Færsluflokkur: Spaugilegt

Það er auðvelt að stýra aldrinum

skuringar.jpg

  Aldur er teygjanlegra hugtak en orðið strax.  Strax þýðir + eða - 4 til 5 ár.  Hjá þokkalega fullorðnu fólki getur aldur verið + eða - 10 til 15 ár borinn saman við aldur sem afmælisdagar telja.  Tvær sjötugar manneskjur geta verið á mjög ólíkum aldri andlega og líkamlega.  Sumir eru ungir í anda.  Jafnvel barnalegir.  Fjörmiklir stuðboltar og alltaf til í sprell.  Þetta fólk finnur engan mun á hugsun sinni og viðhorfum frá því 10 - 15 árum áður. 

  Oft fer það saman að þetta fólk er unglegt í útliti og hreyfingum.  Það setur ekki fyrir sig aldur þegar löngun kviknar til að flandra um útlönd eða skokka upp á fjöll.  Það hugsar einfaldlega ekkert út í aldur.  Það tekur heldur ekkert eftir því að samferðamenn eru iðulega miklu yngri.

  Svo eru það hinir.  Þessir sem fæðast gamlir.  Strax á unglingsárum tala þeir eins og gamalt fólk;  hlusta á sömu músík og gamalt fólk;  klæðast eins og gamalt fólk og hegðar sér eins og gamalt fólk.  Sálin gránar á undan hárunum. 

  Upp úr miðjum aldri sest þetta fólk á helgan stein.  Það dregur sig í hlé.  Hættir að sækja skemmtanir.  Fussar og sveiar og hneykslast á ungdómnum.  Þetta fólk kveikir alltof snemma á lendingarljósunum.  Það býr sig undir aðflug mörgum áratugum of snemma.

  Hugurinn ber menn hálfa leið.  Í hvora áttina sem er.  En það er líka hægt að hafa líffræðileg áhrif á líkamsklukkuna.  Til að mynda með því að borða beikon í öll mál.  Það sýnir ný rannsókn.  Beikon færir klukkuna aftur um 10% í það minnsta.  Það sem meira er:  Efnið í beikoni sem hefur þessi áhrif er níasín.  Einnig kallað B13.  Það merkilega er að fram til þessa hefur níasín verið talið hraða öldrun.  En í tilfelli beikons eru áhrifin þveröfug.  

  Kostirnir við beikon eru fleiri.  Það er hægt að steikja heilan vikuskammt af beikoni á einu bretti.  Beikon er ekkert verra snætt kalt.  Þetta sparar uppvask.  Morgunmatur,  hádegismatur,  kvöldmatur,  millimálasnarl.  Bara grípa nokkrar vænar beikonsneiðar hvenær sem er.  Þetta er fingramatur sem kallar ekki á hnífapör eða diska.  

  Önnur öflug yngingaraðferð er að skúra gólf.  Hún er vel þekkt.  Kiddi Vídíófluga á Egilsstöðum byrjaði nýverið að skúra reglulega gólf í bensínsjoppu.  Hann vottar að hann hafi yngst um mörg ár við það.  

  Skúringar og beikon eru lykill að langlífi.  Skemmtun og bragðgóður biti á einu bretti. 

bacon-1024x754.jpg

 

 

 


mbl.is Óttist ekki aldurinn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndarumsögn

  - Titill:  Hross í oss

  - Höfundur handrits og leikstjóri:  Benedikt Erlingsson

  - Leikarar:  Ingvar E. Sigurðsson,  Charlotte Böving,  Steinn Ármann Magnússon,  Kjartan Ragnarsson,  Helgi Björnsson

  - Framleiðandi:  Friðrik Þór Friðriksson

  - Einkunn: ****1/2 (af 5)

   Í stuttu máli er Hross í oss sveitaróman með gamansömu ívafi.  Kynferðisleg spenna liggur í loftinu.  Annarsvegar á milli konu á einum sveitabæ og manns á öðrum bæ.  Hinsvegar á milli stóðhests í eigu konunnar og meri í eigu mannsins.  

  Fleira ber til tíðinda í litlu sveitinni.  Þar á meðal tíð óhöpp og dauðsföll manna og hrossa (tíð í því samhengi að þetta er fámenn sveit).    

  Mörg skondin atriði dúkka upp sem laða fram bros.  Inn á milli eru nokkur meinfyndin.  

  Auglýsingamyndin af stóðhesti á meri með mann á baki skemmir fyrir áhorfandanum.  Sú sena væri miklu fyndnari ef hún kæmi á óvart.  Skaðinn er samt ekki meiri en svo að þetta er engu að síður bráðfyndið atriði.  Þar fyrir utan er ljósmyndin af því svo mögnuð að fullur skilningur er á notkun hennar.

  Myndin er óður til hrossins.  Hver senan á fætur annarri sýnir hross skeiða tignarlega.  Þar af eru margar nærmyndir af fótaburðinum.  Líka af auga hests.  Við fáum að sjá glannalega sundreið.  Allt er það hið besta augnkonfekt,  svo og íslenska landslagið.  

  Myndin er hæg.  Samtöl fá.  Falleg myndataka,  góð tæknivinna,  fínn leikur.  

  Ég er sannfærður um að útlendingar munu auðveldlega hrífast mjög af Hross í oss.       


Kröfuharkan eykst

  Gamaldags umburðarlyndi og frjálslyndi eru á hröðu undanhaldi.  Þess í stað vaða smámunasemi og sérviskuleg kröfuharka uppi sem aldrei fyrr.  Það er eiginlega sama hvar borið er niður.  Þetta er allsstaðar og allt á eina bókina lært.  Til að mynda er íslenskt flugfélag að auglýsa þessa dagana eftir flugmönnum til vinnu.  Í auglýsingunum er tekið fram að umsækjendur þurfi að vera með gilt flugskírteini.

  Svona "tiktúrur" eru ekki bundnar við Ísland,  fremur en svo margt annað.   Frá Danmörku berast  fréttir um hliðstæða öfugþróun.  Þarlent safnaðarráðið er farið að taka fram í auglýsingum eftir prestum að þeir þurfi að trúa á guð.     


Kallinn sem drap sjoppu

  Það er ekki öllum - sem stunda viðskipti - gefið að laða að sér viðskiptavini og halda viðskiptavinum.  Fyrir þremur áratugum eða svo keypti sjómaður utan af landi litla sjoppu í Reykjavík.  Kallinn var eitthvað á sjötugsaldri.  Ég held að hann hafi ekki verið kominn á eftirlaunaaldur. 

  Hann bölvaði tíðum og var argur út í allt og alla.  Kannski spilaði inn í að hann stóð einn vaktina meira og minna frá klukkan 7 á morgnana og fram til hálf tólf á kvöldin alla daga vikunnar.  Líka um helgar.
 
  Áður var sjoppan rekin sem fjölskyldufyrirtæki.  Hjón og börn þeirra skiptust á vöktum.  Það gekk vel og fjölskyldan keypti aðra og miklu stærri sjoppu.
 
  Ég bjó í næsta húsi við sjoppuna.  Ég átti oft erindi í hana.  Til að mynda þegar óvænta gesti bar að garði.  Þá stökk ég út í sjoppu og keypti kex eða niðursoðna ávexti og ís. 
  Eitt sinn er ég bað um niðursoðna ávexti svaraði sjóarinn ergilegur:  "Ég er hættur að selja þessa helvítis ávexti!"
  "Nú?  Var dræm sala í þeim?" spurði ég.
  "Öðru nær,"  var svarið.  "Dósirnar voru í efstu hillunni þarna.  Ég þarf að sækja stiga inn á lager til að komast í efstu hilluna.  Ég er búinn að fá nóg af því að vera á stöðugum þvælingi með stiga fram og til baka."
 
  Kallinn hætti að selja allar vörur sem höfðu verið í efstu hillunni.
  Ég keypti reglulega Helgarpóstinn í sjoppunni.  Einn daginn voru viðbrögð sjóarans þannig:  "Ég er hættur að selja þetta andskotans sorprit."
 
  Í Helgarpóstinum hafði birst grein sem sjóarinn taldi vera árás á sjoppur.  Ég man ekki um hvað greinin var.  Hugsanlega að sjoppur seldu unglingum undir lögaldri sígarettur eða eitthvað slíkt. 
  Helgarpósturinn fékkst ekki eftir þetta í sjoppunni.  Um svipað leyti hætti sjóarinn að selja DV af álíka ástæðu,  blaðsölustráknum í hverfinu til mikillar gleði.  Þetta margfaldaði söluna á DV hjá stráknum.
  Oftar en einu sinni varð ég vitni að því þegar sjóarinn setti viðskiptabann á kúnna.
 
  Stutt frá sjoppunni var pylsuvagn.  Ég var á leið í sjoppuna þegar unglingsdrengur kom röltandi frá vagninum japlandi á pylsu.  Í þann mund sem ég bar upp erindi mitt í sjoppunni kom drengurinn inn,  greip munnþurrku úr statífinu,  þurrkaði sér um munninn og gekk út. 
  Sjóarinn þaut út á stétt á eftir stráknum og gerði hróp að honum.  Krossbölvaði honum fyrir að stela frá sér munnþurrku.  Sagðist aldrei ætla að afgreiða hann framar í sjoppunni.
  Þegar sjóarinn snéri aftur inn í sjoppuna var hann móður og másandi.  Hann hélt áfram að skammast yfir ósvífninni í dregnum.  "Dreng djöfulsins djöfullinn kaupir pylsu af öðrum og ryðst hingað inn og stelur munnþurrku.  Þvílík helvítis ósvífni!"
 
 Á þessum árum voru gosdrykkir einungis seldir í glerflöskum.  Fólk "skilaði" tómum flöskum í sjoppur og fékk greitt fyrir.  Sjaldnast kom fólk með eina eða tvær flöskur.  Vaninn var að safna mörgum flöskum áður en þeim var skilað.  Á þessum árum voru gosdrykkir til spari.  Ekki eitthvað sem fólk drakk daglega. 
  Ég var staddur í sjoppunni þegar ungur karlmaður gekk þar inn.  Sjóarinn tók á móti honum með hrópum:  "Þú skalt ekki voga þér að koma með fleiri gler hingað, helvítis dóni.  Maður sem getur ekki tæmt flöskur er ekki velkominn hingað.  Ég þurfti að skúra lagergólfið í gær út af glerinu sem þú komst með í gær.  Það lak úr því maltöl.  Drullaðu þér út og láttu ekki sjá þig hér framar!"
  Maðurinn hrökklaðist út án þess að segja orð.  Sjóarinn hélt áfram að bölva honum í góða stund eftir það. 
 
  Svona reitti sjóarinn af sér kúnnana eins og hann væri að taka niður jólaskraut.  Ég flutti úr hverfinu og kallinn seldi sjoppuna.  Hann kenndi stórmörkuðunum um að ganga af sjoppum dauðum.  Sjoppan er þó ennþá í rekstri.   
 

 

Ævintýri í leigubíl

 

   Það er oft gaman að taka leigubíl.  Í dag hringdi ég á leigubíl.  Ég bý við einstefnuakstursgötu.  Þegar mig fór að lengja eftir bílnum rölti ég upp götuna til að leigubíllinn þyrfti ekki að keyra niður einstefnuna.  Þar sem ég stóð við enda götunnar sá ég allt í einu að leigubíllinn kom akandi upp götuna á móti einstefnu.  Ég settist inn í bílinn og sagði:  "Þú kemur brunandi hér upp gegn einstefnu."  Bílstjórinn svaraði:  "Já,  ég kom frá hliðargötu og misreiknaði mig.  Ég ætlaði að bakka upp götuna en eitthvað fór úrskeiðis."

  Svo tók hann dálítinn krók í vitlausa átt.  Það var reiðulaust af minni hálfu.  Því næst ók hann að gatnamótum með götuljósum.  Þar loguðu rauð ljós.  Bílstjórinn lét það ekki trufla sig heldur ók rakleiðis yfir gatnamótin gegn rauðu ljósi.  Sem betur fer var umferð hæg og aðrir bílstjórar negldu niður til,  náðu þannig að forða árekstri og flautuðu ákaft.  Mér varð að orði:  "Hvað er þetta?  Er allt í rugli með ljósin?"  Bílstjórinn var hinn rólegasti og svaraði:  "Já,  þau bara blikka.  Þetta er eitthvað rugl."

  Mér varð litið yfir gatnamótin.  Þar var pallbíll staddur með vinnumönnum og blikkandi gulu ljósi.  Leigubílstjórinn hafði tekið meira mark á þeim ljósum en umferðarljósunum á gatnamótunum.  Bílstjórinn bætti við:  "Það er allt í rugli í gatnagerð á þessum árstíma.  Maður er alveg ringlaður út af þessari dellu.  Það væri nær að sinna gatnagerð yfir hásumarið þegar allir eru í sumarfríi og engin umferð." 

  Eftir þetta gekk allt vel fyrir sig.  

 


Furðulegar ljósmyndir

  Á ferðalagi um veraldarvefinn (internetið) verða á vegi allra af og til ljósmyndir sem skilja eftir stór spurningamerki.  Það er erfitt að átta sig á því hvað er í gangi;  hvað fólki gengur til.  Fólk er skrýtið.  Hér eru nokkur sýnishorn valin af handahófi:

 fur_umynda.jpg  Hvað er í gangi með konuna í bakgrunninum?

fur_umyndb.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Arabi með ýstru, hringi í geirvörtum og hvolp?  Ljótan hvolp.  furðumyndcfurðumyndd  Náttúruunnandi með grasköngla. 

furðumynde  Vodka og gaddaólar.  Pottþétt töff blanda. 

furðumyndf  Einmitt það sem hann óskaði sér í afmælisgjöf:  Uppblásin dúkka með svínsandlit.

 


Uppfinningar sem "floppuðu"

  Á hverjum einasta degi koma á markað bráðsnjallar nýjar uppfinningar.  Flestar lúta að því að bæta líf okkar.  Gera tilveruna þægilegri.  Þökk sé letingjum.  Það eru þeir sem finna leiðir til að auðvelda sér puðið.  Vandamálið er að fyrir hverja eina nýja uppfinningu sem slær í gegn þá "floppa" 100 (talan er ónákvæmt slump).  Ástæðan fyrir því snýr að markaðssetningunni.  Annað hvort var ekki kannað - áður en varan fór í framleiðslu - hvort að spurn væri eftir henni.  Eða hitt að "þörfin" fyrir vöruna er ekki kynnt á réttan hátt fyrir neytendum.

  Fyrir næstum öld eyddi íslenskt ljóðskáld öllum sínum peningum í Danmörku í framleiðslu á járnlokum til að skella ofan á bjórglös.  Hugmyndin var góð.  Danir drekka gjarnan öl utan dyra.  Járnlokið hélt flugum og fjúkandi drasli frá bjórnum.  Engir keyptu járnlok.  Þau ryðguðu til ónýtis í geymslu skáldsins.

  Á móti höfum við ótal dæmi um vörur sem ekkert seldust árum saman.  En með snjöllu markaðsátaki urðu vörurnar ómissandi á hverju heimili.  Góð dæmi eru fótanuddtækin og Soda Stream. 

  Hér eru nokkrar uppfinningar sem ekki hafa náð almennilega inn á markaðinn:

uppfinning tjaldhælaljós

  Tjaldhælar með ljósi.  Kæmu sér vel um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal.  Myndu forða mörgum ofurölvi unglingnum frá því að detta um tjaldið.  Sömuleiðis myndu þeir hjálpa hinum sömu að finna tjaldið sitt. 

uppfinning göngubretti+borðtölva

  Tölvuborð með göngubretti.  Margir sem vinna við tölvur eyða dýrmætum tíma í að heimsækja líkamsræktarstöðvar og rölta klukkustundum saman á göngubretti.  Þann tíma má spara með því að rölta á göngubretti á meðan unnið er í Excel skjölunum. 

 uppfinning stóll+hundageymsla

  Allir hundaeigendur kannast við vandamálið við að passa hundinn niðri á strönd eða á tjaldstæðinu.  Fólk er að böðlast við að tjóðra hundinn;  hann er samt sígeltandi á aðra og reyna að hlaupa af stað.  Lausnin er hundataska undir baðstrandarstólnum. 

uppfinning olíusía

  Þegar matur hefur verið olíu- eða smjörsteiktur á pönnu eru stöðug vandræði við að fjarlægja feitina.  Það er reynt að hella henni af pönnunni en þá dettur maturinn út um allt.  Væri þá ekki gott að hafa við höndina plasttrekt sem síar olíuna frá án þess að maturinn detti út um allt.   

uppfinning gashelluhlíf

  Þegar gashellur eru brúkaðar kostar það stöðug þrif.  Það er alltaf eitthvað að sullast niður.  Væri ekki þægilegt að eiga kost á tilsniðnum mottum sem smellt er undir grindina og taka við öllu sullinu?  Það hefði ég haldið. 

uppfinning_brau_rist.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Fyrir daga brauðristarinnar var logsuðutæki ómissandi á öllum betri heimilum.  Með því ristaði fólk brauðið sitt.  Þegar brauðristin kom til sögunnar átti hún ekki upp á pallborðið hjá almenningi.  Aðal vandamálið var það að fólki gekk illa að skera sneiðar sem pössuðu í brauðristina.  Fólk var að troða of þykkum sneiðum í hana.  Þær festust.  Tóm leiðindi.  Sami maður og fann upp brauðristina leysti vandamálið með því að hefja sölu á niðursneiddu brauði.  Þær sneiðar smellpössuðu í brauðristina.  Þetta var göldrum líkast.  Töfrarnir voru slíkir að niðursneidd brauð urðu tískubylgja og brauðristin var árum saman talin vera þarfasta heimilistækið.


Svíakonungur fer á kostum - spaugilegar myndir

kalli_hufa_k.pngkalli_hufa_l.jpg

  Sérkennileg kímnigáfa Karls Gústafs Svíakonungs birtist á fleiri vegu en í sérkennilegum orðatiltækjum og tilsvörum.  Illar tungur - sem ég tek ekkert mark á - segja að Kallinn sé einfaldlega nautheimskur en ekki húmoristi.  Hann bulli út í eitt sem nævisti.  Sé hinn raunverulegi Forrest Gump.    

  Kalli er sjúklega sólginn í höfuðföt af öllu tagi.  Honum þykir ekki verra að þau séu undarleg.  Kallinn má hvergi rekast á kjánalegan höfuðbúnað án þess að festa kaup á honum.  Síðan verður hann viðþolslaus að viðra sig með húfuna á opinberum vettvangi.

  Inn á milli bráir galsinn af kallinum og hann setur upp virðulegar húfur eða kórónur.  Á heimasíðu konungs,  annarra í konungsfjölskyldunni og konungsembættisins má finna margar skemmtilegar myndir af húfusnatanum.

kalli_hufa_a.jpgkalli_hufa_c.jpgkalli_huf_y.jpgkalli_hufa_e.jpgkalli_hufa_g.jpg

kalli húfa Pkalli húfa Nkalli_hufa_q.pngkalli_hufa_r.jpgkalli_hufa_h.jpg kalli_hufa_i.jpgkalli_hufa_j.jpg


mbl.is „Hún er svo veik að það þarf að skera af henni eyrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg leikfimi í Nóatúni

  Þegar gengið er inn í matvöruverslunina Nóatún norðanmegin í Austurveri þá kemur maður fyrst að anddyri.  Það er gler að framan og gler á báðum hliðum.  Á hliðunum eru jafnframt glerhurðir með skynjara.  Þegar einhver nálgast hurð þá opnast dyrnar sjálfvirkt.  Mjög þægilegt.  

  Í dag átti ég sem oftar erindi í Nóatún.  Mig langaði í Malt.  Á bakaleiðinni út sá ég eldgamlan mann í anddyrinu.  Hann var í kínverskri leikfimi.  Hann stóð alveg upp við eina rúðuna og veifaði höndum hægt til og frá fyrir ofan höfuðið á sér.  Jafnframt sveigði hann og beygði líkamann.  Allt hægar hreyfingar.  Kannski að hluta til vegna þess að maðurinn var greinilega óstöðugur til fótanna.

  Ég staldraði við í augnablik og starði jákvæður á leikfimikúnstirnar.  Hugsaði með mér að fleiri öldungar ættu að taka þennan sér til fyrirmyndar.  Þessar hægu kínversku leikfimihreyfingar eru bráðhollar.  Þær liðka allan skrokkinn og styrkja,  ásamt því að koma hreyfingu á blóðrásina og eitthvað slíkt.

  Svo gekk ég hröðum skrefum að dyrunum sem opnuðust með það sama.  Þá var eins og gamli maðurinn vaknaði af svefni.  Hann tók snöggt viðbragð, spratt af stað og næstum því ruddi mér til hliðar um leið og hann rauk hröðum skrefum fram úr mér út um dyrnar.  Samtímis hrópaði hann fagnandi - ég veit ekki hvort til sjálfs síns eða mín:  "Nú,  þarna voru þá dyrnar!"


Húsmóðir á sextugsaldri í Gullbringusýslu breyttist í ungling

maria_i_gullbringusyslu.jpg

  Þetta er frétt sem lýtalæknar hata og vilja þagga í hel.  Þetta er vel varðveitt leyndarmál sem framleiðendur Botox og snyrtistofur vilja ekki að þú fréttir af.  Alls ekki.  Þetta er saga af 53ja ára ráðsettri konu í Gullbringusýslu.  Á örfáum dögum breyttist hún í ungling.  Núna er hún með bullandi unglingaveiki,  hlýðir hvorki foreldrum sínum né öðrum,  djammar út í eitt,  vakir allar nætur og safnar úrklippum um Justin Bieber.  

  Það eina sem konan,  María,  gerði var að kaupa hræódýr útlensk krem.  Svokölluð yngingarkrem.  Kremin sjálf eru óvirk.  Það er trúin á kremin sem gerir gæfumuninn.  Trúin flytur fjöll og búslóðir.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband