Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Kínversk húðflúraklúður

  Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég bloggfærslu um húðflúraklúður.  Þorleifur Ugluspegill Ásgeirsson sagði þá frá húðflúri,  kínversku tákni, sem átti að standa fyrir "karma" en uppgötvaðist síðar að táknaði "súrsætt svínakjöt".  Rifjaðist þá upp fyrir mér samtal sem ég átti við unga stúlku með húðflúrað kínverskt tákn.  Hún stóð á sínum tíma í þeirri trú að táknið stæði fyrir "ást og frið".  Svo hitti hún Kínverja sem upplýstu hana um að táknið þýddi "hrár fiskur" (kannski sushi?).  Þetta var fyrir tveimur áratugum eða svo.    

  Um þetta leyti gekk yfir vesturlönd tískubylgja kínverskra húðflúra.  Vandamálið var að húðflúrararnir kunnu ekki kínversku.  Internetið var ekki komið á skrið.  Gúglið ekki heldur.  Eftir á að hyggja er ljóst að ýmsir húðflúrarar tóku bara einhver falleg kínversk tákn og lugu að viðskiptavinum að þau þýddu eitthvað fallegt.  

  Í öðrum tilfellum héldu húðflúrarar kannski að þeir væru með rétta þýðingu á kínverskum táknum en voru það ekki.  

  Hér er dæmi af badmintongarpi sem ber táknið "Api":

húðflúraklúður kínverskt k

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Annar snillingur skartar textanum "Húsbóndahendur".  Sem er dálítið kjánaleg yfirlýsing.

húðflúraklúður kínverskt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Annar aulinn er merktur sem "Líkkistugaur".  Það er svo ósvalt að engu tali tekur.  

húðflúraklúður a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Hvað má segja um táknið "Ódýr óþverri"?  

húðflúraklúður kínverkst d

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Eða þá "Gyllt svín"?  Og orðið svín að auki skrifað á hvolfi.  Það er alvanalegt í kínversku húðflúrtáknunum að orð snúi á haus.  Eða aftur á bak.  

húðflúraklúður kínverskt h

 

    


Frönskurnar og franskarnar

   Í fyrirsögn fréttar á mbl.is segir "Frönskurnar seldust upp".  Í meginmálstextanum er sagt frá því að "franskarnar seldust upp á fjórum klukkustundum".  Það er gaman að þessu.  Gott að nýr veitingastaður í Reykjavík fái góðar viðtökur.  Hinsvegar vekur orðalagið í fréttinni athygli.  Ekki að það sé neitt rangt við það.  Ég hef bara ekki heyrt þessi orð áður.    

  Er þetta unglingamál að tala um franskar kartöflur sem frönskurnar og franskarnar?  Eða eru þetta nýyrði sem eiga að krydda tunguna? Eða er þetta gamalt og rótgróið tungutak sem hefur farið framhjá mér í öll þessi ár? 

franskar

 


mbl.is Frönskurnar seldust upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér færð þú nýsteikta kótelettu og meðlæti

kótelettur

  Um helgina fór fram á Selfossi hátíðin Kótelettan 2015. Þriggja daga hátíð helguð kótelettunni.  Hugmyndin er góð.  Framkvæmdin var líka hin besta í alla staði.  Skilst mér.  Kótelettuunnendur lögðu land undir fót frá öllum landshornum.  Sumir færðu til sumarfrí sitt og utanlandsferðir til að komast í kótelettubita.  Einn kunningi minn brosir allan hringinn eftir helgina.  Hann náði ókeypis munnbita af gómsætu lambakjöti og náði að auki að kaupa heila nýsteikta kótelettu á aðeins 500 kr.  Akstur hans til og frá Keflavík var þess virði.  "Veðrið var líka frábært," sagði hann.

  Fæstir vita að á góðum degi er mögulegt að komast í kótelettu á nokkrum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu.  Þar á meðal á þessum stöðum:

Kænan,  Hafnarfirði.  Verð 175cotelette0 kr.

Matstofan Höfðabakka.  Verð 1790 kr.

Pítan,  Skipholti.  Verð 2195 kr.

Múlakaffi  2250 kr.

Fljótt og gott á BSÍ  2890 kr.  

  Á öllum veitingastöðunum nema Pítunni eru kóteletturnar með raspi.  Ég held að það sé séríslensk útgáfa.  Að minnsta kosti hef ég ekki séð kótelettu í raspi í útlöndum.  kótelettur með raspi

  Á Pítunni eru kóteletturnar bornar fram með bakaðri kartöflu og fersku salati. Á hinum stöðunum fylgir þeim salatbar, soðnar kartöflur, súpa, brauð og kaffi.  Mjög lystugir fá ábót.

  Á Pítunni og Fljótt og gott eru kótelettur í boði alla daga.  Á hinum stöðunum er það tilfallandi.  Hægt er að fylgjast með því á heimsíðum þeirra og Fésbókarsíðum.

  Á BSÍ eru kaldar kótelettur afgreiddar í bílalúgu allan sólarhringinn.  Verðið er 2250 kr.

 

  

 


Bensíntittur rændi völdum

  Ég átti erindi norður í land.  Áður en brunað var aftur til borgar óttans tók ég krók á minni leið og lagði bíl upp við bensíndælu.  Þar leist mér vel á dælu merkta "Power".  Kom upp í huga mér lag Johns Lennons "Power to the People".  Ljómandi gott lag.

  Ég greip bensíndæluna föstum tökum og beindi stút ofan í bensíntank bílsins.  Í sömu andrá sveif að eldri maður,  merktur bensínstöðinni.  Hann var nánast láréttur í loftinu er hann skutlaði sér eins og til sunds á milli mín og bíls.  Reif dæluna úr bensíntanknum og hrópaði:  "Nei,  ekki Power!".  

  Svo leit hann æstur, óðamála,  áhyggjufullur og rannsakandi á mig og spurði:  "Varstu byrjaður að dæla?"

  Nei,  ég kannaðist ekki við það.  Róaðist maðurinn mjög mikið við þau tíðindi.  Honum var létt. Hann náði andlegu jafnvægi og byrjaði að dæla "venjulegu" bensíni á bílinn.  Um leið upplýsti hann mig:  "Power bensínið er 50 kr. dýrara en venjulega bensínið.  Það er að vísu aðeins kraftmeira.  En ekki 50 króna virði.  Það er bara bull."

  Ég hef ekkert vit á bensíni.  Látum fagmenn um þetta.  Ætli sé einhver sala í "Power"?  Varla á þessari bensínstöð.  


Brött verðhækkun á mat

  Matur er dýr.  Ekki aðeins á Íslandi heldur einnig í útlöndum.  Þetta er útbreitt vandamál.  Þetta veldur vandræðum með skólamáltíðir.  Á vesturlöndum koma iðulega upp vandamál í skólamötuneytum vegna þess að foreldrar nemanda hafa ekki staðið í skilum.  Vandamálið er leyst einhvern veginn eða óleyst.

  Ég elda ekki.  Snæði þess í stað á veitingastöðum sem bjóða upp á svokallaðan gamaldags heimilismat.  Það er hið besta mál  Nema að frá áramótum hefur verð hækkað jafn og þétt.  Síðast á mánudaginn hækkaði verð á máltíð í Bykó í Breidd úr 1500 kalli í 1650 kall.  Þetta er ekki peningur sem skiptir miklu máli.  En samt næstum 11% hækkun  Kótelettur í Múlakaffi eru komnar í 2480 kall.  Það er ekkert langt síðan enginn réttur á Múlakaffi var yfir 2000 kalli.  Kótelettur inni á BSÍ kosta í dag 2890 kr.  Um daginn hækkaði verð á súpuskál á kaffiteríu Perlunnar úr 1100 kalli í 1200 kall.  Þannig mætti áfram telja.

  Á Fésbók upplýsti kokkur mig um að orsökin væri brött verðhækkun á hráefnum.  Og svo hækkun matarskatts úr 7% í 12%. Það er reisn yfir því.  

 kótelettur  


mbl.is Rekin fyrir að gefa börnum mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld aðferð til að verjast leigubílasvindli í útlöndum

  Víða um heim er varasamt að taka leigubíl.  Einkum er það varasamt fyrir útlendinga.  Ennþá varasamara er það þegar útlendingurinn er staddur við flugvöll.  Svo ekki sé talað um það þegar hann starir ruglaður í allar áttir;  er auðsjánlega ringlaður og með magabólgur.  

  Allir leigubílstjórar með sjálfsbjargarviðleitni gera viðkomandi umsvifalaust að fórnarlambi.  Þeir svindla á honum.  Þeir aka krókaleiðir og stilla mælinn á hæsta taxta.  Reyna að lenda á rauðu ljósi og í umferðarteppu.  

  Þegar seint og síðar meir áfangastað er náð þá er túrinn farinn að slaga í 30 þúsundkall.  

  Til er auðveld aðferð til að verjast óheiðarlegum leigubílstjórum og komast hratt,  örugglega og stystu leið á áfangastað.  Hún felst í því að taka á flugvellinum bíl með GSP tæki á leigu.  Svokallaðan bílaleigubíl.  Þá getur þú að auki ráðið því á hvaða útvarpsstöð er stillt í bílnum.  Það skiptir máli. 


mbl.is Varar við leigubílum við Oslóar-flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýst þetta allt um fégræðgi?

 

  Í umræðunni um kjaraviðræður,  verkföll,  launakröfur,  skattabreytingar,  styttingu vinnuvikunnar,  hækkað matarverð,  magabólgur og djöflatertur hafa lægstu laun borið á góma.  Sumum hefur orðið tíðrætt um að ástæða sé til að hækka lægstu laun.  Jafnvel um einhverja þúsundkalla á næstu þremur árum.  

  Aðrir hafa brugðist hinir verstu við.  Þeirra viðhorf er það að hærri laun greidd ómenntuðum skófluskríl muni gera útaf við menntun í landinu.  Þá verði keppikefli allra að tilheyra hópi ómenntaða skrílsins. Það verði eftirsóknarverðasta takmark lífsins.

  Kannski er kenningin rétt.  Kannski sýnir enginn námi áhuga nema til þess að fá hærra kaup en ómenntaði skríllinn.  

  Þetta þarf að rannsaka.  Einkum vegna þess að margir eru svo vitlausir að þeir rjúka í annað nám en það sem skilar þeim síðar meir hæstu tekjum.  Einhverjir eru meira að segja svo vitlausir að þeir leggja á sig nám sem nýtist þeim lítið sem ekkert á vinnumarkaði.  Hvað þá að það skili þeim feitum launatékka.

  Getur verið að Kári Stefánsson hafi hangið í skólum áratugum saman einungis vegna þeirrar vissu að á endanum myndi hann fá góð laun?  Kannski hafði hann aldrei áhuga á taugalífræði og erfðarannsóknum.  Hvað veit ég.

  Þegar ég ungur settist á skólabekk í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þá hafði ég ekki hugmynd um að vera rekinn áfram af löngun í hærri laun en þau sem ég fékk ómenntaður í Álverinu í Straumsvík.  Svo gekk það ekki einu sinni eftir.  Í heimsku minni hélt ég að skólagangan í MHÍ réðist af löngun til að læra skrautskrift,  olíumálun,  vatnslitun,  ljósmyndun,  myndskreytingu,  auglýsingateikningu og eitthvað svoleiðis bull. Nú veit ég betur.

 Fólki er ekki sjálfrátt.  Að minnsta kosti sumu fólki.  Það veit ekki af hverju það stundar nám í einhverju.  Það heldur að námið snúist um að fræðast um eitthvað sem viðkomandi hefur gríðarlegan huga á.  En svo í raun snýst þetta um fégræðgi:  Að komast á annan launataxta en ómenntaði skríllinn.

       


mbl.is „Háskólahugtakið útþynnt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er PIN-númerum stolið og hve auðvelt er að verjast því. Ekki gefa vonda kallinum peningana þína!

  Mikill áróður er rekinn fyrir því að fólk leggi PIN-ið á minnið.  Allflestir nota greiðslukort í stað reiðufés.  Það er til að hagnaður bankanna sé viðunandi.  Þeir fá prósentur af hverri kortafærslu.  

  Gallinn við kortin og PIN-ið er hversu auðvelt er að stela númerinu og misnota.  Vondi kallinn gerir það.  Hann kaupir sér hitamyndavél í næstu Apple-búð;  festir hana á bakhlið iPhones síns.  Svo tekur hann mynd af takkaborði PIN-tækisins án þess að nokkur taki eftir.  Hitamyndavélin sýnir á hvaða tölustafi var ýtt af næsta kúnna á undan og í hvaða röð.

  Með sömu aðferð er hægt að komast yfir leyninúmer við inngöngudyr,  öryggishólfa og allskonar.

  Góðu fréttirnar eru að auðvelt er að verjast þessu.  Það er gert með því að villa um fyrir vonda kallinum.  Til að mynda með því að styðja á fleiri takka en þá sem hýsa leyninúmerið. Hamast á þeim hverjum á fætur öðrum.  Þá fær hitamyndavélin rangar upplýsingar.  


Hverjir eiga Bónus?

  Ég er ekki með það á hreinu hver eða hverjir eiga Bónus í dag. Eða Haga sem á Bónus.  Er það ekki að uppistöðu til lífeyrissjóðir lægst launaða fólks landsins?  Hverjir fara með stjórn Haga?  Er það ekki fólk með 5 - 6 milljón króna mánaðarlaun?  Plús fríðindi af öllu tagi.

  Lægst launaða fólkið borgar hæstu launin.  Það er metnaður.  Eða hvað veit ég?  Á mér ekki að vera sama?  Ekki vinn ég þarna.    

b


mbl.is Loka þyrfti öllum verslunum Bónuss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar stelpur

  Ég sat í rólegheitum í kyrrstæðum bíl og las Stundina.  Ég átti mér einskis ills von.  Skyndilega var bankað kröftuglega á bílrúðuna. Mér krossbrá.  Úti fyrir stóð unglingsstúlka.  Ég renndi bílrúðunni niður.  Hún heilsaði ekki né kynnti sig heldur bar umsvifalaust upp erindið:  "Viltu gefa mér 300 kall?"

  Ég:  "Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að gefa þér 300 kall?"

  Hún:  "Af því að mig langar í smávegis nammi í nammibarnum í 10-11."

  Þetta þótti mér vera sanngjörn og góð rök fyrir því að gefa henni 300 kall.  Svo heppilega vildi til að ég var með 300 kall í vasanum (reyndar aðeins meira.  En lét ekki á því bera).  Annars hefði ég þurft að fara í 10-11 - sem var þarna rétt hjá - og biðja kassastrákinn um að skipta fyrir mig seðli.  

  Þegar ég horfði ringlaður á eftir stelpunni storma hröðum skrefum í 10-11 mundi ég skyndilega eftir því að það var ekki nammidagur.  En það var of seint að bregðast við því. Hún slapp í nammið á virkum degi.  


mbl.is Vafðar inn í teppi á vespu um nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.