Ljósmyndir Lindu hjálpuđu Paul

  "But I´m not the only one," söng John Lennon.  Ég er ekki einn um ađ hafa áhuga á Bítlunum.  Mest lesna grein á netsíđu breska dagblađsins The Guardian í dag er spjall viđ Paul McCartney.  Ţar tjáir hann sig um ljósmyndir Lindu heitinnar eiginkonu sinnar.

  Í léttum dúr segist Paul hafa slátrađ farsćlum ljósmyndaferli hennar.  Áđur en ţau tóku saman var hún hátt skrifuđ í ljósmyndaheimi.  Hún hafđi međal annars unniđ til eftirsóttra verđlauna.  Fyrst kvenna átti hún forsíđumynd söluhćsta tónlistartímarits heims,  bandaríska Rolling Stone.  Myndin var af Eric Clapton.  Eftir ađ ţau Paul tóku saman breyttist ímynd hennar úr ţví ađ vera verđlaunaljósmyndari í ađ vera "kona Pauls".  lennon-mccartney 1

  Margar ljósmyndir Lindu hjálpa og heila Paul ađ gera upp viđ upplausn Bítlanna.  Sem var honum afar erfiđ.  Hann telur sig hafa fengiđ taugaáfall viđ ţann atburđ og aldrei náđ ađ vinna sig almennilega úr sorginni sem ţví fylgdi.  

  Paul ţykir vćnt um ljósmynd af ţeim John sem Linda smellti af um ţađ leyti er hljómsveitin sprakk í loft upp.  Ţó ađ allt hafi lent í illindum ţá nutu ţeir ţess ađ vinna saman ađ tónlist fram á síđasta dag.  Samband ţeirra hafi veriđ einstaklega sterkt og náiđ til lífstíđar,  segir Paul og bendir á ađ ţarna blasi viđ hamingjusamur John Lennon.

  Önnur ljósmynd sem Paul ţykir vćnt um segir hann vera dćmigerđa fyrir stemmningu og andrúmsloft sem einkenndi samskipti Bítlanna innbyrđis.  Ţar heilsast John og Paul í galsa međ handabandi.  George og Ringo skemmta sér konunglega yfir gríninu. 

Bítlarnir

 

 

 

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ţakka ţér fyrir ţessa grein. Uppáhalds setningin mín er: I´m in love for the first time. Lýsir svo mikilli gleđi.

Sigurđur I B Guđmundsson, 27.6.2019 kl. 10:24

2 Smámynd: Jens Guđ

Eitt af mörgum gullkornum Lennons!

Jens Guđ, 2.7.2019 kl. 17:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband