Innlit - útlit. Frábær hönnun

innlit-útlitinnlit-útlit2

  Myndirnar segja flest sem segja þarf.  Þarna er beitt þeirri tækni að viðeigandi ljósmynd er prentuð út á límdúk.  Þetta kemur svakalega vel út og er áhrifaríkt eins og það er notað í þessum tilfellum.  Það fylgir sögunni að ókunnugir sem opna dyr inn á baðherbergið hrökkvi jafnan við og taki skref aftur á bak áður en þeir hætta sér að stíga ofur varfærnislega ínn á gólfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Je minn er svo lofthrædd að ég myndi frekar pissa á mig heldur en að stíga fæti þarna inn

Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála Brynju!

Björg Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Skattborgari

hehe. Ég þarf að gera svona við baðherbergið þegar ég tek það í gegn. Veit um nokkrar sem eru svo lofthræddar að þær myndu ekki þora inn.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 12.11.2008 kl. 23:09

4 identicon

ótrúlega flott en ég segi eins og Brynja samt..

alva (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:12

5 identicon

Fylgir líka "sögunni" að Worth1000.com er alþekkt Photoshop síða og þetta baðherbergi er ekki til í alvörunni? Eða myndi það eyðileggja "söguna" góðu?

Náriðill (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Jens Guð

  Náriðill,  ég þarf reyndar ekki að skoða þessar myndir vel til að sjá að þær eru fótósjoppaðar.  Uppskriftin er samt flott.  Sjálfur útbjó ég í svefnherbergi mínu fyrir mörgum árum flotta mynd af himinhvolfi með sjálflýsandi tunglinu og stjörnum.  Ég málaði það beint í loftið. 

Jens Guð, 13.11.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Steini Thorst

Það má nú reyndar benda á þetta baðherbergisgólf er ekkert annað en einfalt Photoshop dæmi sem sést auðvitað best á því að enga skugga er að sjá á gólfinu. Skemmtileg hugmynd samt :)

Steini Thorst, 13.11.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.