Fćrsluflokkur: Tónlist
10.4.2016 | 19:37
Íslensk tónlist í Amsterdam
Ţegar ég fer til útlanda ţá fagna ég ţví ađ hafa ekki áhuga á búđarápi. Ég hef engan skilning á fólki sem fer í búđir í útlöndum. Ţađ eru búđir á Íslandi. Ţar fást föt og allt annađ sem Íslendingar kaupa í útlöndum - og borga síđan 20 ţúsund kall fyrir yfirvigt viđ innritun.
Einu búđir sem ég stíg fćti inn í útlöndum eru plötubúđir. Reyndar er heimsókn í útlendar plötubúđir langt í frá sama skemmtun og fyrir daga internets. Á síđustu öld fór ég jafnan klyfjađur allt ađ 40 - 50 plötum út úr plötubúđum í útlöndum. Í dag eru plötubúđir í útlöndum óspennandi. Ţćr selja ađeins vinsćlustu plötur dagsins og plötur međ stćrstu nöfnum tónlistarsögunnar, svo sem Bítlunum, Stóns og Dylans.
Ţrátt fyrir ţessa annmarka ţá fletti ég hverri einustu plötu í plötubúđum sem verđa á mínum vegi í útlöndum. Núna síđast í Amsterdam um páskana. Ţar eru í dag ađeins tvćr plötubúđir sem selja geisladiska. Mér til undrunar er úrval íslenskrar tónlistar ţar nokkuđ gott.
Plötur ţessara flytjenda er ađ finna í plötubúđunum í Amsterdam:
Björk (15 titlar)
Sigur Rós (10 titlar)
Ólafur Arnalds (5 titlar)
Emilíana Torríni (4 tilar)
John Grant (4 titlar)
Vaccines (3 titlar)
Ásgeir Trausti (2 titlar)
Jónsi í Sigur Rós (2)
Of Monsters and Men (2 titlar)
Hilmar Örn Hilmarsson (1 titill)
Hér fyrir neđan er lag af plötu Hilmars Arnar.
Tónlist | Breytt 16.4.2016 kl. 18:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2016 | 09:29
Ekkert lát á eineltinu
Alveg frá ţví ađ leit hófst ađ frambćrilegum frambjóđanda repúblikana til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku hefur frambođ eins kandídats sćtt stöđugum árásum. Frambjóđandinn Donald Trump er hćddur, smáđur og svívirtur úr öllum áttum. Ţađ er sama hvort hann segist vera fylgjandi frelsi kvenna til fóstureyđinga eđa ćtli ađ taka upp harđar refsingar viđ fóstureyđingum; hann fćr yfir sig sama gusuganginn. Líka ţegar hann segir tiltekinn kvenframbjóđanda vera of ljótan til ađ verđa forseti eđa ţegar hann segir konuna ekkert vera svo ljóta. Viđbrögđ eru öll á einn veg. Ţađ er fussađ, sveiađ og hneykslast.
Eineltiđ birtist einna best í vandrćđum međ kosningalag frambođsins. Í vikunni var Donald bannađ ađ nota síđast kosningalag sitt, "Jump Around" međ House of Pain. Í yfirlýsingu frá liđsmönnum House of Pain er hann uppnefndur "piece of shit" og "scumbag". Ekki er kurteisinni fyrir ađ fara hjá eineltispúkunum.
Í upphafi kosningabaráttunnar notađi Trump lagiđ "Rocking in a free world" međ Neil Young. Ţrátt fyrir langvarandi vinskap ţeirra tveggja ţá bannađi Njáll Ungi honum ađ nota lagiđ. Ţađ kom Trump illilega á óvart. Hann var búinn ađ borga plötuútgefandanum fyrir notkunarrétt á laginu.
Vegna vináttunnar kaus Trump ađ láta gott heita. Hann skipti um kosningalag. Nýja lagiđ var "It´s the end of the world" međ REM. Ţađ átti ekki ađ vera vandamál. Hljómsveitin löngu hćtt og liđsmenn hennar í litlu sem engu sambandi viđ hvern annan.
Ţar misreiknađi kappinn sig. REM-ararnir tóku höndum saman og bönnuđu Trump ađ nota lagiđ. Ţeir létu fúkyrđi um frambjóđandann fljóta međ. Ţessir rokkarar kunna sig ekki.
Ţá var ekki um annađ ađ rćđa en leita í smiđju góđs vinar og golf-félaga, Stebba Tylers, söngvara Aerosmith. Trump gerđi lagiđ "Dream On" ađ kosningalagi sínu. Stebbi bađ hann undir eins ađ hćtta ađ nota lagiđ. Hann hélt ađ Tyler vćri ađ grínast í vini sínum út af vandrćđunum međ lög Njáls Unga og REM. Hann hélt áfram ađ nota lagiđ. Steve gerđi sér lítiđ fyrir og setti lögbann á notkun lagsins.
Nú var úr vöndu ađ ráđa. Lausnin var ađ leita í útlenda tónlist. Bretar vita ekkert hvađ gengur á í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Ekki frekar en ađ Trump veit ekkert hvađ gengur á í kosningabaráttu í útlöndum. Nćsta kosningalag var "Skyfall" međ ensku söngkonunni Adele. Sem aukalag notađi hann annađ Adele lag, "Rolling in the deep".
Svo ótrúlega vildi til ađ Adele frétti af ţessu. Hún bannađi ţegar í stađ frekari notkun á sinni tónlist á kosningafundum auđmannsins knáa.
Hvađ var til ráđa? Jú, ţađ var ađ gera út á blökkumannarapp. Blökkumenn mćta ekki á kosningafundi Trumps. "Jump Around" međ House of Pain var kjöriđ. En ţá fór ţetta svona.
Til skamms tíma í fyrra fékk Trump leyfi góđs vinar, söngvara Twister Sisters, til ađ nota lag hans "We are not gonna take it" sem kosningalag. Sá ţekkti Trump sem jafnađarmann og anti-rasista. Kosningabarátta Trumps kom söngvaranum Snider í opna skjöldu. Kauđi var skyndilega - ađ mati Sniders - allt önnur persóna; rasísk og fordómafull herská ofbeldisbulla. Snider skilur ekki upp né niđur í leikriti Trumps. Hann bađ vin sinn, Trump, um ađ hćta ađ nota "We are not gonna take it", sem kosningalag. Ţađ er eina kosningalagiđ sem Trump hefur hćtt ađ nota í vinsemd og af skilningi viđ sjónarmiđ höfundar.
![]() |
Yfirgefa flokkinn ef Trump vinnur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 9.4.2016 kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2016 | 06:50
Páskar í Amsterdam
Ég fagnađi frjósemishátíđ vorsins fyrir austan haf. Hún er kennd viđ vorgyđjuna Easter. Í ţjóđsögum gyđinga er frjósemishátíđin kölluđ páskar. Ţá snćđa ţeir nýfćtt páskalamb.
Leiđ mín lá til Amsterdam í Hollandi. Sennilega er áratugur eđa svo frá síđustu dvöl minni ţar. Margt hefur breyst. Til ađ mynda eru allar geisladiskabúđir horfnar nema tvćr. Ţađ er rýrt í borg sem telur hátt í milljón íbúa (og annađ eins ţegar allt stór-Amsterdamsvćđiđ er saman taliđ). Til viđbótar tekur Amsterdam árlega viđ mörgum milljónum ferđamanna.
Önnur geisladiskabúđin er hluti af stćrri verslun, Media Markt. Henni má líkja viđ Elkó hvađ vöruúrval varđar. Hin er stór og mikil plötubúđ. Hún heitir Concerto. Ţar er gríđarmikiđ og gott úrval af geisladiskum af öllu tagi. Heill salur lagđur undir djass og klassík. Annar salur lagđur undir ţjóđlagatónlist og blús. Ţriđji salurinn lagđur undir vinylplötur. Ţannig mćtti áfram telja.
Í Concerto er einnig ađ finna fjölda tónlistarbóka og -tímarita. Ţessi búđ er gullnáma fyrir músíkdellufólk.
Ţrátt fyrir fáar geisladiskabúđir í Amsterdam ţá eru margar búđir sem selja ađeins vinylplötur. Ekkert annađ. Kannski er ţađ tímanna tákn.
Til samanburđar viđ Ísland er frambođ á páskaeggjum í Amsterdam snautlegt. Ađeins ein stćrđ. Hún jafngildir stćrđ 3 eđa svo. Svo er ađ vísu líka hćgt ađ fá pínulítil páskaegg á stćrđ viđ brjóstsykursmola.
Meira fer fyrir súkkulađikanínum. Ţćr fá betra hillupláss en eggin og eru glenntar framan í viđskiptavini matvöruverslana. Enda breytti vorgyđjan Easter á sínum tíma uppáhaldsfuglinum sínum í kanínu. Kanínan gladdi svo börn á öllum aldri međ ţví ađ gefa ţeim páskaegg.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2016 | 20:40
Ákall og áskorun
Wim Van Hooste er belgískur ađdáandi íslenskrar rokktónlistar. Hann lćtur sér ekki nćgja ađ hlusta á íslenskt rokk í ró og nćđi út af fyrir sig. Hann veltir íslensku rokki fyrir sér. Veltir ţví fram og til baka. Mátar ţađ viđ nútímann og allskonar. Hann hélt upp á ţrítugsafmćli "Rokks í Reykjavík" međ hávađa, látum og Rokki í Reykjavík 2.0.
Nú blćs Wim Van Hooste til hátíđarhalda vegna ţrítugsafmćlis lagsins "Ammćli" međ Sykurmolunum og plötunnar "Life´s Too Good". Hann óskar eftir flutningi annarra á lögum Sykurmolanna. Ţetta er spennandi.
Tónlist | Breytt 23.3.2016 kl. 15:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2016 | 18:22
Fćreysku tónlistarverđlaunin
Í vikunni voru fćreysku tónlistarverđlaunin afhent viđ hátíđlega athöfn. Ţau kallast FMA. Eins og einhvern grunar ţá er ţađ skammstöfun. Stytting á Faroese Music Awards. Ýmsar opinberar stofnanir og einkafyrirtćki standa ađ FMA. Ekkert er til sparađ svo allt fari sem best fram. Svo sannarlega tókst ţađ.
Athöfnin tók nćstum ţrjá klukkutíma. Allt mjög glćsilegt og fagmennska fram í fingurgóma: Bođiđ var upp á fjölbreytt tónlistaratriđi á milli verđlaunaafhendinga og rćtt viđ tónlistarfólk. Tveir kynnar fóru á kostum og geisluđu af öryggi. Laumuđu lúmskum bröndurum inn á milli fróđleiksmola.
21 verđlaunagripur var afhentur. Spenna var gríđarmikil. Tugir voru tilnefndir. Ţar af var Eivör tilnefnd í fimm flokkum. Hún landađi fjórum verđlaunum:
- Flytjandi ársins 2015
- Söngkona ársins
- Plata ársins (Bridges / Slör)
- Bestu plötuumbúđir ársins
Systir Eivarar, Elínborg, hlaut verđlaun sem "Besti flytjandi á sviđi".
Eiginmađur Eivarar, Tróndur Bogason, landađi verđlaunum sem "Upptökustjóri ársins".
Vísnasöngkonan Annika Hoydal kom fast á hćla Eivarar. Hérlendis er Annika ţekktust sem söngkona Harkaliđsins. Hún á einnig farsćlan sólóferil. Verđlaun Anniku voru í riđlinum "Ţjóđlagatónlist, sveitasöngvar og blús".
- Söngvari ársins
- Plata ársins (Endurljós)
- Heiđursverđlaun
Ađ auki var Gunnar Hoydal, höfundur texta á ýjustu plötu hennar, verđlaunađur "Textahöfundur ársins".
Ađrir verđlaunahafar:
- Marius: "Besta lag ársins" (Going home) og "Karlsöngvari ársins".
- Hamferđ: "Myndband ársins" (Deyđir varđar)
- Hallur Joensen: "Lag ársins" (Liviđ er ein lítil löta) í riđlinum "Ţjóđlagatónlist, sveitasöngvar og blús"
- Sunleif Rasmusen: "Besta platan" (Territorial songs) í Opnum flokki og "Tónskáld ársins".
- Kammerkór Ţórshafnar: "Kór ársins"
- Jensína Olsen: "Söngvari ársins" í Opnum flokki.
- Loftbrú: "Viđburđur ársins"
- Punjab: "Nýliđar ársins" og "Hljómsveit ársins"
Svo skemmtilega vill til ađ flestir verđlaunahafa eru Íslendingum ađ góđu kunnir; Marius hefur margoft spilađ hérlendis. Átti ađ auki vinsćlt lag međ Svavari Knúti fyrir tveimur árum, "Ţokan". Ţađ dvaldi lengi í efstu sćtum vinsćldalista Rásar 2.
Hamferđ er ein best kynnta fćreyska ţungarokkshljómsveit á Íslandi. Túrađi um landiđ međ Skálmöld um áriđ.
Kántrýkóngurinn Hallur Joensen gladdi Íslendinga međ sveitasöngvum fyrir tveimur árum.
Sunleif er hátt skrifađur í klassísku deildinni á Norđurlöndum. Hefur hlotiđ Tónlistarverđlaun Norđurlandaráđs og tónverk hans hafa veriđ flutt hérlendis.
Loftbrú er hliđstćđ íslensku Loftbrúnni: Samstarfsverkefni opinberra stofnana og einkafyrirtćkja til ađ auđvelda innlendum listamönnum ađ koma sér á framfćri erlendis. Munurinn er sá ađ íslenska Loftbrú styđur viđ tónlistarmenn en sú fćreyska einnig viđ ađra listamenn.
Tónlist | Breytt 20.3.2016 kl. 10:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2016 | 20:40
Athyglisţörf fjöldamorđingja
Norđmenn hafa tekiđ ađdáunarlega vel á eftirmálum fjöldamorđa hćgri róttćklingsins Anders Breiviks. Í baráttu gegn fjölmenningu myrti hann 77 manns. Ţar af flesta í ungliđahreyfingu Verkamannaflokksins.
Alveg frá hryđjuverkadeginum hafa Norđmenn sýnt stillingu og yfirvegun. Rík áhersla hefur veriđ lögđ á ađ fjöldamorđin breyti engu um norska réttarríkiđ. Engum verklagsreglum né lögum verđi breytt. Mannúđlega lýđrćđisríkiđ standi óbreytt. Vonir glćpamannsins um annađ hafa ekki rćst.
Auđvitađ óska margir Breivik alls hins versta. Ţađ má međal annars lesa í athugasemdakerfum íslenskra netmiđla.
Ókosturinn er sá ađ Breivik er tekinn mjúkum höndum. Hann fćr ađ bađa sig í kastljósi fjölmiđla. Ţađ er viđ fjölmiđla ađ sakast. Ţeir fullnćgja athyglisţörf hans međ myndbirtingum af honum og yfirlýsingum hans. Heppilegra vćri ađ ţeir veittu honum litla sem enga athygli. Í fangelsinu fćr hann ađ lesa dagblöđ, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Mikil umfjöllun um hann kitlar athyglisţörf hans og gefur honum ţau skilabođ ađ hann skipti miklu máli.
Ţađ er ekki gott.
![]() |
Breivik-máliđ: Hvađ felst í einangrun? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
28.2.2016 | 05:24
Hneyksli!
Ţađ er gott ađ hneykslast. Ennţá betra er ađ hneykslast á ţeim sem hneykslast. Langbest er ađ hneykslast á ţeim sem hneykslast á ţeim sem hneykslast. Ekki síst ţegar um flutning á dćgurlagi er ađ rćđa. Hneyksli hafa fylgt dćgurlaginu frá ţví ađ elstu menn muna. Vandamáliđ er ađ hneykslin fjara út í áranna rás, hverfa og gleymast. Eftir stendur dćgurlagiđ bísperrt og sívinsćlt, líkt og aldrei hafi falliđ á ţađ blettur.
Ţegar Elvis Presley kom fram á sjónarsviđiđ um miđjan sjötta áratug síđustu aldar ćtlađi allt um koll ađ keyra. Hann ţótti vera grófasta klám og negrasleikja, eins og ţađ var kallađ af hneyksluđum lýđnum sem mátti ekki vamm sitt vita.
Hérlendis hneykslađi Skapti Ólafsson virđulegt fólk međ meintum svćsnum klámsöng, Allt á floti. Til ađ friđa hneykslađan skrílinn var lagiđ bannađ. Ţađ mátti ekki spila ţađ í útvarpinu. Ađeins ţannig var hćgt ađ forđa börnum frá skađa á sál til lífstíđar og forđa fjölskyldum og samfélaginu frá upplausn.
Um svipađ leyti brutust nánast út óeirđir vegna lagsins Vagg og velta međ Sauđkrćkingnum Erlu Ţorsteins. Textinn ţótti svívirđilegur. Hneykslađur mörlandinn las út úr textanum stórhćttulega lágkúru. Talađ var um ađ senda börn á útvarpslaus sveitaheimili til ađ ţau lentu ekki á glapstigum viđ ađ heyra ósköpin. Sátt náđist og ró komst á ţegar Útvarpsráđ bannađi ófögnuđinn.
Oftar hefur ţurft ađ banna glćfraleg háskadćgurlög. Allt til ađ vernda börn og standa vörđ um fjölskylduvćnt Ísland. Í fljótu bragđi er í dag ekki alltaf augljóst hvađ hneykslađi hneykslunarglađa í ţátíđ. Góđu fréttirnar eru ađ margir fengu útrás í hneykslunarfárinu. Urđu eins og betri og siđvandađri menn um stund.
![]() |
Gísli Marteinn í báđum liđum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (42)
24.2.2016 | 16:40
Rolling Stone mćlir međ íslenskri hljómsveit
Bandaríska tímaritiđ Rolling Stone ber höfuđ og herđar yfir önnur tónlistartímarit. Prentútgáfan selst í hátt í tveimur milljónum eintaka. Hún er ráđandi í tónlistarumfjöllun vestan hafs. Hún kemur einnig út á ţýsku og frönsku á meginlandi Evrópu.
Netútgáfan nýtur ört vaxandi vinsćlda. Sem dćmi um ítök Rolling Stone má nefna ađ ţegar erlendar stórstjörnur trođa upp á Íslandi er iđulega vísađ til ţess hvar eitthvađ lag eđa plata er á tilteknum lista í Rolling Stone. Til ađ mynda á lista yfir 500 merkustu plötur rokksögunnar.
Umfjöllun í Rolling Stone vegur ţyngra en hliđstćđ umfjöllun í öđrum tónlistarblöđum. Ekki ađeins vegna útbreiđslu blađsins heldur einnig vegna ţess ađ vel er vandađ til verka. Ađeins ţađ sem taliđ er eiga virkilega brýnt erindi viđ lesendur kemst í gegnum nálarauga ritstjórnar.
Í gćr var birtur listi yfir 10 merkustu nýliđa á vinsćldalistunum. Vel rökstuddur og ítarlegur. Í ţessum hópi er íslensk hljómsveit, Kaleo. Tónlist hennar er lýst sem íslenskum ţjóđlagablús, Delta"riffum", tregaballöđum og falsettusöng.
Taliđ er líklegt ađ tónlistin höfđi til ađdáenda Black Keys og Bon Iver. Ţess er getiđ ađ lagiđ "All The Pretty Girls" međ Kaleo hafi veriđ spilađ yfir 10 milljón sinnum á Spotify. Lagiđ "No Good" megi heyra í kvikmyndinni Vinyl.
Söngvarinn er borinn fyrir ţví ađ miklu skipti ađ hafa alist upp á Íslandi. Náin tengsl viđ náttúruna veiti innblástur. Langir dimmir vetramánuđir og sumrin setji mark á tónlistina.
Kaleo er búin ađ "meika ţađ"!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2016 | 19:38
Plötuumsögn
- Titill: At The Heart Of A Selkie
- Flytjandi: Eivör ásamt Stórsveit Danska ríkisútvarpsins og kór
- Einkunn: ***** (af 5)
Eivör er ađ sumu leyti fćreysk Björk. Hún hefur boriđ hróđur Fćreyja og fćreyskrar tónlistar víđa um heim. Er besti sendiherra Fćreyja.
Ţetta ţekkjum viđ Íslendingar flestum betur. Eivör hefur átt fjölda laga og platna í efstu sćtum íslenskra vinsćldalista. Hún hefur átt lög og plötur í 1. sćti norska og danska vinsćldalistans. Hún hefur veriđ nefnd til margra tónlistarverđlauna á Íslandi, í Danmörku og Fćreyjum og landađ ţeim mörgum. Hún er vinsćlasta og dáđasta erlenda poppstjarnan á Íslandi. Fyllir jafnan alla sali. Hvort sem er sunnan lands eđa norđan ţegar hún kemur fram á hljómleikum.
Vinsćldir Eivarar utan Fćreyja hafa opnađ dyr inn á alţjóđamarkađ fyrir ađra fćreyska tónlistarmenn. Líkt og vinsćldir Bjarkar hafa gert fyrir íslenska tónlist.
2005 útsetti Stórsveit Danska ríkisútvarpsins vinsćlustu lög Eivarar og gaf út á plötunni "Tröllabundin". Á vinnslustigi ţróuđust mál í ţá átt ađ Eivör syngur í mörgum lögum plötunnar sem allt ađ ţví gestasöngvari. Eđa ţannig. Ţetta er plata Stórsveitarinnar ađ túlka lög Eivarar. Fín og djössuđ Stórsveitarplata.
Nú er komin út ný plata međ Eivöru og Stórsveit Danska ríkisútvarpsins. Forsendur eru ađrar. Ţetta er heilstćtt nýtt verk Eivarar um selkonu. Byggt á ţjóđsögu um selkonu. Mađur ástfanginn af selkonunni felur ham hennar og heldur henni fanginni á landi. Eignast međ henni börn. Áđur en yfir lýkur sleppur konan í haminn og sameinast börnum sínum á hafi úti.
Ţrátt fyrir enskan titil plötunnar eru söngtextar á fćreysku. Höfundur ţeirra er Marjun Syderbö Kjelnesk. Ţekkt fćreyskt ljóđskáld. Flest lögin eru Eivarar. Útsetjarinn Peter Jensen kemur viđ sögu í fjórum af 11 lögum.
25 manna Stórsveit Danska ríkisútvarpsins er ađdáunarlega hógvćr í undirleik. Meira ber á tuttugu manna kór sem setur sterkan svip á plötuna.
Ţetta er stórbrotnasta og íburđarmesta plata Eivarar til ţessa. Hún er frekar seintekin. Ţađ ţarf ađ spila hana nokkrum sinnum áđur en fegurđ tónlistarinnar nýtur sín til fulls. Til hjálpar eru nokkur grípandi og auđmelt lög í bland.
Verkiđ nýtur sín best ţegar ţađ er spilađ í heild. Lögin rađast ţannig ađ ţau styđja hvert annađ.
Um frábćran söng Eivarar ţarf ekki ađ fjölyrđa.
Til gamans má geta ţess ađ í gćr var tilkynnt ađ fćreysk yfirvöld heiđri Eivöru međ listamannalaunum til ţriggja ára.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
15.2.2016 | 18:54
Allt í rugli hjá Kanye West
Ţađ er margt einkennilegt viđ bandarískan rappara, Kanye West frá Chicago. Hann er einnig fatahönnuđur og plötuútgefandi. Lög hans og plötur seljast eins og heitar lummur. Samt er hann alltaf blankur. Alltaf vćlandi yfir peningaleysi. Samt er hann giftur vellauđugri konu, Kim Kardashian West. Hún er módel og sjónvarpsstjarna. Hún vill ađ hann standi á eigin fótum fjárhagslega. Ţess vegna hleypir hún honum ekki í budduna sína. Hún er ţó alveg til í ađ fóđra.
Kanya er nánast eina óvćnta frćgđarmenniđ sem styđur Donald Trump í baráttu hans viđ ađ verđa frambjóđandi republikana til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku. Ađspurđur segist Trump vera ţakklátur stuđningnum. Einhverra hluta vegna gerir hann ekkert međ stuđninginn. Slćr honum ekki upp í auglýsingum né á kosningasíđu sinni.
Stuđningurinn er einungis munnlegur. Ekki fjárhagslegur. Ţvert á móti segja illar tungur ađ stuđningurinn sé lymskubragđ til ađ plata Trump til ađ fjárfesta í fyrirtćkjum Wests (les = gauka peningum ađ síblönkum Kanye).
Sjálfur ćtlar Kanye ađ verđa forseti BNA 2021.
Viđ fráfall ensku poppstjörnunnar Davids Bowies hótađi Kanye ađ gera plötu honum til heiđurs (tribute). Kráka öll hans vinsćlustu lög. Ađdéendur Bowies brugđust hinir verstu viđ. Mótmćltu út og suđur, ţvers og kruss. Sökuđu Kanye um allt ţađ versta varđandi plötuna. Vísuđu ţeir m.a. í ţađ hvernig honum hefur tekist upp viđ ađ kráka Freddy Mercury í heiđursskini.
Hörđustu ađdáendur Freddys lýsa flutningi Kanyes sem misţyrmingu á Queen-slagara og grófa vanvirđingu viđ góđan söngvara. Ekki skipti ég mér af ţví. Hvađ sem segja má um Queen ţá var Freddy nokkuđ góđur söngvari. Hlustiđ og dćmiđ sjálf.
![]() |
Kanye ţrábiđur Zuckerberg um peninga |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)