14 ára stúlka montar sig af ofbeldi

  Hér fyrir neðan er blogg 14 ára stúlku,  Lilju Daggar,  af því þegar hún og vinkonur hennar gengu í skrokk á tveimur jafnöldrum sínum við Smáralind sama daginn fyrir viku.   Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar virðist sem stúlkurnar hafi farið mannvillt í fyrra tilfellinu:

  "Seinasta þriðjudag barði ég tvær stelpur (: Ég er stooolt 0Allavega ein heitir hófí og ástæðan fyrir að ég barði hana er sú að HÚN kærði fjólu stóru sistir mína :@ helvítis beyglan en allavega já rebekka byrjaði þetta 0 hún labbaði að henni og sló hana og gellan fór að væla :’0og labbaði útúr tívolíinu og þá byrjuðum við að rífa kjaft við hana (: og hún reif kjaft til baka helvítis tíkin þannig ég reif í hárið á henni og bombaði henni í jörðina svo tók ég hana aftur uppá hárinu og bombaði 1000 sinnum í andlitið á henni =) sem er bara gott hjá mér (: en allavega sko hún hljóp í burtu í áttina að smáralind 0 heimska gella 0en allavega þar hittum við hina gelluna sem ég þekki ekki shitt 0sko hún byrjaði með kjaft við Guðrún Ernu þá bara lömdum ég og Guðrún Erna hana og stappaði oná andlitinu á henni 0 gott hjá mér (: en allavega hún fór að hágrátaþegar hún fór kom löggan og ég bara shit nei !! og löggan kom og tók mig og ég sparkaði í hana og hrækti framan í hana og hún lét mig í handjárn og henti mér inní bíl og við fórum á löggustöðina í kópavogi og eikkað og rebekka var líka tekin það komu þrír löggubílar en allavega ég hélt að hófí hefði kært okkur og ég fór í yfirheyrslu og sagði frá málinu með hófí og rebekka sagði frá málinu með hina stelpuna og rebekka gerði ekki neitt við hana þannig ég kom rebekku í vesen og það var verið að tala um gelluna sem ég og guðrún lömdum bara en ekki rebekka en ég og rebekka enduðum inná stuðlum og rebekka átti að vera þar í minnsta lagi viku."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andfélagsleg og ofbeldisfull hegðun þessarar unga stúlkukindar gæti vel verið afleiðing alls óhæfra foreldra.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Jens Guð

  Þegar hugsun og viðhorf 14 ára barns er svona hvernig verða þessar dömur þá á djamminu 16 - 18 ára þegar áfengi og hugsanlega fleira verður með í spilinu? 

Jens Guð, 17.7.2007 kl. 12:32

3 identicon

Ef þið lesið bloggið hennar þá sjáið þið að þessi stúlka hefur átt afskaplega erfitt sem að sjálfsögðu afsakar ekki hennar hegðun en kannski útskýrir hana frekar. Hún þarf á hjálp að halda.

Ragga (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:46

4 identicon

Mikið óskaplega held ég að foreldrar þessara þriggja stúlkna sem þarna eiga hlut að máli séu gríðarlega stoltir af uppeldinu. Það er greinilega eitthvað mikið að á þeim heimilum sem stúlkurnar alast upp.Ég þakka fyrir að vera ekki í foreldra þeirra sporum og guð gefi að ég þurfi aldrei að upplifa það að börnum mínum finnist ekkert sjálfsagðra að ganga í skrokk á fólki og bæta svo gráu ofan á svart með að gorta sig að því á netinu. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

úff getur þetta verið rétt?  hræðilegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2007 kl. 13:20

6 Smámynd: B Ewing

Fann ævisögu hennar.  Skrifuð 29. mars síðastliðinn.  Eftir að hafa lesið hana sýnist mér þarna vera unglingur sem þarf á mikilli (sálrænni) hjálp að halda.

Ævisaga Lilju ;  

12:04 29.3.2007

Ævisagan mín ;
Ég fæddist árið 1993,og þá varð stóri bróðir minn fimm ára ég man ekki neitt um það en svo ári seinna varð litli
bróðir minn til og svo ég ætla ekki að segja neitt sem ég man ekki en allavega mamma mín og pabbi voru skilin,
pabbi minn átti kærustu sem ég kallaði mömmu og mamma mín átti líka kærasta en ég hataði hann :/ útaf einu sérstöku
og ég bjó hjá pabba mínum og kærustunni hans og fór alltaf til mömmu aðra hverja helgi eða sjaldnar og svo þegar eg
var 3.ára eignaðist ég litla systur, eftir mömmu og kærastann hennar og ég mátti ekki vera mikið með mömmu minni
af því að hún var í neyslu og svo þegar ég var 4.ára litli bróðir minn 3.ára litla systir mín 1.árs og stóri bróðir
minn 9.ára þá dó mamma mín úr ofskammti af eyturlyfjum :/ en kærastinn hennar var dópsali og var sendur beinustu
leið í fangelsi.. þá átti litla systir mín engan að.. við máttum ekki fá hana :/ þannig hún fór til frænku mömmu :/
og á þar tvö systkini sem eru góð við hana :) en jam tvem árum seinna dó kærasti mömmu :/ þannig hann fékk hana ekki
en svo pabbi minn og kærastan hans voru mjög góð þegar ég var fimm ára og yngri notaði ég gleraugu :/ en ég hafði
vit á því að hætta með þau áður en ég byrjaði í grunnskóla :) en jam ég var svona krakki sem ég hélt að ég gæti
lamið alla og ég gat það en svo í öðrum bekk hélt ég það líka en ég lenti í slag við fjólu og það horfðu allir á
þennan slag og það voru krakkar í 7unda bekk að hjálpa henni,vinir bróður hennar þannig ég var laminn :/ en svo
eftir þetta urðum við fjóla bestu vinkonur lengilengi :) og svo fór kærasta pabba frá okkur þegar ég var í 2.bekk :/ þá áttum við enga mömmu :/ en
í 4.bekk var ég besta vinkona Kristu svo hætti ég
í fellaskóla og byrjaði í hólabrekkuskóla og það var í fimmtabekk ég þekkti engan þar nema einn strák sem heitir
Aron Elí :) af því að pabbi minn og pabbi hans voru/eru vinir :)og ég var alltaf með honum í skólanum og krakkarnir i hólabrekkuskóla fannst svo kúl að fá
krakka úr fellonum í skólann sinn gvuð hvað ég man eftir því :) það komu samt allir vel fram við mig og ég var bara orðin vinsælust af öllum eða eikkað ég
lagði mjög góða vinkonu mína í eielti barði hana svona annan hvern dag :/ og strákarnir hjálpuðu mér hræktu á hana og allt kýldu hana dróu hana út á hárinu
ég átti eila bara stráka vini :/ en svo náttla eikkerjar stelpu vinkonur og já Rósa ég og hún hötuðum hvor aðra en sættumst fljótt og urðum bestu vinkonur
en svo hætti það einhvernveginn :/ og ég var líka mikið með Ágústu en jám svo í 6.bekk hafði ég vit á því að hætta að leggja fólk í einelti og svoleis Rósa
var orðinn besta vinkona stelpunnar sem ég lamdi :/ það fannst mér leiðilegt af því að Rósa var vinkona mín þannig við lentum oft í slag og það var ennþá
hjálpað mér að berja hana en ég var ennþá vinsælust :/ og svo var ég rekinn úr skólanum í 6.bekk og fékk að koma aftur í 7unda bekk og svo vorum ég og allir
strákarnir að labba í leikfimi kemur þá ekki Aron og segjir Lilja er búin að vaða yfir okkur alla nú skulum við vaða yfir hana .. sko ég réð yfir þeim ég
sagði bara ef þú gerir ekki þetta fyrir mig þá fer ég í fýlu útí þig og þeir gerðu allt fyrir mig og ef það virkaði ekki þá sagði gerðu etta fyrir mig þá
voru þeir hvað fæ ég í staðinn ég bara koss á kinina þeir bara nei á muninn þá sagði ég okei :D og þeir gerðu allt svo ákváðu þeir bara að vaða yfir mig og
það voru ekki skemmtilegir tímar þá var skólinn miklu lengur að líða og allt váá þá voru plastgellurnar orðnar vinsælastar Christel,Kristrún,Vala,KarenM&
KarenJ en svo í sumrinu kynntist ég stelpu eða ég þekkti hana en við hötuðum hvor aðra útí rassgat otluðum að berja hvor aðra en svo urðum við bestu vinkonur
hún heitir Kolfinna :D og svo byrjaði ég í áttunda bekk í skólanum en það var fínt en svo versnaði það og versnaði en svo var ég rekinn úr skólanum og þá
urðum við strákarnir aftur vinir og þannig en samt ekkert eins og áður en mér finnst það ágætt ég á helling af öðrum vinum sem gera næstum allt fyrir mig
og án vina minna væri ég ekkert.. :/ en sem betur fer á ég nóg af þeim en jam þegar ég byrjaði að hanga með kolfinnu byrjaði að reykja og drekka og vera
tekinn af lögguni mér fannst það kúl en núna gerist það bara eins og ég segji við kolfinnu löggan er að koma og þá segjir kolfinna okei og við bípum og
hún keyrir okkur uppa stöð og við högum okkur eins og asnar  og það er alltaf verra :/ en jam ég endaði í engum skóla mér líður eins og ég sé bara heimskingi
en pabbi segjir að ég sé of gáfuð til að vera í skóla en ég og kolfinna erum oft að lemja fólk og seinast sem við lömdum endaði það illa rifbeinsbrotinn,
handlegsbrotinn og með sprungið bein í úliðnum :/ ekki gott :/ en allavega við förum bráðum bara uppí svit ef við bætum okkur ekki allavega ég ætla ekki að
enda eins og mamma mín mamma mín dó úr neyslu 27ára :/ ég ætla ekki í neyslu þegar ég byrja í skóla á næsta ári ætla ég að taka mig mjög mikið á enginn
slagsmál og enginn vesen :)bar ég ætla ekki að fara í sveit eða á stuðla pabbi minn er þegar að berjast fyrir því en ég var seinast tekinn af lögguni í
fyrradag :/ en ég ætla að bæta mig :/ Ég ætla að bæta mig en jam ég nenni ekki meiru ég vona bara að þið nenið að lesa etta :O mér finnst samt allt komið
í lag hjá mér núna en allavega.. ykkur langaði í ævisöguna :D

B Ewing, 17.7.2007 kl. 13:38

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvar er síða þessara stúlku.  Það mætti alveg benda barnaverndunarráði á þessa síðu eða skóla stúlkunar.  Hún þarf hjálp.  Finn til með henni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2007 kl. 13:48

8 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Vonandi rata þessi börn á réttan veg með góðri leiðsögn. Set þó spurningamerki við stofnanir á borð við Stuðla.

Sigurður Axel Hannesson, 17.7.2007 kl. 14:21

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Afhverju seturu spurningarmerki þar?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:27

10 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Fyrirgefðu, mér láðist að skrifa það sem ég var að hugsa. :)

Að mínu viti hentar ekki sama meðferðin öllum. Frelsissvipting, sálfræðimeðferð, innilokun og líf undir heraga, o. s. frv. Ég hef hitt og spjallað við þónokkra sem hafa haft viðkomu á ýmsum stofnunum, sumir oftar en einu sinni, tvisvar og jafnvel þrisvar. Sumir láta vel af þeim, segja að meðferðin hafi gert sér gott. Aðrir ekki, og rata því alltaf í sama farið aftur. Ég á við að sama meðferðin hentar ekki öllum né alltaf. Álít að fyrst þurfi að finna og greina rót vandans áður en ákveðið er hvað eigi að gera fyrir viðkomandi.

Sigurður Axel Hannesson, 17.7.2007 kl. 14:38

11 Smámynd: B Ewing

Nýjasta bloggsíðan, sú sem ég fann link á á öðru bloggi, virðst vera lokuð á aðra en þá sem þekkja aðgangsorðið.  Þessi er eldri en eftir sömu stúlku og vinkonu hennar.

http://www.blog.central.is/-rassakusk/?page=news

Fann enn eldri bloggsíðu á Minnsirkus.is  sú síða var búin ða vera óvirk í allnokkurn tíma enda var hlekkjað á ofangreint blogg í síðustu færslunni þar.  Finn hlekkinn fyrir þá sem vilja...

B Ewing, 17.7.2007 kl. 14:45

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já en stundum er gott fyrir unglinga að finna að það sé ekki öllum sama.  Unglingar eru hvort eð er ekki komnir með frelsi(ekki orðnir sjálfráða) og eins og í þessu tilfelli, þá tel ég þá oft hafa gott af því að einhver fullorðinn, taki ábyrgðina af þeim og reyni að beina þeim á rétta braut.

Það sem mætti gerast er að styrkja þessa stofnun enn fremur svo hún geti bætt aðstæður, vinnuaðferðir og haldið góðu starfsfólki, en þetta er eitt af fáum úrræðum sem við höfum í svona tilfellum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:57

13 identicon

Það bendir nú ýmislegt til þess að umrædd stúlka eigi eftir að verða langtímaverkefni á fleiri en einni ( meðferðar ) stofnun næstu árin.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:41

14 Smámynd: Róbert Tómasson

Sorglegt er það eina sem ég get sagt, vona bara að þessi stúlka fái þá hjálp sem hana greinilega hefur vantað í gegnum tíðina. 

Róbert Tómasson, 17.7.2007 kl. 15:57

15 Smámynd: Ragnheiður

Stelpuræfillinn...

Af fenginni reynslu þá henta Stuðlar ekki fyrir alla. Krakkar með hegðunarerfiðleika og krakkar í neyslu eiga ekki samleið. Það þarf að vera betur aðskilið en það er afburðagott fólk sem vinnur á Stuðlum...en aðstaðan er ekki sérlega góð.

Ragnheiður , 17.7.2007 kl. 16:02

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Finn sárlega til með stúlkunni og ekki síður fórnarlömbum hennar.  Eitthvað verður að gera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 16:56

17 Smámynd: Blondie

Ég verð að segja að mér finnst öll sú umræða sem hefur verið um þetta blogg, í bloggheimum og á spjallsíðum, fyrir neðan allar hellur. Þær eiga ekki heima á opinberum stöðum, þar sem barnið er nafngreint og allt sem það hefur skrifað er dregið upp á yfirborðið. Flest allir unglingar eru að blogga í dag, það þýðir ekki að það sé í lagi (siðferðislega) að birta það alls staðar og velta sér upp úr því.

Við eru fullorðin og ég held að við ættum að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna þeim ungu og óhörðnuðu hvernig við sýnum aðgát í nærveru sálar!

Blondie, 17.7.2007 kl. 17:13

18 identicon

Þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna. Hann er búinn að vera með menntamálaráðneytið síðastliðin 16 ár, lengur en þessi unga og fróma dama hefur lifað. Launum grunnskólakennara hefur markvisst verið haldið niðri af flokknum, þannig að nú er yfirgnæfandi meirihluti grunnskólakennara konur sem hafa enga líkamsburði til að halda uppi aga í skólunum.

Krakkarnir myndu hins vegar taka mark á valdsmannslegum karlmönnum með djúpa rödd, sem grilla á sínu heimili og taka ekki nótis af einhverju rugli. Ég er ekki að tala um einhverjar veimiltítur og heldur ekki ofbeldi. "Reikna núna, krakkar!" en ekki: "Viljiði vera svo væn að reikna nokkur dæmi núna, krakkar mínir?" Sonur minn reiknaði ekki eitt einasta dæmi í Hagaskóla, sem þó er talinn vera einn af bestu grunnskólum landsins. Ég varð því að kenna honum alla stærðfræðina sjálfur. Það held ég nú.

Ofvitinn (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 17:47

19 identicon

"...hvað fæ ég í staðinn ég bara koss á kinina þeir bara nei á muninn þá sagði ég okei :D og þeir gerðu allt..."

Þetta finnst mér alveg afskaplega óhugnanlegt.
Aumingja stelpan, mikið vona ég að eitthvað verði gert fyrir hana!!!

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:26

20 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það þarf að tíma að setja fullt af peningum í fjölbreytt úrræði fyrir börn og unglinga og jafna kjörin í þjóðfélaginu .Ég held að myndi bjarga miklu. Ókeypis tómstundaiðkun f og fl.og fl. :=) Sammála nr 19 það er ekki beint á línu Sjálfstæðisflokksins.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.7.2007 kl. 21:07

21 Smámynd: kaptein ÍSLAND

samkvæmt áræðalegum  upplýsingum sem mér hafa borist ,þá er þessi 14 stelpa sem var með þessi blogg síðu veik á geði og er búin að vera það lengi og skammastu þín jens fyrir að leita ekki frekari upplísinga áður enn þú ferð að blogga um þetta usssss 

kaptein ÍSLAND, 17.7.2007 kl. 21:31

22 identicon

Af hverju má hann ekki blogga um þetta?

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:49

23 Smámynd: Jens Guð

  Vegna #18 og #23:  Bloggfærslur stelpunnar teljast vera á opinberum vettvangi.  Þar að auki vitnaði Fréttablaðið í þær í dag.  Líka útvarpsstöðvar.  Í útvarpsstöðvum var jafnframt rætt við pabba hennar.   

  Það er ekki eins og þetta sé eitthvert leyndarmál sem sópa á undir teppi.  Þetta er frétt/fréttaskýring sem er á allra vitorði.  Er til umfjöllunar í öllum helstu fjölmiðlum.  Var í flestum fréttatímum útvarpsstöðva í dag og dægurmálaútvarpsþáttum. 

  Ég sé engin rök fyrir því að bloggheimurinn eigi að sitja þegjandi hjá og leiða þennan harmleik hjá sér.  Það að þessi stúlka og vinkvennahópur hennar skuli ganga í skrokk á ókunnugum stelpum á fermingaraldri er ekki einkamál þeirra né ættingja þeirra.  Svona framkoma snýr að öllu samfélaginu.  Hugsunarhátturinn sem birtist í bloggfærslum stelpunnar undirstrikar rækilega að þarna er stórt samfélagslegt vandamál á ferð sem kemur okkur öllum við. 

Jens Guð, 17.7.2007 kl. 22:20

24 identicon

Uppeldisleysi og agaleysi kemur svona af stað.

Lesandi 666 (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 22:34

25 Smámynd: Ragnheiður

Og vegna #23

einmitt þess vegna þarf að ræða málið opinskátt, það er fyrir neðan allar hellur að telpan hafi ekki fengið hjálp. Það er löngu liðin tíð að mál leysist með hausinn í sandinum. Skammastu þín bara sjálfur mánaköttur.

Hvaða undirliggjandi vandi sem hrjáir þetta barn þá þarf að bregðast við og við sem erum fullorðin vitum hvernig )/&&% heilbrigðiskerfið virkar og umræða ýtir kannski aðeins við þessu þunglamalega batteríi

Ragnheiður , 17.7.2007 kl. 22:36

26 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta því við að umræða og vangaveltur sem hér fara fram á kurteislegum og yfirveguðum nótum geta veitt þeim sem hafa með mál að gera aðhald.  Jafnvel bent þeim á fleti sem ástæða er til að skoða betur.  Þá er ég ekki endilega að tala um þetta einstaka mál heldur ýmis mál sem hér hafa verið til umræðu.

  Svo virðist sem flest sem ég blogga um komist til skila á rétta staði.  Þeir sem málið varðar eru jafnan fljótir að láta í sér heyra.  Ég nefni bara tvö dæmi frá síðustu dögum.  Í annað skiptið bloggaði ég um að Dagskrá vikunnar væri búið að kæra dagskrárblaðið Fræ.  Í hitt skiptið sagði ég frá raunum Billa Start þegar Síminn reif af honum símanúmer.  Talsmenn Dagskrár vikunnar og Símans voru fljótir að setja inn athugasemdir.  Sjá:

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/260004/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/258837/

  Þannig gæti ég haldið áfram að rekja færslur og viðbrögð frá þeim sem málið varðar.  Bloggheimur er grasrótin að velta hlutunum fyrir sér upphátt.  Og allir heyra sem vilja heyra.   

Jens Guð, 17.7.2007 kl. 22:39

27 identicon

Ekki er það í okkar valdi að sjá hvað veldur því að þetta barn á erfitt..við getum endalaust velt okkur uppúr orsökum og eytt tíma í það en málið er að það er svona komið fyrir henni í dag og ég segji það sama og Þrymur hún þarf handleiðslu góðs fólks. 

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 23:08

28 identicon

Ég verð að segja að ég vorkenni henni.
Í fyrra tilvikinu ( Þegar að þær fóru mannavilt ) voru þetta vinkonur mínar sem að lenti í þessu, blásaklausar og stúlkur sem aldrei gera neitt af sér og þegar að þeim langar að skemmta sér eitt kvöld lendir það í þessu, að vera lamdar útaf einhverjum misskilningi.
Ég var nýfarin heim þegar að þessi atburður gerðist, það eina sem ég hef heyrt um þessar stúlkur sem gerðu þetta eru eintómar sögur af ofbeldi og hryllilegum atburðum. Vinkonur mínar áttu þetta ekkert skilið, þær voru síður en svo að rífa kjaft.
Hún þarf hjálp, þetta gengur ekki lengur að okkur krökkum getur ekki verið óhætt að fara í smáralindin/tívolíið eða bíó án þess að ráðist er á okkur. Við hin verðskuldum þetta ekki.
Bara vildi koma þessu á framfæri.

Nafnleynd. (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 23:28

29 Smámynd: Jens Guð

  Vegna #23 þar sem því er haldið fram að stúlkan sé geðveik þá hef ég heimildir fyrir því að svo sé ekki.  Hinsvegar eigi hún við skapgerðarbrest að stríða.  Sé haldin skapofsa sem rekja megi til áfalls sem hún hefur orðið fyrir í æsku.  Eða kannski öllu frekar áfalla.  En það breytir ekki því að hver sem ástæðan er þá er þarna stórt vandamál í gangi.  Sem eins og dæmin sýna kemur niður á ókunnugum stelpum á fermingaraldri,  alls ótengdum vandamálinu þannig lagað.  Stelpan þarf hjálp.  Mikla hjálp.  Um það snýst málið. 

Jens Guð, 17.7.2007 kl. 23:37

30 identicon

Þessi stúlka þarfnast mikillrar hjálpar, Stuðlar hjálpa henni lítið sem ekkert. Það er greinilegt að hún hefur ekki fengið mikla ást í gegnum lífið. Kræst,,,,,þegar maður les þess ævisögu hennar langar manni til að gráta yfir lífi þessarar stúlku. Hvað hefur farið forgörðum? Kerfið greinilega,,, hún hefur ekki verið hjá fólki sem hafa gefið henni ástúð, aga og stuðning. Nú á ég örugglega ekki eftir að sofna.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 00:18

31 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jens, mér líkar þú, þú veit nú líka að ég er ekkert hrifinn af því þegar þú nafngreinir annað fólk svona tillitslaust, bara fyrir ógreidda skuld þeirra nánustu & gerir úr því eitthvað frægðarblogg.

Ég lít ekki svo á að 14 ára stúlka sé nú eiginlega ábyrg sinna orða á bloggi eða gerða í raunheimunum en eftir því sem að ég hef lesið hér að framan, þá greinilega eru hennar aðstæður þar ekki alveg til að hrópa húrra fyrir.  Þetta með bull þeirra sem að kenna alltaf kerfinu um allt, er nú varla eyðandi orðum á.

Það eiginlega sem að ég vildi segja, er, mér fannst þetta gott velmeinandi innlegg hjá þér, & ef að það kemur þessari villuráfandi stúlkukind að einhverju leiti að gagni, ert búin að gera skátagóðverk dagsins, & átt því bara einhver 234804954 slík eftir.

S.

Steingrímur Helgason, 18.7.2007 kl. 01:22

32 identicon

Æi því miður er þetta barn sem á eftir að vera manneskjan sem við fréttum af að hafi verið handtekin í tollinum með 5 kg af efnum innvortis.. manneskjan sem á eftir að finnast dáin á kvennaklósetinu á hlemmi.. manneskjan sem á eftir að eiga mjög fáar minningargreinar í mogganum. Og við sjáum öll afhverju, uppeldi og aðstæður á heimili. Vonum bara öll að okkar börn og fjölskylda rekist ekki inn í líf þessar ungu dömu. Ég vona bara af öllu mínu hjarta að enginn skildur mér lendi í skóla með henni

Kristbjörg (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 01:28

33 identicon

Það er reyndar alveg greinilegt að kerfið hefur á eitthvern hátt brugðist í þessu tilfelli því þessi stúlka virðist vera búinn að lemja samnemendur sína í gegnum allan grunnskólann. Hún hefur lennt í mörgum áföllum á stuttri æfi, kannski er það ástæðan en það er engin afsökun. Hún þarf eitthverja aðstoð en líklega eru flestir búnir að gefast upp á henni.
Að hennar eigin sögn sagði pabbi hennar við hana "bara ekki drekka aftur á morgun" þegar hún kom blindfull heim nokkrum dögum fyrir árásina í tívolíinu. Hljómar svoldið eins og hann sé líka búinn að gefast upp.
Ég veit ekki hvað er hægt að gera, mig grunar að stofnanir fyrir vandræðaunglinga komi henni bara í samband við enn verri krakka.

Það er kannski ljótt að segja það en mér finnst forgangsatriði númer eitt ekki vera að hjálpa þessari stúlku, forgangsatriðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir að hún valdi öðrum tjóni.
Hérna er önnur færsla af bloggi hennar sem er dagsett 6.7.

"sæl og blessuð nennii ekki að blogga mikið um seinustu daga skal aðeins renna yfir það bara svona helsta (: af því ég geri alltaf öll smáatriðin líka :/ en okei (:ég, begga, gugga, jóna, auður&fleiri ætluðum öll að berja lenu í fyrradag eða eikkað eða okei alllavega ég var í nathólsvík með Jóu og Eddagaur og Sóley og það var allveg ágætt RebekkaRut, BáraS, Tara, Jóna, Begga, Krissa&Lena á leiðinni og við vildum allar berjana en Rebekka Rut hætti við :/ og Bára þá líka og Tara og Krissa fóru :/ og eftir var það ég gugga jóna begga jóa og auður sem vildum berjana hún kom í nathólsvík og grunaði eikkað og fór heim og kom svo aftur á hlemm og við vorum búnar að plana eikkað svaka þá sko þá hljóp hún í strætó og svo kom hún til tvíburana og þá byrjaði ég með kjaft en hún hljóp í burtu inni strætó og við hlupum á eftir henni lengst útí fella og eikkað svo bað hún okkur um að hitta sig uppí bónusvideo og hún BEILAÐI AFTUUR Í 4 FKN SKIPTIÐ helvítis mellan en allavega tvíburanir prófuðu að hringja í hana í gær og spurja hvar hún væri svo við gætum lamið hana og hún sagðist vera á ísafirði :'D sorglega við fórum í vinnuna hennar og spurðum hvenar hún væri næst að vinna og það var sagt á morgun semsagt í dag og við ætlum að draga hana út á hárinu :'D mér hlakkar geggjað til sko ég gugga og eddi ætlum að kíkja í heimsókn uppá stuðla og svo í húsgagna höllina að berjana :'D Komið nóg í bili læt myndir af þessu seinna (: "

Mér hreinlega hryllir við að hugsa til allra þeirra sem hún hefur pínt á sinni stuttri ævi. Þar af auki virðast margir hafa valið að hjálpa henni frekar en að lenda í henni.
Fórnarlömbin og að koma í veg fyrir að það verði fleiri fórnarlömb hlýtur að vera forgangsatriðið.

ATH: En allt þetta er sagt með þeim fyrirvara að ég hef bara skrifin á bloggsíðunni hennar til að dæma útfrá.

Ingólfur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 01:36

34 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  mitt innlegg gengur út á það að við reynum að átta okkur á því hvað er að.  Og reynum að finna lausn á vandamálinu.  Ekki með því að ráðast á stúlkuna sem málið snýst um.  Þó að vissulega beri hún ábyrgð á gerðum sínum.  14 ára stelpa er ekki óviti og ofbeldi hennar gagnvart jafnöldrum og afstaða er sláandi.  Dæmið snýr að þeim úrræðum sem eru fyrir hendi.  Eða eru ekki fyrir hendi. 

Jens Guð, 18.7.2007 kl. 01:41

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona blogg geta virkað akkúrat öfugt Jens minn af því að undir niðri liggur ákveðin athyglissýki og sjálfmiðun, sem bara ýfist til hins verra hjá slíkum börnum.  Hér er engum greiði gerður kæri vin að öllu þínu bloggi ólöstuðu annars. Vinur er sá sem til vamms segir.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.7.2007 kl. 05:52

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg sjálfsagt mál að ræða svona mál, þó þarf vissulega að gæta að hvernig það er gert.  Ég hef sjálf skrifað í yfir 20 ár um vanda sonar míns, ég hef gert það til lað benda á hve illa er búið að slíku fólki, og hve aftarlega það er í forgangsröðun, þegar ég skrifa þetta orð forgangsröðun þá sé ég allt í einu, að það er alrangt orð, þau eru ekki talin með í mannlegu samfélagi, hvað þá að það standi til að gera átak í að hjálpa fíklum og þeim sem eru nánast á götunni, þeir eru einfaldlega ekki með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 09:04

37 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kristbjörg mér finnst nú óþarfi að dæma stúlkuna svona hart.  Það er ekkert sem segir ekki að hún geti tekið sér tak og snúið blaðinu við.  Finnst hræðilegt þegar framtíð barna eru fyrirfram dæmd af fullorðnum.

Ég er sammála um að það sé sjálfsagt mál að ræða svona mál, en ég er líka sammála því að það eigi ekki að nafngreina, af tillitsemi við alla sem að koma. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2007 kl. 13:25

38 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég las yfir öll kommentin og flest eru málefnaleg. en það sem Jón Steinar sagði var mjög athyglivert, þótt þessi umræða verði til góðs, það kemur bara í ljós. En málið er, að börn og unglingar sem hvergi rekast, eru alstaðar fyrir, þar sem búið er að "ræða málin", straffa og beita allskonar "úrræðum" í mörg ár, gangast stundum upp í því að vera "góð" í því að vera vond. Þannig gæti svona umfjöllum gert stúlkuna enn "betri" í hrottanum enda búið að auglýsa hið "illa orðspor". 

Benedikt Halldórsson, 18.7.2007 kl. 13:48

39 Smámynd: Upprétti Apinn

Þessu barni vantar aga.  Sem er bannorð í þessu endalausa sálfræðirugli félagsfræðistéttarinnar.  Barninu verður hent á milli sálfræðinga og félagsfræðissamtaka sem reyna að "skilja" hana og kenna fortíðinni og samfélaginu um frekar en að kenna henni að taka ábyrgð á eigin gjörðum.  Atferlið á líklega eftir að drepa hana á stuttum tíma.

Upprétti Apinn, 18.7.2007 kl. 16:55

40 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gleymdi einu. Ég held að það geti verið réttlætanlegt að birta verstu soraskrifin, enda er ákveðin fælingamáttur fólgin í "fordæmingu" okkar, flestir reyna að sneyða hjá henni þótt aðrir gangist upp í "auglýsingunni".

Benedikt Halldórsson, 18.7.2007 kl. 17:52

41 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  þetta er góður punktur hjá þér og umhugsunarverður.  Það er augljóst af skrifum stelpunnar að hún er að gera sig merkilega í augum kunningjanna.  Henni þykir sem hún hafi afrekað eitthvað merkilegt.   Og miðað við að vinkonur hennar tóku þátt í ofbeldinu er næsta víst hver stemmningin er í hópnum.

  Eins og Benedikt bendir á þá er hugsanlegur fælingarmáttur fólginn í fordæmingu okkar á framferði stelpunnar.  Kannski/vonandi vinnur það gegn þeim ranghugmyndum sem stelpan er haldin. 

Jens Guð, 19.7.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband