Furðuvísa

  Í kjölfar Hamraborgarhátíðar,  Menningarnætur Reykjavíkur og Danskra daga í Stykkishólmi rann á mig ósjálfráð skáldagyðja.  Áður en ég vissi af hrökk upp úr mér furðuleg vísa.  Ég botna hvorki upp né niður í henni.  Inn í bullið blandaðist óvænt nafn á 56 ára Bítlalagi af plötunni "Sgt. Peppers...".  Ég kannast ekki við bragfræðina.  Kannski er hún útlend.  Fyrsta orð í annarri línu í báðum hendingum er það sama.  Líka fyrsta orð í þriðju línu.   

  Málhaltir hundar sátu á grindverki.

Þeir sleiktu í sig sólskinið af frímerki.

  Forstjórinn stóð þar hjá og glotti við fót.

Hann heimtaði að fá að fara á þorrablót

í maí

eins og Lucy in the Sky.

 

  Hundarnir þorðu ekki að segja neitt.  

Þeir fóru út í hött eins og yfirleitt.

  Forstjórinn vissi vel að hann fengi sitt.

Jafnvel þó hann þyrfti að gera hitt

í maí

eins og Lucy in the Sky.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð upphitun fyrir froðusnakk ríkisstjórnarinnar á komandi þingi.

Stefán (IP-tala skráð) 27.8.2023 kl. 15:10

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Skemmtilegur atómsstuðull

Jónas Ómar Snorrason, 27.8.2023 kl. 20:48

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta kallar á listamannalaun. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2023 kl. 22:55

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  nákvæmlega!

Jens Guð, 28.8.2023 kl. 08:04

5 Smámynd: Jens Guð

Jónas Ómar,  takk fyrir það!

Jens Guð, 28.8.2023 kl. 08:05

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ekki spurning!

Jens Guð, 28.8.2023 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband