Skemmtilega frumleg kapella

  Í Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku þykir mörgum gott að fá sér hjartastyrkjandi brjóstbirtu.  En alls ekki öllum, vel að merkja.  Þeir sem sækja í hjartastyrkjandi heilsudrykkinn koma sér gjarnan fyrir á bekkjum í tilteknum almenningsgörðum.  Þar sötra menn drykkinn og láta sólina kyssa sig.  Eða einhverja aðra.

  Þegar rökkva tekur rölta menn heim á leið,  án þess að taka tómu flöskurnar með sér.

  Í Norður-Karólínu er fólk trúrækið og sækir sína kirkju undanbragðalaust.  Þessi tvö áhugamál,  sötrið og trúræknin,  eru sameinuð á skemmtilegan máta í kapellu í Norður-Karólínu.  Og vísar um leið á söguna af kappanum sem breytti vatni í vín.  Íslendingar gera einmitt mikið af því núna á tímum samfelldra verðhækkana.  Myndin af kapellunni á erindi til okkar.   

áfengisflasknakapella í N-Karólínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega er þetta ljót kapella, allveg skelfileg.

Sigurður H.Einarsson (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Halelúja!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.11.2012 kl. 22:46

3 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður H.,  það er margt öðru vísi í Norður-Karólínu en við eigum að venjast.  Ég er að spekúlera að heimsækja Bauna, vin okkar, þarna um páskana  og kíkja á kapelluna. 

Jens Guð, 26.11.2012 kl. 23:10

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  Hallelúja Hóseana! (endurtekið að minnsta kosti þrisvar).

Jens Guð, 26.11.2012 kl. 23:10

5 identicon

Þessi kapella er hreinlega sjónmengun - minnir mig á ákveðið sjálfhverft íslenskt vöðvatröll og útvarpsmann á barnastöð sem heldur að sólin snúist um sig og vælir nú í fjölmiðlum um það hvað heimurinn sé grimmur, uhu, uhu.   

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 10:28

6 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þú átt við að smekkleysið sé hið sama?

Jens Guð, 27.11.2012 kl. 22:34

7 identicon

Já, virðist vera smekklaust og heilasnautt á báðum stöðum.

Stefán (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband