Frábær bók

 - Titill:  Born to Run - Sjálfsævisaga

 - Höfundur:  Bruce Springsteen

 - Þýðandi:  Magnús Þór Hafsteinsson

 - Útgefandi:  Ugla

 - Einkunn:  *****

  Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen er einn af þeim stærstu í rokksögunni.  Hann hefur selt 150 milljónir platna;  margsinnis toppað vinsældalista um allan heim;  hlotið fjölda verðlauna.  Þar af 20 Grammy.  Um hann hafa verið skrifaðir tugir bóka.  Þessi sem hér um ræðir hefur þá sérstöðu að vera sjálfsævisaga hans.

  Bruce ólst upp við fátækt og basl í New Jersey.  Til að mynda var ekki heitt vatn á æskuheimili hans.  Pabbinn var alki sem hélst illa í vinnu.   

  Bruce er maður orðsins.  Söngtextar hans eru með þeim bestu í dægurlagaheimi.  Hann er pennafær.  Skrifar beinskeyttan auðlæsan texta og stutt í ljóðrænan blæ.  Yrkisefnið er jafnan örlög alþýðufólks.  Þar á meðal jafnaldrana sem hann ólst upp með.  

  Alþýðurokkarinn reynir hvergi að fegra sig.  Hann er hreinn og beinn.  Kann best við sig í gallabuxum og vinnuskyrtu.  En á það líka til að klæðast fínum fötum og aka um á dýrum bílum.  Hann hefur átt sína táradali jafnt sem hamingjustundir.  Vegna þess hvað hann geislar af gleði á hljómleikum vakti undrun er hann fór að tjá sig um þunglyndi fyrir nokkrum árum.  Þeim hremmingum gerir hann góð skil.   

  Lesandinn þarf ekki að þekkja tónlist Brúsa til að njóta bókarinnar.  Fyrir aðdáendur er hún gullnáma,   hnausþykk,  670 þéttskrifaðar blaðsíður með litlu letri.  Það tók mig nokkra daga að lesa hana.  Þeim var vel varið.  Jólagjöfin í ár!

  Þýðing Magnúsar Þórs Hafsteinssonar er vönduð og góð.

bruce


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef nú reyndar ekki lesið bókina en mér hefur fundist að "karakterinn" sem skín í gegn í hans verkum og ekki síst á tónleikum, gefi góð fyrirheit um hver er að vænta.  Mín uppáhalds plata með kappanum er jafnframt sú fyrsta sem ég eignaðist með honum en það er "The River".  Ekki get ég látið hjá líða að hrósa þér fyrir þáttinn á Útvarpi Sögu,  þar sem þú fjallaðir um bókina.............

Jóhann Elíasson, 25.11.2023 kl. 12:20

2 identicon

Enn ein jólabókajólin framundan og ég ætla allavega að lesa bókina Eimreiðarelítan eftir Þorvald Logason. 

Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2023 kl. 13:22

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það!

Jens Guð, 25.11.2023 kl. 13:31

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þú þarft líka að lesa Born to Run.

Jens Guð, 25.11.2023 kl. 13:32

5 identicon

Að bókum um annað stórmenni í tónlist, þ.e. meistara David Bowie: Á Goodreads.com er að finna 67 bækur um kappann og fá þær allar góða dóma þar, margar þeirra fá 5 stjörnur. Dettur mér þá í hug fróðleg og merkileg grein sem ég rakst á hjá Billboard.com, grein sem allt tónlistar áhuga fólk ætti að lesa  ,, David Bowie influenced more musical genres than any other rock star ,,. 

Stefán (IP-tala skráð) 26.11.2023 kl. 19:12

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það má kvitta undir þetta.

Jens Guð, 27.11.2023 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.