Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Nýjasta tískuæðið

flugdólgurGuðmundur Karl Arnþórsson límdur við staurguðmundur karl arnþórsson límdur við fánastöng

  Gangnam Style dansinn (og lagið) var skæðasta tískubylgja síðasta árs.  Nú hefur nýtt æði gripið um sig og fer um heiminn eins og stormsveipur.  Það er kennt við íslenskan flugdólg.  Sá er orðinn þekktasti flugdólgur gervallrar veraldarinnar og þar með sérkennileg auglýsing fyrir Ísland.  Það mun væntanlega skila sér í auknum ferðamannastraumi til Íslands.

  Myndir af íslenska flugdólgnum hafa þegar reynst límbandsframleiðendum öflugur söluhvati.  Sala á pökkunarlímböndum hefur rokið upp.  Það er komið í tísku að fólk lími sjálft sig eða aðra.  Myndir af útkomunni flæða yfir Fésbókina.

límd niðurtapedduct-tapedbondageKid-Duct-tapedlímdchantelle___mummified_and_duct_tapedhandlímdurlímdur á staurönnur hendin límd fösttapedtoatreeNo-NailsDavid-Letterman-with-duct-Taped-Children-58433

  Sjónvarpsþáttastjórinn David Letterman býður áhorfendum sínum upp á daglegt límbandsgrín.  Hér hefur hann látið líma börn á hurðir að því er virðist (reyndar eru þetta aðeins ljósmyndir af börnum.  Annars fengi David kæru á sig og leiðindi).

  Fleiri gera grín.  Einn límdi nestið sitt á hausinn:

límt brauð

  Annar límdi keðjusögina sína:

keðjusög

  Enn einn límdi bjórdósina sína:

bjórdós

  Sumir líma leikfangadýr:

límdur fugl


Kynnisferðir með óvænt útspil

rúta-2 

  Fyrir nokkrum dögum kom ég í flugvél frá útlandinu.  Óvenju fáir farþegar voru í flugvélinni.  Kannski tíu eða fimmtán eða eitthvað svoleiðis.  Eftir að hafa skoðað mig um í Fríhöfninni og freistast til að kaupa þar eitt og annað skokkaði ég léttilega út í Flugrútuna.  Aðrir farþegar fóru út í sinn eigin bíl eða í aðra bíla sem biðu þeirra.  Ég var sá eini sem fór í Flugrútuna.

  Bílstjóri rútunnar spurði mig að því hvort ég væri á hraðferð.  Þetta var um miðja nótt og ég ekkert að flýta mér neitt.  Þá sagði bílstjórinn:  "Það var önnur flugvél að lenda.  Ef ég hinkra eftir farþegum úr henni þá leggjum við af stað eftir 20 - 30 mínútur.  Til að vega upp á móti þeirri bið get ég skutlað þér heim í hlað þar sem þú býrð.  Þú þarft þá ekki að eltast við leigubíla og sparar þér leigubílakostnaðinn.  Að auki sleppi ég þér við að borga 2000 króna fargjald með rútunni.  Ef þig hinsvegar langar til að við brunum strax í bæinn þá get ég lagt af stað núna.  Þá tekur rútan þarna hina farþegana.  Þú bara ræður og segir til."

  Ég valdi fyrri kostinn.  Það var notalegt að vera skutlað heim að dyrum.  Það var líka góð tilfinning að spara rútukostnað og leigubílakostnað.  Gott ef það var ekki líka góð tilfinning að spara Flugrútunni kostnað við það að keyra með aðeins einn farþega til Reykjavíkur.

  Út af fyrir sig hefði bílstjórinn ekkert þurft að semja við mig.  Hann hefði getað látið duga að tilkynna mér að rútan legði af stað eftir 20 - 30 mínútur.  Kannski hefði ég orðið smá óhress.  En ég var ekki í sterkri samningsstöðu til að mótmæla því.  Það var til fyrirmyndar að bjóða mér þennan höfðinglega kost.  Kynnisferðir eru að standa sig.  Viðskiptavild fyrirtækisins hjá mér er mun stærri í ár en áður. 

  Ljósmyndin frábæra er birt með leyfi höfundar,  Kristjáns Jóhanns Bjarnasonar.      


Fróðlegur og fjörlegur útvarpsþáttur

  Stjórnmál dagsins og elítan voru rækilega rædd og krufin til mergjar á Útvarpi Sögu í dag á milli klukkan 16.00 og 18.00.  Þátturinn verður endurfluttur í kvöld og um helgina.  Ég veit hins vegar ekki klukkan hvað.  Enda skiptir það ekki öllu máli.  Það er gaman að hafa Útvarp Sögu í gangi,  hvort sem er.  Þeir sem eru staddir utan útsendingarsvæðis Útvarps Sögu geta hlustað á www.utvarpsaga.is .  Þar er líka hægt að finna eldri þætti. 

  Pétur Gunnlaugsson stýrði síðdegisþættinum í dag.  Gestir voru Andrea Ólafsdóttir og ég.  Andrea verður í framboði til Alþingis fyrir Dögun næsta vor.  Hún er þekktust af baráttu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna og framboðs til embættis forseta Íslands.  Þetta er klár kona með réttlætiskennd og sterkar skoðanir.

  Auk þess sem við ræddum um stjórnmál og elítuna hringdu hlustendur inn í þáttinn og lögðu orð í belg ásamt því að varpa fram spurningum.  Þetta var fróðlegur,  góður og skemmtilegur þáttur. 

Pétur Gunnlaugssonandrea ólafs   


mbl.is Aðeins tveir þingmenn mættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar bragðið af eplum tók kollsteypu. Dularfullt.

  Fyrst þegar epli bárust til Íslands þá brögðuðust þau eins og hráar kartöflur.  Það þótti lítið varið í þau.  Engu að síður var ævintýraljómi yfir þessum framandi ávexti.  Íslendingar létu sig því hafa það að maula á þessum eplum upp á sportið.  Það þótti næsti bær við að vera kominn til útlanda að japla á epli.

  Grunur leikur á að fyrstu epli sem bárust til Íslands hafi í raun verið rauðar kartöflur.  Hin meintu epli bárust til Íslands fyrir milligöngu danskra kaupmanna í Færeyjum.  Í Færeyjum heita kartöflur epli.  Í Færeyjum heita epli súr epli.  

  Það varð kúvending á bragði af eplum þegar þau voru seint og síðar meir flutt inn beint frá Hollandi.  Þau epli brögðuðust ekki eins og hráar kartöflur heldur eins og óþroskaðar perur.  Þá náði ævintýrið nýjum hæðum.  Síðan hafa Íslendingar verið sólgnir í epli. 

  Til gamans má geta að orðið appelsína þýðir "epli frá Kína".  Á hollensku heita appelsínur "sína appel" (kína epli)

epli_eins_og_perur_a_brag_i.jpg


Ófyrirgefanlegt klúður hjá IKEA

kalkunn_lifandi_1182154.jpg

 

 

kalkúnn tilbúinn til eldunar

  Húsgagnaverslunin IKEA í Hafnarfirði býður þessa dagana upp á þakkargjörðarhátíðarkalkún ásamt meðlæti.  Hugsanlega er tilefnið að á dögunum héldu Kanadamenn hátíðlegan haustfagnað Indíána, svokallaða þakkargjörðarhátíð.  Nokkru síðar héldu Bandaríkjamenn þennan sama haustfagnað hátíðlegan og kalla hann sömuleiðis þakkargjörðarhátíð.

  Á haustfagnaðinum er rótgróin hefð að hafa á borðum fylltan kalkún ásamt maís, trönuberjasósu og fleiru.  Þetta er jafn fastur siður og hangikjötið og jafningurinn á Íslandi á jóladag.

  Verðið á þakkargjörðarhátíðarkalkúninum hjá IKEA er 995 kr.  Húrra fyrir því.  Verra er að máltíðin stendur ekki undir nafni.  Jú,  skammturinn er alveg ríflegur.  En án trönuberjasultu.  Þakkargjörðarhátíðarkalkúnn er ekki þakkargjörðarhátíðarkalkúnn án trönuberjasulta.  Þetta er hneyksli!

  Mér var svo brugðið þegar engin var trönuberjasultan að matarlystin hvarf eins og dögg fyrir sólu.  Mér fannst kalkúnasneiðarnar ekki nógu þurrar.  Það var eins og þær væru vættar.  Kannski drógu þær svona í sig safann úr rauðkálinu.  Hann flaut.  

  Ég hef ekki oft né víða í Bandaríkjunum (og aldrei í Kanada) snætt hátíðarkalkún í heimahúsi.  En í þau skipti sem það hefur gerst eru hvorki rauðkál né brúnaðar kartöflur meðlæti. Brúnuðu kartöflurnar í IKEA passa engu að síður glettilega vel meðkalkúni.  Rauðkálið á sennilega að vera staðgengill trönuberjasultu.  En því er ekki saman að jafna.  Þetta er jafn fráleitt og að hafa franskar kartöflur með hangikjöti í stað soðinna kartafla í uppstúfi. 

  Fyrir ykkur sem matreiðið kalkún um jólin mæli ég eindregið með kryddblöndu sem heitir Best á kalkúninn.  Og í allra guðanna bænum hafið trönuberjasultu með.  Þannig og aðeins þannig verður kalkúnaveisla alvöru hátíðarmatur.

  Næst ætla ég að prófa hangikjötsréttinn í IKEA.  Ef hann er án jafnings verð ég fyrir jafn miklum vonbrigðum og með kalkúninn.  Hinsvegar verður spennandi að komast að því hvort hangikjötsmáltíðin kosti 895 kr. eins og stendur á auglýsingaspjaldi við innganginn í matsalinn eða 995 kr. eins og stendur á verðlista fyrir ofan matborðið.  Verulega spennandi.  Ég hlakka til og læt ykkur vita.

 bestakalkuninn


Besta hádegisverðartilboðið

English-Breakfast-classic

  Nýverið tók Daði á sportbarnum Classic Rock (eða hvort staðurinn heitir í dag bara Classic?) í Ármúla 5 upp á því að bjóða spennandi hádegisverðartilboð.  Hægt er að velja á milli ostborgara,  steiktrar samloku eða pizzu á 1000 kall.  Innifalið í máltíðinni er gos eða ferskur ávaxtasafi.  Með ostborgaranum og samlokunni fylgja alvöru franskar kartöflur og kokteilsósa.  Ég hef prófað ostborgarann.  Hann er kjötmikill (120 gr) og allt eins og best er á kosið.

  Nú hefur Daði bætt um betur:  Hann býður upp á glæsilegan enskan morgunmat (Full English Breakfast) ásamt gosi eða ferskum ávaxtasafa á þessu þægilega tilboðsverði,  1000 kalli.  Þeirri máltíð gef ég hæstu einkunn.  Þetta er rífleg máltíð með pönnusteiktum kartöflum,  tveimur spældum eggjum,  ristuðu brauði og öðru tilheyrandi (beikoni, pylsum, bökuðum baunum...).  Ég er sérlega ánægður með ristaða brauðið.  Víða - þar sem boðið er upp á English Breakfast - klikka menn á því að hita brauðsneiðar aðeins á pönnunni án þess að þær brúnist.  Á Classic ristar listakokkurinn Kent Jensen brauðið þannig að það fær skarpan brúnan lit,  er stökkt en mjúkt.  Með fylgir smjör (sem vantar á mörgum veitingastöðum er bjóða upp á English Breakfast).

  Enski morgunverðurinn á Classic er besta hádegistilboð á markaðnum í dag,  þegar miðað er við verð og gæði.

  Til gamans má geta að Daði var í gamla daga gítarleikari hljómsveitarinnar Dáta.  Glettilega góður gítarleikari og hefur síðan spilað í einhverjum blúshljómsveitum minna frægum en Dátum.  Hann er blúsgeggjari.  Það er gaman að spjalla við hann um blús og rokk.  Rétt eins og við dætur hans og eiginkonu,  sem vinna á Classic.  Viktoría, dóttir þeirra hjóna, er vel heima í klassíska blúsrokkinu og spilar jafnan áhugaverða músík á barnum.  Líka með yngri rokkhljómsveitum og gömlum blúsjöfrum.  Það er góð skemmtun að kíkja á Classic í Ármúla 5.   

Classic rokk

 


Kaldar kveðjur til brottrekinna

N1 

  Neinn er merkilegt fyrirtæki.  Stundum tapar það peningum án þess að kippa sér upp við það.  Það á vini á góðum stöðum sem afskrifa skuldir þegar svo ber undir.  Þannig að þetta er ekkert mál.  Einu sinni hef ég þó heyrt forstjóra Neins veina sáran.  Það var þegar hann tjáði sig um vörurýrnun vegna þjófnaðar á bensíni.  Bensíni hafði verið stolið frá Neinum fyrir næstum 30 milljónir króna.  Forstjórinn benti á að það væri virkilega erfitt og nánast óbærilegt að reka fyrirtæki sem býr við svona mikla vörurýrnun.  Undir það skal tekið.

  Nokkru síðar ræddi forstjórinn um tilraun Neins við að hasla sér völl á sviði bókaútgáfu.  Gefnar voru út tvær bækur,  hvor um sig í risaupplagi.  Þær voru auglýstar til samræmis við risaupplagið.  Leikar fóru þannig að uppistaðan af upplaginu endaði á haugunum.  Forstjórinn sagði tapið á bókaútgáfuævintýrinu skipta fyrirtækið engu máli.  Tapið væri ekki nema næstum 30 milljónir króna og fyrirtæki af stærðargráðu Neins finni hvergi fyrir svoleiðis smáaurum.

  Svo skemmtilega vildi til að þetta var sama upphæð og vörurýrnun vegna bensínþjófnaðar.

  Núna var Neinn að segja upp 19 starfsmönnum.  Forstjórinn segir það vera til þess að bæta þjónustu fyrirtækisins.  Birgjar jafnt sem starfsfólk sé yfir sig hamingjusamt með breytinguna.  

  Þetta verður ekki skilið öðru vísi en svo að þessir 19 brottreknu hafi dregið þjónustu Neins niður.  Þeir hafi háð rekstri Neins. 


Getur komið sér vel að vita

harðfiskur og smjör 

  Margir Íslendingar senda ættingjum sínum og vinum,  búsettum erlendis,  harðfisk,  hangikjöt,  kæsta skötu,  kæstan hákarl og súrsaða hrútspunga.  Aðallega ber á þessu um eða fyrir sólrisuhátíðina,  jólin, ár hvert.  En líka á Þorra.  Vandamálið er að embættismenn á tollpóstsstofu í viðtökulandinu kunna þessu misjafnlega vel eða illa.  Þeir telja sig þurfa að vernda þjóð sína gegn þessum hugsanlega stórhættulegu matvælum.  Þeir þefa af matnum.  Lyktin staðfestir ranglega gruninn um skemmdan og skaðlegan mat.  Þá er ekki um annað að ræða en farga óþverranum samkvæmt kúnstarinnar reglum undir eftirliti.

  Viðtakandi jólapakkans fær svo loks í hendur heldur rýran kost.  Stundum með athugasemdum um að pósthúsið lykti ennþá til mikilla óþæginda fyrir starfsfólk.

  Það er til einfalt ráð til að koma hátíðargóðgætinu á áfangastað.  Það þarf einungis að merkja matvælin rækilega - og fylgiskjöl með pakkanum - sem kattafóður.  Reglur um dýrafóður eru mun rýmri en reglur um matvæli til manneldis.  

  Þetta skal einnig hafa í huga þegar íslenskur ferðamaður tekur áðurnefnd matvæli með sér í ferðatösku til útlanda.  


Besta aðferð til að þrífa ketti og hunda


köttur og hundur 
 Ég sá þessa góðu uppskrift á fésbókarsíðu Önnu Sigríðar Karlsdóttur.  Uppskriftin á erindi við alla sem halda ketti eða hunda sem heimilisdýr.  Þetta er borðliggjandi frábær ferð þegar vel er að gáð.  Hún er svona og númeruð til að allt fari fram í réttri röð.  Það er mikilvægt:

1. Lyftið upp lokinu á klósettinu og hellið hálfum bolla af Aloe Vera sjampói ofan í skálina.
2. Takið köttinn upp og talið róandi við hann á leiðinni inn á salernið.
3. Setjið köttinn ofan í klósettið og lokið.  Standið ofan á klósettsetunni til að ekkert fari úrskeiðis.
4. Á þessum tímapunkti fer kötturinn að framleiða froðu ofan í skálinni.  Leiðið hjá ykkur lætin því kötturinn hefur gaman af þessu og er að komast í hreinlætisstuð.
5. Sturtið niður í klósettinu þrisvar sinnum.
6. Opnið útidyrahurðina og gætið þess að ekkert sé í veginum. 
7. Standið fyrir aftan klósettið og lyftið snöggt upp klósettlokinu.
8. Kötturinn skýst upp úr klósettinu og verður viðþolslaus að komast út úr húsi til að sýna öðrum köttum hvað hann hreinn og fínn.
9. Klósett og köttur eru skínandi hrein þegar hér er komið sögu.
 
    Það var hundurinn á heimilinu sem fann upp þessa aðferðin viðþvo ketti og hvíslaði henni að heimilisfólkinuÞað sem hvutti veit ekki er að þetta hentar einnig við þrif á hundum. 
 
köttur sparkar í hund

Hefnd í stað réttlætis

  Margir þekkja Rautt Eðal Ginseng.  Margir hafa notað það að staðaldri í áratugi.  Aðrir nota það aðeins þegar mikið liggur á,  svo sem í prófönnum,  á taflmótum eða í öðrum keppnisíþróttum.  Fyrir nokkrum árum dúkkaði upp í íslenskum verslunum vara undir nafninu Rautt royal ginseng.  Það var í samskonar pakkingum og útlitshönnun að öllu leyti keimlík.  Jafnframt voru á umbúðunum og í auglýsingum notaðar orðréttar lýsingar á umbúðum Rauðs Eðal Ginsengs og úr bæklingum um þá vöru.

  Í auglýsingum var Rautt royal ginseng ýmist kynnt sem Rautt royal ginseng eða Rautt kóreskt ginseng royal eða Rautt royal ginseng frá Kóreu eða (í sjónvarpsauglýsingu) meira að segja Rautt Eðal Ginseng.

  Brotavilji söluaðilans,  Eggert Kristjánsson hf.,  var einbeittur.  Ásetningur um að rugla neytendur í ríminu var augljós.  Fá hann til að halda að þetta væri allt ein og sama varan.  Það tókst.  Meira að segja afgreiðslufólk í verslunum hélt að þetta væri sama varan.

  Eðalvörur, umboðsaðili Rauðs Eðal Gingsengs, kærðu þetta og Neytendastofa kvað upp úr með að Eggert Kristjánsson hf.  hefði brotið samkeppnislög.  Einhverjar smávægilegar breytingar voru

  Sjá:  http://www.neytendastofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2384

  Neytendasamtökin létu jafnframt að eigin frumkvæði (vegna fjölda kvartana frá neytendum) rannsaka erlendis Rautt kórekst ginseng (eins og varan er núna kölluð).  Þar reyndist vera um svikna vöru að ræða.

  Sjá:  http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=12981&ew_0_a_id=294781

  Einhverjar smávægilegar breytingar voru gerðar á umbúðum.  Eðalvörur telja breytinguna ekki vera næga.  Breytingar séu það litlar að fólk sé enn að ruglast á vörunum.  Pakkningar eru ennþá eins og útlitshönnun með sömu litum og svipuð að öðru leyti.  Meira að segja innkaupastjórar verslana og afgreiðslufólk er ennþá að ruglast á vörunum.  Þessum upplýsingum hefur verið komið á framfæri við Neytendastofu.  Nýverið klöguðu Eðalvörur Neytendastofu fyrir að taka ekki á málinu.  Neytendastofa brást hin versta við og kvað í snarhasti upp þann úrskurð að engin hætta væri á ruglingi.  Og það þrátt fyrir vitneskju um hið gagnstæða. 

  Til gamans má geta að ginseng er selt út um allan heim í mismunandi og ólíkum umbúðum.  Til að mynda í glösum eða pökkum af ýmsum stærðum og þykktum. 

  ginseng-Aginseng-Bginseng-Cginseng-Dginseng-Eginseng-Fginseng-gginseng-hginseng-iginseng-jginseng-kginseng-lginseng-mginseng-nginseng-o

  Til samanburðar eru umbúðir Rauðs Eðal Ginsengs og Rauðs kóreskt ginsengs.  Litir eru þeir sömu en ég fann ekki myndir sem eru með sömu lýsingu.  Þessar myndir eru þar af leiðandi villandi.  Það þarf að hafa í huga að litir séu þeir sömu.  Reyndar sér fólk mun á þessum pökkum ef það hefur þá hlið við hlið.  En þegar fólk hefur aðeins annan pakkann í höndum þá ræður lögun pakkans og litirnir því að margir eiga erfitt með að átta sig á hvað er hvað.  Einkum fólk sem heldur að þetta sé sama varan.

rautt eðal ginsengrautt kóreskt ginseng

  Ég sé að eigandi Eðalvara er búinn að blogga um málið:  http://siggith.blog.is/blog/ginseng/entry/1266908/


mbl.is Engin hætta á ruglingi á umbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband