Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.5.2015 | 18:43
Jón Ţorleifs í einkennilegum mótmćlagöngum
Ég hef áđur sagt frá ţví hvers vegna Jón Ţorleifsson, verkamađur og rithöfundur, var reglulega fjarlćgđur af lögreglunni 1. maí. Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á hlekk hér neđst. Jón tók aftur á móti virkan ţátt í mörgum öđrum mótmćlagöngum. En gekk ekki í takt viđ ađra göngumenn. Ţvert á móti. Hann gekk í öfuga átt; á móti göngumönnum. Hann ţandi út olnbogana til ađ gera sig sem breiđastan. Göngumenn urđu ađ taka stóran sveig til ađ komast framhjá honum. Stundum til vandrćđa, til ađ mynda ţegar tveir eđa fleiri héldu á lofti breiđum borđa. Eđa hópur foreldra í einni kös ýtti á undan sér barnavögnum. Eđa ţegar nokkrir fatlađir voru hliđ viđ hliđ í hjólastólum. Aldrei vék Jón fyrir neinum. Hann stoppađi viđ svona ađstćđur og beiđ eftir ţví ađ hinir sveigđu til hliđar.
Jón ţurfti ekki ađ vera ósammála baráttumálum göngunnar til ađ bregđast svona viđ. Ţó var ţađ í sumum tilfellum. Oftar var ţetta ţó vegna ţess ađ Jón var ósáttur viđ einhverja ţá sem stóđu ađ göngunni eđa auglýsta rćđumenn. Ţađ ţurfti ekki mikiđ til.
Síđustu áratugi ćvi sinnar sinnađist Jóni viđ ćttingja sína. Mér skilst ađ upphaf ţess megi rekja til andúđar hans á verkalýđsforingjunum Gvendi Jaka og Eđvarđi Sigurđssyni. Bróđir Jóns hafi reynt ađ leiđrétta einhverjar ranghugmyndir hans varđandi ţessa menn eđa eitthvađ í gjörđum ţeirra. Jón tók ţví illa.
Tekiđ skal fram ađ ćttingjar Jóns voru og eru afskaplega gott og vandađ fólk. Suma ţeirra ţekki ég. Samhljóđa vitnisburđ hef ég frá öđrum um ţá sem ég ţekki ekki.
Í fyrsta skipti sem ég heyrđi Jón nefna bróđir sinn var í sambandi viđ verkalýđsforingjana. Jón úthúđađi ţeim og sagđi síđan óvćnt: "Ég skil ekki hvađ ég ţoldi helvítiđ hann Kristján bróđir lengi."
Ég hissa: "Ha? Af hverju segir ţú ţetta?"
Jón: "Ţetta fífl trúir öllu sem Gvendur Jaki og Eđvarđ ljúga ađ honum."
Ég: "Hvernig ţá?"
Jón: "Hann er trúgjarnasti mađur sem ég ţekki. Hann er svo trúgjarn ađ ţegar hann lýgur einhverju sjálfur ţá trúir hann ţví samstundis."
----------------
Fleiri sögur af Jóni hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2015 kl. 12:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2015 | 09:52
Af hverju má ekki vera skemmtilegt?
Súpuvagnar hafa sett skemmtilegan svip á bćjarlífiđ á síđustu árum. Ekki síst kjötsúpuvagnarnir á Skólavörđuholti og í Lćkjargötu. Einnig humarsúpuvagninn í Hafnarstrćti.
Styttan af Leifi Eiríkssyni á Skólavörđuholti hefur gríđarlega sterkt ađdráttarafl á erlenda ferđamenn. Einkum Bandaríkjamenn. Ţađ var Kaninn sem gaf Íslendingum styttuna í ţakklćtisskini fyrir ađ Lucky Luke fann Ameríku og týndi henni aftur.
Margir skemmta sér konunglega viđ ađ góna á furđubygginguna Hallgrímskirkju. Á nöprum sumardegi ţykir túristum á Skólavörđuholti fátt notalegra en ađ bragđa á heitri íslenskri kjötsúpu úr Warm Farmers Soup.
Súpubílnum hefur ekki fylgt neinn ókostur. Enginn. Ađeins kostir. En nú skal bílnum bolađ út. Breytingar hafa veriđ gerđar á samţykkt Reykjavíkurborgar ţar um. Súpuvagn sem á einhverjum tímapunkti hefur veriđ međ mótor má ekki lengur standa í stćđi. Ţađ er leiđinlegt. Ţađ ţykir kostur. Ţađ má ekki vera skemmtilegt og ţćgilegt.
Missir stćđiđ og selur vagninn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
26.4.2015 | 22:57
Ríkisrekna mannanafnalöggan rassskelt eina ferđina enn
Ţađ er ađ verđa dálítiđ staglkennt hjá mér ađ fjalla um ríkisreknu íslensku mannanafnalögguna. Hún er brandari út í eitt. Súrrealískt dćmi um leikhús fáránleikans. Á dögunum átti ég samtal viđ kanadískan mann. Íbúar Kanada eru rösklega 35 milljónir. Ţar hafa ekki komiđ upp nein vandamál međ mannanöfn - ţrátt fyrir ađ samfélagiđ sé blessunarlega laust viđ ríkisrekna mannanafnalöggu. Hann sagđi mér ađ besti brandari sem hann geti sagt í Kanada sé af ríkisreknu íslensku mannanafnalöggunni. Ţá leggjast ţarlendir í gólfiđ í hláturskrampa yfir fáránleikanum.
Íslenskur vinur minn, búsettur í N-Karólínu, hefur sömu sögu ađ segja. Kaninn skríkir úr hlátri ţegar honum er sagt frá ríkisreknu íslensku mannanafnalöggunni.
Fyrir helgi hnekkti Hérađsdómur Reykjavíkur banni mannanafnalöggunnar á millinafninu Gests. Mannanafnalöggan taldi brýna nauđsyn á takmörkun svo léttúđugs nafns. Almannahagsmunir vćru í húfi. Skipti engu ađ drengurinn var nefndur í höfuđ á móđurbróđir sínum. Jafnframt gekk einn ţekktasti plötuútgefandi, grínari, trommuleikari og hljómsveitarstjóri Íslands áratugum saman undir nafninu Svavar Gests. Gott ef stjórnmálamađurinn Svavar Gests, fyrrum ráđherra og sendiherra, er ekki einnig í daglegu tali kallađur Svavar Gests.
Íslenska ríkisrekna mannanafnalöggan er út í hött. Hún hefur tapađ hverju einasta dómsmáli bćđi hérlendis og erlendis. Ţađ undirstrikar rugliđ. En fyrst og síđast snýst máliđ um ţađ ađ mannanafnalögga er í toppsćti yfir fáránlegustu ríkisreknu óţurftarfyrirbćri samfélagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
23.4.2015 | 20:16
Klámfengin brjóst
Bćjarráđ Venice strandar í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjum Norđur Ameríku fer full bratt í ađ breyta reglum um sólbađ í ríkinu. Í gćr samţykkti bćjarráđiđ ađ leyfa konum ađ njóta sólar berbrjósta. Fyrirmyndin er teprulaus - frjálslynd - ríki í Evrópu. Samkvćmt bestu heimildum hefur ekkert verulegt tjón skapast af berbrjósta konum í sólbađi í Evrópu.
Í sunnanverđum Bandaríkjum Norđur-Ameríku hefur bert kvenmannsbrjóst veriđ skilgreint sem gróft klám. Sjónvarpsstöđin CBS var sektuđ um mörg hundruđ milljónir króna eftir ađ í beinni útsendingu sást í brjóst á Janet Jackson (ţegar Justin Timberlake svipti af brjóstinu taupjötlu). Sektinni var hnekkt eftir margra ára rándýr réttarhöld. CBS til bjargar varđ ađ geirvarta sást ekki. Stjarna var límd yfir hana. Án stjörnunnar hefđi CBS átt á hćttu ađ missa starfsleyfi.
Samţykkt bćjarráđs Venice strandar í Kaliforníu hefur ţegar vakiđ upp harđa umrćđu. Svo mjög klámfengin sem hún ţykir vera. Klókara - til ađ ná sátt - hefđi veriđ ađ taka skrefiđ til hálfs í fyrstu atrennu: Ađ leyfa ađeins annađ brjóstiđ bert í sólbađi nćstu 5 ár. Ađ ţeim tíma liđnum mćtti meta árangurinn og hugsanlega taka ákvörđun um ađ leyfa hinu brjóstinu ađ njóta sólar.
Vilja leyfa berbrjósta sólböđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2015 kl. 14:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2015 | 21:56
Kynsvall međ markmiđi
Fréttir af Eiturlyfjastofnun Bandaríkjanna, DEA, vekja upp spurningar. Um leiđ og ţćr vekja til umhugsunar. Fjöldi starfsmanna stofnunarinnar, lögreglumenn, var ofdekrađur af eiturlyfjamafíunni. Hún hlóđ á ţá gjöfum af ýmsu tagi. Ţar á međal ţykkum seđlabúntum og skemmtilegum byssum. Til viđbótar voru lögreglumennirnir ofaldir í langvarandi og fjölbreyttu kynsvalli međ vćndiskonum á snćrum eiturlyfjabaróna. Sumir starfsmenn DEA ţurftu meira en ađrir. Ţá var gripiđ til ţess ráđs ađ borga vćndiskonum međ beinhörđum peningum af tékkareikningi Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna.
Í síđasta mánuđi var flett ofan af vinnubrögđum lögreglumannanna. Nokkrir ţeirra voru í kjölfariđ skammađir. Ţar af voru sumir leystir frá störfum í tvćr vikur.
Lögreglumennirnir hafa sitthvađ sér til málsbóta. Sumir stunduđu kynsvalliđ í von um ađ veiđa upp úr vćndiskonunum leyndarmál um eiturlyfjabarónana. Ađrir höfđu ekki hugmynd um ţađ hver bauđ ţeim í kynsvalliđ. Ţeir héldu ađ ţađ vćru bara einhverjir ókunnugir góđviljađir og gestrisnir menn úti í bć. Ţađ hefđi veriđ dónaskapur ađ hafna ţví sem ţeir buđu.
Ţegar fjölmiđlar komust í máliđ hitnađi undir yfirmanni Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna. Góđri konu sem má ekki vamm sitt vita. En í útlöndum segja yfirmenn stofnana af sér undir svona kringumstćđum. Hún lćtur af störfum um miđjan maí. Ţegar dómsmálaráđherra Bandaríkjanna tilkynnti um afsögn hennar ţá hlóđ hann á hana lofi. Önnur eins sómamanneskja hefur ekki gengiđ á jörđinni síđan María mey rölti kasólétt um torg og grundir međ barn undir belti eftir kvöldstund međ guđi.
Segir af sér vegna kynsvalls | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2015 kl. 18:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2015 | 23:19
Jón Ţorleifs og uppreisn á elliheimili
Jón Ţorleifsson, rithöfundur og verkamađur, mćtti mótlćti í lífinu alla sína löngu ćvi. Hann ţótti sérlundađur unglingur og varđ fyrir ađkasti. Ég veit ekki hvort ađ um einelti var ađ rćđa eđa saklausa stríđni. Ţađ var skopast ađ gormćlgi hans. Ţađ varđ til ţess ađ hann ákvađ ungur ađ tala aldrei í útvarp, sjónvarp né á fundum. Hann sagđist ekki vilja gera andstćđingunum til geđs ađ snúa út úr málflutningi hans međ háđsglósum um gormćlgina.
Jafnaldrar Jóns lögđu hart ađ honum ađ drekka áfengi og reykja á unglingsárum. Jón harđneitađi ađ verđa viđ ţví. Ţađ kostađi glens á kostnađ hans. Á gamals aldri ţótti honum notalegt ađ ţiggja stórt Irish Coffee glas eđa tvö. Hann gerđi ekki athugasemd viđ ađ whisky-slurkurinn vćri plássfrekari í drykknum í seinna glasinu. Ţá varđ hann rjóđur í vanga og hláturmildur.
Ég hef heimildir frá öđrum en Jóni um ađ hann hafi veriđ samviskusamur og röskur til vinnu.
Eitt sinn klćddi ég međ furu stofu í íbúđ sem ég keypti. Fyrir voru veggir međ betrekki sem lá upp í fallega gifsskreytingu í lofti. Ég tók einn og einn vegg fyrir í einu. Fjarlćgđi betrekkiđ og grunnmálađi vegginn áđur en furunni var neglt á ţá.
Jón kom í heimsókn Hann var snöggur ađ hlaupa undir bagga. Hann tćtti betrekkiđ svo kröftuglega af veggnum ađ stór hluti af gifsskreytingunni fylgdi međ. Til ađ bjarga afganginum af gifsskreytingunni fékk ég ann til ađ byrja ađ negla upp furuborđin. Hann tók ţau engum vettlingatökum. Hann lúbarđi ţau svo ađ ţau mörđust viđ hvert hamarshögg og naglar beygluđust. Ţađ kom ekki ađ sök. Flestir marblettir hurfu undir fals á nćsta furuborđi.
Á međan á framkvćmdum stóđ mćtti Jón á hverju kvöldi. "Ţađ munar um ađ vera međ mann vanan byggingavinnu til ađstođar," sagđi hann drjúgur á svip.
Á miđjum aldri slasađist Jón á baki. Ţađ var vinnuslys. Eftir ţađ gat hann ekki unniđ neina vinnu sem reyndi á líkamann. Hann var settur á örorkubćtur. Hann hafnađi ţeim og vildi létta vinnu. Ţađ gekk ekki upp. Jón kenndi verkalýđsforingjunum Gvendi Jaka og Eđvarđi Sigurđssyni um ađ leggja stein í götu sína. Jón var atvinnulaus án allra bóta til margra ára. Honum til bjargar varđ ađ hann átti dýrmćtt bókasafn. Úr ţví seldi hann perlur eftir ţví sem hungriđ svarf ađ.
Sumir halda ţví fram ađ Jón hafi sjálfur málađ sig út í horn. Hann hafi ekki viljađ ţiggja ađstođ frá réttum ađilum. Hann hafi túlkađ allt á versta veg og fariđ í stríđ viđ ţá. Hann hafi nćrst á ţví ađ vera píslavottur. Ég ćtla ađ ţađ sé sannleikskorn í ţví. Hinsvegar ţykir mér líklegast ađ Jón hafi einfaldlega ekki kunnađ á rangala kerfisins. Ekkert vitađ hvert hann gat snúiđ sér. Né heldur hver hans réttur til ađstođar og bóta var.
Seint og síđar meir varđ Jón ţeirrar gćfu ađnjótandi ađ ramba inn á skrifstofu til Helga Seljan, fyrrverandi alţingismanns en ţá ritstjóra tímarits Öryrkjabandalagsins.
Í tímariti Öryrkjabandalagsins var vísnaţáttur. Erindi Jóns til Helga var ađ lauma ađ honum vísu til birtingar í blađinu. Áđur en Jón náđi ađ snúa sér viđ var Helgi búinn ađ koma öllum hans hlutum í lag. Ţar á međal ađ ganga frá langvarandi rugli og hnúti međ skattamál Jóns. Helgi kom Jóni á eđlileg ellilaun. Nokkru síđar var hann jafnframt kominn međ rúmgott húsnćđi á öldrunarheimili í Hlíđunum. Ţar fékk hann mat og drykk á öllum matmálstímum.
Eftir kynni Jóns af Helga blómstrađi hann. Helgi er einn örfárra embćttismanna sem kunni lag á Jóni. Ţar ađ auki birti hann vísur eftir Jón í Öryrkjablađinu. Ţađ ţótti Jóni mikil upphefđ.
Á öldrunarheimilinu átti Jón ađ borga 25 ţúsund krónur á mánuđi (fyrir veitingar, ţvotta, herbergi o.s.frv.). Gíróseđlunum safnađi Jón samviskusamlega saman en borgađi aldrei neitt. Í hvert sinn sem ég heimsótti Jón dró hann fram bunkann og sagđi: "Sjáđu hvađ ţessi er orđinn stór!"
Á nokkurra vikna fresti kallađi stjórn elliheimilisins Jón á sinn fund. Ţar var af nćrfćrni óskađ eftir ţví ađ skuldamáliđ yrđi leyst međ góđri lendingu fyrir alla. Stofnunin safnađi ekki peningum heldur ţyrftu herbergin ađ standa undir útlögđum kostnađi. Jón sagđist hafa fullan skilning á ţví. Tveir kostir vćru í stöđunni. Annar - og sá sem Jón mćlti eindregiđ međ - vćri sá ađ rukka menn sem skulduđu Jóni milljónir króna. Ţar fćri fremstur í flokki Gvendur Jaki. Nćsti skuldunautur vćri Eđvarđ Sigurđsson.
"Rukkiđ ţessa glćpamenn af fullum ţunga," ráđlagđi Jón og bćtti viđ: "Ég skal kvitta undir hvađa pappír sem er ađ ykkur sé heimilt ađ ganga ađ ţeim í mínu nafni."
Hinn kosturinn sem Jón benti á - en mćlti ekki sérlega međ - var sá ađ honum sjálfum yrđi stungiđ inn í skuldafangelsi á Litla-Hrauni. "Á tírćđisaldri skiptir mig ekki svo miklu máli hvar ég hef húsaskjól og fćđi. Ég held ađ ég eignist ekki fleiri vini ţar en hér. Sem er enginn!"
-----------------------------
Fleiri sögur af Jóni: Hér
-----------------------------
Ef smellt er á ţennan hlekk -hér - og skrollađ niđur síđu Vísis ţá neđst til vinstri má sjá frétt af eftirmála ţess er Jón reif hátíđarrćđu af Eđvarđi Sigurđssyni á 1. maí hátíđarhöldunum 1975.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2015 kl. 14:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2015 | 19:36
Samgleđjumst vegna rausnalegra launahćkkana
Eđlilega hafa ríflegar nýsamţykktar launahćkkanir stjórnenda HB Granda vakiđ athygli. Ţó eru ţađ ekki nema 33% hćkkanir. Minni athygli hafa vakiđ 75% launahćkkanir stjórnarmanna VÍS. Ţegar betur er ađ gáđ er ekki um háar launagreiđslur ađ rćđa. Menn eru ađ fá ţetta 200 til 350 ţúsund kall fyrir ađ sitja mánađarlegan stjórnarfund. Hann getur teygst alveg yfir í á annan klukkutíma. Á móti vegur ađ gott kaffibrauđ er á borđum. Engu ađ síđur eru stjórnarfundir leiđinlegir. Ef laun stjórnamanna vćru lćgri myndi enginn fást til ađ taka sćti í stjórn svona fyrirtćkja. Ţeir myndu allir sem einn flytja til útlanda. Útlend fyrirtćki myndu togast á um ţá ef stjórnarlaun ţeirra á Íslandi vćru skorin viđ nögl.
Ţar fyrir utan fá stjórnarmenn ýmissa annarra íslenskra fyrirtćkja alveg upp í 1,2 milljónir í mánađarlaun fyrir fundinn.
Ţetta er fagnađarefni. Ţetta stađfestir ađ fyrirtćkin eru vel rekin. Ţau hafa efni á ţessu. Ţau búa viđ gott atlćti. Ennţá betra er ađ eigendur ţessara sömu fyrirtćkja eru ađ greiđa sér ţessa dagana allt upp í nokkra milljarđa í arđ. Ţađ er reisn yfir ţví.
Ómenntađi skófluskríllinn nýtur góđs af. Hann er ofdekrađur. Hver sem ţiggja vill fćr 3,5% launahćkkun á nćstu dögum. Liđiđ ţarf ekkert ađ gera annađ en samţykkja ţađ. Nýveriđ fengu allir starfsmenn HB Granda íspinna ađ gjöf frá fyrirtćkinu.
Stjórn VÍS fékk 75% hćkkun | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2015 kl. 21:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
13.4.2015 | 20:38
Jafnaldrar í góđum gír
Fátt er skemmtilegra en ađ fylgjast međ fólki fagna afmćli sínu. Hver afmćlisdagur er sigur. Honum fylgir sigurgleđi og ţakklćti fyrir ađ hafa orđiđ ţess ađnjótandi ađ bćta enn einu árinu í reynslubankann. Međ tilheyrandi allri ţeirri skemmtun sem síđasta ár bauđ upp á.
Hér međ fćri ég Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, forsćtisráđherra míns og ykkar, bestu afmćliskveđjur. Ţađ var ekki seinna vćnna ađ halda upp á afmćliđ röskum mánuđi eftir fćđingardaginn. Apríl er ađ mörgu leyti heppilegri til hátíđahalda en mars (sem er frekar dauflegur mánuđur).
Forsćtisráđherrann okkar er fertugur. Ég hef sterkan grun um ađ hann sé í hópi yngstu forsćtisráđherra Íslands. Og jafnvel ţó leitađ sé út fyrir landsteina.
Eitt ţađ skemmtilega viđ aldur forsćtisráđherrans er ađ hann er á svipuđum aldri og Blaz Roca. Ţađ telur ţó ađ ţeir hafi ekki mćtt í fermingarveislu hjá hvor öđrum.
Stemning í fertugsafmćli Sigmundar Davíđs | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
9.4.2015 | 22:16
Jón Ţorleifs slátrađi stjórnmálaflokki
Jóni Ţorleifssyni, rithöfundi og verkamanni, var lítt um Gvend Jaka gefiđ. Ég hef ţegar sagt sögur af ţví - og hćgt er ađ fletta ţeim upp hér fyrir neđan. Jón hafđi sínar ástćđur fyrir andúđ á Gvendi Jaka. Andúđin jókst međ árunum fremur en hitt.
Einn góđan veđurdag fékk Jón sér hádegisverđ á veitingastađ. Ţađ var ekkert óvenjulegt. Ţađ var venjulegt. Ţar komst hann yfir glóđvolgt eintak af DV ţess dags. Á baksíđu var lítil frétt um lítinn fund á Akureyri. Fundarefniđ var ţađ ađ ţrjú lítil stjórnmálasamtök (utan fjórflokksins) hugđust kanna möguleika á sameiningu.
Ţetta var sennilega um eđa eftir 1990. Mig minnir ađ Borgaraflokkurinn hafi veriđ ţarna um borđ. Ég man ekki hver hin samtökin voru. Ég ţigg međ ţökkum ef einhver man eftir ţví hver ţau voru. Í fréttinni kom fram ađ Gvendur Jaki yrđi fundarstjóri.
Jón óttađist ađ Gvendur ćtlađi sér hlutverk í nýju sameinuđu stjórnmálaafli. Hann brá viđ skjótt. Vélritađi upp međ hrađi greinargerđ um meintan glćpaferil Jakans. Hann kunni ekki fingrasetningu lyklaborđs og sóttist verkiđ hćgt. En fór á flug vegna tímapressunnar. Ákafinn bar hann hálfa leiđ. Svo var rokiđ á nćstu ljósritunarstofu og greinargerđin fjölfölduđ. Ţessu nćst var splćst í leigubíl niđur á Reykjavíkurflugvöll. Ţađan flogiđ međ nćstu vél til Akureyrar.
Ţangađ kominn tók Jón leigubíl heim til foreldra minna. Hann vissi ekkert hvar fundurinn var á Akureyri né klukkan hvađ. Hann bađ pabba um ađ finna út međ ţađ. Erindi Jóns var ađ slátra ţessu frambođi í fćđingu.
Pabbi var innvígđur og innmúrađur sjálfstćđisflokksmađur. Honum ţótti ekki nema gaman ađ leggja Jóni liđ. Hann hefđi svo sem liđsinnt Jóni međ flest.
Pabbi fann strax út hvar og hvenćr fundurinn var. Hann skutlađi Jóni á stađinn. Ţađ mátti ekki tćpara standa. Fundurinn var ađ hefjast. Jón hóf ţegar í stađ ađ dreifa međal fundarmanna greinargerđinni um Gvend Jaka. Viđ ţađ kom kurr á fundarmenn. Einhverjir gerđu hróp ađ Jóni. Kraftakallar gerđu sér lítiđ fyrir og vörpuđu Jóni á dyr. Hann streittist á móti. Nokkrar konur mótmćltu hástöfum viđtökunum sem Jón fékk. Ţćr fylgdu honum út á stétt og báđu hann afsökunar á framferđi fundarins í hans garđ. Ađrir ţarna fyrir utan blönduđust í umrćđuna. Allt fór í havarí. Jón taldi sig merkja ađ sami ćsingur ćtti sér stađ innan dyra. Fundurinn leystist upp í hrópum og köllum.
Ég hef ađeins frásögn Jóns af ţessu. Engar fréttir bárust af fundinum í neinum fjölmiđlum. Jón taldi fullvíst ađ Gvendur Jaki og ađrir sem ađ fundinum stóđu hafi bundist fastmćlum um ađ tjá sig hvergi um skipbrotiđ.
Jón var hinn ánćgđasti međ daginn. Hann lifđi á ţví mánuđum saman ađ hafa slátrađ "bófaflokki" í fćđingu. Hann sagđi sem rétt var ađ hann hefđi ekkert haft efni á ađ fara í ţessa Akureyrareisu. En ţarna var um bráđatilfelli ađ rćđa. Akureyrarreisan var - ađ hans mati - hverrar krónu virđi.
Er Jón flaug til baka frá Akureyri vildi svo til ađ Gvendur Jaki var í sömu flugvél. Jón sagđist hafa horft stíft á hann međ svipbrigđum sigurvegarans. Gvendur hafi hinsvegar veriđ niđurlútur og lúpulegur. Ţađ hafi veriđ eins og honum hafi veriđ gefiđ á kjaftinn.
-------------------------------------
Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs: hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2015 kl. 19:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2015 | 20:26
Einokunarsölusinnar endurtaka bullrökin
Sú var tíđ ađ íslenska ríkiđ var međ einkasölu á útvarpstćkjum. Enginn mátti selja útvarpstćki annar en ríkiđ. Ađ ţví kom ađ einhverjum ţótti ţetta vera gamaldags og úrelt fyrirkomulag. Fram komu hugmyndir um ađ aflétta einokun ríkisins á sölu á útvarpstćkjum.
Ţetta mćtti harđri andstöđu. Gáfumenni spruttu fram til varnar einokun ríkisins á sölu útvarpstćkja. Verđ á útvarpstćkjum myndi rjúka upp úr öllu valdi. Úrvali myndi hraka. Jafnvel svo ađ sala á ţokkalegum útvarpstćkjum myndi leggjast af. Í besta falli yrđi hćgt ađ kaupa handónýt útvarpstćki á uppsprengdu verđi. Eđa ađ ţađ yrđi ómögulegt ađ fá útvarpstćki hérlendis.
Reynslan varđ önnur. Úrvaliđ margfaldađist, verđiđ lćkkađi og nú var hćgt ađ kaupa útvarpstćki í öllum ţéttbýliskjörnum landsins.
Í dag eru engar hávćrar raddir um ađ endurvekja einokun ríkisins á sölu á útvarpstćkjum.
Sú var tíđ ađ Mjólkursamsalan mátti ein selja mjólk. Í mjólkurbúđum mátti líka kaupa snúđa (ef ég man rétt). Svo datt einhverjum í hug ađ aflétta einkasölu mjólkurbúđa á mjólk. Ţetta mćtti harđri andstöđu. Gáfumenni spruttu fram og fćrđu ţokkaleg rök fyrir ţví ađ allt fćri í klessu ef ađrir mćttu selja mjólk. Mesta ógnin var sú ađ ómögulegt yrđi ađ fá ferska nýmjólk. Ađeins gamla útrunna mjólk. Jafnframt myndi sala á skyri og öđrum mjólkurvörum hrynja. Úrval yrđi ekkert. En verđ á mjólk myndi fara upp úr öllu valdi. Almenningi yrđi ókleift ađ kaupa mjólk vegna okurverđs og ömurlegs úrvals.
Í dag vilja fáir endurvekja einkasölu mjólkurbúđa. Hrakspár gengu ekki eftir. Ţvert á móti.
Sagan endurtók sig ţegar einkasölu Osta- og smjörsölunnar var aflétt.
Nú er sagan ađ endurtaka sig eina ferđina enn. Í ţetta sinn snýr hún ađ ţví ađ aflétta einokun ríkisins á sölu á bjór og léttvínum. Rökin gegn ţví framfaraskrefi eru góđkunn: Verđiđ muni rjúka upp úr öll valdi. Úrvaliđ hrynji. Ţjónustan fjúki út um gluggann. Ţađ verđi ekki hćgt ađ kaupa bjór í Grafarvogi eđa Grafarholti eđa Garđabć né Vogum á Vatnsleysuströnd. Ekki einu sinni á Kjalarnesi.
Raunveruleikinn er sá ađ sagan mun endurtaka sig. Einokunarsölusinnar hafa enn og aftur rangt fyrir sér. Ţađ er vont en ţađ venst vel. Ţeim er fariđ ađ ţykja ţađ gott. Ţeir vilja láta söguna flengja sig enn einu sinni. Ţeir ţekkja ekkert annađ.
Okkur varđ öllum illa viđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2016 kl. 20:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)