Fćrsluflokkur: Tónlist
31.1.2009 | 22:41
Saga breska pönksins VII
Á fyrstu mánuđum ársins 1977 var pönkiđ ennţá ađ springa út og ekki búiđ ađ ná fullri stćrđ. Nýjar pönksveitir spruttu upp eins og gorkúlur. Sumar sendu frá sér lög og plötur en fćstar urđu nöfn sem settu mark á söguna. En voru jafn mikilvćgar í heildarmyndinni eins og hvert korn sem myndar sand.
Sumar af ţeim hljómsveitum sem komu fram á ţessum tímapunkti urđu síđar stór nöfn. Ég var áđur búinn ađ fjalla um The Stranglers og setja inn myndband viđ lagiđ (Get a) Grip (on Yourself) á ţeirra fyrstu smáskífu. Hún kom út í janúar 1977. Um miđjan apríl kom út fyrsta breiđskífan frá The Stranglers, Stranglers IV -Rattus Norvegius. Hún fór í 4. sćti breska vinsćldalistans. Ţađ var besti árangur pönkhljómsveitar til ţessa. Uppsveifla pönksins var hröđ. Pönkiđ hćkkađi jafnt og ţétt á breska vinsćldalistanum.
Í janúar hafđi smáskífa The Stranglers náđ 44. sćtinu. Í mars fór smáskífa međ The Clash í 38. sćti. Í aprílbyrjun fór breiđskífa The Clash í 12. sćti.
The Stranglers voru ekki dćmigerđir pönkarar. En ţeir tilheyrđu svo sannarlega senunni og gáfu pönkinu vídd. Á myndbandinu efst flytja ţeir Hanging Around af fyrstu breiđskífunni. Á neđra myndbandinu flytja ţeir Go Buddy Go af annarri smáskífu sinni. Hún kom út í maí 1977 og fór í 8. sćti breska vinsćldalistans. Framan af ferlinum seldust breiđskífur The Stranglers betur en smáskífur ţeirra. Ţađ var ekki fyrr en 1982 sem ţessi regla breyttist (međ laginu Golden Brown).
Fyrri fćrslur um breska pönkiđ í réttri tímaröđ:
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
Tónlist | Breytt 5.3.2009 kl. 21:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
27.1.2009 | 21:52
Gleymiđ Björk, gleymiđ Sigur Rós, hér kemur Sigríđur Níelsdóttir!
Sigríđur Níelsdóttir er einskonar huldupoppstjarna. Fjöldinn veit ekki af henni. Hefur aldrei heyrt plötur hennar né orđiđ var viđ hana. Lög hennar eru ekki spiluđ í útvarpi. Samt hefur Sigríđur sent frá sér tugi platna sem innihalda hátt á ţriđja hundrađ frumsaminna laga. En Sigríđur er ekki ađ trana sér fram né sinni músík. Hún gefur plöturnar út í kyrrţey.
Sigríđur Níelsdóttir er um áttrćtt. Poppstjörnuferill hennar hófst fyrir nokkrum árum. Ţá hafđi hún komist yfir einfaldan skemmtara međ allskonar hljómblćbrigđum (sound effektum). Lög Sigríđar eru án texta og söngs (instrúmental). Samt segja ţau mikla sögu. Túlka heilar bíómyndir, bćkur, sjónvarpsframhaldsţćtti og sitthvađ fleira. Ţar koma "effektarnir" sér vel, jafnframt ţví sem Sigríđur á létt međ ađ herma eftir húsdýrum jafnt sem fólki.
Sigríđur einskorđar ekki sköpunargleđina viđ músík. Hún er einnig á kafi í myndlist. Hún klippir myndir út úr tímaritum, rađar myndunum saman og límir á spjöld. Mér er minnisstćtt myndverk ţar sem Sigríđur hafđi klippt út myndir af kransatertum og límt ofan á höfuđ fólks úr annarri mynd. Kransaterturnar komu í stađ hatta og gáfu til kynna ađ um vćri ađ rćđa prúđbúiđ fólk á leiđ til veislu. Fariđ ađ hlakka til ađ komast í kökurnar.
Tónlist | Breytt 29.1.2009 kl. 12:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
24.1.2009 | 18:42
Fćreyingar gera ţađ gott
Helsta poppmúsíkblađ Dana heitir Gaffa. Ţađ er fríbađ sem liggur frammi í verslunum og víđar. Um áramótin efndi blađiđ til skođanakönnunar á međal lesenda sinna í svokölluđu vinsćldavali. Niđurstađan liggur fyrir og er sérlega ánćgjuleg fyrir brćđur okkar í Fćreyjum. Lagiđ Backstabber međ fćreyska popp-pönktríóinu The Dreams var kosiđ 3ja besta lag liđins árs. Hér er ţađ:
The Dreams var jafnframt kosin 4đa besta hljómsveit ársins. Plata tríósins, Den Nye By, var kosin 5ta besta platan.
Í fyrravetur náđi The Dreams 2. sćti í danskri hljómsveitakeppni. Ţó tríóiđ hafi ekki náđ sigursćtinu stal ţađ senunni í ţessari keppni. Danskir fjölmiđlar kepptust viđ ađ taka viđtöl viđ liđsmenn The Dreams. Síđan hefur tríóiđ komiđ ţremur lögum í 1. sćti boogie-vinsćldalista danska ríkisútvarpsins. Sá árangur og niđurstađan í vinsćldavali Gaffa stađfesta ađ The Dreams eru súperstjörnur í Danmörku.
The Dreams semja og syngja sín sönglög á dönsku. Međ ţessum fína árangri. Á sama tíma syngja danskar rokksveitir yfirleitt á ensku. Flestar međ síđri árangri.
Í vinsćldavali Gaffa var fćreyski vísnasöngvarinn Teitur kosinn 4đi besti söngvarinn. Hann semur og syngur ýmist á fćreysku eđa ensku. Hér flytur hann lagiđ Louis Louis.
Teitur er heimsfrćgasti Fćreyingurinn. Myndbönd hans eru sýnd í MTV og öđrum músíksjónvarpsstöđvum um allan heim. Lög hans eru notuđ í vinsćlum bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsţáttum. Hann skemmtir á stórum tónlistarhátíđum og annađ í ţeim dúr.
Í haust valdi enski popparinn Sting lög á safnplötu til stuđnings Tíbetum. Ţađ segir sitthvađ um stöđu Teits ađ Sting valdi lag međ honum á plötuna. Ţar er Teitur í félagsskap fólks á borđ viđ Alanis Morissette, Jackson Browne og Moby.
Plötur međ Teiti fást í verslunum Pier á Íslandi (glerturninum viđ Smáratorg og í Korputorgi). Ég mćli sérstaklega međ plötunni Káta horniđ.
Eivör sendi ekki frá sér plötu í fyrra. Ţess vegna er hennar nafn ekki ađ finna í vinsćldavali Gaffa. Á undanförnum árum hefur Eivör hinsvegar rakađ ađ sér verđlaunum og titlum í Danmörku, rétt eins og á Íslandi.
Eivör er á leiđ í hljómleikaferđ til Hawai ásamt eistneska djasssaxófónleikaranum og snillingnum Villi Veska.
Tónlist | Breytt 2.2.2009 kl. 22:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
16.1.2009 | 20:19
Brjálađ fjör á sunnudaginn
Ţađ verđur rosa fjör í Ameríku á sunnudaginn. Ekki í ţeim hluta Ameríku sem stendur okkur nćst, Grćnlandi, eđa, jú, kannski. Ţađ er alltaf fjör á Grćnlandi. En viđ fáum fátt ađ vita um ţađ. Ţess í stađ fáum viđ ađ fylgjast vel međ í ţeim hluta Ameríku sem kallast Bandaríki Norđur-Ameríku, BNA.
Á sunnudaginn verđur innsetningarhátíđ Husseins Obama, splunkunýs forseta BNA. Ţađ er komin hefđ fyrir ţví ađ innsetningarhátíđ forseta BNA sé einskonar popphátíđ. Á innsetningarhátíđ Husseins verđur Bruce Springsteen í ađalhlutverki. Hann mun međal annars leiđa fjöldasöng í laginu This Land is Your Land eftir föđur bandaríska ţjóđlagapoppsins (folk), Woody Guthrie. Ađrir sem taka lagiđ eru Bono (söngvari U2), John Mellencamp, Stevie Wonder, James Taylor, Sheryl Crow, Queen Latifah, Beyonce, Mary J. Blige, kántrýboltinn Garth Brooks, Josh Groban, Herbie Hancock (skólabróđir Ólafs Stephensen djasspíanista), Shakira og Will.i.am.
Ţetta verđur - ađ ţví er virđist - ósköp fjölskylduvćn popphátíđ. Ekkert pönk né dauđarokk. Denzil Washington, Jamie Foxx og Martin Luther King III flytja stutt og hnitmiđuđ ávörp.
Innsetningarhátíđin fer fram viđ minnisvarđa Lincolns. Allir eru velkomnir - nema ţeir sem hyggjast myrđa Hussein. Bandaríska leyniţjónustan, CIA, ćtlar ađ reyna ađ halda ţeim fjarri.
Ţeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst međ beinni útsendingu á sjónvarpsstöđinni HBO. Popphátíđin hefst klukkan 19:00 á stađartíma.
Á myndinni efst eru Brúsi Springsteen (til vinstri) međ Hussein. Hér fyrir neđan er svart-hvít mynd af John Mellencamp. Litmyndin er frá sjónvarpseinvígi Husseins og McCains. McCain hafđi ţann kćk ađ ţykjast í sífellu ćtla ađ klípa Hussein í rassinn. En guggnađi alltaf á ţví á síđustu stundu ađ láta vađa. Ţess vegna var honum hafnađ sem forseta.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
14.1.2009 | 13:30
Íslenskar hljómsveitir ţátttakendur í alţjóđlegri hljómsveitakeppni
Í ár verđur í fyrsta sinn haldin á Íslandi undankeppni fyrir alţjóđlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Wacken er nafn á bć í Norđur-Ţýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa ţungarokksbć ţegar Wacken:Open:Air hátíđin er haldin.
Í ár munu 20 ţjóđir halda undankeppnir í sínu landi og er Ísland ein af ţeim. Sigursveit hvers lands fyrir sig fćr ţátttökurétt í lokakeppninni sjálfri á Wacken hátíđinni. Ţađ er ekki amalegt ađ hugsa til ţess ađ loksins mun íslensk hljómsveit stíga á sviđ á ţessari gođsagnakenndu ţungarokkshátíđ.
Sigurvegarar undankeppna eru valdir af dómnefnd. Á međal dómara á Íslandi verđur blađamađur frá Hollandi, sem skrifar fyrir stćrsta ţungarokkstímarit Beneluxlandanna, Aardschok Magazine. Ţessi mađur er međ sitt eigiđ bókunar- og umbođsskrifstofufyrirtćki. Ţađ verđur ţví mikill ávinningur ađ fá hann til landsins. Líklegt má telja ađ hann uppgötvi einhverja snillinga hér og bjóđi ţeim umbođssamning.
Sökum ţess ađ undankeppnin mun fara fram síđar en áćtlađ var, hefur umsóknarfresturinn veriđ framlengdur til 1. febrúar en hann átti upphaflega ađ vera 15. janúar. Keppnin verđur ađ öllum líkindum í apríl (í stađ mars), en nánari dagsetning verđur auglýst síđar.
Leitiđ upplýsinga hjá Ţorsteini Kolbeinssyni hjá Restingmind Concerts, sími 823 4830. Restingmind hefur stađiđ fyrir hópferđum á Wacken:Open:Air undanfarin 5 ár í samvinnu viđ Livescenen í Danmörku. Í fyrra fóru nćstum 100 manns á ţessa hátíđ frá Íslandi en nú er svo komiđ ađ ţađ er hvorki meira né minna en uppselt á hátíđina í ár hjá söluađilum úti - og hátíđin er ekki fyrr en í ágúst! Ţó er eitthvađ af miđum ennţá til hjá hópferđinni en hún tryggđi sér miđa áđur en uppselt varđ.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2009 | 14:08
Bestu ţungarokksplötur ársins 2008
Breska tímaritiđ Classic Rock er málgagn gamla hefđbundna ţungarokksins - eins og nafn blađsins gefur í skyn. Áramótauppgjör blađsins er til samrćmis viđ ţađ. Ţess vegna er alltaf forvitnilegt ađ sjá val plötugagnrýnenda blađsins á bestu plötum ársins. Ţađ er pínulítiđ á skjön viđ áramótauppgjör annarra músíkblađa. Ţessar plötur röđuđu sér í efstu sćtin yfir bestu plötur ársins 2008:
1. AC/DC: Black Ice
2. Metallica: Death Magnetic
3. Guns N´ Roses: Chinese Democracy
4. Black Stone Cherry: Folklore & Superstition
5. Airbourne: Runnin´ Wild
Ţessar plötur og flestar ađrar á listanum voru fyrirsjáanlegar ţar. Meiri athygli vekur ađ neđar á listanum er plötur sem ekki tilheyra ţungarokkinu: Tell Tale Signs međ Bob Dylan og Dig, Lazarus, Dig! međ Nick Cave & The Bad Seeds. Einnig er á listanum platan Live at Shea Stadium međ pönksveitinni The Clash, sem hćtti fyrir nćstum aldarfjórđungi.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
11.1.2009 | 23:10
Jack Bruce hraunar yfir Led Zeppelin
Skoski söngvarinn, bassaleikarinn og lagahöfundurinn Jack Bruce er ţekktur fyrir hroka, kjafthátt og frekju. Á árum áđur átti hann til ađ veitast ađ međspilurum sínum í hljómsveitum međ barsmíđum. Hann hefur víst lagt af ţann siđ, tćplega sjötugur. Jack er ţekktastur fyrir ađ hafa leitt blús-rokktríóiđ Cream 1966 - ´68. Međal annarra sem hann hefur spilađ međ eru Manfred Mann, Frank Zappa, Michael Mantlier, Ringo Starr og John Mayall´s Bluesbreakers. Bara svo fáir séu nefndir.
Í nýjasta hefti breska rokkblađsins Classic Rock getur kallinn ekki leynt afbrýđi sinni út í Led Zeppelin:
"Allir eru ađ tala um Led Zeppelin - og ţeir komu fram á einum fjandans hljómleikum. Einum lélegum hljómleikum. Á sama tíma túruđum viđ í Cream vikum saman og héldum hvarvetna góđa hljómleika. Ekki lélega eins og Led Zeppelin, sem ţurftu ađ lćkka sig um tónhćđ og hvađeina. Viđ fluttum öll okkar lög í upphaflegri tónhćđ.
Fjandinn hirđi Led Zeppelin; ţiđ eruđ drasl. Ţiđ hafiđ alltaf veriđ drasl og ţiđ verđiđ aldrei neitt annađ. Gallinn er sá ađ fólk gleypir viđ draslinu sem ţví er selt. Cream var tíu sinnum betri hljómsveit en Led Zeppelin.
Ćtlar einhver ađ líkja vesalingnum Jimmy Page viđ Eric Clapton? Svoleiđis samanburđur er út í hött. Eric er góđur (gítarleikari) en Jimmy er lélegur. Eini frambćrilegi náunginn, eini gaurinn sem gat eitthvađ í Led Zeppelin er dauđur."
Ljósmyndin hér ađ ofan er af Cream. Jack Bruce er lengst til vinstri. Á myndbandinu hér fyrir neđan flytja Cream eitt sitt ţekktasta lag, Sunshine of your Love. Cream var frábćr hljómsveit og hafđi töluverđ áhrif á ţróun blúsrokksins yfir í ţungarokk. Ţađ breytir engu um ađ Led Zeppelin var besta hljómsveit rokksögunnar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (35)
9.1.2009 | 22:53
Skúbb! Uppselt á Bubba
Laugardaginn 31. janúar heldur Bubbi hljómleika í Norđurlandahúsinu í Ţórshöfn í Fćreyjum. Norđurlandahúsiđ í Ţórshöfn er einstaklega glćsilegt - aldeilis frábćr arkítektúr - og mun rúmbetra en Norrćna húsiđ í Reykjavík. Stćrsti salurinn í Norđurlandahúsin í Ţórshöfn tekur um 200 manns í sćti. Ţađ seldist upp á hljómleika Bubba "á no time". Vegna eftirspurnar hefur öđrum hljómleikum međ Bubba veriđ bćtt viđ sunnudaginn 1. febrúar.
Bubbi er stórt nafn í Fćreyjum. Ţađ líđur vart sá dagur ađ lög međ Bubba séu ekki spiluđ í fćreyskum útvarpsstöđvum. Sennilega er Ţađ er gott ađ elska mest spilađa lagiđ međ Bubba í Fćreyjum. Talađ viđ gluggann er einnig ţekkt lag međ Bubba í Fćreyjum. Ţađ var "krákađ" (coverađ) á plötu, Hinumegin ringveginn, međ einu hćst skrifađa söngvaskáldi Fćreyja, Kára P., 1992. Sú plata fćst í Pier í glerturninum viđ Smáratorg og á Korputorgi. Margir ađrir Fćreyingar hafa krákađ lagiđ, bćđi á plötum og ţó enn fremur á hljómleikum. Ţetta er "klassískur" pöbbaslagari í Fćreyjum. Ţađ er sérstök upplifum ađ vera á pöbbahljómleikum í Fćreyjum ţegar allir syngja Talađ viđ gluggann.
1998 var ég međ mitt fyrsta skrautskriftarnámskeiđ í Fćreyjum og spurđi hvort nemendur kynnu eitthvert íslenskt lag. Međ ţađ sama brast á kröftugur söngur 24 nemenda í Talađ viđ gluggann.
Á morgun, laugardag, klukkan 16:00 mun Bubbi frumflytja í Iđnó lag um fjöldamorđ nasistanna í Ísraelsher á Palestínumönnum, konum og börnum á Gaza.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
1.1.2009 | 19:46
Takiđ ţátt í skođanakönnun um besta jólalagiđ
Fyrir nokkru óskađi ég eftir tillögum um besta íslenska jólalagiđ. Góđur fjöldi tillagna barst. En ađeins fjögur lög voru tilnefnd af fleiri en einum. Ţau lög hef ég nú sett upp í formlega skođanakönnun hér til vinstri á síđunni. Ykkur er velkomiđ ađ nefna til sögunnar fleiri íslensk jólalög. Ef ţau eru studd af fleirum bćti ég ţeim ţegar í stađ í könnunina.
Ég óskađi einnig eftir tillögum um leiđinlegasta íslenska jólalagiđ. Eitt lag reyndist pirra flesta umfram önnur, Jólahjól međ Sniglabandinu. Niđurstađan í ţví var svo afgerandi ađ önnur lög eiga ekki möguleika. Ţađ lag náđi ţó einnig inn í formlegu skođanakönnunina um besta jólalagiđ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
1.1.2009 | 15:23
Fćreysku tónlistarverđlaunin
Í árslok gerđi fćreyska netsíđan Planet upp tónlistaráriđ 2008 međ stćl. Planet er í eigu sömu ađila og reka ađra af tveimur einkaútvarpsstöđvum í Fćreyjum, Rás 2, (hin einkastöđin er Lindin, kristileg útvarpsstöđ) og söluhćsta dagblađ eyjanna, Sósialin (međ einu n). Planet gerđi tónlistaráriđ upp međ ţví ađ verđlauna viđ hátíđlega athöfn ţá sem sköruđu framúr á árinu.
Húllumhćiđ var sent út í beinni á Rás 2. Lena Andersen (til vinstri á mynd) var verđlaunuđ sem söngkona ársins. Einhverjir ráku upp stór augu viđ ađ verđlaunin féllu ekki Eivör í skaut. Eivör sendi hinsvegar ekki frá sér plötu á árinu. Ţađ munađi öllu.
Ekki svo ađ skilja; Lena er góđ söngkona og magnađur lagahöfundur. Til viđbótar er hún afskaplega flott á sviđi. Hún hélt vel heppnađa hljómleika hérlendis, á Nasa og Grand Rokk, fyrir 3 árum. Plötur hennar seljast ţokkalega í Kanada og Danmörku. Og hún er stórt nafn í Fćreyjum.
Poppađa pönktríóiđ The Dreams var kjöriđ hljómsveit ársins. The Dreams syngja á dönsku og njóta vinsćlda í Danmörku. Ţađ er broslegt međ hliđsjón af ţví ađ danskar rokksveitir syngja á ensku. The Dreams hafa komiđ 3 lögum í efsta sćti vinsćldalista DR (danska ríkisútvarpsins), hrepptu 3ja sćti í hljómsveitakeppni MTV og áttu lag í úrslitakeppni Dana í júrivisjón.
Jens Marni hlaut verđlaun fyrir bestu plötuna og einnig sem besti söngvarinn. Jens er gamalreyndur söngvari úr hljómsveitum á borđ viđ Kjöla, All the Rain og Showmen. Hann er stundum kallađur fćreyskur Brian Adams.
Coldplay var verđlaunuđ sem besta útlenda hljómsveitin.
Fćreyska ríkisútvarp/sjónvarp gerđi upp áriđ međ hávađa og látum, svokölluđu Stjörnukasti sem var sjónvarpađ og útvarpađ í beinni. Áheyrendur kusu víkingarokkarana í Tý poppstjörnur ársins. Bćđi hljómsveitir og einstaklingar voru í kjöri.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)