Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.12.2008 | 23:16
Missiđ ekki af frábćrum útvarpsţćtti á morgun (laugardag)
Einn alskemmtilegasti ţáttur í íslensku útvarpi er síđdegisţáttur Markúsar Ţórhallssonar og Halldórs Einarssonar á Útvarpi Sögu á laugardögum, Í vikulokin. Ţátturinn hefst klukkan 13:00. Klukkan 14:00 dregur til tíđinda. Ţá verđur fjallađ um ţjóđsagnapersónuna frábćru og náttúrubarniđ Önnu á Hesteyri. Ţađ eru yfirgnćfandi líkur á ađ gamli mađurinn sem hér bloggar mćti til leiks og taki ţátt í umfjöllun um ţessa stórkostlegu frćnku. Pabbi Önnu og afi minn voru brćđur. Anna er ćvintýri og umfjöllun um hana getur ekki orđiđ annađ en ćvintýralega skemmtileg.
Fyrir ţá sem eru utan útsendingarsvćđis Útvarps Sögu er um ađ gera ađ hlusta á netinu www.utvarpsaga.is
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2008 | 10:40
Rúnar Júlíusson - Örfá minningarorđ
Hr. Rokk er fallinn frá, mesti eđaltöffari íslensku rokksögunnar en jafnframt mesta ljúfmenniđ. Ferill hans var einkar farsćll. Ungur mađur sló hann í gegn sem söngvari og bassaleikari vinsćlustu hljómsveitar landsins, Hljóma, á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Í lok áratugarins tók hann ţátt í stofnun fyrstu íslensku "súpergrúppunnar", Trúbrots. Ađ nokkrum árum liđnum voru Hljómar endurreistir. Ţá gafst Guđmundi Rúnari Júlíussyni loks nćđi til ađ semja lög. Fyrsta lagiđ hans, Tasko Tustada, er besta lagiđ á plötunni Hljómar ´74. Ţetta lag er sömuleiđis eitt af bestu lögum íslenskrar dćgurlagamúsíkur.
Á síđari hluta áttunda áratugarins og nćstu ár ţar á eftir var Rúnar mest í léttpoppi. Hann var orđinn plötuútgefandi og vann međ Hemma Gunn, Gylfa Ćgissyni og gerđi út hljómsveitina Geimstein, samnefnda plötufyrirtćkinu. Áđur gerđi hann nokkrar plötur međ poppsveitinni Đe Lonlí Blú Bojs og sendi frá sér sólóplötu.
Á níunda áratugnum gerđu ungir pönkarar og nýrokkarar rćkilega uppstokkun á íslenska poppmarkađnum. Međ Bubba Morthens í fararbroddi gengu nýir tímar í garđ. Eldri popparar áttu erfitt uppdráttar árum saman og ţađ andađi köldu í ţeirra garđ. Ţetta snerti Hr. Rokk lítiđ og hann stofnađi međ Bubba rokksveitina GCD. Sú hljómsveit naut mikilla vinsćlda. Einnig söng Rúnar inn á plötu međ nýrokksveitinni Unun.
Rúnar starfađi mikiđ međ yngri tónlistarmönnum, sonum sínum, hljómsveitinni Fálkum og í fyrra söng hann inn á lag međ ungum rappara.
Rúnar gerđi engan mannamun. Hann umgekkst alla á sama hátt. Alţýđlegur, jákvćđur, elskulegur og pínulítiđ eins og kćrulaus. Hann er einn örfárra í rokkbransanum sem ég hef aldrei heyrt neinn viđhafa um eitt einasta neikvćtt orđ. Ţvert á móti eru samferđamenn ákafir í ađ hlađa á hann lofi. Ţađ voru forréttindi og mannbćtandi ađ kynnast ţessum úrvalsdreng. Viđ deildum sameiginlegum áhuga á reggae-músík áđur en reggae varđ "in". Viđ vorum báđir miklir ađdáendur Jimmy Cliff. Og reyndar líka rokkara á borđ viđ Hendrix og Led Zeppelin.
Ţegar tekin eru lengri blađaviđtöl viđ tónlistarmenn er venjan sú ađ ţeir fái ađ lesa viđtaliđ yfir fyrir birtingu. Rúnar sá enga ástćđu til ađ yfirfara viđtöl viđ sig fyrir birtingu. "Ef ég hef sagt eitthvađ klaufalegt ţá verđur ţađ bara ađ standa. Mađur fer ekkert ađ falsa ţađ eftir á," var viđkvćđiđ hjá honum.
Ég votta ađstandendum Rúnars samúđ mína.
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.12.2008 kl. 00:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
4.12.2008 | 22:55
Ćsispennandi prjónabók
Aldeilis flestum ađ óvörum nema höfundunum sjálfum var ađ koma út splunkuný íslensk prjónabók, Prjóniprjón. Ţetta er hörkuspennandi bók sem inniheldur 35 óvćntar, litríkar, snjallar og skemmtilegar uppskriftir sem henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Hér er komin jólagjöf handa strákum og körlum á öllum aldri. Áreiđanlega munu konur á ýmsum aldrei taka bókinni fagnandi líka.
Prjóniprjón er eftir Halldóru Skarphéđinsdóttur og Ragnheiđi Eiríksdóttur (ekki ţá sem kennd er viđ hljómsveitina Unun). Prjón/n er í hvers manns kjöltu ţessa dagana. Enda fátt meira róandi en handleika prjóna. Sömuleiđis eiga margir notalega samveru yfir prjóni. Ţar fyrir utan er bráđhollt og örvandi fyrir hugsun og sköpunargleđi ađ finna nýjar leiđir og lausnir í prjónaskap..
Útgáfugleđi Prjóniprjóns verđur í Nálinni, Laugavegi 8, föstudaginn 5. desember kl. 17.30-19. Allir eru velkomnir. Partýiđ heldur síđan áfram á Café NoCo, Odengatan 47 í Stokkhólmi, daginn eftir, laugardaginn 6. desember kl. 10-13.
Um höfundana:
.
Halldóra býr ásamt fjölskyldu sinni í Sveppaskógi norđur af Stokkhólmi í húsi fullu af garni og prjónar af lífi og sál á milli ţess sem hún sinnir vísindastörfum viđ háskólann í Stokkhólmi. Kjörorđ: "Meira prjón - meiri gleđi".
.
Ragnheiđur er hjúkrunarfrćđingur og starfar sem nýsköpunar- og ţróunarstjóri hjá BHM. Hún hefur ýmislegt fleira í pokahorninu og vill beita svipađri hugmyndafrćđi á áhugamálin sín ţrjú; prjón, kynlíf og eldamennsku.
Kjörorđ: "Prjón, frelsi og hamingja".
.
Bókin er gefin út af höfundunum sjálfum og fćst í hannyrđaversluninni Nálinni, Laugavegi 8. Einnig er hćgt ađ panta bókina í póstkröfu á prjoniprjon@gmail.com.
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.12.2008 kl. 05:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
1.12.2008 | 22:09
Jólabćkurnar í ár
Jólabćkurnar eru farnar ađ streyma í hús sem aldrei fyrr. Einhverra hluta vegna eru allar nýju bćkurnar sem ég les ţessa dagana frásagnir af daglegu lífi fólks eđa ćvisögur af einhverju tagi. Ţađ er hiđ besta mál. Ţetta eru eftirfarandi bćkur:
Ég hef nú sjaldan veriđ algild - Ćvisaga Önnu á Hesteyri. Skráđ af Rannveigu Ţórhallsdóttur. http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/712385/
Sá einhverfi og viđ hin. Skráđ af Jónu Á. Gísladóttur, www.jonaa.blog.is.
Tabú - Ćvisaga Harđar Torfa. Skráđ af Ćvari Erni Jósepssyni. http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/729597/
Gullstokkur gamlingjans. Ćskuminningar Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku. http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/713864/
Töfrum líkast - Saga Baldurs Brjánssonar töframanns. Skráđ af Gunnari Kr. Sigurjónssyni.
Eric Clapton - Sjálfsćvisaga.
Ţessum bókum mun ég öllum gera ítarleg skil á nćstu dögum. Ég er ađeins kominn međ eina splunkunýja plötu í hús. Ţađ er Spegill sálarinnar međ Herberti Guđmundssyni. Ég er ađ hlusta á hana á fullu og skrifa fljótlega umsögn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2008 | 13:58
Langbest á fiskinn
Í árarađir hef ég heyrt íslensku kryddblöndunni Best á lambiđ hćlt í bak og fyrir. Ekki síst í Fćreyjum. Ţar nýtur hún mikilla vinsćlda. Vegna ţess ađ ég bý einn ţá nenni ég ekki ađ elda. Fyrir bragđiđ ţekki ég Best á lambiđ einungis af afspurn. Einnig er til Best á kjúklinginn og Best á fiskinn.
Í gćr datt ég í lukkupottinn. Mér var bođiđ í mat ţar sem á borđum var ofnbakađur fiskur međ Best á fiskinn. Ţvílík snilld. Ţegar ég var ađ rifja áđan upp ţennan gómsćta veislumat laust niđur í huga minn ţessi hugsun: "Ég verđ ađ láta vini mína, vandamenn - og jafnvel fleiri - vita af ţessari frábćru kryddblöndu. Annars er mađur ekki vinur í raun."
24.11.2008 | 22:39
Anna á Hesteyri - í heyskap
Eftirfarandi frásögn af Önnu á Hesteyri skrifađi Ţóra Guđnadóttir í gestabókarfćrslu hjá mér. Ég hef grun um ađ fáir lesi gestabókarfćrslur. Ţess vegna set ég frásögnina hér inn:
Fyrir nokkrum árum vorum viđ, ég og mađurinn minn, á ferđalagi og fórum í Mjóafjörđ. Ţađ var gott veđur, ţurrt en sólarlaust. Allt í einu geystist inn á veginn fyrir framan okkur kona í síđu svörtu pilsi og veifađi báđum höndum. Viđ stoppuđum og hún kynnti sig sem Önnu á Hesteyri. Bađ okkur ađ hjálpa sér međ ađ ná saman heyi ţví ţađ vćri svo rigningalegt og hún svo slćm í "sírunni". Mađurinn mínn er fćddur og uppalinn í sveit svo hann dreif sig í verkefniđ og ég hjálpađi til. Viđ eyddum ţarna dagparti viđ heyvinnu, náđum öllu saman fyrir hana sem lá flatt. Ţessi dagur var alveg ógleymanlegur en aldrei kom rigningin sem hún spáđi. Ţetta kallar mađur ađ bjarga sér.
------------------------
Fleiri frásagnir af Önnu á Hesteyri:
- fór í bakarí
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/715823/
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2008 | 19:09
Jólagjöfin í ár
Jólagjöfin í ár ţarf ekki ađ vera dýr. Ţú getur prentađ ţessa mynd hér ađ ofan út og límt hana á pappaspjald eđa ţunna tréplötu. Best er ađ nota 3M spreylím. Síđan er klippt snyrtilega í kringum myndina. Ég hef grun um ađ hćgt sé ađ nota bréfaklemmu fyrir snaga. Ég veit samt ekki alveg hvernig ţađ er gert. Einnig má líma tvöfalt límband á bakhliđ spjaldsins, til ađ festa ţađ á vegg. Svo safnast fjölskyldan og nágrannar saman og keppa í ađ láta pílurnar svífa í mark. Góđa skemmtun!
Til ađ öllu sé til haga haldiđ ţá kann ég ekki á tölvu og veit ekkert hver er höfundur ţessa spjalds. Gaman vćri hinsvegar ef einhver kann deili á ţví.
![]() |
Kaupţing fćr greiđslustöđvun |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2008 | 23:06
Kynning á bókinni um Önnu á Hesteyri á morgun (sunnudag) í Reykjavík
Á morgun verđur viđburđarík dagskrá í Menningarmiđstöđinni Gerđubergi í Breiđholti á morgun, sunnudaginn 23. nóvember, frá klukkan 13:00 til 16:00. Ţar ber hćst kynning austfirska bókmenntafrćđingsins Rannveigar Ţórhallsdóttur á bókinni frábćru "Ég hef nú sjaldan veriđ algild - Ćvisaga Önnu á Hesteyri". Ţetta er eina kynningin á ţessari bráđskemmtilegu bók á suđurhluta landsins. Ţví er mikilvćgt ađ missa ekki af ţessum viđburđi.
Um 30 ađrar konur kynna einnig sínar bćkur. Ţar á međal eru Álfrún Gunnlaugsdóttir, Auđur Jónsdóttir, Erla Bolladóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Guđrún Helgadóttir, Ţórunn Valdimarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Bryndís Schram, Iđunn Steinsdóttir, Eyrún Ýr Tryggvadóttir, Ragnheiđur Kristjánsdóttir, Sigurlína Davíđsdóttir og Sigurbjörg Ţrastardóttir.
Sitthvađ verđur um ađ vera, svo sem upplestur úr bókunum, sýning á myndum úr bókunum, ljósmyndasýning Bjarna Sigurjónssonar verđur opnuđ, einnig málverkasýning Halldóru Helgadóttur og bođiđ upp á góđgćti af ýmsu tagi.
Á bókasafninu verđur upplestur fyrir börn, ásamt sýningu á bókunum sem hlutu Fjöruverđlaunin, bókmenntaverđlaun kvenna, 2007 og 2008. Ţađ verđur ţess vegna hćgt ađ ná úrvals fjölskylduskemmtun út úr ţessum pakka.
Ţá er bara ađ reyna ađ vakna óvenju snemma til ađ missa ekki af neinu.
18.11.2008 | 13:45
Anna á Hesteyri - ţegar hún fór í bakarí
Hulda Elma Guđmundsdóttir segir á bloggsíđu sinni frá fyrstu kynnum af Önnu á Hesteyri. Ég tek mér ţađ bessaleyfi ađ hnupla sögunni og birta hér örlítiđ stytta:
"Ég man ţađ eins og gerst hafi í gćr ţegar ég átti fyrst orđaskipti viđ Önnu. Ţá var ég 14 ára gömul og vann í bakaríinu hjá Línu og Sigga.
Ţćr mćđgur komu í bakaríiđ, ekki man ég hvađ ţćr keyptu, en Lára fór út á undan Önnu, ţurfti ađ skreppa yfir götuna í SÚN og Anna varđ eftir. Hún leit yfir sćta brauđiđ sem var útstillt á borđi bak viđ afgreiđsluborđiđ og sagđi svo: "Ég ćtla ađ fá eitt lođiđ".
Ég hváđi og hún endurtók međ niđurbćldum hlátri: "Ég ćtla ađ fá svona, eitt lođiđ". Ég man ađ mér var ekki alveg sama, ţađ var ekkert lođiđ ađ fá í bakaríinu, svo ég sagđi viđ hana: "Komdu bara hérna inn fyrir og sýndu mér hvađ ţú ćtlar ađ fá".
Anna kom inn fyrir afgreiđsluborđiđ, ţađ kraumađi í henni hláturinn, hún gekk ađ borđinu međ sćtabrauđinu og benti á kókos kúlurnar og sagđi: Ég ćtla ađ fá eitt svona. Hún hafđi aldrei séđ kókos kúlur fyrr og var furđa ţótt henni hafi fundist ţetta vera eitthvađ lođiđ."
Hulda Elma tók nýveriđ viđtal viđ Önnu á Hesteyri. Ţađ birtist í hérađsblađinu Austurglugganum á fimmtudaginn. Blogg Huldar Elmu er á www.heg.blog.is. Gaman vćri ađ heyra fleiri sögur af Önnu.
.
Hér eru fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.9.2009 kl. 12:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 16:35
Skemmtilegir upplestrar úr bókinni um Önnu á Hesteyri
Bókin um Önnu á Hesteyri, Ég hef nú sjaldan veriđ algild, hefur fengiđ góđar viđtökur; selst vel og lesendur skemmta sér konunglega. Ekki síđur skemmtir fólk sér frábćrlega vel undir upplestri Rannveigar Ţórhallsdóttur úr bókinni. Hér er upptalning á ţeim upplestrum sem ţegar hafa veriđ bókađir. Látiđ ekki góđa skemmtun framhjá ykkur fara. Ţeim ykkar sem eiga heima fjarri Austfjörđum er bent á ađ bensínlítrinn lćkkađi um 13 krónur í síđustu viku. Sömuleiđis er hćgt ađ panta flug á www.flugfelag.is. En ţađ er einnig kynning á bókinni í Gerđubergi í Reykjavík.
Miđvikud. 19. nóvember
Kl. 9:45. Shell sjoppan á Seyđisfirđi. Upplestur fyrir Öldunarráđ Seyđisfjarđar.
Kl. 14:45. Fjórđungssjúkrahúsiđ í Neskaupstađ. Upplestur í hjúkrunardeild fyrir dvalarfólki á spítalanum.
Kl. 15:15. Fjórđungssjúkrahúsiđ í Neskaupstađ. Upplestur međ Önnu í matsal fyrir starfsfólks og gesti.
Kl. 16:00. Upplestur fyrir eldri borgara á Nesgötu 5 í Neskaupstađ.
Kl. 17:00. Tónspil, Neskaupstađ. Upplestur og áritun. (óstađfest)
Sunnud. 23. nóvember
Gerđuberg, höfuđborgarsvćđiđ, kynning á bókinni á milli kl. 13:00-17:00.
Mánud. 24. nóvember
Café Nielsen, Egilsstöđum, kl. 20:00. Upplestur međ fleiri rithöfundum.
Fimmtud. 27. nóvember
Skriđuklaustur, Fljótsdal, kl. 20:00. Upplestur.
Föstud. 28. nóvember
Vopnafjörđur, Kaupvangur, kl. 17:00. Upplestur.
Laugard. 29. nóvember
Skaftfell, Seyđisfirđi, kl. 20:00. Upplestur.
Mánud. 8. desember
Bókasafni Seyđisfjarđar, kl 18:00. Upplestur ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)