Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál

Á misjöfnu ţrífast börnin best

 

  Mörgum myndi bregđa í brún ef ţeir vissu hvernig hreinlćtismálum er háttađ í eldhúsi sumra veitingahúsa.  Kona er vann sem unglingur á pizza-stađ er bólusett gegn pizzum til frambúđar.  Lúkur pizza-gerđarfólks voru ekki alltaf hreinar í upphafi vinnudags.  En urđu hćgt og bítandi tandurhreinar eftir ađ hafa hnođađ nokkur pizza-deig.  Ţađ ţótti sport ađ ţeyta deiginu međ snúningi hátt á loft ţannig ađ í smástund festist ţađ viđ óhreint loft eldhússins.

  Breski sjónvarpskokkurinn Ramsey Gordon hefur sýnt okkur inn í eldhús margra bandarískra veitingastađa.  Ţar er iđulega pottur brotinn hvađ varđar hreinlćti.  Á einum stađ var kjúklingaréttur afgreiddur á tréprjóni.  Viđskiptavinir nöguđu kjötiđ af prjónunum.  Ţeir voru notađir aftur handa nćstu viđskiptavinum.  Jafnvel međ kjötleifum frá fyrri viđskiptavinum.  

  Konu sem vann á Hressingarskálanum á síđustu öld var brugđiđ er hún uppgötvađi ađ ţeyttur rjómi var margnýttur.  Međ tertusneiđ og heitu súkkulađi fylgdi skál međ ţeyttum rjóma. Fćstir átu allan rjómann.  Leifarnar voru seldar nćsta kúnna.  Vandrćđalegt atvik kom upp ţegar kúnni drap í sígarettustubbi í rjómanum.  Hann gerđi ţađ svo snyrtilega ađ ţađ sást ekki.  Nćsti kúnni hrökk í kút er hann mokađi sígarettustubbi út á tertusneiđina sína.  

  Fyrir nokkru las ég í bandarísku dagblađi viđtal viđ starfsfólk veitingastađa.  Umrćđan snérist um ţjórfé.  Fleiri en einn upplýsti ađ nískum fastakúnnum vćri refsađ međ ţví ađ skyrpa í matinn ţeirra.

  Eftir tilkomu internetsins hafa ófá myndbönd birst af starfsmönnum veitingastađa hreykja sér sóđaskap.  Međal annars međ ţví ađ trođa frönskum kartöflum upp í nefiđ á sér áđur en ţćr eru bornar fram handa kúnnanum.  

  Stóra skeiđarmáliđ á Akureyri skilur eftir eina áleitna spurningu.  Sleikt skeiđ er ekki stóra máliđ.  Ţađ er ađ segja ef hún var snyrtilega sleikt.  Ţá er hún nćstum ţví hrein.  Spurningin snýr ađ fullyrđingu eiganda veitingastađarins um ađ diskar međ sósu slettri á ţá úr sleiktri skeiđ hafi aldrei fariđ út úr eldhúsinu.

  Stađurinn var undirmannađur.  Fjögurra manna starfsliđ sat uppi međ vinnu átta manna.  Ţađ er dáldiđ skrítiđ ađ undir ţeim kringumstćđum hafi vinna veriđ lögđ í ađ útbúa fjölda veisludiska sem aldrei fóru út úr eldhúsinu. 

  Til varnar einu og öđru í veitingum á matsölustöđum er ráđ ađ skola ţeim niđur međ góđu hvítvíni.  Ennţá betra er ađ taka eitt eđa tvö vodka-skot međ.  Eđa ţrjú.  Ţau eru sótthreinsandi.  Og gera máltíđina skemmtilega ţegar upp er stađiđ.  

    


mbl.is Yfirmađur kokksins sem sleikti skeiđina miđur sín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Paul McCartney á flesta peninga

  Margir höfđu gríđarlega miklar áhyggjur af lausafjárstöđu breska tónlistarmannsins Pauls McCartneys fyrir örfáum árum.  Ţá stóđ hann í illvígum skilnađi viđ einfćtta konu,  Heather Mills.  Hún er barnsmóđir hans og stóđ ekki höllum fćti í kröfum sínum til bankabókar heimilisins.  Leikar fóru ţannig ađ Heather náđi ađ skrapa bankabókina.  Í kjölfariđ keypti hún gervifót frá Össuri.  Búin ađ smella honum undir fór hún ađ dansa.  Ţađ gustađi af henni og fćtinum frá Össuri.  

  Paul var svo illa haldinn eftir skilnađinn ađ hann lifđi á grasi í langan tíma ţađan í frá.  

  Nú hefur bankabók Pauls braggast á ný.  Hún geymir 730 milljónir sterlingspunda (sinnum 208 krónur = 152 milljarđar).  Ţađ gerir kauđa ađ ríkasta tónlistarmanni Bretlands.  Íslendingar hafa löngum spreytt sig á ađ syngja í sjónvarpsţáttum söngva eftir Paul.  Ţađ fćrir honum feitar höfundarréttargreiđslur.  

  Söngleikjahöfundurinn Andrew Loyd-Webber er í 2. sćti.  Hann á ekki nema 650 milljón pund,  rćfils tuskan.

  Í 3ja sćti er írska hljómsveitin U2.  Hún er rekin eins og fyrirtćki.  Fjármál liđsmanna eru sameiginleg.  Sjóđurinn telur 431 milljón punda.  

  Elton John er í fjórđa sćti.  Hann á 270 milljónir.  Söngvari The Rolling Stones,  Mick Jagger, á 225 milljónir punda.  Ţađ setur hann í fimmta sćtiđ.  Félagi hans,  gítarleikarinn Keith Richards,  er međ svipađa innkomu en eyđslusamari.  Ţess vegna á hann ekki nema 210 milljónir undir koddanum.  

  Í sjöunda sćtinu er írski margverđlaunađi flautuleikarinn Michael Flatley.  Hans helsta tekjulind er fyrir dansútsetningar.  Frćgastur er Riverdansinn.  Einnig sá hann um dansa í Lord of the Rings og allskonar.  Hann á 195 milljónir punda.

  Ringo Starr og Sting eiga sitthvorar 180 milljónir punda.  Fyrrum bassaleikari Pink Floyd,  Roger Waters,  vermir 10. sćtiđ međ 160 milljón pund.   

Af hverju geta ţessir menn ekki fengiđ sér vinnu eins og annađ fólk? 


mbl.is Len Blatvatnik ríkasti mađur Bretlands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samgleđjumst vegna rausnalegra launahćkkana

   Eđlilega hafa ríflegar nýsamţykktar launahćkkanir stjórnenda HB Granda vakiđ athygli.  Ţó eru ţađ ekki nema 33% hćkkanir. Minni athygli hafa vakiđ 75% launahćkkanir stjórnarmanna VÍS.  Ţegar betur er ađ gáđ er ekki um háar launagreiđslur ađ rćđa.  Menn eru ađ fá ţetta 200 til 350 ţúsund kall fyrir ađ sitja mánađarlegan stjórnarfund.  Hann getur teygst alveg yfir í á annan klukkutíma.  Á móti vegur ađ gott kaffibrauđ er á borđum.  Engu ađ síđur eru stjórnarfundir leiđinlegir.  Ef laun stjórnamanna vćru lćgri myndi enginn fást til ađ taka sćti í stjórn svona fyrirtćkja. Ţeir myndu allir sem einn flytja til útlanda.  Útlend fyrirtćki myndu togast á um ţá ef stjórnarlaun ţeirra á Íslandi vćru skorin viđ nögl.

 Ţar fyrir utan fá stjórnarmenn ýmissa annarra íslenskra fyrirtćkja alveg upp í 1,2 milljónir í mánađarlaun fyrir fundinn.  

 Ţetta er fagnađarefni.  Ţetta stađfestir ađ fyrirtćkin eru vel rekin.  Ţau hafa efni á ţessu. Ţau búa viđ gott atlćti.  Ennţá betra er ađ eigendur ţessara sömu fyrirtćkja eru ađ greiđa sér ţessa dagana allt upp í nokkra milljarđa í arđ.  Ţađ er reisn yfir ţví.

  Ómenntađi skófluskríllinn nýtur góđs af.  Hann er ofdekrađur.  Hver sem ţiggja vill fćr 3,5% launahćkkun á nćstu dögum.  Liđiđ ţarf ekkert ađ gera annađ en samţykkja ţađ.  Nýveriđ fengu allir starfsmenn HB Granda íspinna ađ gjöf frá fyrirtćkinu.         

íspinni

  


mbl.is Stjórn VÍS fékk 75% hćkkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Týndir feluleikstjórar

  Í gćr átti ég erindi í sćnsku húsgagnaverslunina Ikea í Grđabć.  Ţar var allt í rugli og upplausn.  Ađ mér skilst hafđi veriđ auglýstur feluleikur fyrir  börn í búđinni.  Búđin er hönnuđ sem völundarhús ađ hćtti gatnakerfis Kópavogs.  Ţar er alla daga fólk úr nágrannasveitafélögum illa áttađ.  Ţađ hefur týnt sér til langs tíma og finnur sig ekki fyrr en seint eđa aldrei.  Ţetta er líka ástćđan fyrir íbúafjölgun í Kópabogi.  Fólk ćtlar ađ keyra í gegnum Kópavog á leiđ til Garđabćjar eđa Hafnarfjarđar.  Áđur en hendi er veifađ er ţađ orđiđ íbúar í Kópavogi og ratar ekki út.

  Ikea hafđi ráđiđ tvo hámenntađa og ţjálfađa útlenda feluleikstjóra til leiks.  Ţeir fundust hvergi ţegar feluleikurinn átti ađ hefjast.  Ţeir eru ekki ennţá fundnir.  Óstađfestur orđrómur er um ađ ţeir hafi hugsanlega villst til Akureyrar.  Heyrst hefur af tveimur umkomulausum strandaglópum í reiđuleysi á KEA hótelinu.  Í KEA.  

  Ţađ er lán í óláni ađ hinir týndu séu ţrautţjálfađir í feluleiknum "Týndur - fundinn".  Nćsta víst er ađ ţeir vćru miklu týndari ef ţetta hefđu veriđ amatörar.    

  


mbl.is Feluleiksstjórar IKEA ófundnir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđmćti urđuđ međ reisn

  Íslendingar eru framarlega í hópi ríkustu ţjóđa heims.  Á nćstu dögum fara Íslendingar á ţvílíkt flug ađ hinar ríku ţjóđirnar verđa skildar eftir á brúsapalli.  Ţökk sé stöđugleikaskattinum.  Eftir örfáa daga heyra gjaldeyrishöft fortíđinni til.  Verđa um leiđ ađhlátursefni eins og mannanafnalöggan,  bjórbanniđ,  sjónvarpslausir fimmtudagar,  einkasala Mjólkurbúđa á mjólk,  einkasala Osta- og smjörsölunnar á ostum og banni á bingóspili á frjósmishátíđ Freyju.  

  Íslenska auđmannasamfélagiđ hendir á haugana á nćstu dögum stólum ađ marg milljóna króna virđi.  Stólarnir fara á sama ruslahaug og gríđarlega mikiđ magn af úrvalsgóđum matvćlum sem nálgast síđasta söludag (löngu áđur en kemur ađ síđasta neysludegi).  Á sama ruslahaug fer reglulega mikiđ magn af innlendri framleiđslu á grasi,  sömu vöru og seld er á kaffihúsum í Hollandi og seld er í lćkningaskini í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  

  Íslenska auđmannaţjóđfélagiđ ţarf hvergi ađ horfa í sparnađ.  Bruđl á öllum sviđum hentar betur lífstíl auđmannaţjóđfélags.  Svo ađ enginn freistist til ađ hirđa milljóna króna stóla Reykjavíkurborgar er viđ hćfi ađ mölbrjóta ţá í smćstu einingar um leiđ og ţeir eru urđađir engum til góđa.  

  Á undanförnum mánuđum hefur straumur erlendra ferđamanna til Íslands margfaldast.  Á ţessu ári eru líkur á ađ hátt í hálf önnur milljón ferđamanna komi međ alla vasa úttrođna af peningum.  Ţeir fylla veitingastađi landsins, hótel, leigđa bíla, ţyrlur og rútur.  Ţeir fylla gjaldeyrishirslur Seđlabankans svo út úr flćđir.  

  Til ađ fagna ţessari nýju gjöfulustu auđlind landsins hefur veriđ lagt fram frumvarp um nýjan nefskatt á Íslendinga í formi reisupassa.  Ţađ er reisn yfir ţví.     


mbl.is Stóla á ađ borgin fargi stólunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver er vitlaus?

   Ingibjörg Kristjánsdóttir kemur brött inn í umrćđuna međ greinarstúfi í Fréttablađinu í dag.  Ţar heldur hún ţví fram ađ vitlaus Ólafur hafi veriđ dćmdur til fangelsisvistar vegna saknćms blekkingarleiks í svokölluđu Al-Thani máli.  Ég ţekki ţennan Ólaf ekki persónulega og treysti mér ekki til ađ stađfesta eđa ţrćta fyrir ađ hann sé vitlaus.  Konan ţekkir hann - ćtla ég.  

   


mbl.is Stendur ekki og fellur međ símtalinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veitingaumsögn

skansabandiđ

 

 

 

 

 

 

 

 

  -  Réttur:  Íslensk kjötsúpa

  -  Veitingastađur:  Perlan

  -  Verđ: 1200 kr.

  -  Einkunn: *

  Kjötsúpan sem seld er á 4đu hćđ Perlunnar er hefđbundin íslensk kjötsúpa.  Hún inniheldur örlítiđ af rótargrćnmeti á borđ viđ gulrćtur, gulrófubita og lauk og eitthvađ svoleiđis.  En ađ uppistöđu var hún bara ţunnur vökvi međ grćnmetis- og kjötbragđi.  En ekkert kjöt. Ég gerđi athugasemd viđ ţetta viđ kassadömuna.  Hún svarađi ţví til ađ svona vćri súpan í dag. Ţađ var enginn ágreiningur á milli okkar um ţađ.  

  Til ađ sanngirnis sé gćtt ţá get ég upplýst og vottađ ađ ótal sinnum oft hef ég fengiđ ţokkalega matarmikla kjötsúpu ţarna.  Međ ásćttanlegu magni af smátt skornum kjötbitum.  En hér og nú er ég ađeins ađ gefa lýsingu á súpunni sem ég fékk í gćr.  Međ súpunni fylgir brauđbolla og smjör.  

  Ţessi mynd er ekki af súpuskálinni í Perlunni en svipar til hennar.

kjötsúpa

 

 

 

 

 

 

 

 

Alvöru íslensk kjötsúpa lítur aftur á móti svona út (fleiri veitingaumsagnir má finna hér )ísl kjötsúpa


Einokunarsölusinnar endurtaka bullrökin

  Sú var tíđ ađ íslenska ríkiđ var međ einkasölu á útvarpstćkjum.  Enginn mátti selja útvarpstćki annar en ríkiđ.  Ađ ţví kom ađ einhverjum ţótti ţetta vera gamaldags og úrelt fyrirkomulag.  Fram komu hugmyndir um ađ aflétta einokun ríkisins á sölu á útvarpstćkjum.

  Ţetta mćtti harđri andstöđu.  Gáfumenni spruttu fram til varnar einokun ríkisins á sölu útvarpstćkja.  Verđ á útvarpstćkjum myndi rjúka upp úr öllu valdi.  Úrvali myndi hraka.  Jafnvel svo ađ sala á ţokkalegum útvarpstćkjum myndi leggjast af.  Í besta falli yrđi hćgt ađ kaupa handónýt útvarpstćki á uppsprengdu verđi.  Eđa ađ ţađ yrđi ómögulegt ađ fá útvarpstćki hérlendis.  

  Reynslan varđ önnur.  Úrvaliđ margfaldađist,  verđiđ lćkkađi og nú var hćgt ađ kaupa útvarpstćki í öllum ţéttbýliskjörnum landsins.  

  Í dag eru engar hávćrar raddir um ađ endurvekja einokun ríkisins á sölu á útvarpstćkjum.  

  Sú var tíđ ađ Mjólkursamsalan mátti ein selja mjólk.  Í mjólkurbúđum mátti líka kaupa snúđa (ef ég man rétt).  Svo datt einhverjum í hug ađ aflétta einkasölu mjólkurbúđa á mjólk.  Ţetta mćtti harđri andstöđu.  Gáfumenni spruttu fram og fćrđu ţokkaleg rök fyrir ţví ađ allt fćri í klessu ef ađrir mćttu selja mjólk.  Mesta ógnin var sú ađ ómögulegt yrđi ađ fá ferska nýmjólk.  Ađeins gamla útrunna mjólk.  Jafnframt myndi sala á skyri og öđrum mjólkurvörum hrynja.  Úrval yrđi ekkert.  En verđ á mjólk myndi fara upp úr öllu valdi.  Almenningi yrđi ókleift ađ kaupa mjólk vegna okurverđs og ömurlegs úrvals.  

  Í dag vilja fáir endurvekja einkasölu mjólkurbúđa.  Hrakspár gengu ekki eftir.  Ţvert á móti.

  Sagan endurtók sig ţegar einkasölu Osta- og smjörsölunnar var aflétt.

  Nú er sagan ađ endurtaka sig eina ferđina enn.  Í ţetta sinn snýr hún ađ ţví ađ aflétta einokun ríkisins á sölu á bjór og léttvínum.  Rökin gegn ţví framfaraskrefi eru góđkunn:  Verđiđ muni rjúka upp úr öll valdi.  Úrvaliđ hrynji.  Ţjónustan fjúki út um gluggann.  Ţađ verđi ekki hćgt ađ kaupa bjór í Grafarvogi eđa Grafarholti eđa Garđabć né Vogum á Vatnsleysuströnd.  Ekki einu sinni á Kjalarnesi.  

  Raunveruleikinn er sá ađ sagan mun endurtaka sig.  Einokunarsölusinnar hafa enn og aftur rangt fyrir sér.  Ţađ er vont en ţađ venst vel.  Ţeim er fariđ ađ ţykja ţađ gott.  Ţeir vilja láta söguna flengja sig enn einu sinni.  Ţeir ţekkja ekkert annađ.   

    

   


mbl.is „Okkur varđ öllum illa viđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Ţorleifsson ađstođađi Rannsóknarlögregluna

  Jón Ţorleifsson,  verkamađur og rithöfundur,  var afar ósáttur viđ Gvend Jaka (Guđmundur J.  Guđmundsson).  Jakinn var alţingismađur og formađur verkalýđsfélagsins Dagsbrúnar.  Iđulega titlađur verkalýđsforingi.  Jón kallađi hann verkalýđsrekanda.

  Ég hef áđur sagt frá samskiptum Jóns og Gvendar Jaka.  Hćgt er ađ fletta ţví upp á hlekk hér fyrir neđan.

  Svo bar viđ eitt áriđ ađ skipafélagiđ Hafskip fór á hausinn.  Björgólfur Guđmundsson og fleiri sem ţar réđu ferđ voru dćmdir sakamenn í ţví uppgjöri.  

  Viđ rannsókn málsins uppgötvađist ađ Hafskip og Eimskip höfđu sameiginlega lagt í sjúkrasjóđ handa Gvendi Jaka.  Ţetta var íslensk spilling.  Sárasaklaus.  Gvendur ţurfti ađ leggjast inn á spítala í útlöndum.  Albert Guđmundsson,  alţingismađur og ráđherra,  hafđi milligöngu um ađ smala í sjúkrasjóđ handa honum.  Framlag skipafélaganna var greitt undir borđi í beinhörđum peningum.  Albert stal hluta af upphćđinni.  Eđa ţannig.  Stakk nokkrum seđlabúntum í sinn vasa og hélt ţeim ţar fyrir sig.  Eins og gengur.

  Sem formađur Dagsbrúnar ţurfti Gvendur ađ kljást viđ forráđamenn skipafélaganna í harđvítugri baráttu fyrir bćttum kjörum verkamanna.  Gvendur var í einkennilegri stöđu er hann á sama tíma ţáđi peninga undir borđi frá viđsemjendum sínum.

  Jón Ţorleifs var ekki einn um ađ finnast ţetta lykta af mútum.  Hann settist viđ skriftir.  Hann skráđi niđur á blađ rökstuddar grunsemdir sínar um ađ Gvendur hefđi óhreint mjöl í fleiri pokahornum.  Ţetta var mikil greinargerđ.  Ţađ tók marga daga ađ klambra henni saman.  Síđan tók Jón af henni tvö ljósrit.  Hann fór međ frumritiđ til Rannsóknarlögreglunnar - til ađ auđvelda henni ađ rannsaka ţátt Gvendar Jaka í "mútumálinu".  

  Öđru ljósritinu hélt Jón til haga fyrir sig.  Hitt fór hann međ heim til Gvendar Jaka.  Afhenti honum ţađ međ ţeim orđum ađ hann vćri ađ hjálpa lögreglunni ađ rannsaka glćpaferil hans.  Ađ sögn Jóns var Gvendi brugđiđ viđ tíđindin og fámáll,  sem aldrei áđur.  

  Jón var ekki fyrr kominn heim til sín en hann mundi eftir fleiri grunsemdum sínum um óheiđarleika Gvendar Jaka.  Ţađ var ekki um annađ ađ rćđa en setjast aftur viđ skriftir. Ađ nokkrum dögum liđnum var Jón kominn međ viđbótargreinargerđ,  álíka stóra og hina fyrri.  Hann hafđi sama hátt á:  Lögreglan fékk frumritiđ.  Sjálfur hélt hann eftir ljósriti og fór međ annađ heim til Jakans.  

  Jón ljómađi af gleđi sigurvegarans er hann sagđi frá:  "Ţađ leyndi sér ekki ađ Gvendur hefur gríđarmiklar áhyggjur af málinu.  Hann var eins og ósofinn og tuskulegur.  Ég get svo svariđ ţađ ađ hann er búinn ađ eldast um mörg ár á ţessum fáu dögum er liđu á milli ţess sem ég lét hann fá afritin."

    

jon_orleifs

gvendur jaki 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Fleiri sögur af Jóni hér 

   

  

  


Woodstock og forvitnilegar launagreiđslur

  Haustiđ 1969 var haldin merkilegasta og frćgasta tónlistarhátíđ dćgurlagasögunnar.  Hún fór fram dagana 15. til 17.  ágúst.  Hátíđin var og er kennd viđ Woodstock í útjađri New York.  Upphaflega var hún skipulögđ út frá áćtlun sem gerđi ráđ fyrir 15 ţúsund gestum.  Ţegar nćr dró virtist áhugi vera ţađ mikill ađ gert var ráđ fyrir allt ađ 25 ţúsund manns.  Ţegar á reyndi mćtti nćstum hálf milljón.  Nákvćmari tala mun vera 475 ţúsund manns.

  Allt fór í klessu.  Allt fór úr skorđum.  Ađstađa annađi engan veginn ţessu mannhafi.  Hvorki varđandi hreinlćtismál,  mat og drykk né gistiađstöđu.  Til viđbótar rigndi hátíđin niđur í svađiđ.  Jarđvegur varđ eitt allsherjar leđjusvađ.

  Ţrátt fyrir ömurlegar ađstćđur fór allt fram í mestu friđsćld.  Ţađ komu ekki upp svo mikiđ sem deilumál á milli manna.  Ţetta var út í eitt ást,  friđur og tónlist.

  Woodstock-hátíđin hafđi mikil áhrif á stöđu tónlistarfólksins sem ţar kom fram.  Allir urđu stórstjörnur.  Sumir voru ţađ áđur.  Ţađ er gaman og forvitnilegt ađ skođa launalista ţeirra sem komu fram á Woodstock.  Hann er ekki ađ öllu leyti til samrćmis viđ stöđu ţessa sama fólks á markađnum síđar.  En segir margt um stöđu ţeirra á markađnum haustiđ 1969.  

  Ţessir tónlistarmenn fengu hćstu greiđslur:

1.  Jimi Hendrix  18.000 dollarar

  Slúđursagan segir Hendrix hafa veriđ svo dópađan á Woodstock ađ hann hafi ekkert munađ eftir ţátttöku sinni ţar.  Kannski ekki rétt en samt trúverđugt.

  2.  Blood,  Sweat & Tears  15.000 dollarar

  Bandarísk hljómsveit sem var - ásamt Chicago - brautriđjandi í djass-rokki á ţessum árum.  

  3.  Joan Baez  10.000 dollarar

  Bandaríska vísnasöngonan Joan Baez var ofurvinsćl á sjöunda áratugnaum og fram ţann áttunda.  Hún var fyrst dćgurlagapoppara til ađ skreyta forsíđu frćgasta fréttablađs heims,  Time.  Fjöldi laga og platna međ Joan Baez ratađi ofarlega á vinsćldalista.  Allt lágstemmd og ljúf tónlist.  

  Til gamans má geta ţess ađ á sínum tíma kom Jóhanna frá Bćgisá (eins og Nóbelsskáldiđ Laxness kallađi hana) Bob Dylan á framfćri í kjölfar ţess ađ ţau urđu kćrustupar.  

  3.  Creedence Clearwater Revival  10.000 dollarar

  4.  The Band  7500 dollarar

  4.  Janis Joplin 7500 dollarar

  4.  Jefferson Airplane  7500 dollarar

  5.  Sly & Thwe Family Stone  7000 dollarar

  6.  Canned Heat  6500 dollarar

  7.  The Who 6250 dollarar

  8.  Rtchie Heavens 6000 dollarar

  9.  Arlo Guthrie  5000 dollarar

  9.  Grosby,  Stills,  Nash & Young  5000 dollarar

 10.  Ravi Shankar  4500 dollarar

 11.  Johnny Winter  3750 dollarar

 12.  Ten Years After  3250 dollarar

 13.  Country Joe & The Fish  2500 dollarar

 13.  Greatful Dead  2500 dollarar

 14.  Incredible String Band  2250 dollarar

 15.  Mountain 2000 dollarar

 15.  Tim Hardin  2000 dollarar

  Tíu til viđbótar fengu lćgri greiđslur.  Ţar á međal Joe Cocker,  Melanie og Santana.       


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband