Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hver sigraði? Hver tapaði?

  Í dag var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í einskonar prófmáli.   Gunnar Þorsteinsson,  löngum kenndur við Krossinn (síðan var hann rekinn úr Krossinum. Það er önnur saga),  stefndi fyrir dóm tveimur talskonum fjölda kvenna sem saka Gunnar um kynferðisbrot.   Einnig ritstjóra Pressunar fyrir að hafa eftir þeim ummæli. Gunnar krafðist 15 milljóna íslenskra króna í reiðufé fyrir ærumeiðingar.  Jafnframt kærði hann 21 ummæli sem að sögn voru ærumeiðandi.  Vissulega voru þau ærumeiðandi,  hvort heldur sönn eða ósönn. 

  Þetta er vel þekkt aðferð kynferðisbrotamanna;  að kæra stuðningsfólk þolenda.  Bæði til að valda ótta og ekki síður til að valda fjárhagsskaða. 

  Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að 16 af ummælum standi óhögguð og í fullu gildi.  15 milljón króna skaðabótakröfunni var hafnað sem tilhæfulausri með öllu.  Sem þýðir að ásakanir voru ekki hraktar og þar með ekki skaðabótaskyldar. 

  Gunnar hrósar sigri.  Sigurinn felst í því að talskonur kvennanna sem saka Gunnar um kynferðislegt áreiti sitja uppi með lögfræðikostnað upp á 1,8 milljónir króna.  Málskostnaður ríkisins var felldur niður.  Gunnar situr sjálfur uppi með sinn lögfræðikostnað.  Sem getur ekki talist vera sigur.

   Hver sú manneskja sem upplifir að vera áreitt kynferðislega á að koma þeim skilaboðum til geranda að hann hafi brotið á sér.  Það er sigur fyrir hana að opinbera sök og koma skömminni alfarið yfir á geranda.  Bara það eitt að rísa upp,  upplýsa og mótmæla - á hvað hátt sem það er gert - er sigur.   Það er að standa með sjálfri sér - og ekki síður stuðningur við aðra í sömu aðstæðum.  

  Skilaboðin skipta öllu máli.  

   Burt séð frá því þá kristallast í niðurstöðu dómsins þessi orð:  "Þá verður að telja heldur langsóttar þær skýringar af hálfu stefnanda að framburður þeirra allra stafi af skipulegri rógsherferð gegn honum vegna safnaðarpólitíkur eða vegna skilnaðar eða vegna núverandi eiginkonu hans." 

  Lögfræðikostnaður þeirra sem Gunnar reyndi - án árangurs - að ná 15 milljónum frá  í sinn vasa er 1,8 milljónir.  Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur til að mæta þeim kostnaði.  

Kennitala: 111183 - 2959
Banki: 0114
Höfuðbók: 05
Reikningsnúmer: 061840

  Á morgun legg ég 10.000 kall inn á þennan reikning og hvet aðrar til að leggja í púkkið.  Upphæðin skiptir minna máli en víðtæk þátttaka. 1000 kall,  1500 kall, 5000 kall.  Allt telur.  Líka sem móralskur stuðningur.  Vinsamlegast deilið á Fésbók og víðar bankaupplýsingunum. 

  Dóminn i heild má lesa hér:  http://home.tb.ask.com/index.jhtml?p2=^HJ^xdm310^YYA^is&n=780c1eaf&ptb=A3DBB36E-2129-4A8B-A42D-07C19CF5B8D4&si=pconvCh&qs=fn

www.stigamot.is

www.aflidak.is 

www.solstafir.is

www.blattafram.is 

   

    

  


mbl.is „Hefði ekki viljað breyta neinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fersk skýring á orsökum íslenska bankahrunsins

fridrik_schram.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Friðrik Schram heitir maður.  Hann er prestur hjá Íslensku Kristskirkjunni.  Í gær var hann staddur í Færeyjum og ávarpaði landsþing færeyska Miðflokksins.  Í ávarpinu upplýsti Friðrik Færeyinga um orsök bankahrunsins á Íslandi 2008 og setti það í samhengi við blómstrandi velmegun í Færeyjum.  

  Stóri munurinn liggur í því að Færeyingar eru kristnasta þjóðin í Evrópu á sama tíma og Íslendingar hafa ekki varðveitt trúna.   "Þúsundir Íslendinga töpuðu öllu," sagði Friðrik.  "Bæði eignum, vinnu, peningum og trú á framtíðina."  Allt vegna þverrandi guðsótta og þverrandi virðingar gagnvart náunganum.  "Þetta eru afleiðingar þess að Ísland hefur afkristnastAf græðgi og ábyrðarleysi misnotuðu einstaklingar aðstöðu sína til að safna auði."

  Friðrik gleymdi ekki að rifja upp að Færeyingar urðu fyrstir þjóða til að lána Íslendingum gjaldeyri.  Og það af stórhug.  "Íslendingar eru ennþá að tala um það,"  sagði hann.   

  Friðrik fullyrti að eina leið Íslendinga út úr kreppunni sé að fara þá kristnu leið sem byggir á boðorðunum 10. 

  Sérstaklega þetta með að girnast ekki þræl náunga síns.  Ja,  hann tók það reyndar ekki fram.  En það lá í loftinu.  Held ég.    

  Færeyingum þótti mikið til ræðu Friðriks koma.  Enda var hún flott.  Það eina sem vantaði í hana var útskýring á því hvers vegna Færeyingar lentu í bankahruni og kreppu á tíunda áratugnum.  Það var mun harðari skellur en íslenska bankahrunið.  En Færeyingar voru fljótir að hrista hann af sér.  Meðal annars með því að henda kvótakerfinu.  Síðan hefur þeim gengið allt í hag.  

  Hlýðum hér á færeysku hljómsveitina Hamferð,  sigurvegara færeysku Músíktilrauna 2011,  flytja sálminn "Herra Guð þitt dýra nafn og æra".  Frábær hljómsveit sem spilaði á Eistnaflugi á Neskaupstaði 2012.  

 


Bannfært kjöt

  Öldum saman var Íslendingum bannað að borða hrossakjöt.  Það var ekki að ástæðulausu.  Í ævafornum þjóðsögum gyðinga í Mið-Austurlöndum eru skýr fyrirmæli frá drottni himintunglanna um að harðbannað sé að borða kjöt af öðrum dýrum en þeim sem bæði hafa klaufir og jórtra af ákefð hvenær sem því er við komið.  Hesturinn hefur aldrei komist upp á lag með að jórtra.  Að auki hefur hann hófa en ekki klaufir.

  Við kristnitöku á Íslandi var eðlilega rík áhersla lögð á að hér norður í ballarhafi væri farið í hvívetna eftir boðum og bönnum þjóðsaganna frá Arabíu.  Þorgeir Ljósvetningagoði náði með lagni að semja um undanþágu fyrir ásatrúarmenn (sem allflestir Íslendingar voru og eru).  Ásatrúarmönnum var heimilt að blóta á laun.  Þar á meðal að laumast í hrossakjöt svo lítið bar á.  Og það gerðu þeir með góðri lyst.  Enda hrossakjöt flestu öðru kjöti hollara og bragðbetra.  

  Bann kirkjunnar við hrossakjötsáti var málað dökkum litum.  Hrossakjötsát var skilgreint sem jafn mikill glæpur og að myrða nýfædd börn með útburði.  Í aldanna rás magnaðist upp viðbjóður á hrossakjöti.  Bara það að fara höndum um hrossakjöt framkallaði hroll.  Verstu martraðir sem guðhræddan prest dreymdi var að hann snerti í ógáti á hrossakjöti.  Þá vaknaði hann upp með andfælum,  sleginn köldum svita og náðu ekki svefni á ný fyrr en eftir að hafa farið með faðirvorið og maríubæn.

  Á 18. öld léku harðindi Íslendinga grátt.  Til að seðja sárasta hungur átu Íslendingar bækur,  skó og,  já,  þeir allra kærulausustu björguðu lífi sínu og barna sinna með því að laumast í hrossakjöt.  Um og upp úr 1800 neyddist kirkjan til að koma til móts við sársvangan almenning.  Yfirmenn kirkjunnar í Danmörku léttu hörðum refsingum af Íslendingum sem nörtuðu í hrossakjöt - ef forsendan var sár neyð.  

  Sýslumaður í Dalasýslu gaf út yfirlýsingu um að refsilaust væri í hans umdæmi að nota hrossafitu sem ljósmeti (í kertagerð eða í lampa).  Það þótti kúvending,  róttæk og byltingarkennd afstaða til hins forboðna hrossakjöts.

  Á 19. öld léku harðindi Íslendinga enn grátt.  Dómsstjóri í Reykjavík heimilaði að fóðra mætti aumingja á hrossakjöti.  Nánar tiltekið tukthúslimi og sveitaómaga.  Allt varð brjálað.  Almenningur hneykslaðist.  Margir náðu sér aldrei eftir það.  Urðu vitleysingar.  Dómsstjórinn varð að athlægi um land allt.  Hvar sem tveir menn eða fleiri komu saman sögðu þeir af honum frumsamda "Hafnarfjarðarbrandara".   

  Fram eftir síðustu öld slaknaði hægt og bítandi á andúð á hrossakjöti.  Þó var lífseig sú skoðun að vond hrossataðslykt loddi dögum og vikum saman við þann sem lagði sér hrossakjöt til munns.  Alveg fram á þessa öld var hrossakjöt ódýrt.  Eftirspurn var lítil og hrossakjötið var aðallega notað til að drýgja - undir borði - nautakjöt og kjöthakk.  Það er ekki fyrr en á síðustu 2 - 3 árum sem kílóverð á hrossakjöti hefur nálgast verð á nauta- og lambakjöti.  

  Í dag er hrossakjöt hluti af þorramat.  Það er við hæfi.  Þorri er kenndur við vetrarvætt ásatrúarmanna.  Kirkjan bannaði á sínum tíma þorrablót.  Núna leika þorrablót stórt hlutverk í árlegu skemmtanahaldi Íslendinga.  Ekki aðeins okkar í Ásatrúarfélaginu heldur alls almennings.  Það er gaman.  Verra er að þrátt fyrir ört vaxandi framboð á hrossakjöti þá hefur kílóverðið einnig rokið upp.           

    

Í Lögregluskólanum er nemendum kennt að styðja snyrtilega og virðulega - svo lítið beri á - við húfuna til að hún fjúki ekki.

logreglumenn_sty_ja_vi_hufur.jpg


mbl.is Hrossakjötsframleiðsla rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlíf í eða utan hjónabands

  Í helgarblaði DV er fróðlegt og áhugavert viðtal við nokkrar íslenskar konur sem eru múslímar.  Þær eru giftar og eiginmenn þeirra eru einnig múslímar.  Það er allt hið besta mál.  Það er gott framtak hjá DV að kynna okkur sem erum ekki múslímar viðhorf þessa fólks á sem flestum sviðum. 

  Í viðtalinu kemur fram að konurnar voru hreinar meyjar þegar þær gengu í hjónaband.  Þær eru ánægðar með það og fullyrða að kynlíf í hjónabandi sé betra (en utan þess).  Hvernig vita þær það?  Hvernig fá þær samanburð?  

 


mbl.is Loksins gift eftir fjögurra ára trúlofun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg afhommun

brent.jpg

 

 

  Fæstir velta fyrir sér kynhneigð annarra.  Ekki fremur en hárlit eða skóstærð.  Einstaka manneskja lætur samkynhneigð trufla sig.  Viðbrögðin brjótast út í yfirlýstri andúð á samkynhneigð.  Þetta getur þróast út í þráhyggju,  löngun til að refsa samkynhneigðum eða afhomma eða reka liðið aftur inn í skápana.  Ótal oft hefur seint og síðar meir komið í ljós að þetta eru varnarviðbrögð manns sem á í örvæntingarfullri baráttu við eigin bælda samkynhneigð.  

  Gagnkynhneigður maður sem er öruggur með sína kynhneigð veltir ekki fyrir sér kynhneigð annarra manna.  Samkynhneigð heldur aðeins vöku fyrir skápahommum.  

  Í vikunni var prestur í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku fundinn sekur um að nauðga ungum drengjum á þeirri forsendu að hann væri að lækna þá af samkynhneigð.  Upphaflega viðurkenndi presturinn fyrir lögreglunni að hafa beitt fjóra drengi þessari afhommunartækni.  Síðar komu átta aðrir drengir fram og ásökuðu prestinn um að hafa níðst á sér.

  Presturinn lýsti fyrir lögreglunni aðferð sinni:  Á meðan hann hefði kynferðislegt samneyti við drengina þá færi hann með kröftuga bæn sem gerði drengina "kynferðislega hreina" í augum guðs.

  Presturinn var dæmdur í 17 ára fangelsi.  Hann þarf þó ekki að sitja inni í einn einasta dag sæki hann sálfræðitíma á 5 ára skilorðstíma.  

  Fórnarlömb prestsins og fjöldi annarra mótmæla útfærslu dómsins.  Þeirra fremst í flokki er eiginkona prestsins og móðir fjögurra barna þeirra.  Henni þykir fórnarlömbum nauðgana sýnd mikil lítilsvirðing með þessum allt að því refsilausa dómi.       


Ruglið um elstu karla

   Á dögunum var því haldið fram í Morgunblaðrinu að elsti karl hafi náð 116 ára aldri.  Ég skil ekkert í mínum kæru vinum,  Doddssyni og Guðna Einars, að hafa ekki rekið þessa fullyrðingu öfuga ofan í blaðamanninn.  Það þarf ekki að leita lengra aftur en í Gamla testamentið til að komast að annarri niðurstöðu: 
Adam var 930 ára.  Þá dó hann.
Set var 912 ára.  Þá dó hann.
Enos var 905 ára.  Þá dó hann.
Kenon var 912 ára. Þá dó hann.
Mahalelel var 895 ára. Þá dó hann.
Jared var 962ja ára.  Þá dó hann. 
Enok var 365 ára.  Þá dó hann.
Metúsala var 969 ára.  Þá dó hann.
Lamek var 777 ára.  Þá dó hann.
Nói var 950 ára.  Þá dó hann.
  Sumir halda því fram að Jesús lifi ennþá.  Það kæmi ekki öllum í opna skjöldu aö rétt sé.  Þá er hann orðinn vel á 3ja þúsund ára gamall.  Hann er þar með sigurvegarinn:  Elsti karl sögunnar.   Minna er vitað og skrásett um elstu konur og elstu börn.
.

Spennandi hljómleikar, kaffi og sölumarkaður 1. júní

 

  Nú verður heldur betur handagangur í öskjunni og fjörlegt í miðbæ höfuðborgar Íslands,  Reykjavík,  um næstu helgi.  Nánar tiltekið á Kirkjustræti 2.  Boðið er upp á glæsilega hljómleikadagskrá,  rjúkandi heitt og ilmandi kaffi,  nýbakað bakkelsi og stóran, fjölbreyttan og spennandi fata- og nytjamarkað. 

  Fjörið hefst klukkan 11.00 laugardaginn 1. júní í Herkastalanum og stendur til klukkan 17.00 sama dag.  Klukkan 14.00 stíga vinsælar poppstjörnur og hljómsveitir á stokk,  ein af annarri.  Þeirra á meðal er júrivisjón-söngvarinn Eyþór Ingi,  hljómsveitin Leaves,  færeyska söngkonan Dorthea Dam,  Steini í Hjálmum,  Sísý Ey og Siggi Ingimars. 

  Hátíðin heitir Hertex dagur 2013.  Tilgangurinn með hátíðinni er að skemmta sér og öðrum,  vekja athygli á og virkja náungakærleika og safna fé til hjálparstarfs Hjálpræðishersins;  fyrst og fremst til reksturs Dagsetursins á Eyjaslóð.  Það er athvarf fyrir útigangsfólk og aðra sem eru bágt staddir í lífinu. 

  Engin ein manneskja getur allt en allir geta eitthvað.  Nú er lag að hjálpast að við að hjálpa meðbræðrum okkar og -systrum sem hafa fallið utangarðs. 


Sharia lög og þorraþræll

  Í mörg þúsund ára gömlu þjóðsagnasafni gyðinga í Mið-Austurlöndum er að finna fjölda fyrirmæla um þorraþræl.  Gaman er að rifja örfá þeirra upp.  Ekki aðeins í tilefni dagsins heldur ennþá frekar vegna þess að vaxandi áhugi er fyrir því að á Íslandi verði tekin upp lög sem byggja á þessum fyrirmælum.  Svokölluð sharia lög. 

  Hér eru örfá sharia lög sem nauðsyn er að taka mið af við lagasetningar:

Þú skalt ekki girnast þorraþræl náunga þíns eða ambátt, ekki uxa hans né asna (Exodus 20: 17) 
Sérlega mikilvægt er að girnast ekki asna náunga þíns.  Svoleiðis er asnalegt.
.
Ef maður slær þorraþræl sinn eða ambátt með staf, svo að hann deyr undir hendi hans, þá skal hann refsingu sæta. En sé hann með lífi í einn dag eða tvo, þá skal hann þó eigi refsingu sæta því að þorraþrællinn er eign hans verði keypt. (Exodus 21:20-21)

Þegar maður selur dóttur sína að ambátt, skal hún ekki burt fara á sama hátt sem þrælar. Geðjist hún eigi húsbónda sínum, sem ætlað hefir hana sjálfum sér, þá skal hann leyfa að hún sé leyst. Ekki skal hann hafa vald til að selja hana útlendum lýð, með því að hann hefir brugðið heiti við hana. En ef hann ætlar hana syni sínum, þá skal hann gjöra við hana sem dóttur sína. Taki hann sér aðra konu, skal hann ekki minnka af við hana í kosti eða klæðnaði eða sambúð. Veiti hann henni ekki þetta þrennt, þá fari hún burt ókeypis, án endurgjalds.
(Exodus 21:7-11)

Viljir þú fá þér þorraþræla og ambáttir, þá skuluð þér kaupa þorraþræla og ambáttir af þjóðunum, sem umhverfis yður búa. Svo og af börnum hjábýlinga, er hjá yður dvelja, af þeim skuluð þér kaupa og af ættliði þeirra, sem hjá yður er og þeir hafa getið í landi yðar, og þau skulu verða eign yðar. Og þér skuluð láta þá ganga í arf til barna yðar eftir yður, svo að þau verði eign þeirra. Þér skuluð hafa þau að ævinlegum þorraþrælum. (Leviticus 25:44-46)'


mbl.is Kristin gildi ráði við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti páfi

páfi-nnpáfi-Apáfi rafmagnaður

  Aðeins einni manneskju tókst að átta sig á því hvað Benedikt sextándi var að muldra þegar hann tilkynnti á blaðamannafundi afsögn sína úr embætti.  Óvíst er hvort að manneskjan heyrði rétt.  Heimsfréttin um afsögnina hefur ekki verið borin til baka af Vatíkaninu.  Það bendir til þess að konan hafi heyrt rétt og sátt ríki um hennar túlkun á fréttinni.

  Meiri ágreiningur ríkir um ástæður afsagnarinnar.  Sumir telja að komið hafi upp ósætti og óyfirstíganlegur ágreiningur á milli páfans og himnaföður hans.  Sá síðarnefndi var með stöðuga hrekki sem lýstu sér þannig að hvert sem páfi fór þá gustaði á kjólinn hans sem vafðist honum um höfuð og byrgði sýn.  Þá fengu ófáar húfur,  pottlok og hattar að fjúka af páfanum út í buskann. 

  Í þau örfáu skipti sem kjóllinn fékk að vera í friði myndaðist gustur páfa yfir höfði og skóp hárgreiðslu kennda við pönkara og hanakamb.

páfi með hanakamb

  Ef páfinn nær að setja upp gleraugu er eins og hann sé með það sama kýldur í hausinn;  gleraugun hendast út um allt andlitið og koma aldrei að gagni. Þau hafa ósjaldan endað uppi í túlanum og hann jórtrað á þeim eins og tyggjói.  

páfi m gleraugu 

  Aðrir telja að páfinn sé á leið út úr skápnum,  svo þekktur sem hann er fyrir að vera með tunguna út um allt. 

páfi kyssir iman

   Páfa verður minnst fyrir harðorða og skelegga gagnrýni á prjál og pjatt.  Einhverjir hafa af óskammfeilni talað um að páfi kasti glerflöskum úr steinhúsi allur hlaðinn bling-bling glingri og gullslegnum hatti.  Hið rétta er að hatturinn er ekki til skrauts.  Hann er nestispakki páfa.   

páfi McDonalds

  Eðlilega er byrjað að máta ýmsa einstaklinga í páfastól.  Það skiptir máli hver vermir hann.  Páfinn er óskeikull leiðtogi fjölmennasta sértrúarsafnaðar heims.  Þessir þykja taka sig best út sem arftakar Benna - enn sem komið er:

páfi-hugsanlegur-berlusconipáfi-hugsanlegur-ozzypáfar-hugsanlegirpáfi-hugsanlegur-lemmypáfi-hugsnalegur-foremanpáfi-hugsanlegur-orgpáfi-hugsanlegur

 


mbl.is Konan sem skildi hvað páfi var að segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilega frumleg kapella

  Í Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku þykir mörgum gott að fá sér hjartastyrkjandi brjóstbirtu.  En alls ekki öllum, vel að merkja.  Þeir sem sækja í hjartastyrkjandi heilsudrykkinn koma sér gjarnan fyrir á bekkjum í tilteknum almenningsgörðum.  Þar sötra menn drykkinn og láta sólina kyssa sig.  Eða einhverja aðra.

  Þegar rökkva tekur rölta menn heim á leið,  án þess að taka tómu flöskurnar með sér.

  Í Norður-Karólínu er fólk trúrækið og sækir sína kirkju undanbragðalaust.  Þessi tvö áhugamál,  sötrið og trúræknin,  eru sameinuð á skemmtilegan máta í kapellu í Norður-Karólínu.  Og vísar um leið á söguna af kappanum sem breytti vatni í vín.  Íslendingar gera einmitt mikið af því núna á tímum samfelldra verðhækkana.  Myndin af kapellunni á erindi til okkar.   

áfengisflasknakapella í N-Karólínu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.