Páskar í Amsterdam

páskaegglítil páskaeggpáskakanínur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég fagnađi frjósemishátíđ vorsins fyrir austan haf. Hún er kennd viđ vorgyđjuna Easter.  Í ţjóđsögum gyđinga er frjósemishátíđin kölluđ páskar.  Ţá snćđa ţeir nýfćtt páskalamb.

  Leiđ mín lá til Amsterdam í Hollandi.  Sennilega er áratugur eđa svo frá síđustu dvöl minni ţar.  Margt hefur breyst.  Til ađ mynda eru allar geisladiskabúđir horfnar nema tvćr.  Ţađ er rýrt í borg sem telur hátt í milljón íbúa (og annađ eins ţegar allt stór-Amsterdamsvćđiđ er saman taliđ).  Til viđbótar tekur Amsterdam árlega viđ mörgum milljónum ferđamanna.  

  Önnur geisladiskabúđin er hluti af stćrri verslun,  Media Markt. Henni má líkja viđ Elkó hvađ vöruúrval varđar.  Hin er stór og mikil plötubúđ.  Hún heitir Concerto.  Ţar er gríđarmikiđ og gott úrval af geisladiskum af öllu tagi.  Heill salur lagđur undir djass og klassík.  Annar salur lagđur undir ţjóđlagatónlist og blús.  Ţriđji salurinn lagđur undir vinylplötur.  Ţannig mćtti áfram telja.

  Í Concerto er einnig ađ finna fjölda tónlistarbóka og -tímarita.  Ţessi búđ er gullnáma fyrir músíkdellufólk.

  Ţrátt fyrir fáar geisladiskabúđir í Amsterdam ţá eru margar búđir sem selja ađeins vinylplötur.  Ekkert annađ.  Kannski er ţađ tímanna tákn.  

  Til samanburđar viđ Ísland er frambođ á páskaeggjum í Amsterdam snautlegt.  Ađeins ein stćrđ.  Hún jafngildir stćrđ 3 eđa svo.  Svo er ađ vísu líka hćgt ađ fá pínulítil páskaegg á stćrđ viđ brjóstsykursmola.  

  Meira fer fyrir súkkulađikanínum.  Ţćr fá betra hillupláss en eggin og eru glenntar framan í viđskiptavini matvöruverslana.  Enda breytti vorgyđjan Easter á sínum tíma uppáhaldsfuglinum sínum í kanínu.  Kanínan gladdi svo börn á öllum aldri međ ţví ađ gefa ţeim páskaegg.  

concerto aconcerto

           


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Gerđist virkilega ekkert annađ merkilegt en ađ skođa plötubúđir og súkkulađiskanínur????

Sigurđur I B Guđmundsson, 3.4.2016 kl. 21:16

2 Smámynd: Jens Guđ

Er hćgt ađ toppa ţađ?

Jens Guđ, 4.4.2016 kl. 05:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.