Fćrsluflokkur: Tónlist
27.5.2016 | 17:56
Obama og ţungarokk
Á dögunum bauđ forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Hussein, forsćtisráđherrum Norđurlanda í partý. Gríđarlega athygli vakti hérlendis ađ eiginkona íslenska forsćtisráđherrans, Sigurđar Inga, mćtti ekki buxnalaus í partýiđ. Ţađ var óvćnt. Vestan hafs vakti meiri athygli ađ íslenski forsćtisráđherrann mćtti ekki í partýiđ á einum strigaskó - minnugir furđulegs skóbúnađar Sigmunds Davíđs í Hvíta húsinu (spariskór á öđrum fćti, strigaskór á hinum).
Í spjalli viđ forsćtisráđherra Norđurlanda kom bandaríkjaforseti, Hussein, inn á áhugaverđan punkt: Hann hafđi uppgötvađ sér til undrunar ađ flestar ţungarokksplötur hans voru međ finnskum hljómsveitum. Hann lét bandarísku leyniţjónustuna, CIA, kanna máliđ. Niđurstađan var sú ađ Finnland hýsi fleiri ţungarokkshljómsveitir en nokkur önnur ţjóđ í heiminum. Ţar af hafa margar ţeirra náđ sterkri stöđu á heimsmarkađi. Ţar má nefna stórveldi á borđ viđ HIM, Lordi, Nightwish, Finntroll og Hanoi Rocks. Bara svo ađ örfáar sem ég kannast viđ séu nefndar. Fyrir nokkrum árum varđ á vegi mínum í Stokkhólmi í Svíţjóđ plötubúđ sem seldi einungis finnskar ţungarokksplötur. Ekkert annađ. Ţegar ég fletti ţar í gegnum plöturekka kom mér á óvart hvađ ég kannađist viđ margar hljómsveitir.
Finnar eru vissulega stórtćkastir allra í ţungarokki. Alveg svo um munar. Ţar eru yfir 600 ţungarokkshljómsveitir á hverja milljón íbúa. Svíar koma ţar nćstir. Og reyndar međ bestu ţungarokkshljómsveitirnar: Entomed, At the Gates, Meshuggah, Claswfinger, In Flames, Amon Amarth, Total Javla Mörker...
Íslendingar eru í ţriđja sćti. Viđ eigum rösklega 100 ţungarokkshljómsveitir. Hćst bera Sólstafir, Skálmöld, Dimma, Nykur, Mínus, Celestine... Ég er áreiđanlega ađ gleyma 90 og eitthvađ.
Til ađ stćkka kortiđ hér fyrir neđan ţarf ađ smella á ţađ.
Tónlist | Breytt 28.5.2016 kl. 08:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2016 | 18:38
Banni létt af Trump
Margt hefur orđiđ til ţess ađ Donald Trump er vinsćlt fyrirsagnafóđur í fjölmiđlum út um allan heim. Líka á Íslandi. Mest ţó í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţađ er heppilegt. Hann er einmitt ađ keppast viđ ađ tryggja sér útnefningu sem forsetaframbjóđandi bandaríska Reppaflokksins.
Ástćđur ţess ađ kallinn bađar sig í sviđsljósinu eru ekki ađ öllu leyti ţćr ađ hann sé međvitađ snjall ađ koma sér ţangađ. Allskonar vandrćđagangur hefur einnig skilađ honum í sviđsljósiđ. Til ađ mynda ađ vinir hans í tónlistarbransanum hafa hver á fćtur öđrum stungiđ hann í bakiđ. Fyrstur til ţess var Njáll Ungi. Ţeir eru góđir vinir. Í upphafi kosningabaráttunnar notađi Trump lag hans, Rockin' in the Free World, sem kosningalag.
Njáll er stuđningsmađur Bernie Sanders. Sá keppir viđ Hillary Clinton um ađ verđa forsetaframbjóđandi Demókrata. Njáll bannađi Trump umsvifalaust ađ nota lagiđ á kosningafundum. Trump hélt fyrst ađ hann vćri ađ stríđa sér. Ţeirra vinskapur hefur stađiđ til margra ára. En Njáli var alvara. Trump varđ ađ finna sér nýtt kosningalag. Ţađ reyndist vera ţrautin ţyngri. Ţungavigtartónlistarmenn eru ekki í stuđningsliđi Trumps. Ţvert á móti.
Nú bregđur svo viđ ađ Njáll hefur skipt um skođun. Hann lýsir ţví yfir ađ héđan í frá sé ÖLLUM heimilt ađ nota tónlist hans hvar sem er og hvenćr sem er. Einu skilyrđi er ađ borgađ sé ríflega fyrir notkunina. Um ţađ snúist kúvendingin. Hann ţurfi á peningum ađ halda.
Án ţess ađ Njáll hafi tekiđ ţađ fram ţá rekur hann sumarbúđir fyrir fatlađa og fjáröflunarsamtök fyrir bćndur.
Trump hefur tekiđ umskiptum Njáls fagnandi. En ekki David Crosby, fyrrum félagi Njáls í hljómsveitinni Crosby, Stills, Nash & Young. Sá sendir Njáli kaldar kveđjur á twitter.
![]() |
Trump öruggur međ útnefningu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 27.5.2016 kl. 14:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2016 | 21:11
Plötuumsögn
- Titill: Gillon
- Flytjandi: Gillon
- Einkunn: ****
Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar. Ţetta er hans fjórđa plata. Sú fyrsta, "Nćturgárun", kom út 2012. Til hliđar er hann bassaleikari í hinni ágćtu skagfirsku blúshljómsveit Contalgen Funeral.
Tónlistin á nýju plötunni, samnefnd flytjanda, er einfaldari, lágstemmdari og látlausari en á fyrri plötum. Hún er ljúf og notaleg út í gegn. Öll lögin eru frumsamin. Ţau flćđa lipurlega og átakalaust. Textarnir eru frumsamdir međ tveimur undantekningum. Ţćr undantekningar eru ljóđ eftir Ingunni Snćdal úr bókinni "Komin til ađ vera, nóttin". Góđ ljóđ. Verulega mögnuđ. Líka ljóđ Gillons. Ljóđin lyfta plötunni upp fyrir "venjulegar" poppplötur. Ţau standa sterk í textabćklingi plötunnar burt séđ frá tónlistinni. En lifna áhrifaríkari viđ í tónlistinni.
Söngstíll Gillons er sérstakur og auđţekktur. Hann er í humátt ađ söngstíl Toms Waits, Bjartmars og Megasar.
Hćgri hönd Gillons á plötunni er Sigfús Arnar Benediktsson. Hann stjórnar upptökum og spilar á öll hljóđfćri önnur en kassagítar Gillons og bassa. Samstarf ţeirra Gillons er eins og best verđur á kosiđ. Ţeir hafa fundiđ ljóđunum vćna og ţćgilega umgjörđ. Ţetta er plata sem ég mćli međ.
Tónlist | Breytt 23.5.2016 kl. 08:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2016 | 20:57
Er Júlíus Vífill ekki ađ snúa til baka í borgarstjórn?
Nokkru eftir ađ ég lauk námi í grafískri hönnun mćtti Ingvar Helgason á auglýsingastofuna. Ţetta var á níunda áratugnum. Hann hafđi rekiđ auglýsingaherferđ í dagblađinu Tímanum um skeiđ. Spanderađ í fjölda heilsíđuauglýsinga. Án árangurs. Hann bađ mig um ađ finna út hvađ hann vćri ađ gera rangt.
Ţví var auđsvarađ: Hann auglýsti kosti bíla sem hann var međ umbođ fyrir. Gallinn var sá ađ í auglýsingarnar vantađi upplýsingar um ţađ hver vćri ađ auglýsa. Hugsanlegir viđskiptavinir gátu ekki brugđist viđ auglýsingunum; sýnt svörun. Ţetta var fyrir daga internets og google.
Létt verk var ađ kippa auglýsingaherferđinni í lag. Salan tók rćkilega viđ sér. Ingvar Helgason mokađi bílum út á markađinn. Ingvar var afskaplega skemmtilegur. Hann ávarpađi mig aldrei međ nafni. Ţess í stađ hóf hann setningar gjarna á: "Heyrđu ţú" eđa "Ţú ţarna". Til ađ mynda sagđi hann: "Heyrđu ţú, finnst ţér ekki Trabantinn vera dálítiđ kubbslegur? Getur ţú teiknađ mynd af honum ţar sem hann sýnist vera meiri kaggi?" Jú, ég gat ţađ. Ingvar var ekki ánćgđur fyrr en teikningin sýndi sportlegan fólksbíl. Hún seldi. Trabantinn mokađist út.
Fyrirtćkiđ Ingvar Helgason malađi gull. Ég yfirgaf auglýsingamarkađinn. Ingvar féll frá. Ţađ vakti undrun mína ţegar í ljós kom ađ rekstur bílasölunnar virtist taka dýfu. Ţađ átti ekki ađ vera hćgt. Öll skilyrđi voru fyrir hendi til ađ reka fyrirtćkiđ áfram međ góđum hagnađi.
Svo fór krónprinsinn, Júlíus Vífill Ingvarsson, međ sína ţekkingu á rekstri og peningum í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég sakna hans ţađan. Er hann ekki ađ snúa aftur til leiks? Ţađ ţarf ađ taka fjármál borgarinnar föstum tökum. Ţađ vantar í borgarstjórn fjölskylduvćna og trygga menn međ ţekkingu og reynslu úr atvinnulífinu.
![]() |
Leita týndra sjóđa foreldra sinna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 19.5.2016 kl. 13:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2016 | 10:55
Ljótur hrekkur
Ég ók á löglegum hrađa vestur eftir Bústađavegi. Ţá upphófst skyndilega hávćrt sírenuvćl nálćgt mér. Ég gaf mér ekki tíma til ađ athuga hvort ađ ţar vćri lögreglubíll eđa sjúkrabíll á ferđ. Ţess í stađ brunađi ég á fullri ferđ upp á umferđareyju til ađ opna greiđa leiđ fyrir sírenubílinn. Ég beygđi heldur skart upp á eyjuna ţví ađ felga á framhjóli beyglađist.
Umferđ var töluverđ. Mér til undrunar sinnti enginn í öđrum bíl sírenukallinu. Umferđ hélt áfram eins og ekkert hefđi í skorist. Jafnframt ţagnađi sírenan án ţess ađ ég kćmi auga á sírenubíl.
Viđ nánari athugun virđist sem sírenuvćliđ hafi hljómađ úr útvarpinu. Ţar var í spilun lag, "Ai ai ai", međ ţeirri góđu reggae-sveit AmabAdama. Undir lok lagsins hljómar sírenuvćl (á mín 2.54).
Ţó ađ sírenan hafi hrekkt mig og minn bíl ţá situr ţađ ekki í mér. AmabAdama er svo assgoti flott hljómsveit.
Annađ mál er ađ fólk í nćstu bílum á eftir mér hefur nćsta víst ţótt aksturslag mitt einkennilegt og undrast skyndilegt erindi mitt upp á umferđareyju.
Tónlist | Breytt 22.2.2017 kl. 09:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2016 | 19:42
Frelsarinn
Svo bar til ađ drengur fćddist fyrir austan fjall og vestan mána. Fuglar himins sungu sinn fegursta söng. Allt upp í ţrír stórir og fagurlitir regnbogar birtust samtímis viđ sjónarrönd. Himinn varđ heiđur og sólin - sú skćra stjarna - vakti allt međ kossi. Ţvert á veđurspá sem varađi viđ jarđskjálfta, norđangarra og ófćrđ á heiđum.
Drengurinn óx og dafnađi. Ţegar hann gekk í leikskóla var nesti viđvarandi vandamál. Rúgbrauđssneiđ međ smjöri og kćfu vildi klístrast og festast í loki nestisboxins. Ţá fann drengurinn upp samlokuna. Međ ţví ađ skella brauđsneiđ ofan á viđbitiđ var vandamáliđ úr sögunni. Ţessa uppfinningu ţróađi hann yfir í hamborgara. Einskonar samloku međ kjötbollu á milli. Í framhjáhlaupi fann hann upp hjóliđ. Ţađ kom sér vel fyrir dekkjaframleiđendur. Fram ađ ţví var lítil sala í dekkjum. Síđar gladdi hann ţá enn frekar međ ţví ađ finna upp varadekkiđ.
Ţví nćst stofnađi hann Bítlana, The Rolling Stones og Bob Dylan. Um leiđ fann hann upp á ţví ađ kalla heita vatniđ heita vatniđ. Eitthvađ varđ heita vatniđ ađ heita.
Tónlist | Breytt 2.5.2016 kl. 08:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
30.4.2016 | 20:26
Örfá minningarorđ
Ólafur Stephensen, almannatengill og djasspíanóleikari, lést í vikunni; nýkominn á nírćđisaldur. Hann kenndi mér markađsfrćđi í auglýsingadeild Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum. Sumariđ 1979 vann ég á auglýsingastofu hans, ÓSA. Einnig á álagstímum á stofunni međfram námi veturinn ´79-´80.
Ólafur var skemmtilegur kennari. Og ennţá skemmtilegri vinnuveitandi. Ţađ var alltaf létt yfir honum. Stutt í gamansemi. Aldrei vandamál. Bara lausnir. Hann lagđi sig fram um ađ ţađ vćri gaman í vinnunni. Á sólríkum degi átti hann ţađ til ađ birtast hlađinn ís-shake handa liđinu. Einn sérlega heitan sumardag tilkynnti hann ađ ţađ vćri ekki vinnufriđur vegna veđurs. Hann bađ okkur um ađ setja miđa á útidyrahurđina međ textanum "Lokađ vegna veđurs". Síđan bauđ hann okkur ađ taka maka međ í grillveislu út í Viđey. Hann átti Viđey. Grillveislan var glćsileg, eins og viđ mátti búast. Gott ef kćldur bjór var ekki meira ađ segja á bođstólum (ţrátt fyrir bjórbann).
Óli var djassgeggjari. Ég var ekki byrjađur ađ hlusta á órafmagnađan djass á ţessum tíma en var ađ hlusta á Weather Report, Mahavishnu Orcestra og ţess háttar rafdjass. Óli var opinn fyrir ţví. Herbie Hancock var skólabróđir hans í Ameríku. Viđ mćttumst í plötum Herbies og djasslögum Frank Zappa. Í leiđinni laumađi Óli ađ mér tillögum - lúmskur og án ýtni - um ađ kynna mér tiltekin órafmögnuđ djasslög. Sem ég gerđi. Og varđ djassgeggjari.
Óli sendi frá sér ţrjár djassplötur. Hver annarri skemmtilegri. Pjúra djass. Ég skrifađi umsögn um eina ţeirra í eitthvert tímarit. Man ekki hvađa. Ţá hringdi Óli í mig og var sáttur viđ umsögnina. Ađ öđru leyti vorum viđ í litlum samskiptum síđustu áratugi umfram stutt spjall ţegar leiđir lágu saman úti á götu eđa á mannamótum. En í ţessu símtali spjölluđum viđ um margt og lengi. Hann upplýsti mig međal annars um ađ sonur hans vćri í hljómsveitinni Gus Gus. Ég hafđi ekki áttađ mig á ţví.
Óli breytti áherslum í auglýsingum á Íslandi. Fćrđi ţćr frá ţví ađ vera auglýsingateikningar yfir í vel útfćrđa markađssetningu. Hann var snjall á sínu sviđi. Ég lćrđi meira á auglýsingastofu hans en í skólastofu auglýsingadeildar Myndlista- og handíđaskóla Íslands.
Ég kveđ međ hlýjum minningum og ţakklćti góđan lćriföđur. Ég man ekki eftir honum öđruvísi en međ glađvćrt bros á andliti.
Tónlist | Breytt 1.5.2016 kl. 17:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2016 | 10:02
Hvađa Bítlalög eru vinsćlust?
Hvernig á ađ finna út hvađa lög bresku hljómsveitarinnar Bítlanna (The Beatles) eru vinsćlust? Ein leiđin er ađ skođa sölutölur; sjá hvađa smáskífur Bítlanna hafa selst best. Gallinn viđ ţessa ađferđ er sá ađ verulega hátt hlutfall af lögum Bítlanna kom aldrei út á smáskífu. Ţar fyrir utan voru flestar smáskífurnar merktar sem A hliđ og B hliđ. Einungis lagiđ á A hliđinni telur. Hugsanlegt er ađ einhverjir - jafnvel margir - hafi keypt smáskífur vegna lagsins á B hliđ fremur en A hliđ.
Einstakar smáskífur voru ađeins gefnar út í tilteknum löndum en ekki á alţjóđavísu. Til ađ mynda var "Yesterday" einungis gefiđ út á smáskífu í Bandaríkjunum.
Nú er loks hćgt ađ komast ađ ţví hvađa Bítlalög njóta í raun mestra vinsćlda heims um ból: Ţađ er međ ţví ađ skođa hvađa lög eru mest spiluđ á Spotify. Ţá bregđur svo viđ ađ fćstir Bítlafrćđingar hefđu ađ óreyndu giskađ á hvađa lag trónir í toppsćtinu. Ţađ hefur ekki einu sinni veriđ gert myndband viđ ţađ. Né heldur er til filma af Bítlunum ađ spila ţađ í hljóđveri eđa á hljómleikum. Fyrir bragđiđ er lagiđ ekki spilađ í sjónvarpsstöđvum, hvorki tónlistarstöđvum á borđ viđ MTV né öđrum. Svona lítur listinn út:
1. Come Together
2. Let It Be
3. Hey Jude
4. Love Me Do
5. Yesterday
6. Here Comes the Sun
7. Help!
8. All You Need Is Love
9. I Want To Hold Your Hand
10. Twist and Shout
Ţegar listar eru skođađir eftir löndum ţá er niđurstađan svipuđ. Einstök lög hafa sćtaskipti. "Come Together" er mest spilađa lagiđ í Bandaríkjunum en ţar er "Hey Jude" í öđru sćti og "Let it Be" í 4. sćti, svo dćmi séu tekin.
.
Tónlist | Breytt 25.1.2017 kl. 17:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
15.4.2016 | 20:31
Matur í Amsterdam
Ég hef áđur skýrt undanbragđalaust frá ţví ađ ég skrapp til Amsterdam um páskana. Sennilega var um áratugur síđan ég heimsótti ţá ágćtu borg síđast. Ţetta var ţess vegna dáldiđ eins og fersk heimsókn.
Viđ innritun á gistiheimili tilkynnti afgreiđsludaman mér ađ ćttingi minn vćri gestur ţarna. Ég varđ eitt spurningamerki. Daman fletti upp í tölvunni og sagđi: "Hún er hérna, Sabrína Guđmundsson. Ţetta er nákvćmlega sama ćttarnafniđ, stafsett međ đ og allt."
Ég ţakkađi fyrir upplýsingarnar. En veit ekkert meira um Sabrínu.
Í einni plötubúđ sem ég heimsótti spurđi afgreiđslumađurinn fljótlega: "Íslendingur?". Ég játti. Hann sagđi: "Ef mađur hefur heyrt í sjónvarpinu viđtal viđ Björk og Sigur Rós ţá er íslenski enskuframburđurinn auđţekkjanlegur." Hann sagđist hafa komiđ til Íslands og sannreynt ţetta.
Athygli vekur ađ fjöldi veitingastađ býđur upp á nákvćmlega sömu rétti: Lambakótelettur, svínarif, grillađar kjúklingabringur, rib eye steik og eitthvađ svoleiđis. Sama međlćti: Kál, tómatsneiđar, agúrkusneiđar, franskar, tómatsósa og majónes. Á auglýsingatrönum og úti í gluggum veitingastađanna eru sömu ljósmyndir af ţessum réttum. Samt eru stađirnir ýmist kenndir viđ Argentínu, Ítalíu, Istanbúl, Tćland eđa eitthvađ annađ. Enginn munur er á ţessum réttum hvort heldur sem veitingastađurinn er fínn háklassa eđa skyndibitastađur. Verđiđ er 10 - 11 evrur (um 1400 - 1500 íslenskar kr.).
Biđja ţarf sérstaklega um bakađa kartöflu. Alltaf fylgja međ tómatsósan og majonesiđ. Ţegar bita er stungiđ ofan í ţćr báđar er útkoman kokteilsósa.
Mér dettur í hug ađ einn og sami birginn afgreiđi alla ţessa stađi. Fremur en ađ ţeir séu allir í eigu sama ađila. Ţetta er skrítiđ. Ekki síst vegna ţess ađ víđa liggja ţessir stađir saman hliđ viđ hliđ.
Fyrri blogg um Amsterdam-heimsóknina má lesa međ ţví ađ smella á ţessa hlekki:
http://http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/2169441//blog/jensgud/entry/2169441/
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/2170260/
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/2170473/
Tónlist | Breytt 16.4.2016 kl. 11:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2016 | 21:36
Sá svalasti
Enski gítarleikarinn Keith Richards er einn svalasti töffari rokksögunnar. Ţađ eru ekki međmćli út af fyrir sig. Ţannig lagađ. En í tilfelli Keiths er ţađ heillandi. Ţegar ég sé forsíđuviđtal viđ hann í poppblöđum ţá kaupi ég ţau. Vitandi um ađ góđan skemmtilestur er ađ rćđa. Gullmolarnir velta upp úr honum. Óviljandi ekki síđur en viljandi. Hann lćtur allt flakka. Hvort heldur sem er um félaga sína í Rolling Stones, ađra tónlistarmenn eđa sjálfan sig. Stundum reynir hann klaufalega ađ fegra sinn hlut. Jafnan leiđréttir hann ţađ síđar. Dćmi: Ţađ ratađi í heimsfréttir er hann slasađist viđ ađ klifra í tré fyrir nokkrum árum.
Til ađ byrja međ sagđist hann hafa dottiđ niđur úr trénu. Svo fór ađ hann dró ţađ ađ hluta til baka. Sagđist hafa í raun flćkst í lággróđri, runnaţyrpingu, fćlst, lent í áflogum viđ hríslurnar og slasast. Hann snöggreiddist. Barđirst um á hćl og hnakka međ ţeim afleiđingum ađ bein brákuđust. Hann skammađist sín svo mikiđ fyrir ađ hafa fariđ halloka í áflogum viđ trérunna ađ fyrstu viđbrögđ voru ađ segjast hafa dottiđ úr tré.
Eins ţegar hann missti út úr sér ađ hafa tekiđ öskuna af föđur sínum í nefiđ. Blađafulltrúar Rolling Stones kepptust í kjölfariđ viđ ađ upplýsa ađ ţar hafi veriđ um óhappaverk ađ rćđa en ekki ásetning. Kauđi missti öskuna fyrir klaufaskap ofan í síđasta kókaín-skemmtinn sem hann átti ţann daginn. Ţađ var ekki hćgt ađ greina öskuna frá kókaíninu undir ţeim kringumstćđum. Ekki var um annađ ađ rćđa en sniffa öskuna međ. Síđar upplýsti Keith ađ einungis hluti öskunnar hafi blandast kókinu. Hann hafi ţess vegna aldrei tekiđ alla öskuna af pabba sínum í nefiđ.
Til eru ótal brandarar um Keith. Einn slíkur hermir ađ einungis kakkalakkar og hann lifi af kjarnorkuárás. Er ţá vísađ til lífernis hans sem dópista og drykkjubolta. Neyslufélagar hans hafa falliđ frá hver á fćtur öđrum. En Keith er alltaf sprćkur. Miđađ viđ allt og alla ber hann aldur vel. Ađ vísu er andlitiđ rúnum rist og fingurnir orđnir hnúóđttir og snúnir eins og rođ í hundskjafti.
Í gćr hlustađi ég á síđustu sólóplötu kappans. Hún er nokkuđ góđ og skemmtileg. Ţar krákar hann sitthvort lagiđ eftir jamaísku reggí-stjörnuna Gregory Isaacs (Love Overdue) og bandaríska ţjóđlaga-blúsistann Leadbelly (Goodnight Irene). Virkilega flott. Frumsömdu lögin eru líka alveg ljómandi flott.
![]() |
Klćđist gjarnan fötum eiginkonunnar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 21.1.2017 kl. 21:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)