Fćrsluflokkur: Tónlist

Gjöfulasta tímabil íslensku rokksögunnar - Úrslit í skođanakönnun

  Ađ undanförnu hef ég haldiđ úti skođanakönnun um besta og frjóasta tímabil íslensku rokksögunnar.  Röđin á tímabilunum hefur ekkert breyst frá ţví greidd atkvćđi voru innan viđ 100.  Nú hafa 580 atkvćđi skilađ sér í hús og engin ástćđa til ađ halda könnunni lengur í gangi.  Niđurstađan er ţessi:

utangarđsmennfrćbbblarnir

 1.  Bubba-byltingin/Rokk í Reykjavík (Utangarđsmenn, Frćbbblarnir, Tappinn...) 32,2%

 2.  Hippatímabiliđ (Trúbrot, Náttúra, Eik...) 20,9%

 3.  Bítlatímabiliđ (Hljómar, Dátar, Óđmenn...) 18,4%

 4.  Upphafsárin á sjötta áratugnum (KK, Siggi Johnny, Ţorsteinn Eggerts, Raggi Bjarna...) 14,8%

 5.  Harđkjarninn (Mínus, Bisund, I Adapt,  Gyllinćđ...) 5,2%

 6.  Gruggiđ (Botnleđja, Noise...) 4,8%

 7.  Rappiđ (Rottweiler, Quarashi, Sesar A...) 3,6%

  Ţarna var ekki veriđ ađ velja hljómsveitirnar sem slíkar heldur tímabiliđ.  Nöfn hljómsveitanna eru einungis höfđ međ til ađ auđvelda kjósendum ađ stađsetja tímabiliđ.  Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til útkomunnar.

  Nćst set ég inn skođanakönnun um besta íslenska jólalagiđ.  Ţiđ ykkar sem hafiđ ekki ţegar komiđ međ tillögu um besta jólalagiđ megiđ endilega nefna uppáhalds jólalagiđ ykkar.  Lagiđ verđur ađ vera íslenskt.  Lög úr nýafstađinni jólalagakeppni rásar 2 eru ekki gjaldgeng.


Bestu plötur ársins 2008

  Fréttablađiđ fékk nokkra tónlistarmenn og áhugafólk um tónlist til ađ velja bestu íslenskar plötur ársins 2008.  Útkoman er verulega áhugaverđ.  Ekki síst vegna ţess ađ nokkrar íslenskar plötur sem komu út á árinu eru jafnframt áberandi í áramótauppgjöri helstu tónlistarblađa heims.  Samkvćmt niđurstöđu Fréttablađsins eru eftirfarandi plötur ţćr bestu sem komu út hérlendis 2008:

1.   Sigur Rós:  Međ suđ í eyrum viđ spilum endalaust

2.   FM Belfast:  How to make Friends

3.   Dr.  Spock:  Falcon Christ

4.   Lay Low:  Farewell Good Night´s Sleep

5.   Mammút:  Karkari

6.  Sin Fan Bous:  Clangour

7.  Emilíana Torríni:  Me and Amini

8.  Retro Stefson:  Montana

9. - 10.  Celstine:  At the Borders of Arcadia

9. - 10.  Reykjavík!:  The Blood 

11.  Bang Gang:  Ghosts from the Past

12. - 13.  Bragi Valdimar & Memfismafían:  Gilligill

12. - 13.  Jeff Who?:  Jeff Who?

14.  Morđingjarnir:  Áfram Ísland!

15. - 17.  Bob Justman:  Happiness and Woe

15. - 17.  Motion Boys:  Hang on

15. - 17.  The Viking Giant Show:  The Lost Garden of the Hooligans

  Gaman vćri ađ hlera viđhorf ykkar til bestu platna ársins 2008.  Ég var einn af álitsgjöfum Fréttablađsins og er afar sáttur viđ niđurstöđuna.  Hún er mjög svo til samrćmis viđ mína skođun á bestu plötunum.  Ég veit ekki alveg hvernig á ađ meta eđa taka ţví ađ ég er lang elstur álitsgjafanna.  Kominn vel á sextugsaldur á međan hinir álitsgjafarnir eru nýlegar fermdir krakkar.  En samt gaman ađ fá ađ vera međ. 

  Ég kvitta glađur undir allar plöturnar í 10 efstu sćtunum.  Ég ćtlađi ađ hafa plötu Celestine á mínum lista.  En klúđrađi ţví.  Ég hef grun um ađ platan hafi ekki veriđ í Plötutíđindum ţannig ađ mér yfirsjást hún ţegar á reyndi.  Ţeim mun meira gaman er ađ hún skuli hafa náđ inn á Topp 10.  Frábćr hljómsveit og frábćr plata.

  Plata Dr.  Spock var í 1.  sćti hjá mér og plata Sigur Rósar nr.  2.  Spockararnir eru yndislega hressilegir og pönkađir rokkarar.  Ég er mikill Sigur Rósar ađdáandi en fyrir minn smekk poppađist hljómsveitin um 1 gráđu međ nýju plötunni.  Samt ekki um of.  Stórkostleg hljómsveit á heimsmćlikvarđa.  Og platan er hjá mér inni á Topp 5 lista yfir bestu plötur heims ársins 2008.

  Í DV í dag var birtur listi yfir bestu plöturnar 2008. Hann var skemmtilega samhljóđa listanum í Fréttablađinu.  Ég hlakka til ađ sjá lista Morgunblađsins yfir bestu plöturnar.  Mér segir svo hugur ađ hann verđi sömuleiđis til samrćmis viđ lista Fréttablađsins.


Flottasti söngvari heims átti flottasta afmćli heims

  Írsk-ćttađi Lundúnarbúinn, ţjóđlagapönkssöngvarinn, söngvasmiđurinn og banjóleikarinn Shane MacGowan átti afmćli í fyrradag.  Ađ óreyndu hélt ég ađ íslensku dagblöđin myndu gera kauđa góđ skil á afmćlisdaginn.  En ţađ var öđru nćr.  Ţau komu ekki einu sinni út.  Ţađ kemur ţví í minn hlut ađ heiđra afmćlisbarniđ.  Ţađ er ekki á hverjum degi sem Shane MacGowan verđur 51.  árs.

  Shane er best ţekktur sem söngvari ţjóđlagapönkssveitarinnar The Pogues.  Í ađdraganda jólanna varđ ég var viđ ađ margir bloggarar settu inn á blogg sitt jólalagiđ  The Fairytale of New York  međ The Pogues.  Höfundur ţess er Shane MacGowan.  Ţetta lag hefur veriđ krákađ (coverađ) međ íslenskum texta af Fálkum,  Ragnheiđi Gröndal og Sigurđur Guđmundssyni.  Ég er ekkert ađ setja ţađ lag inn hér heldur smá bút af viđtali sem Shane ćtlađi ađ veita finnskum sjónvarpsmanni eftir vel heppnađa hljómleika.  Eins og algengt er međ slík viđtöl brast Shane á međ söng.  Tönnum hefur fćkkađ til muna í gómum Shanes síđan ţessi upptaka átti sér stađ.

   Hér flytja Shane og The Pogues lagiđ  Dirty Old Town.  Ţrátt fyrir ađ ţetta lag megi finna á flestum plötum merktum vinsćlustu írsku pöbbasöngvum er höfundur ţess skoskur.  Hann hét Ewan McColl og er ţekktastur sem höfundur lagsins The First Time Ever I Saw Your Face.  Bandaríska söngkonan Roberta Flack kom ţví á topp bandaríska vinsćldalistans fyrir margt löngu.  Ótal margir ađrir hafa sungiđ ţađ inn á plötur.  Međal annars Elvis Presley og George Michael.  Lagiđ samdi Ewan um bandaríska eiginkonu sína,  Peggy Seeger.  Bróđir hennar,  Pete Seeger,  er einn merkasti söngvahöfundur Bandaríkjanna.  Međal ţekktra laga eftir hann má nefna  Where Have All the Flowers Gone (Kingston Trio og flutt međ íslenskum texta af Ragnari Bjarnasyni,  Elly Vilhjálms,  Savanna Tríói og pönksveitinni Mosa frćnda),  Turn,  Turn,  Turn  (The Byrds) og  We Shall Overcome  (Joan Baez,  Louis Armstrong og kántrýpönkssveitin Green on Red).

  Dóttir Ewans,  Kirsty McColl,  tók iđulega lagiđ međ The Pogues,  bćđi á hljómleikum og á plötum.  Hún söng m.a.  í laginu  Fairytale of New York.  Hún syngur einnig í myndbandinu hér ađ neđan.

  Joe Strummer,  söngvari og gítarleikari The Clash,  gekk í The Pogues eftir ađ Shane MacGowan datt blindfullur út um bílglugga um áriđ.  Hljómsveitin var í miđju hljómleikaferđalagi en Shane lenti rúmfastur á sjúkrahúsi.  Hann var rekinn tímabundiđ úr hljómsveitinni.

  Joe hafđi oft spilađ međ The Pogues fyrir ţennan atburđ,  kunni öll lögin og átti létt međ ađ leysa Shane af.  Í myndbandinu hér ađ neđan sést Joe vinda sér međ í leikinn.

  Í upphafi bresku pönkbylgjunnar ţakti stór ljósmynd af blóđugum Shane forsíđu poppblađsins NME.  Hún var tekin á einum af fyrstu hljómleikum The Clash.  Ţar hafđi annađ eyrađ af Shane rifnađ hraustlega í fjörinu í áhorfendaskaranum. 

  Joe,  Kirsty og Ewan McColl eru öll fallin frá.  Shane er hinsvegar sprelllifandi og sprćkur - ţó hann deyi oft og iđulega áfengisdauđa. 


Öđruvísi útgáfa af Jólamanninum međ Geir Ólafs

geir ólafs 

  Í tónspilaranum hér til vinstri á bloggsíđunni er ađ finna flutning Geirs Ólafs og mín á laginu  Jólamađurinn kemur í kvöld  viđ undirleik stórsveitar Vilhjálms Guđjónssonar.  Lag sem Geir Ólafs söng međ fćreyskum texta nú fyrir jólin og fćrđi Fćreyingum ađ gjöf sem ţakklćtisvott fyrir ađ Fćreyingar lánuđu Íslendingum 6 milljarđa króna í erlendum gjaldeyri eftir ađ íslenska krónan ónýttist.

  Upptakan á laginu í tónspilaranum er úr beinni útsendingu síđasta laugardag í ţćtti Halldórs E.  og Markúsar Ţórhallssonar,  Í vikulokin,  á Útvarpi Sögu.  Eins og heyra má kunni ég hvorki lag né texta.  Sem gamall pönkari lét ég slag standa ţegar á mig var skorađ.  Máliđ var ađ gera fremur en  ţekkja verkefniđ.  Ţetta var óćft og falskt eftir ţví.  Mig munar aldrei neitt um ađ gera mig ađ fífli - viđ hvađa tćkifćri sem er.  Enda ţaulvanur slíku.  Geir var á hinn bóginn á heimavelli og syngur međ stćl,  eins og alltaf.


Upphaf bresku pönkbylgjunnar VI

  Fátt er betra á jólum en smá pönk.  Í fćrslunni um fyrsta breska pönklagiđ kom fram ađ í Bandaríkjunum var til pönkhreyfing fyrir daga breska pönksins.  Ţar var ekki um heiti á músíkstíl ađ rćđa heldur samheiti yfir ólíkar hljómsveitir sem spiluđu á ţáverandi djassklúbbi í New York,  CBGB´s.  Svo skemmtilega vildi til ađ ein ţessara hljómsveita,  The Ramones,  smellpassađi inn í ţann músíkstíl sem varđ til í Bretlandi 1976 og hlaut heitiđ pönk.  Eftir ţađ varđ breska skilgreiningin á pönki ofan á í heimsbyggđinni.  Líka í Bandaríkjunum.   

  Ţađ ruglađi margan góđan manninn,  ekki síst margan góđan pönkarann,  ađ framan af var í Bandaríkjunum pönkhreyfing sem náđi yfir hljómsveitir sem gátu engan veginn falliđ undir bresku skilgreininguna á pönki.  Sumir eiga jafnvel enn í dag erfitt međ ađ skilja ţađ dćmi.  Sú er ástćđan fyrir ţví ađ ég tíunda ţetta núna aftur.  En einnig geri ég ţađ vegna ţess ađ The Ramones blandađist svona vel inn í breska pönkiđ.  Fyrsta plata The Ramones,  samnefnd hljómsveitinni,  kom út sumariđ 1976.  Sú plata og nokkrar smáskífur sem hljómsveitin sendi frá sér náđu á ţeim tíma ekki ađ gera neinn skurk.  Í mars 1977 kom hinsvegar út plata međ The Ramones,   Leave Home,  sem náđi í 45.  sćti breska vinsćldalistans.  Ađ vísu var vandrćđagangur međ ţá plötu.  Eitt lagiđ,  Carbone Not Glue,  ţótti hvetja til vímuefnaneyslu og var ţá fjarlćgt af plötunni.  Hér eru tvö lög af plötunni:  Babysitter  (efra myndbandiđ) og  California Sun.

Fyrri fćrslur um upphaf bresku pönkbylgjuna:

V:   http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/

IV:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161

III:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/

II:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949

Fyrsta breska pönklagiđ:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999/

  Bandaríska ljóđskáldiđ - og síđar Íslandsvinurinn - Patti Smith var oft kölluđ pönkdrottningin.  Ţađ var út frá upphaflegri skilgreiningu í Bandaríkjunum á pönki.  Músík Pattíar var strax í upphafi og alla tíđ síđar frekar róleg músík.  Ljóđ hennar og/eđa textar voru óheflađir - jafnvel kjaftforir - og nýstárlegir.  Ţeir lönduđu strax hlutverki í bandarískum skólaljóđum og voru sungnir inn á plötu hjá hinum sérstćđa róttćka últra-hćgri sinnađa bandaríska ţungarokkara Todd Rundgren og plötur bandarísku ţungarokkssveitarinnar Blue Oyster Cult.  Samkvćmt ţáverandi skilgreiningu bandarískra fjölmiđla féll sú hljómsveit einnig undir pönk.  Framan af flutti Patti ljóđ sín viđ píanóundirleik Bobs Dylans en stofnađi svo Patti Smith Group međ hljóđfćraleikurum sem einnig spiluđu í Blondie og Television. 

  Fyrsta plata Pattiar Smith,  Horses,  kom út 1975.  Hún náđi 47.  sćti bandaríska vinsćldalistans.  Síđar náđi Patti 5.  sćti breska vinsćldalistans međ laginu  Because the Night.  Ţađ fór í 13.  sćti bandaríska vinsćldalistans.  Ţetta lag samdi hún međ Bruce Springsteen.  Hún kom fleiri plötum inn á Topp 20 vinsćldalista Bandaríkjanna og Bretlands. 

  Í mars 1976 sendi Patti frá sér smáskífuna  Gloria/My Generation.  Hér flytur hún síđarnefnda lagiđ.  Ţađ örlar á Gyllinćđar-stemmningu.  Nema ađ engin kveikti í sér og fáum hljóđfćrum var slátrađ:


Fćreyski vinsćldalistinn

  Ţađ vćri gaman ađ koma lagi međ íslenskum flytjanda inn á fćreyska vinsćldalistann.  Í framhaldi af vangaveltum um ţađ fór ég ađ skođa vinsćldalistann og hvernig stađiđ er ađ atkvćđagreiđslu á honum.  Ţá kom í ljós ađ mér tekst ekki ađ skrá nein lög í númeruđ sćti heldur einungis aukalög. 

  Ţiđ sem hafiđ ţekkingu á tölvutćkni:  Getur veriđ ađ hćgt sé ađ "blokkera" ţátttöku utan Fćreyja í ţessari atkvćđagreiđslu?  Eđa tekst ykkur ađ skrá lög í númeruđu sćtin?  Slóđin er http://www.kringvarp.fo/15bestu/atkvodur.asp


Upphaf bresku pönkbyltingarinnar V

  Framan af ferli Sex Pistols var hljómsveitin leitandi og breska pönkiđ var ekki orđiđ til.  Sex Pistols krákađi (coverađi) lög frá The Who,  Small Faces,  Chuck Berry og fleirum.  Iđulega hitađi Sex Pistols upp fyrir pöbbaband söngvarans og gítarleikarans Joes Strummers,  101´Ers.  Um miđjan maí 1976 var Sex Pistols hinsvegar búin ađ finna sinn tón og kom ţannig fram á hljómleikum međ tveimur öđrum - í dag - gleymdum hljómsveitum.

  Á ţessum hljómleikum varđ Joe Strummer fyrir vitrun.  Ţarna var kominn sá tónn sem hann vildi fylgja.  Hann "slúttađi"  101´Ers og stofnađi The Clash.  Ţessar tvćr pönkhljómsveitir,  Sex Pistols og The Clash,  fylgdust ađ um tíma.  Fastir fylgihnettir voru The Damned og The Buzzcocks ásamt fleiri hljómsveitum sem slćddust međ.

  Á auglýsingaveggspjöldum voru nöfn Sex Pistols og The Clash skrifuđ jafn stórum stöfum.  Nöfn hinna hljómsveitanna voru skrifuđ minni stöfum.  Er leiđ á áriđ 1977 varđ The Clash stćrra nafn.  Ţađ var allt í vandćđagangi hjá Sex Pistols.  Illindi viđ plötufyrirtćki og annađ í ţeim dúr.

  Seinni part mars mánađar sendi The Clash frá sér fyrstu smáskífuna,  White Riot.  17 dögum síđar kom út fyrsta stóra plata The Clash,  samnefnd hljómsveitinni.   White Riot  náđi 38.  sćti breska vinsćldalistans.  Sama sćti og smáskífa Sex Pistols,  Anarchy in UK,  áđur. 

  Stóra platan međ The Clash var ekki ađeins fyrsta breska pönkplatan til ađ ná inn á Topp 30 breska vinsćldalistann heldur fór hún alla leiđ inn á Topp 15 og hafnađi ţar í 12.  sćti.  Ţar međ var bresk pönkhljómsveit komin í hóp vinsćlustu hljómsveita í Bretlandi.  Pönkiđ var ekki lengur neđanjarđarhreyfing og jađarmúsík.  Pönkiđ var orđiđ ţađ stórt dćmi ađ bresku plötubúđirnar kepptust viđ ađ stilla plötunni vinsćlu međ The Clash út í glugga,  útvarpsstöđvar komust ekki hjá ţví ađ spila lög af plötunni,  almenn poppblöđ og slúđurblöđ fjölluđu um The Clash,  rétt eins og rokkblöđin. 

  Ennţá merkilegra var ađ platan seldist í 100.000 eintökum í póstsendingum til Bandaríkjanna.  Hún er enn í dag sú plata sem selst hefur í hćstu upplagi á ţann hátt. 

  The Clash tók miđ af pönkstíl Sex Pistols en var ţó međ sterkan eigin stíl.  Takturinn í White Riot var hrađari en í pönki annarra hljómsveita ţess tíma.  Til viđbótar kynnti The Clash til sögunnar nýjan músíkstíl:  Pönkađ reggí. Eftir ţađ varđ reggí hluti af pönkinu.  Utangarđsmenn og Frćbbblarnir komu ţví bćrilega til skila hérlendis.

   White Riot varđ einskonar ţjóđsöngur pönksveita.  Ţađ lag var krákađ (coverađ) af Sham 69,  Angelic Upstarts og ótal öđrum pönksveitum.  The Clash flytja ţađ í myndbandinu ađ ofan.  Í myndbandinu ađ neđan er sýnishorn af ţví hvernig hljómsveitin kynnti reggí-pönkiđ til sögunnar.

  Fyrri fćrslur um upphaf breska pönksins: 

IV:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161

III:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/

II:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949

Fyrsta breska pönklagiđ:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999/


Jólafjör í kvöld

  Ég held ađ ég fari rétt međ ađ jólafjöriđ í kvöld sé á skemmtistađ í Pósthússtrćti er heitir Central.  Eđa eitthvađ álíka.  Ţar mun söngvarinn síkáti Geir Ólafs halda uppi fjöri frá klukkan 23:00.  Syngja  Jólamađurinn kemur í kvöld  og fleiri hressileg jólalög.  Ef ég fer ekki rétt međ nafn skemmtistađarins vćri ljúft ef einhver leiđréttir ţađ. 

Missiđ ekki af sögulegum útvarpsţćtti á morgun (laugardag)

 

  Fólk sem hefur gaman af ađ hlusta á skemmtilegt útvarp er óvenju árrisult á laugardögum.  Mestu svefnpurkur reyna ađ vakna ekki seinna en klukkan 13:00.  Ţá hefst nefnilega einn allra skemmtilegasti ţáttur í íslensku útvarpi,  Í vikulokin.  Hann er í umsjón Markúsar Ţórhallssonar og Halldórs Einarssonar.  Ţeir félagar fara á kostum og ćtíđ ber margt til tíđinda.  Á morgun nćr ţátturinn hćstu hćđum um klukkan 14:00.  Ţađ er einmitt um ţađ leyti sem söngvarinn síkáti,  Geir Ólafs,  mćtir til leiks og rćđir um lag sem hann syngur á fćreysku,  Jólamađurinn kemur í kvöld.  Ađ mér skilst ţá mćti ég einnig. 

  Útvarp Saga sendir út á tíđninni 99,4.  Ţađ er líka hćgt ađ hlusta á hana á netinu.  Slóđin er www.utvarpsaga.is.


Upplýsingar vegna greinar í Fréttablađinu

q4u

  Í Fréttablađinu í dag er merkileg grein eftir blađamanninn Kjartan Guđmundsson.  Fyrirsögnin er  Poppbókin - enn í fyrsta sćti.  Greinin fjallar um bók sem kom út 1983.  Kjartan segir Árna Daníel Júlíusson fá undarlega veglegan sess í Poppbókinni.

  Máliđ er mér skylt.  Ţess vegna sé ég ástćđu til ađ draga fram eftirfarandi:  Árni var áberandi í ţeim hópi sem hratt pönk- og nýbylgjunni úr hlađi á Íslandi ´79/´80.  Hann blés í saxófón í einni af allra fyrstu íslensku pönksveitunum,  Snillingunum.  Hann var mađurinn sem kýldi á hlutina og lét verkin tala.  Sem dćmi ţá stóđ hann fyrir fyrstu hljómleikum  Utangarđsmanna.  Hljómleikunum sem ollu straumhvörfum í sögu íslenska rokksins.

  Árni Daníel spilađi á bassa í  Taugadeildinni  og hljómborđ međ  Tea for Two  og  Q4U.  Ţegar bókin kom út var Q4U stórt nafn.  Kvikmyndin  Rokk í Reykjavík  var frumsýnd áriđ áđur og hafđi gífurlega sterk áhrif á ţađ sem var ađ gerast í rokkinu.  Q4U var áberandi í myndinni.  Platan međ lögunum úr myndinni seldist vel.  Myndbandsspólan međ  Rokk í Reykjavík var nýlega komin út ţegar bókin var skrifuđ.  Spólan seldist eins og heitar lummur og var mjög umtöluđ.  Q4U sendi frá sér plötu ţarna um sumariđ og lagiđ  Böring  af henni naut mikilla vinsćlda.    

  Ţetta var ţó ekki megin ástćđan fyrir ţví ađ í  Poppbókinni  er viđtal viđ Árna Daníel heldur ađ hann hafđi mikinn sagnfrćđilegan áhuga á rokkmúsík.  Hann las allt sem hann komst yfir um rokkmúsík.  Hann skrifađi vikulega heilu og hálfu opnugreinarnar um rokkmúsík í DV og Vikuna.  Hann velti öllum flötum rokkmúsíkur fyrir sér,  skođađi ţá og skilgreindi.  Hann sótti alla rokkhljómleika sem voru í bođi á suđvesturhorni landsins.  Hann kynnti sér allar íslenskar rokkplötur sem komu út og flestar ţćr helstu sem komu út erlendis.  Hann var einn mesti viskubrunnur landsins um ţann suđupott sem kraumađi í rokkmúsík ţessara ára.  Árni Daníel ţekkti ţennan pott frá öllum hliđum:  Sem innsti koppur í búri,  hljóđfćraleikari og tónleikahaldari, sem blađamađur, sem frćđimađur.  Ef einhverjum vantađi upplýsingar um eitthvađ sem hafđi gerst,  var ađ gerast eđa var framundan í íslensku rokksenunni var hringt í Árna Daníel.  Hann var mađurinn sem vissi allt.

  Ţađ kom ekki á óvart ađ skömmu eftir útkomu Poppbókarinnar skellti Árni Daníel sér í sagnfrćđinám.  Síđan hefur hann skrifađ fjölda bóka um allt frá íslenskum landbúnađi til jarđeigna kirkjunnar á Íslandi.

  Ţar fyrir utan er Árni Daníel úr Svarfađardal.   

  Ljósmyndin er af Q4U.  Árni Daníel er lengst til hćgri.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband