Færsluflokkur: Tónlist

Takið þátt! Ný skoðanakönnun: Hver er leiðinlegasta íslenska hljómsveitin?

 Fyrir nokkrum dögum var lífleg umræða á blogginu hans Kobba Magg,  www.jakobsmagg.blog.is,  um leiðinlegustu íslensku hljómsveitirnar.  Fjörið var svo mikið að það barst inn á mína bloggsíðu.  Í kjölfarið ákvað ég að setja dæmið upp í formlega skoðanakönnun.  Ég óskaði eftir tillögum um leiðinlegustu hljómsveitir þessarar aldar til að stilla upp í þá könnun.  Í 120 "kommentum" voru á fimmta tug hljómsveita nefndar. 
  Nú hef ég stillt upp nöfnum þeirra hljómsveita sem 3 eða fleiri tilnefndu.  Sönghópar eins og Lúxor og Nylon eru ekki með né heldur sólósöngvarar.  Bara hljómsveitir og þær afmarka ég við popp- og rokkdeildina.
  Ég legg áherslu á að hér er aðeins um léttan samkvæmisleik.  Hann er ekki illa meintur heldur afgreiddur í galsa.  Þarna eru mínar uppáhaldshljómsveitir,  eins og Mínus og Sigur Rós.  Ég á vini í öðrum hljómsveitum á listanum og veit að þeir hlæja að þessu og taka leikinn ekki hátíðlega.   Enda er þetta eins og þegar valdir eru vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir.  Þeir sömu skora iðulega ofarlega á báðum listum. 
  Gott væri að heyra rök fyrir atkvæði ykkar.  En vinsamlegast hafið þau á kurteislegum nótum.  Leikurinn gengur út á það - að þessu sinni.
 

Tékkið á Ruddanum

  ruddinnRuddinn2

  Það er fullt af músík þarna úti sem ástæða er til að vekja athygli á og ástæða til að tékka á. Tölvupoppari sem heitir Bertel Ólafsson - en gegnir listamannsnafninu Ruddinn - hefur verið að dunda sér við að gera músík.  Hann er kominn á samning hjá bresku útgáfufyrirtæki sem heitir Lakeland Records, www. lakelandrecords.com.  Þegar kíkt er á heimasíðuna hljómar lag með kappanum.  Tékkið endilega á öðru sem hann hefur verið að gera http://www.soundclick.com/store/digital/01_Shop_Album.cfm?bandID=722405&albumID=25203

  Þetta er notalegt tölvupopp.  Létt og aðgengilegt.  Kannski er Ruddinn poppstjarna morgundagsins?

 www.myspace.com/ruddinn

www.tonlist.is/Music/Artist/10246/ruddinn



Færeyingar fylgjast áhugasamir með söngkonunni sem borgarstjórinn bauð á Menningarnótt

Íslendingar spentir uppá Sølvu Ford
23. aug 2008, 15:50
 


ólafur f. og sölva 
Mynd: Ólafur F. Magnusson og Sølva Ford

Í Reykjavík eru mentanardagar - Cultural Night - byrjaðir. og nú seinnapartin framførir Sølva Ford í Reykjavík, eftir at hon varð boðin til býin av sjálvum borgarstjóranum
Fyrr í ár beyð Ólafur F. Magnusson, nú fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Sølvu Ford at syngja í Reykjavík til mentanar dagarnar. Hann var tá á vitjan í Føroyum.
Í dag syngur Sølva í Reykjavík og íslendingar eru spentir, tí teir hava hoyrt nógv um henda sangfuglin, men kenna ikki so nógv til tað, ið Sølva hevur at bjóða.
Hon syngur í dag á gallarí Kjarvalsstaðir, sigur heimmildarmaður okkara, Jens Guð, og leggur afturat, at nýggi borgarstjórin í Reykjavík eitur Hanna Birna.

Á plötu með skærustu poppstjörnum heims - til stuðnings mannréttindum í Tibet

Songs_for_Tibetteitur1

  Í lok síðustu viku kom út safnplatan "Songs for Tibet".  Undirtitillinn er "The Art of Peace - Wisdom.  Action.  Freedom".  Platan er gefin út í tilefni Olympíuleikanna í Kína.  Henni er ætlað að fylgja eftir kröfu um mannréttindi,  tjáningarfrelsi og trúfrelsi í Tíbet.  Allur ágóði af sölu plötunnar rennur óskiptur til félagsskapar sem heitir Art of Peace Foundation.  Mér skilst að hann sé nátengdur Dalai Lama,  útlægum trúarleiðtoga frá Tíbet.

  Flytjendur laga á plötunni eru margar skærustu poppstjörnur heims.  Þær gefa allar eftir höfundarlaun sín af lögunum.  Meðal flytjenda á plötunni eru Sting,  Jackson Brown,  Alanis Morissette,  Moby,  Suzanna Vega,  Rush,  Joan Armatrading,  Garbage,  Dave Matthews,  Damian Rice,  John Mayer,  Ben Harper,  Underworld og færeyska söngvaskáldið Teitur

  Í huga okkar Íslendinga er álfadrottningin Eivör hin eina sanna færeyska poppstjarna.  Vissulega er hún súperstjarna á Íslandi,  í Færeyjum og vel þekkt í Danmörku,  Noregi,  Svíþjóð og víðar.  Og alltaf flott og frábær.  Á heimsmarkaði er hinsvegar Teitur töluvert stærra nafn.  Það er eins og sú staðreynd hafi ekki skilað sér til Íslands.

  Teitur er þokkalega vel kynntur í Ameríku.  Einkum í Bandaríkjunum,  Kanada og Grænlandi.  Lög hans eru í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.  Myndbönd hans eru sýnd í bandaríska MTV og líka í MTV í Evrópu.  Það segir sitthvað um stöðu Teits á heimsmarkaði að hann skuli vera í slagtogi með öllum þessu heimsfrægu poppstjörnum á plötunni.  Það er sömuleiðis mikill heiður fyrir Teit að lögin á plötunni voru valin af Sting.

  Plötur Teits eru 4ra og 5 stjörnu plötur.  Ég mæli sérstaklega með "Káta horninu",  plötu sem fæst í versluninni Pier í turninum við Smáratorg.  Afskaplega notaleg plata.  Teitur er gott söngvaskáld og góður flytjandi.  Hann er áhugasamur um mannréttindi og með rétta afstöðu til tónlistar.  Það segir honum enginn fyrir verkum.  Hann gerir hlutina á sínum forsendum. 

káta hornið

  Þó "Káta hornið" sé einskonar vísnapoppsplata vísar umslagið til "London Calling" með The Clash og plötu sem ég man ekki hvað heitir með Elvis Presley.


Forðið börnum frá saxófóni

  Því fyrr sem börn læra á hljóðfæri þeim mun betra.  Það svæði í heilanum sem vinnur úr músík þroskast stöðugt upp að 14 ára aldri.  Þetta sama svæði auðveldar börnum líka ýmislegt annað.  Til að mynda að fá góða tilfinningu fyrir erlendum tungumálum.  Hljóðfæri eru samt mis heppileg.  Varasamasta hljóðfærið er saxófónn.  Stöðugur blástur í saxófón getur hindrað eðlilegt súrefnisflæði til heilans og valdið varanlegum skaða.  Þess eru dæmi að saxófónleikarar hafi skaðast mjög illa.  Tapað tilfinningu og næmni fyrir góðri og vondri músík.  Jafnvel skaðast svo illa að þeir telji að grugg í poppmúsík,  til að mynda plötur Stjórnarinnar,  séu eitthvað annað en botnfall.    

Hlustið á splunkunýtt lag

  kúrekarkúrekastígvél

  Kúrekahljómsveitin Blues Willis hefur hljóðritað 12 lög fyrir plötuna "Hang ´Em High" sem kemur út í næsta mánuði við mikinn fögnuð landsmanna og fleiri.  Eitt lag af plötunni er að laumast í umferð þessa dagana.  Það heitir "Ballad of Dallas" og er eina lag plötunnar sungið á móðurmáli drengjanna.  Hin lögin eru sungin á þýsku.  Eða ensku?  Ég man það ekki.  En hlustið á lagið "Ballad of Dallas" í tónspilaranum hjá www.siggileelewis.is og látið álit ykkar í ljós.  Ekki endilega á laginu.  Bara hverju sem er.  Orðið er laust. 


Mistök í popplögum

  Rokkmúsík á að vera lifandi.  Þannig er hún ekta.  Rokkmúsík er betri þegar örlítil mistök fá að fljóta með í stað þess að allt sé sótthreinsað og allir hnökrar fjarlægðir.  Hér eru örfá dæmi - og gaman væri að fá fleiri dæmi í púkkið frá ykkur:

  - Satisfaction  með The Rolling Stones:  Í lok hvers vers,  rétt áður en gítar"riffið" skellur á,  má heyra pínulítinn smell þegar Keith Richards stígur á "effekta" fótstig gítarsins.

  - Life on Mars  með David Bowie:  Ef hækkað er vel í græjunum þegar píanóið fjarar út í lok lagsins má heyra símhringingu.  Einhver gleymdi að loka dyrunum á hljóðversklefanum.

  - Blue Suede Shoes  með Carl Perkins:  Bilið (hikið) á milli fyrstu línu ("Well,  it´s one for the money") og annarrar ("Two for the Show") átti ekki að vera þarna.  Þetta voru mistök.  Carl var hinsvegar búinn með upptökutímann sinn og allan pening.  Þess vegna gat hann ekki endurhljóðritað lagið og leiðrétt mistökin.

 - Draumaprinsinn  með Ragnhildi Gísla:  Í þessu lagi úr kvikmyndinni  Í hita og þunga dagsins  syngur Ragga um draumaprinsinn Benedikt á einum stað og draumaprinsinn Benjamín á öðrum stað.  Hún ruglaðist einfaldlega á nafninu án þess að taka eftir því.

  - Minning um mann  með Logum:  Þarna er sungið um mann sem drakk brennivín úr "stæk".  Orðið stækur stendur með eitthverju sem lyktar illa (stæk fýla) eða einhver sé þvermóðskufullur (stækur gegn e-h) eða duglegur og röskur.  Sá sem fer offari er ofstækisfullur.  Sönglagið  Minning um mann  er eftir Gylfa Ægisson.  Hann orti um mann sem drakk brennivín úr sæ.  Söngvari Loga misheyrðist þegar hann lærði textann af segulbandsupptöku.

  - Brass in Pockets  með Suede:  Vegna misheyrnar syngur Brett Anderson "been driving,  detour leaning".  Í frumútgáfu lagsins með The Pretenders er sungið "been driving,  DETROIT leaning". 

  - Down at the Doctors  með Dr.  Feelgood:  Í lok gítarsólósins má heyra söngvarann segja:  "Eight bars of piano".  Hann var að gefa upptökumanni fyrirmæli um að bæta píanói síðar við upptökuna.  Fyrirmælin fóru forgörðum hjá upptökumanninum.  Hann bætti aldrei píanói ofan á og fjarlægði ekki fyrirmæli Lees Brilleaux.


Fersk og spennandi plata

  boys in a band

  Ég var að fá í hendur splunkunýja og virkilega spennandi plötu.  Hún heitir "Black Diamond Train" og er frumburður færeysku hljómsveitarinnar Boys in a Band.  Mörgum hér á landi er hljómsveitin vel kunn fyrir frábæra frammistöðu á Iceland Airwaves í fyrra og hljómleika víðsvegar um s-vestur horn landsins um verslunarmannahelgina.

  Í umsögnum margra blaðamanna um Airwaves voru hljómleikar Boys in a Band nefndir sem einn af hápunktum hátíðarinnar.  Í kjölfar vel heppnaðrar frammistöðu á Airwaves var hljómsveitin hvött til að taka þátt í alþjóðakeppni unglingahljómsveita,  Global Battle of the Bands.  Hljómsveitin gerði sér lítið fyrir og sigraði með glæsibrag á úrslitakvöldi GBOTB í London í desember. 

  Sigurinn opnaði Boys in a Band dyr inn á ýmsar hljómleikahátíðir víðsvegar um heim,  meðal annars Hróarskeldu.  Jafnframt færði sigursætið hljómsveitinni 8 milljón krónur í verðlaun.  Sá peningur var notaður í hljóðritun og útgáfu á plötunni "Black Diamond Train" sem kom út núna um mánaðarmótin.

  Ég hef ekki hlustað nægilega oft á plötuna til að skrifa dóm um hana.  Það geri ég þó á næstu dögum.  Músík Boys in a Band er dansvænt rokk.  Við getum kallað það léttfönkað rokk og líkt því við Franz Ferdinant.  Það er ónákvæm lýsing en samt sú nærtækasta.  Þú getur heyrt sýnishorn af músíkinni á www.myspace.com/boysinaband.  

  Platan á að fást í helstu plötubúðum hérlendis.     

  Það segir sitt um Boys in a Band að af umsóknum 700 hljómsveita hefur þessi spræka hljómsveit verið valin til að koma aftur fram á Airwaves í ár. 

 


Tímamót í rokksögu Íslands - nú er allt að gerast!

  celestine momentum
  Það verður heldur betur brjálað stuð á morgun,  föstudaginn 08.08.08.  Hopp og hí og tra-la-la.  Og hefst þá lesturinn:   Hinar fjörmiklu og frábæru hljómsveitir Momentum og Celestine verða með sameiginlega útgáfuhljómleika.  Báðar hljómsveitir voru rétt í þessu að gefa út sína aðra plötu. Hljómleikarnir verða teknir upp fyrir væntanlega DVD hljómleikaútgáfu. Hljómsveitirnar Ask the slave og Muck sjá um upphitun.
 
  Hljómleikarnir verða haldnir í Iðnó og kostar 1000 kr. inn.  Hurðin verður tekin úr lás klukkan 19:00 og fyrsta band byrjar að spila 20:00.  Ekkert aldurstakmark.
  Hljómleikarnir marka tímamót í íslensku rokksögunni.  Með þeim innsigla liðsmenn Momentum og Celestine stofnun nýs útgáfufyrirtækis,  Molestin Records,  sem hefur það markmið að lyfta þungarokkssenu Íslands upp á hærra plan með útgáfustarfsemi, metnaðarfullu hljómleikahaldi, kynningu á íslensku þungarokki hérlendis og erlendis ásamt innflutningi og útflutningi á hljómsveitum.  Nú er allt að gerast.  Þungarokkið hefur hafið sig til flugs á Íslandi og það verður allt á útopnu á næstu misserum.

http://www.myspace.com/momentumtheband
http://www.myspace.com/celestinemusic

Hver er leiðinlegasta íslenska hljómsveitin? Tillögur óskast

  Í kjölfar fjörlegrar umræðu um Ingó og Veðurguðina á blogginu hjá Kobba Magg (www.jakobsmagg.blog.is) vaknaði hjá mér forvitni um það hvaða hljómsveit eða hljómsveitir mönnum þykja leiðinlegastar.  Hvaða hljómsveit pirrar mest þegar þú heyrir lag með henni í útvarpinu?

  Þegar ég hef fengið vænan bunka af nöfnum stilli ég þeim sem flestar tillögur fá upp í formlega skoðanakönnun.  Til að halda fjölda nafnanna í skefjum skulum við miða við að hljómsveitin hafi starfað á þessari öld.  Hljómsveitir sem hættu á síðustu öld eru ekki gjaldgengar.   Gaman væri að heyra rökin eða hvað það er við viðkomandi hljómsveit sem pirrar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband