bananabáta í Kanödu?

Tobbi (IP-tala skráđ) 4.2.2019 kl. 20:13

6 Smámynd: Jens Guđ

Tobbi,  já.  Banana Boat nýtur vinsćlda í Kanada.

Jens Guđ, 5.2.2019 kl. 17:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.